Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAI 1992 Oddur Sigurðsson, Hvammi — Minning Fæddur 23. maí 1922 Dáinn 25. janúar 1991 Mig langar i fáum orðum að minnast föður míns, Odds Sigurðs- sonar, en hann lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 25. janúar 1991. Það er ekki fyrr en núna, rúmu ári eftir dauða pabba, að ég get sest niður til að skrifa minningarorð um hann og er því þessi dagur til- valinn til þess, því í dag eru 70 ár liðin frá fæðingu hans. Pabbi var fæddur að Hvammi í fáskrúðsfirði, sonur Þuríðar Elísa- betar Magnúsdóttur og Sigurðar Oddssonar. Þar ólst hann upp í sjö systkina hópi. Eins og algengt var á þessum tímum fór hann snemma að hjálpa til við störfin á bænum. Jafnt til sjós og lands en sjósókn á trillu var mikið stunduð til að auka tekjurnar. Pabbi var aðeins níu ára gamall þegar hann fór sinn fyrsta róður með föður sínum en þrátt fyrfr mikla sjóveiki heillaðist hann af sjómennskunni og átti sjórinn hug hans allan. Auk þess að róa með afa réri pabbi með bræðrum sínum í Hvammi auk þess sem hann stundaði vertíðir frá Testmannaeyjum, Keflavík og Sandgerði. Hann hafði gaman af að gleðja aðra og kom því oft fær- andi hendi með eitt og annað handa þeim sem heima voru. Skólaganga var ekki meiri en almennt gerðist á þessum árum, en einn vetur var pabbi í Héraðs- skólanum á Reykjanesi. Veit ég að þar var ýmislegt brallað í hópi kátra skólabræðra. Til dæmis var fótbolti vinsæl skemmtun, jafnt úti sem inni, en þá kom gluggi við enda gangsins í stað marks. Tvíbýli er í Hvammi og á hinum bænum, Hóli, bjuggu á þessum tíma hjónin Dagbjört Sveinsdóttir og Þórarinn Bjamason ásamt þremur dætrum. Þar sem stutt var milli bæjanna tókust góð kynni milli unga fólksins á bæjunum. A Hóli fann pabbi sinn lífsförunaut, móður mína, Bjarnheiði Stefaníu Þórarinsdóttur. Þau giftu sig 29. desember 1944 og tóku við búi móðurforeldra minna er þau fluttust inn að Búð- um. Foreldrar mínir eignuðust sjö börn sem lifðu. Þau em: Þráinn, fæddur 1946, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur. Sigþóra, fædd 1948, gift Páli Óskarssyni. Erling- ur Bjartur, fæddur 1951. Sigurð- ur, fæddur 1954, kvæntur Vil- borgu Halldóru Óskarsdóttur, Erla, fædd 1955, gift Helga Heið- ari Georgssyni. Oddur Stefnir, fæddur 1962, kvæntur Bozenu Theresu Turin. Dagbjört Þuríður, fædd 1963, gift Anders Kjartans- syni. Barnabörnin eru fjórtán og bamabamabörnin eru þrjú. Barnabörnin og barnabarna- börnin vom honum mjög kær og hafði hann gaman af að taka þau í fang sér og syngja fyrir þau, því hann var söngelskur og hafði yndi af fallegri tónlist. Pabbi var harð- duglegur bæði til sjós og lands og var unun að horfa á hann vinna. Hann var sérstak snyrtimenni í umgengni. Þess bám merki bátur- inn hans svo og öll þau hús og þeir hlutir sem hann gekk um. Allir virtu skoðanir pabba og tóku tillit til þeirra, hann var alltaf sá ráðagóði sem hafði rétt fyrir sér. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg, en margt sagði hlý föðurhönd sem strauk lítinn vanga, að kvöldi að loknu dagsverki, og rödd sem bauð góða nótt, þá var ljúft að sofna. Dugnaður og ósérhlífni ein- kenndi búskap mömmu og pabba og auk þess að vera með fjárbú- skap stundaði hann sjóinn á eigin trillu. Hann byijaði að gera bátinn sinn kláran fyrir sumarið í mars og lá stundum mikið á að komast á sjóinn á vorin, sérstaklega ef mikið fiskirí var, þá var enginn tími til að bíða eftir að málningin á bátnum þornaði, heldur var farið í fyrsta róður fljótlega eftir að málað var og voru buxurnar hans pabba stundum merktar lit báts- ins, þegar hann kom að landi með bátinn sinn hlaðinn af fiski. Það eru ógleymanlegar þær stundir þegar við krakkarnir fórum með mömmu niður að höfn að taka á móti, ánægðum en þreyttum sjó- manni eftir góða veiðiferð. Snemma fóru bræður mínir að róa með pabba, en áður en það var hafði hann yfirleitt menn hjá sér á sumrin. Var þá stundað stíft og jafnvel tvíróið sama sólarhringinn en mamma gætti barnanna og sá um búið á meðan. Var aflinn ýmist saltaður heima eða lagður upp á Stöðvarfirði. Fannst okkur bömun- um stundum skrítið hvað hann gat aflað, ekki bara af fiski, stundum kom hann með kringlupoka eða tómatsósu, sem okkur fannst hinn mesti fengur, en gerðum okkur ekki grein fyrir því að hann hafði gefið sér tíma til að skreppa á Kaupfélagið eftir að hann hafði landað aflanum á Stöðvarfirði. Pabba var alltaf illa við að skulda einhveijum og átti alltaf inneign í Kaupfélaginu, þrátt fyrir að hann þyrfti að framfleyta stórri fjölskyldu, þar hjálpaði einnig mamma til með því að vera sér- staklega nýtin og sparsöm. Á vet- urna, þegar ekki var róið á trillu stundaði pabbi ýmsa vinnu á Stöðvarfirði. Sem barn fékk hann lömunar- veiki og jafnaði sig aldrei að fullu eftir það. Um 1980 kom í ljós ólæknandi beinasjúkdómur sem enginn veit hvað hefur verið búin að kvelja pabba lengi, því hann kvartaði aldrei. Hann fékk þó lyf sem drógu úr verkjum og hægðu á sjúkdómnum. Þetta varð þess valdandi að pabbi varð að hætta búskap og tók Erlingur Bjartur við búinu en mamma hugsar ennþá Fæddur 25. apríl 1916 Dáinn 16. mai 1992 Er við nú kveðjum Harald Jóns- son, móðurbróður, svífa um í hug- skoti okkar allar minningamar sem tengjast honum. Allt frá því hann kom í okkar föðurhús á Hvamms- tanga á sínum unglingsárum, hef- ur hann verið hluti af okkar tilveru sem Halli frændi. Sumar bemsku- minningar em tengdar honum, unga frænku sína bar hann á há- hesti þegar snjór og aðrar hindran- ir voru til trafala og enginn tálg- aði betur bogaörvar heldur en Halli frændi. Margoft á lífsleiðinni áttum við athvarf hjá honum og nutum frændseminnar sem einkenndist af hlýleika og prúðmennsku. Það var sama hvort hann bjó á Hvammstanga, Borðeyri, Brú eða Blönduósi, alltaf var hægt að leita til Halla. Og ekki bara við, heldur ekki síður okkar börn sem einnig hafa notið þess hve vel kvæntur rúmlega tvítugan pilt að verkstjóra yfir svo viðamikilli starfsemi. En Þorbjöm lagði sig allan fram en enginn þarf að efa það álag, sem á honum var, svo kappsamur og húsbóndahollur sem hann var. En þeir gömlu starfsmenn urðu nú ekki uppnæmir fyrir þessum ungl- ingi, að skipa þeim fyrir verkum, svo hann fór til Einars og sagðist vera hætttur. „Bíð þú mín hér,“ sagði Einar, setti upp harðkúlu- hattinn og gekk út til að ræða við sitt fólk. Þegar hann kom aftur sagði hann aðeins: „Þetta verður í lagi.“ Og svo varð. „Hjá Einari lærði ég að hlýða“ sagði Þorbjöm, „og því vildi ég að mér væri hlýtt.“ Um umfang starfseminnar má vitna í bók Asgeirs Jakobssonar, Hafnarfjarðaijarlinn, en þar er margt efni frá Þorbirni komið. Þar er vitnað í Tryggva Ófeigsson, sem segir: „Það stóðu engir Hafnfirð- ingum á sporði við losun á þessum árum.“ Meðalafköst þótti að losa 150 tonn af saltfiski, og 140-150 föt lifrar og taka um borð salt og kol á sex klukkutímum. (bls. 232). Eftir Þorbirni er þar haft að eitt sinn hafi verið landað úr Garðari 140 tonnum á fjórum og hálfum um heimilishaldið. Ekki var hann þó iðjulaus og reyndi að finna sér eitthvað til dundurs. Til dæmis pijónaði hann mikið af leistum bæði fyrir heimilið, barnabörnin sín, auk þess sem hann seldi þenn- an varning sinn í verslanir á Búð- um. Má því segja að hann hafi áfram hugsað um sjómennskuna þar sem þessi leistar hafa eflaust yljað mörgum sjómanninum á köldum fótum. Pabbi fékk þá ósk sína uppfyllta að þurfa ekki að flytja frá Hvammi þó hann þyrfti að hætta búskap. Haustið 1990 gerði svo vart við sig sá sjúkdómur sem lagði pabba að velli. Hann veiktist skyndilega og var fluttur á Landspítalann í Reykjavík. Þar fékk hann viðeig- andi meðferð en læknirin sem ann- aðist hann var að fara til starfa á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði svo pabbi gat fengið sína heitustu ósk uppfyllta um að komast austur og sótti sínar meðferðir á Seyðisfjörð en gat verið heima á milli. Mamma annaðist hann af sinni einstöku alúð, heima í Hvammi meðan hægt var, því þar vildi hann helst vera. í janúar 1991 var hann orðinn það veikur að hann var fluttur á Sjúkrahús Seyðisfjarðar. Á þessu sjúkrahúsi annaðist hann yndislegt starfsfólk sem honum þótti ákaf- lega vænt um. Ekki aðeins að það hjúkraði pabba af einstakri hlýju, heldur einnig mömmu og fékk hún að dvelja hjá pabba þar til yfir lauk. Það var henni alveg ómetan- legt og erum við mjög þakklát öllu Halli var. Það var á Hvammstanga sem hann kynntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ebbu Jósafatsdóttur og var sambúð þeirra einstaklega góð og gestrisni þeirra frábær. Svo samstillt voru þau að í huga sumra af yngri kynslóðinni var þá fyrst ljóst um hvern var verið að tala, þegar sagt var Halli og Ebba. Ekki var það okkur minna virði hve Halli reyndist föður okkar vel. Hjá þeim hjónum átti hann jafnan visst athvarf, nánast sitt annað heimili, einkum hin síðari ár ævinn- ar er hann átti oft erindi norður. Halli frændi varð okkur þó eink- ar nátengdur hin síðari ár. Þá feng- um við í ríkum mæli að njóta áhuga hans og þekkingar á skógrækt. Á sinn prúða, hógværa hátt leið- beindi hann um græðlinga og gróð- ursetningu, kom með uppástungur og gaf ráð. Hann fylgdist af mikl- um áhuga með þeirri ræktun sem við höfum farið af stað með í Þór- ormstungu og veitti hvatningu og aðstoð við framtíðarskipulagningu. tíma, og hann um leið kolaður og saltaður. Þá var Þorbjöm með 108 manns í vinnu við skipið, en 45 stúlkur að stafla upp fiskinum í fiskverkunarhúsinu. Einar féll frá 1934. í meira en 30 ár starfaði Þorbjörn áfram sem verkstjóri undir stjórn bræðranna, jafnframt því að starfa á sumrum við söltun hjá síldarverksmiðjunni á Djúpuvík, allt fram yfir stríðslok. Síðustu árin starfaði Þorbjörn sem verkstjóri hjá Eimskipi, þar til að lögleiddum starfslokum kom. Þorbjörn kvæntist árið 1932 Hall- dóru Jóhannsdóttur, dóttur Sigríð- ar Dagfinnsdóttur og Jóhanns Guðmundssonar skipstjóra. Einka- dóttir þeirra Jóhanna, gift Guð- mundi Kr.' Guðmundssyni og búa þau erlendis. Halldóra og Þorbjörn reistu sér heimili að Austurgötu 29. Jafn- framt bjó þar Guðmundur, bróðir Halldóru, með sinni fjölskyldu. Sjórinn tók Guðmund á besta aldri frá ungum börnum. Eftir fráfall hans sáu þau Halldóra til með fjöl- skyldu hans og reyndust þeim betri en ekki. Voru þar ætíð kær tengsl á milli. Þau Halldóra fengu athvarf í starfsfólki Sjúkrahúss Seyðisíjarð- ar. Einnig átti ég og Margrét litla dóttir mín þess kost að vera hjá mömmu og pabba tvær síðustu vikurnar sem pabbi lifði, þökk sé góðum vinum mínum á Seyðis- firði, Kristínu Albertsdóttur og •Helga Jenssyni, en hjá þessum ágætu hjónum gistum við Margrét litla. Á bóndadaginn, 25. janúar, 1991 kvaddi pabbi þennan heim og veit ég að honum hefur verið tekið opnum örmum handan móð- unnar miklu. Mín heitasta ósk var alltaf að verða eins góður sjómaður og pabbi og geta róið með honum. Það tókst ekki í þessu lífi en kannski eigum við pabbi eftir að stunda sjóinn saman á öðrum miðum. Margrét litla dóttir mín var aðeins ársgöm- ul þegar pabbi dó en hún þekkir afa sinn á mynd þó hún muni ekki eftir honum og það er vel. Eg veit ég mæli fyrir munn mömmu og allra afkomenda hans þegar ég þakka honum fyrir alla þá tíma sem við áttum með honum og allt sem hann gaf okkur. Nú líður honum vel og fylgist með okkur áfram þó að við sjáum hann ekki. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. H.P. Blessuð sé minning Odds Sig- urðssonar. Hvíli hann í friði. Dagbjört Þuríður. Við munum sakna hans þegar við hefjumst handa við vorstörfin. En við trúum því, að hann fylgist með hvað gerist og finnum að hann hefur ekki bara gróðursett í jörð, heldur hefur hann líka gróðursett í huga okkar eitthvað sem heldur áfram að lifa. Börn Hannesar og Hólmfríðar. íbúð fyrir aldraða á Skjóli 1989, en Halldóra lést í júní 1990. Eftir lát hennar dvaldi Þorbjörn þar áfram, en hafði minna umleikis. Um svipað leyti veiktist hann af krabbameini. Hann dvaldi nokkr- um sinnum til aðgerða í St. Jós- efsspítala í Hafnarfírði, og vildi ekki annað fara. Hann sagði stund- um að nú væri ekkert orðið eftir af sér nema kjafturinn. Aldrei merkti ég óttablik í augum hans, hann hafði lært að hlýða, nú varð að hlíta því sem fram kæmi. Hann hélt upp á afmæli sitt 6. apríl sl. með reisn, og fram undir það síð- asta komu nemar og fræðimenn til viðræðna við hann, því hann var fróðleiksbrunnur um útgerð og sjávarfang. Þá sat hann gjarnan í reykstofunni, því þar var best út- sýn yfir Sundin og skipin í höfn- inni. Milli hans og starfsfólks Skjóls ríkti gagnkvæm virðing. Þetta var hans heimili, og heima fékk hann að deyja. Starfsfólk Skjóls á miklar þakkir skildar fyr- ir alla umönnun við Þorbjörn. Ég kveð Þorbjörn með söknuði og votta afkomendum hans samúð mína. Ámundi H. Ólafsson. Þorbjöm Ejjólfsson verkstíóri - Kveðja Fæddur 6. apríl 1909. Dáinn 15. maí 1992. Þorbjöm fæddist í Hafnarfirði. Fimm vom þau systkinin, en eftir lifir merkiskonan Sólveig, sem mörgum Hafnfirðingum er af góðu kunn. Foreldrar þeirra vora Vil- borg Eiríksdóttir og Eyjólfur Þor- bjamarson. Ung misstu þau föður sinn, sem tók út af togara. Þor- bjöm byijaði að vinna hjá Einari Þorgilssyni ellefu ára gamall. Þau Einar og Geirlaug kona hans virð- ast hafa haft sérstakt dálæti á hmurn unga sveini, því fljótt varð hann sem einn af þeirra stóru níu barna fjölskyldu, og bræðurnir, Þorgils Guðmundur og Ólafur Tryggvi, sem voru nokkru eldri, urðu sem uppeldisbræður hans. Þorbjörn sagði mér að sjó- mennsku hefði hann ætlað að stunda. Einar Þorgilsson lét smíða togarann Garðar, sem kom til landsins 1930. Þorbjörn falaði, og fékk, skipsrúm hjá Siguijóni Ein- arssyni, e_n hafði að auki vilyrði Tryggva Ófeigssonar. „Talaðu við mig,“ sagði Tryggvi, en bæði voru þeir Tryggvi skyldir og þekktust þar að auki síðan Tryggvi var skip- stjóri á Surprise 1924-25. Brautin virtist greið. En þá kom svo sann- arlega óvænt babb í bátinn. Einar Þorgilsson aftók að hann færi til sjós. En Þorbjörn sat við sinn keip, og jafnt þó bræðurnir færu þess sama á leit. „En þá kom „gamla konan“ Geirlaug, heim til mín og þá bráðnaði ég.“ Þarna virðast forlög föður Þorbjamar verða hon- um örlagavaldur. En Einar bauð Þorbirni verkstjórastarf, og kom það honum ekki síður á óvart, en Hannes Jóhannsson hætti um þær mundir eftir 30 ára farsæla verk- stjórn. Mikil hefur trú Einars verið á Þorbirni, og með ólíkindum að gera Minning: Haraldur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.