Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAI 1992 41 Morgunblaðið/Albert Kemp TIMAMOT 50 ára fermingar börn hittast SKIPULAG OG í GARDINUM Stanislas Bohíc, garða- hönnuður veitir ókeypis ráðgjöf hjá okkur um helgina laugardag og sunnudag kl. 14-18. Verið velkomin. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 68 90 70 Fermingarsystkini frá 10. maí 1942 komu saman á Pá- skrúðsfirði 10. maí síðastliðinn og héldu upp á 50 ára fermingaraf- mæli í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Kvöldið áður höfðu þau hitst á Hótel Skálavík. Þar flutti Óðinn G. Þórarinsson frumsamið lag í tilefni samkomunnar. Fermingar- börnin voru 24 en þijú eru nú lát- in. Tólf komu saman á Fáskrúðs- firði nú. Þau eru, fremri röð frá vinstri: Erla Björgvinsdóttir, Guð- rún Jónsdóttir, Sigurbjörg Berg- kvistsdóttir, Aðalbjörn Úlfarsson, Valdís Halldórsdóttir, Kristín Sig- björnsdóttir og Sigurbjörg Vil- hjálmsdóttir. Aftari röð f.v.: Hreinn Þorvaldsson, Hörður G. Valdimarsson, Ármann Jóhanns- son, Albert Stefánsson, Sveinn R. Eiðsson og Már Elísson. Albert VANSKÖPUN Ferfætt barn með nokkra batavon Hjónin Ghairun og Ebrahim Railoun eignuðust mjög fatlað barn í Höfðaborg fyrir nokkru. Fötl- unin var af afar sjaldgæfri gerð og læknar sögðu þeim að eitt barn af hveijum milljarði barna fæddist með viðlíka fötlun. Abdul litli Aziz Railoun fæddist nefnilega með tvo neðri hluta líkamans og hann hefur vakið heimsathygli. I fyrstu voru foreldrarnir harmi slegnir og reyndu að halda tilvist barnsins leyndri, en fljótt flaug fiski- saga og er vansköpunin var á allra vörum og í ljós kom hve heimsbyggðin fann til með fjölskyldunni ungu, gengu þau fram fyrir skjöldu og ættingjar og vinir fóru að nýta meðbyrinn til að afla peninga fyr- ir mörgum og dýrum aðgerðum sem Abdul litli þarf að gangast undir. Læknarnir telja nefnilega að barn- ið eigi helmingslíkur á því að lifa lengur en í mesta lagi árið á enda. Og til þess að það verði, sé nauðsyn- legt að ganga eins langt og nútíma skurðlækninga- tækni leyfir, í að breyta Abdul. Barnið lifði fyrstu aðgerðina af og hún var með þeim erfiðari, en þá var lokað fyrir líkamsstarfsemi „aukahlutans“ þann- ig að Abdul dugar ein bleyja í einu en ekki tvær. Bjartsýni fer vaxandi með hveijum deginum sem líður hjá Railounfjölskyldunni og þau segja hjónin að Abdul sé yndislegt barn þrátt fyrir fötlun sína. Yfírleitt sé hann síbrosandi og hjalandi. Ekki er það þó einhlýtt, því hann sé einnig skapmikill. Hann er farinn að freista þess að skríða, en gengur illa, því fjórir fætur gera lítið annað en flækjast hver fyrir öðrum og í stað þess að skriða áfram eða í v^rsta falli aftur á bak, skríður Abdul í krappa hringi. Það mislíkar honum gífurlega og hann lætur vita með þrumuraust mikilli... Það er komið að því að skipta um bleyju. Foreldrarnir segjast nú hafa varpað biturð fyrir róða og líta á reynslu sína sem guðs vilja. Þetta sé prófraun sem hlutverk þeirra sé að standast. • Sérsmíðum glugga eftir þínum óskum. • Gerum föst verðtilboð í alla smíði. • Yfirborðsmeðhöndlun - 400 litir. • Góðir greiðsluskilmálar. • Smíðum einnig sólstofur. Áratuga reynsla í glugga- og hurðasmíði. við Reykjanesbraut í Hafnarfirði - Símar 54444 og 654444 SKOGRÆKTAFtFELAG FEYKJAVIKUFt Fossvogsbletti 1, fyrir neban Borgarspítalann, sími 641770, beinn sími söludeildar 641777. Þessa helgi bjóðum við greniplöntur 40-50 sm. háar á 250 kr. Verð áður kr. 550. Tilboðið gildir fyrir sérmerktar plöntur meðan birgðir endast. Söludeildin er opin um helgina frá kl. 9-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.