Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAI 1992 23 Morgunblaðið/Sverrir Frá setningu fundar Caritas, sem haldinn var í bisupsbústaðnum á Landakotstúni að viðstöddum forseta Islands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur og Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra. Caritas líknarfélög- kaþólskra á Norðurlöndum funda hér CARITAS heita líknarfélög kaþólskra á Norðurlöndum, sem halda sameiginlegan fund hérlendis dagana 21. til 24. maí, en undirbún- ing fundarins hefur Caritas á Islandi annast. Þetta er í fyrsta sinni, sem samtökin halda fund á Islandi. Formenn Caritas Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar sátu fundinn, en einnig William Kenney kaþólskur biskup frá Sví- þjóð og forseti Caritas Evrópu, Luc Trouillard, framkvæmdastjóri Caritas Evrópu, sem hefur aðsetur í Brussel var einnig viðstaddur. Á fundinum voru rædd vítt og breitt vandamál, verkefni og gangur málaí Caritas Evrópu og jafnframt um heimsmálin. Síðan verða Norðurlandamálin rædd, þ_ar á meðal málefni, sem snerta ís- land, en líknarmál eru mjög í sviðsljósi eins og nú er kunnugt segir í tilkynningu frá Caritas Is- landi. Caritas á íslandi var stofnað 25.2.1989 og er skráður aðili að alþjóðasamtökum Caritas. Sam- tökin hérlendis hafa hlotið viður- kenningu dómsmálaráðuneytisins sem línarfélag. Bókín Rækt - átak til styrktar langveikum bömum komin út SJÓÐUR til styrktar langveikum börnum, félagið Umhyggja og Styrktarsjóður krabbameins- sjúkra barna hafa sameinast um að vekja athygli á brýnni þörf fyrir stórbættum aðbúnaði barna og foreldra á þeim barnadeildum sem starfræktar eru, og fjárhags- legum aðstæðum þeim sem skap- ast hjá börnum og fjölskyldum þeirra er veikindi dynja yfir, seg- ir í fréttatilkynningu frá aðilunum. Sunnudaginn 24. maí verður lögð sérstök áhersla á þetta málefni en þá fara saman umrætt átak og Periu- vinaþáttur Bylgjunnar í Perlunni, en Bylgjan tileinkar þennan síðasta Perluvinaþátt sinn á vetrinum mái- efnum langveikra barna á Islandi. Verður fjölbreytt skemmtidagskrá í húsinu milli kl. 14 og 16. Markmið þessa átaks er að vekja alþjóð, þar með talin stjórnvöld, til umhugsunar á málefni sem varðar alla í landinu. Ef vitnað er í orð frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta: „Það er til marks um þroska þjóðfé- lags hve vel það hlúir að börnum og á hvern hátt það skipuleggur málefni sem snerta bernskuna. Börn hafa ekki bolmagn til að vera eigin mál- svarar. Það verða hinir fullorðnu að taka að sér og barnagóðvild finnst mér ávallt vera höfuðkostur í fari hvers þess manns, sem leggur sig fram við að gera veg barna sem bestan. Um leið vottar barnavelunn- ari öllu mannfólki virðingu sína og sýnir að hann lítur á lífið með augum framtíðarinnar." Þessi orð frú Vigdísar eru úr for- mála sem hún ritaði í bók sem kom- in er út og var undanfari þessa átaks. Bókin heitir: Rækt - átak til hjálpar langveikum börnum. Hlutverk bókar- innar er að varpa ljósi á gildi tjáning- ar og sköpunar fyrir sjúk börn, jafn- framt að benda á þær aðstæður sem langveik börn og fjölskyldur þeirra búa við í dag, bæði félagslegar og fjárhagslegar. Hagnaður af söiu bók- arinnar verður nýttur í þágu lang- veikra barna og aðstandenda þeirra, en tilgangur útgáfunnar er ekki síður að benda á knýjandi þörf á því að koma á fót fullkomnum barnaspítala hið fyrsta. Bókin Rækt - átak til hjálpar langveikum börnum, inniheldur bæði myndlist sjúkra barna með skýringa- textum myndþerapista svo og texta eftir Sigríði Bjömsdóttur kennara og myndþerapista, Húgó L. Þórisson sálfræðing, Gunnar Hersvein rithöf- und, Önnu Maríu Harðardóttur list- meðferðarfræðing, Öldu Halldórs- dóttur hjúkrunarfræðing og foreldr- anna Bryndísi Torfadóttur og Ester Sigurðardóttur. Formálar eru eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands og Sævar Halldórsson yfir- lækni. Bókin verður boðin til sölu í Perl- unni á sunnudaginn milli kl. 14 og 16, einnig í Kringlunni í næstu viku. Hún kostar 1.500 krónur. Útgefandi er Sjóður til styrktar langveikum börnum og ritstjóri er Herdís Bene- dikstdóttir. 1992 W1 1992 ESCORT/ORION Nýr Ford á aðeins 899.000 Þú verður að koma og prófa nýju Ford Escort og Ford Orion bílana hjá Globus, þvi annars sérðu þessa kraftmiklu þýsku gæðagripi fljúga framhjá þér, með einhvern annan undir stýri. Þetta eru ótrúlega kraftmiklir bílar og aksturseiginleikarnir eru slikir að þú hefur tæpast kynnst öðru eins. Nýju Ford Escort og Ford Orion eru fjölskyldubilar nútimans, rúmgóðir, vandaðir, öflugir og sparneytnir. Og þú færð þá á aðeins frá 899 þúsund krónum með ryðvörn og skráningu. Hefur þú ekiö Ford.....ný!ega? Globus? -heitnur gœða! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.