Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992
21
vald sitt til samfélagsins sjálfs en
eigi til annarra ríkja, enda fari sú
stjórn með æðsta vald í landinu,
óháð valdhöfum annarra ríkja, að
öðru en því, er leiðir af þjóðarrétti
— en landráð þýðir: föðurlands-
svik, það að svíkja land sitt undir
erlend yfirráð. Fyrri tilvitnun er
úr ritum prófessors Ólafs Jóhann-
essonar en sú seinni úr Orðabók
Menningarsjóðs.
Ég veit nú satt að segja ekki
hvað á að kalla þetta, sem dönsk-
um almenningi er ætlað 2. júní
nk. að játast undir eða neita, þetta
sem danska pressan kallar: „at
afgive suveræniteet ’én gang for
alle’“.
Þeirra vegna ætla ég að vona
að þeir verði fleiri, sem ekki hafa
tekið EB-hitasóttina, og að óráð-
inu brái af hinum sýktu þennan
örlagaríka dag.
Höfundur er flugstjóri og
lögfræðingur.
-----» » ♦----
Landgræðslustjóri:
Eyðum ekki
lúpínu í
Skaftafelli
Eyðimerkur landsins
3 milljónir hektara
Selfossi.
„MEÐAN við höfum um þrjár
milljónir hektara af eyðimörkum
sem bíða uppgræðslu er fjarri
lagi að við stöndum að því að
eyða lúpínugróðri," sagði Sveinn
Runólfsson landgræðslusljóri
vegna ummæla í Tímanum að
Landgræðslan og Náttúruvernd-
arráð ætluðu að eyða lúpínu í
Skaftafelli.
„Ég virði skoðanir Náttúruvernd-
arráðs að gera tilraun með að eyða
lúpínunni í Skaftafelli an Land-
græðslan á ekki neinn hlut að máli
þar,“ sagði Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóri.
Sig. Jóns.
Borgarsljórn Reykjavíkur:
Breytt lóðamörk
við Hæðargarð
Lóð undir íbúðir aldraðra minnkuð
BORGARSTJÓRN samþykkti á fimmtudag tillögu að breyttum
lóðamörkum við Hæðargarð. Samkvæmt endurskoðuðu Aðal-
skipulagi 1990-2010 var gert ráð fyrir 7.500 fermetra lóð und-
ir íbúðir aldraða við Hæðargarð 29 en samkvæmt nýrri tillögu
hefur lóðin verið minnkuð um 3.000 fermetra og er 3.500 fer-
metrar.
Það eru samtökin Réttarholt,
sem hafa fengið vilyrði fyrir lóð-
inni við Hæðargarð 29 og er
ætlunin að reisa þar 19 íbúðir
fyrir aldraða á fimm hæðum,
ásamt setustofu og aðstöðu fyrir
samtökin. íbúðirnar eru tveggja
og þriggja herbergja og eru tíu
íbúðir 65 fermetrar, ein 70 fer-
metrar, fjórar 86 fermetrar og
fjórar 95 fermetrar. Að auki .er
gefinn kostur á allt að tíu bíl-
skúrum norðan við húsið.
Húsið við Hæðargarð 29 verð-
ur samsvarandi húsi við Hæðar-
garð 33, sem samtökin hafa
byggt en stendur neðar í landinu
vestan við gamla Víkingsheimil-
ið. í Víkingsheimilinu við
Hæðargarð 31, er verið að inn-
rétta þjónustusel fyrir Reykja-
víkurborg, sem ætlað _er fyrir
alla íbúa hverfisins. í selinu
verða samkomu- og matsalur
fyrir um 100 manns og í tengsl-
um við salinn er setustofa,
föndurherbergi, sjúkrabað, hár-
greiðslustofa, fótsnyrting og
aðstaða fyrir heimilisþjónustu
hverfisins.
Breiðagerðisskóli
250 'errtl'
j8oo'etm;
Lóð undir íbúðir aldraðra var 7.500 ferm.
1____—___YA______-en verður 3.500 ferm.
iiðkomsi hilaveiluslokkur'
HÆÐARGARÐUR
Bláa svæðið sýnir skipulag við
Hæðargarð samkvæmt nýrri
tillögu, sem samþykkt hefur
verið í borgarstjórn. Skólalóðin
og lóð undir íbúðir aldraða
hafa verið minnkaðar verulega
og sparkvöllur/garðsvæði fært
að göngustíg vestan við lóða-
mörkin.
Bygging aldraða við Hæðar-
garð 29, er hönnuð af arkitekt-
unum Rúnari Gunnarssyni og
Gunnari Guðnasyni en þeir
hönnuðu einnig húsin, sem þeg-
ar eru risin við Hæðargarð 33
og 35.
I-ornlcifarannsóknii
Skrúði og áhöld
Hörður Ágústsson
Kristján Eldjárn
Reykjavík 1992
I þessu þriðja bindi um Skálholt, í ritröð-
inni Staðir og kirkjur, er fjallað um
skrúða, áhöld, minningarmörk og bækur.
Greint er annars vegar frá þeim hlutanum
sem horfinn er og hins vegar frá
þeim, sem varðveist hefur. Kristján
Eldjárn ritar um varðveittan skrúða og
áhöld, en Hörður Ágústsson aðallega um
þann hlutann sem glatast hefur, einnig
ágrip af skrúða- og áhaldasögu íslenskri.
Bókin er 369 blaðsíður í stóru broti,
ríkulega myndskreytt og einstæð heimild
um Skálholtsstað.
Fyrri bækur um hinn forna
höfuðstað eru:
Skálholt, fornleifarannsóknir 1954-1958,
sem nú er nær uppseld.
Skálholt, kirkjur. Fyrir hana hlaut höf-
undur, Hörður Ágústsson, íslensku bók-
menntaverðlaunin 1990.
f sömu ritröð er einnig bókin Dómsdagur
og helgir menn á Hólum.
Hið ískn'ta bókmenntaí
Rannsóknir eru eins vandaðar og kröfu-
harðasti frceðimaður getur cetlast til.
Skipulagið er rökrétt. Texti er skýr og
vandaður. Myndefni hreint frábœrt.
Hönnun bókar og allur ytri frágangur er
eins góður og best verður á kosið.
Sigurjón Björnsson, Mbl. 21/5 ’92
Sértilboð til 1. júní n.k.
á Skálholt, skrúði og áhöld
(eftir það kr. 5.615,-)
HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG
SÍÐUMÚl.l 21 • PÓSTHÓI.F8935 • 128 RKVKJAVÍK • SÍMI 91-679060