Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAHDAGL'H 23. MAÍ 1992 «11 Lögreglunni þakkað Fræðsluyfirvöld veittu fyrir skömmu lögreglunni í Reykjavík viður- kenningu fyrir starfsfræðslu í vetur og undanfarna vetur og afhentu Áslaug Bi-ynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík og Guðrún Þórsdótt- ir kennslufulltrúi yfírmönnum lögreglunnar, Böðvari Bragasyni lög- reglustjóra og Þorgrími Guðmundssyni aðalvarðstjóra viðurkenning- arskjöl að þessu tilefni. í vetur heimsóttu 1050 12 ára skólabörn lögregluna til þess að kynnast störfum hennar og 26 15 ára nemend- ur fengu fræðslu um störf fíkniefnalögreglu, rannsóknarlögreglu og almennrar lögreglu. Myndin er tekin við afhendingu viðurkenningar- innar. Grafarvogur: Lögregla o g íbúar sam- einast gegn afbrotum Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, síml 671800 LÖGREGLAN í Reykjavík og Ibúasamtök Grafarvogs hafa hafið samstarf, sem miðar að því að koma í veg fyrir afbrot í hverfinii. Samstarfið nefnist Nágrannahjálp og er um nýjung að ræða hér á landi. Svipað fyr- irkomulag er hins vegar að finna í Bandaríkjunum, Bret- landi og á Norðurlöndunum. Verði reynslan góð af fyrsta ári Nágrannahjálpar hefur lögregl- an hug á að koma á slíku sam- starfi við íbúasamtök annarra hverfa. Forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur skipulagt Ná- grannahjálpina. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryf- irlögregluþjóns, -verður upplýsing- um, til dæmis um hvernig best sé að koma í veg fyrir innbrot og þjófnaði, dreift til íbúanna. „Við viljum benda íbúunum á að það borgar sig fyrir alla að standa sam- an. Þar má til dæmis nefna, að nágrannar vakti hús þeirra, sem fara í burtu í sumarfríinu. Þá munum við einnig fjalla um um- ferð í hverfinu og fleira.“ Ómar sagði að þess misskilning hefði orðið vart, að með þessu væri verið að fela íbúunum lög- gæsiuvald. „íbúarnir rnunu ein- beita sér að fyrirbyggjandi aðgerð- um, en lögreglan sér eftir sem áður um uppljóstranir og handtök- ur. Fljótlega verður sendur spurn- ingalisti til íbúanna, þar sem kann- að verður, hvernig afbrotavörnum er háttað, til dæmis varðandi möguleika á innbroti í hús eða bíla. Ef við náum upp samkennd íbú- anna, svo þeir beri meiri umhyggju fyrir umhverfi sínu, þá er tilgang- inum náð.“ Roskin fermingarböm hittast í Hafnarfirði 50, 60 og 70 ára fermingar- börn munu koma saman sunnu- daginn 24. maí til messu í Hafn- arfjarðarkirkju sem hefst kl. 14.00 og hittast í veitingahúsinu Skútunni að messu lokinni. Þau voru fermd 1922, 1932 og 1942. Séra Árni Bjömsson prófast- ur fermdi elsta hópinn 1922. 60 ára fermingabörnin sem fermdust að vori ’32 fermdi séra Friðrik Frið- riksson, séra Árni var þá nýlátinn en nýr sóknarprestur, séra Garðar Yortónleikar Bamakórs og Bjöllusveitar Bústaðakirkju BARNAKÓR og bjöllusveit Bú- sLaðakirkju efna til vortónleika sunnudaginn 25. maí kl. 17.00 í Bústaðakirkju. Tónleikar þessir eru lokin á vetrarstarf- í barnakór Bústaðákirkju eru 30 börn og í bjöllusveitinni 12 börn. Þetta tónlistarstarf er mikilvægur liður í starfsemi Bústaðakirkju. Einnig hafa börnin víða komið fram utan kirkjunnar. Barnakórinn flytur sumarlög og lög úr ýmsum áttum m.a. lög eftir Mozart og Handel. Bjöllusveitin flytur m.a. tvö verk fyrir orgel og bjöllusveit. Stjórnandi barnakórsins er Erna Guðmundsdóttir og stjómandi bjöllusveitarinnar er Guðni Þ. Guð- mundsson. Þorsteinsson, fermdi þau börn sem fermdust um haustið og var það fyrsti fermingarbarnahópur hans og fermdi hann síðan öll fermingar- börn kirkjunnar næstu áratugi. Þetta fólk er nú allt komið yfir miðjan aldur og hefur reynt miklar breytingar á ytra hag og kjörum, sviptingasama tíma kreppuára, stríðsára og seinni tíma umskipti og nýjungar. Á uppvaxtarárum þess þekktust allir í Hafnarfirði og margir hafa átt þar heima lengstum en þó hafa mörg hver ekki hist svo áratugum skiptir svo ánægjulegt verður að hittast af svo góðu tilefni í kirkj- unni góðu þar sem komið var fram fyrir frelsarann á vormorgni lífs og hann beðinn að leiða og lýsa. Það sést glöggt nú að það var sú lífstrú og gleði sem hann miðlaði sem blessað fékk veg og leið gegnum daga og ár. Gunnþór Ingason sóknarprestur. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Hlaupaskór Verð kr. 3.695,- Stærðír: 35-47 Litir: Grár m/bláu og rauðu. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Toppskórinn, Veltusundi, simi 21212 Domus Medico, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14-18 Mazda 323 LX '88, blár, 5 g., ek. 63 þ. Gott eintak. V. 540 þús. stgr., skipti á nýrri bíi. Dodge Shadow turbo '89, 5 dyra, hvítur, sjálfsk., ek. 37 þ., álfelgur, rafm. í öllu, o.fl V. 1150 þús. stgr. Mercury Cougar sport '83, blár, sjállfsk., ek. 120 þ., rafrúður, krómfelgur, V6-2.8, aukaálfelgur fylgja. Eðalvagn. V. 830 þús, skipti á ód. Mazda 323 turbo Douch-16v '88, stein grár, 5 g., ek. 94 þ, topplúga, álfelgur, spoil erar, o.fl. Vel með farinn bfll. V. 750 þús. stgr. Peugout 205 1.6 GTi '87, 5 g., ek. 83 þ. álfelgur, o.fl. Fallegur bíll. V. 530 þús. stgr. Honda Prelude 2,01-16v, 4ws '88, gullsans m/öllu, 5 g., ek. 60 þ. Glæsilegt eintak. V 1290 þús., sk. á ód. Range Rover 4 dyra '84, sjálfsk., ek. 96 þ. Fallegur jeppi. V. 1190 þús., sk. á ód. „Miklft breyttur" Toyota Hilux Double Cap dlesel '92, ek. 5 þ„ lertgdur á grind, upp- hækk., lækkuð hlutf., o.fl. o.fl. Reikn. f/öllum breytingum. Vask-bill. V. 2.7 millj., sk. á ód. Ekki dregið úr landvörslu VEGNA umræðna að undan- förnu um að hugsanlega yrði ekki unnt að sinna landvörslu í sumar á vegum Náttúruverndar- ráðs í -sama mæli og undanfarin ár óskaði umhverfisráðuneytið eftir því að Náttúruverndarráð endurskoðaði rekstraráætlun og verkefnaröðun á árinu 1992. Þessari endurskoðun er nú lokið. Niðurstaðan er sú að ekki verður dregið úr landvörslu í sumar á veg- um Náttúruverndarráðs á umrædd- um svæðum eins og kynnt hafði verið. HONDA ACCORD ER I FYRSTA . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt þvf og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Útlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja Iftra vél og nýja hönnun á |sveifarás sem dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Verð frá: 1.548.000,— stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. t/iO'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.