Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 SUÐUR AFRÍKA - heill heimur í einu landi - Greinarhöfundur ásamt 21 árs ganialli Zulu dömu sem varð sam- ferða smáspöl. Hún heitir Flominah Maziboto. Fyrri hluti eftir Sigrúnu Halldórsdóttur Suður-Afríka, þetta er land sem oftast er í fréttum vegna óeirða milli kynþátta og fréttaflutningur gefur okkur oftast ófagra mynd af ástandinu. En í þessu víðlenda landi býr fólk af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og siði og það er ekkert einfalt mál að sætta ólík sjónarmið, koma á algeru jafnræði milli kynþátta og umfram allt að koma í veg fyrir upplausn eins og við sjáum svo víða í nærliggjandi ríkjum. I haust sem leið, hristi ég af mér vetrardrungann og lagði í langferð til Suður-Afríku, ásamt 30 ferðafé- lögum undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar. Heimsklúbbur Ingólfs hefur sérhæft sig í að skipuleggja ferðalög um fjarlægar slóðir utan alfaraleiða hefðbundinna sumar- leyfisferða. M.a. var ferð um Aust- urlönd í haust og ferð um Suður- Ameríku nú um páskana. En leið okkar lá sem sagt til Suður-Afríku. Suður-Afríku lýðveldið er sam- band fjögurra ríkja, tveggja fyrr- verandi nýlendna Breta, Cape og Natal, og tveggja Búalýðvelda, Oraniu og Transvaal. Innan landa- mæra S-Afríku eru einnig sjálfstæð ríki og sjálfstjórnarsvæði ákveðinna ættbálka, svo sem Lesotho, Transk- ei, Ciskei og Swaziland. íbúar Suður-Afríku eru upprunnir í þrem- ur heimsálfum, þeim hefur ekki unnist tími til að mynda sameigin- lega menningu, þjóðflokkar eru á mjög mismunandi menningarstigi og það veldur því að lifnaðarhættir, atvinnulíf og stjómmál eru flókin. Flogið suður á bóginn. Ferðin hófst 7. nóvember, þá var lagt í fyrsta áfanga og flogið til London. Þar beið eftir okkur Suður-Afríku lýðveldið er samband fjögurra ríkja, tveggja fyrrver- andi nýlendna Breta, Cape og Natal, og tveggja Búalýðvelda, Oraniu og Transvaal. Innan landamæra S- Afríku eru einnig sjálf- stæð ríki og sjálfstjórn- arsvæði ákveðinna ætt- bálka, svo sem Lesotho, Transkei, Ciskei og Swaziland. Júmbóþota British Airways sem flutti okkur til Jóhannesarborgar með millilendingu í Nairobi í Kenya, um 15 tíma flug. Þessar Júmbóþot- ur eru með fjögur sæti í miðri vél og þijú til hvorrar hliðar, taka a.m.k. 550 farþega og vænghafið er gífurlegt. Það var rétt eins og hún blakaði vængjunum við flugtak og lendingu. Farþegarnir voru úr öllum áttum og þegar matur var borinn fram í vélinni, þá drógu sum- ir upp sitt eigið nesti (án efa af trúarástæðum) og nærðust, og var sá matur mjög kryddaður og lyktar- sterkur. Við lentum svo í Jóhannes- arborg um hádegið að staðartíma. Eftir að hafa farið í gegnum vega- bréfsskoðun og farangursheimt rölti ég út í móttökusal og kom þar í afgirtan reit, baðaðan blindandi flóðljósum. Fyrst töldum við að það væri heimamönnum slíkt nýnæmi að sjá íslendinga að því væri sjón- varpað en svo kom í íjós að banda- rískur gospelkór var að koma um leið og við og viðbúnaðurinn var hans vegna. Þarna beið heill kór sem upphóf söng um leið og hinn birtist og svo gengu kórarnir syngj- andi út. Jóhannesarborg Jóhannesarborg er stórborg og vestræn í útliti. Hún byggðist upp fyrir um 100 árum og er bókstaf- lega byggð á gulli. Sá sem fyrstur uppgötvaði gullið var Georg Harri- son, gullleitarmaður frá Astralíu. Hann fann stærðar mola sem hon- um fannst líkjast gulli og keypti nokkurra fermetra lóð. Stuttu seinna seldi hann þessa lóð fyrir 10 pund og þetta var auðugasta náma S-Afríku. Nú er vinnslu að mestu hætt þar, en við skoðuðum hana í fylgd með leiðsögumanni. Allir fengu hjálm og ljós sem tengt var við stóra rafhlöðu sem maður bar á öxlinni. Gullæðin í námunni er svo lítil orðin að úr 3 tonnum af gijóti fæst gramm af gulli. í námugöngunum bora þeir upp í loftið og setja svera teina til að halda þakinu saman og svo eru sett ecualyptus tré sem stoðir. Ef þakið fer að síga, þá klofna trén að neðan og þá höfðu verkamenn tíma til að forða sér. Mér fannst vissara að fylgjast vel með þessum tijám eftir þennan fróðleik. Um- hverfis námuna hefur verið byggður bær í gullgrafarastíl, Gold Reef City, þar hefur verið safnað munum og fróðleik um þennan tíma. Þarna hefur örugglega oft verið líf í tusk- unum. í útjaðri Jóhannesarborgar er Soweto (South Western Towns- hip) sem oft er í fréttum. Pretoria. Jóhannesarborg er stærsta borg Transvaal, en Pretoria er höfuðborg Transvaal og S-Afríku. Pretoria er skammt frá Jóhannesarborg, mjög falleg borg. Geysilega fallegur gróður og mikið af jacarandatijám, blómstrandi þessum fallegu fjólu- bláu blómum, einnig tipiana tré með gulum blómum, bougainville tré með skærrauðum blómum, Hawaii rósir, magnolíutré og svo mætti lengi telja. Pretoria er norðarlega í landinu og þarna er frekar þurrt og heitt, í Pretoriu snjóar aldrei, en það kemur fyrir í Jóhannesar- borg. Þarna er stjórnarráðið og aðsetur stjórnar og forseta. Van der Meer forsætisráðherra býr þar skammt frá, einnig innanríkisráð- herra sem er landstjóri Transvaal pg svo Desmond Tutu erkibiskup. í Pretoriu er stærsti háskóli heims, UNISA, bréfaskóli með um 90.000 stúdenta um allan heim. Við skoð- uðum minnismerki um Voortrekk- ers sem reist var við Blood River. Þar börðust 530 Voortrekkers við 12-15.000 manna her Zulumanna og fljótið litaðist rautt af blóði. Þar unnu Voortrekkers sigur og stofn- uðu Transvaal. Voortrekkers, eða brautryðjend- urnir, voru afkomendur Hollend- inga í Cape héraði, kallaðir Búar (bændur). Þeir voru strangtrúaðir og fastheldnir á forna siði og felldu sig ekki við yfirráð Breta. Þeir tóku sig upp með alla sína búslóð, karlar á hestum, konur og börn í uxavögn- um, bústofninn rekinn með, og héldu til norðurs upp á hásléttuna. Andreas Pretorius var einn af for- ingjum þeirra og sonur hans Martinius stofnaði Pretoriu. Á svip- uðum tíma og hvítir landnemar voru á leið norður eftir landinu, ollu stöðugar styijaldir og ætt- bálkadeilur svertingja í Mið-Afríku því að menn leituðu stöðugt lengra suður á bóginn þar sem óbyggt land var. Zulumenn voru þar herskáir og mikil svæði lögðust í auðn við herfarir þeirra. Þeim lenti síðan saman við Búana við Blood River, 16. des. 1838. Englendingar viður- kenndu síðan sjálfstæði Oraniu og Transvaal, en þeir samningar giltu ekki lengi. Englendingar sættu sig ekki við þrælahald Búa og þá skall á borgarastríð - Búastríðið. Ríkin voru síðan sameinuð í samveldisrík- ið S-Afríku 1910, en S-Afríka varð lýðveldi 1961. Það er mjög áhrifamikið að skoða minnismerkið um Voortrekkers. Þar eru höggnar lágmyndir sem sýna þá erfiðleika sem þessir brautryðj- endur áttu við að etja og eftir að hafa.séð Lowry’s skarðið sem þeir fóru yfir á uxakerrum, með tijáboli í stað hjóla, og íjallgarðana um- hyerfís hásléttuna, þá fyllist maður aðdáun og virðingu fyrir þessu fólki sem var trútt sinni hugsjón. Kruger - þjóðgarður. Frá Jóhannesarborg héldum við EYRARKIRKJA I SEYÐ- ISFIRÐI VH) DJÚP * eftir Jakob Agúst Hjálmarsson Á Eyri í Seyðisfirði við Djúp stendur ein af eístu timburkirkjum landsins og heldur fágætlega vel upprunalegu horfi sínu. hún sætir nú tímabærum lagfæringum og er með þessu skrifí kallað á velunnara hennar að styðja þær. Eyri er sögustaður og fornt höfð- ingjasetur. Þar sat á sautjándu öld Magnús Magnússon, sýslumaður tilþrifamikill embættismaður og fræðimaður, sem víða lét sín getið. Þar er fæddur Ólafur Olavíus einn af framfaramönnum átjándu aldar- innar og mikilvirkur rithöfundur. Þar bjuggu Ólafur lögsagnari Jóns- son og sonarsonur hans Matthías sterki Þórðarson sem fór fræga ferð á Vigurbreið norðan af Horn- ströndum með reka og lenti í hrakn- ingum. I Seyðisfírði er fagurt yfír að líta. Þá ekið er frá ísafírði og komið á Kambsnesið blasir ísafjarðardjúp við, vítt með fögur fjöll og búsæld- arlegar eyjar. Yfir Seyðisfírði gnæf- ir Hesturinn, sérstætt og formfag- urt fjall sem steypist í sjó gegnt eyri þeirri sem býlið stendur á og teygir sig fram í fjorðinn og gerir skjól fyrir báru á innfirðinum. Og á henni situr kirkjan hvit með rautt þak í grænu grasinu, að sínu leyti sem himneskur veruieiki sem hefur tyllt sér þarna til að búa börnum Guðs skjól fyrir stormum og hret- viðrum lífsins, en sýnist í sumarfeg- urðinni jafnan búin til hátíðarhalda. Eyrarkirkja er byggð 1866 og heldur vel uppninaleik sínum. Hún er sérstæð að því leyti að þar er altari yfír predikunarstóli, fyrir- komulag sem út af fyrir sig er barn síns tíma. Með því er nefnilega túlk- uð æðri staða orðsins gagnvart sakramentunum, nokkuð sem ein- kennt hefur lúthersku kirkjuna fram undir okkar daga. í kirkjunni er gamall og veglegur skírnafontur úr granítsteini gefínn af norskum hvalveiðimanni, Johanni E. Stigsrod að nafni; skírnarfat gamalt úr kop- ar; altarismynd eftir Kristínu Jóns- dóttur, listmálara, frá því um 1920; Ijósahjálmur úr gleri, frá því fyrir aldamót, annar úr kopar, forn og fornir koparstjakar. Við vísitasíu Jóns Helgasonar biskups 15. júlí 1923 er á orði haft að kirkjusókn hafi minnkað og far- ið sé að messa í barnaskólnum í Súðavík. Þungamiðja sóknarinnar er þá ótvírætt komin til Súðavíkur enda þá tekið að myndast þar þorp með nútíma sjávarútvegi. Súðvík- ingar fá svo sóknarkirkju 1963 en hafa fengið upptekinn kirkjugarð við þorpið all nokkru fyrr. Þegar Ásmundur Guðmundsson biskup vísiterar 28. júlí 1954 lýsir hann kirkjunni ítarlega. „Eyrar- kirkja, sem er bændakirkja, er... timburkirkja, járnklædd utan og með turni á þaki, þrír gluggar á hvorri hlið, gluggi yfir dymm og annar á austurgafli yfir predikunar- stól... kirkjan er rífar 15 álnir á lengd og rúmlega 8 álna breið.“ Þegar Sigurbjörn Einarsson bisk- up vísiteraði kirkjuna 25. ágúst 1979 var augljós orðin þörf fyrir endurbætur og skoraði hann við það tækifæri á velunnara kirkjunnar að sameinast um lagfæringu hennar. Á þeim árum sem ég þjónaði Isa- fjarðarprestakalli og þar með Eyri var það sérstakt tilhlakk að fara þangað til þess að halda árlega sumarguðsþjónustu sem jafnan var haldin í ágústmánuði en þann 10. þess mánaðar var afmælisdagur húsfreyjunnar, Rannveigar Rögn- valdsdóttur, en hún var þá orðin ekkja efír Ágúst Hálfdánsson, kirkjubónda. Það brást varla að þá væri þar glaðasólskin. Helst jók það þó gleði og hátíðleik að sjá gamla Seyðfirðinga og Álftfírðinga sem fýsti að halda tengslum við uppruna sinn og söfnuðust saman til messu- gerðarinnar. Það var heldur ekki erfitt að fá þá til að rekja fyrir ókunnugum sögur af mönnum og viðburðum og með árunum urðu hinir gengnu einnig að kunningjum. Ur sókn Eyrarkirkju á margt dugmikið fólk uppruna sinn og fannst mér stundum að þaðan væru komnir allflestir athafnamenn sam- tímans við Djúp. Sömuleiðis þótti mér tiltakanlegt hversu barnmargt sumt fólkið var sem bjó þarna fyrr- um og af því í dag komnir fjölmenn- ir ættbogar. Það má því halda því fram að hún Eyrarkirkja sé langt frá því að vera einstæðingur. Hún er að vísu bændakirkja og hún er sérstæð fyrir það. Hana á Halldór Ágústsson, bóndi á Eyri, en hvort- tveggja er að hann og hans fólk hafa aldrei þóst eiga hana ein né heldur þykir því fólki sem þaðan á minningar það vera án tilkalls til eignar á henni, í andlegum skiln- ingi a.m.k. Nú hefur það orðið að fram- kvæmdir eru hafnar við kirkjuna og hefur fjölskylda kirkjubóndans staðið fyrir því með stuðningi Súða- víkursóknar og húsfriðunaryfir- valda. I fyrra var grunnur kirkjunar endurgerður og gert að fótstykkjum svo henni er ekki lengur hætt við foki í heilu lagi eins og ástæða var til að óttast. I sumar er áformað að klæða hana nýrri timburklæðn- ingu að utan, laga þak og end-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.