Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 87 I I s i I i I I 1 i i I J I I geiri þung, en góð umönnun hjúkr- unarfólks á sjúkrastofnunum Kópa- vogs og umhyggja ættingja hans léttu honum byrðarnar. Ásgeir verður jarðsettur á æskustöðvum sínum laugardaginn 23. maí við hlið konu sinnar. Ég kveð þau og þakka samverustundirnar. Kjartan Helgason. Nú á dögum stefnir hugsun manna í þann farveg að einbýli sé meðal helstu lífsgæða, líklega vegna þess að nágrannar séu al- mennt taldir til óþurftar. Þá gleym- ist hitt að góðir nágrannar geta verið hver öðrum til mikillar ánægju þannig að af nábýlinu þróist vinátta sem auðgar mannlífíð og gefur því lit. Sú er í stuttu máli sagan af kynnum okkar á efri hæðinni á Bárugötu 7 af Ásgeiri Péturssyni, 'vini okkar og fyrrverandi nágranna, sem við kveðjum í dag eftir að hafa þekkt hann sextán síðustu árin í ævi hans. Ekki þar fyrir að í fyrstu brá til beggja vona um nábýlið eftir að við fengum íbúðina afhenta fyrir 16 árum. Eftir að hafa heilsað ná- grönnunum hófumst við handa af ungæðislegu kappi við að betja og brjóta. Og þá var hvorki spurt hvort fréttir væru í útvarpi eða sjónvarpi á sama tíma né hvort áliðið væri kvölds. Við vissurn kannski heldur ekki að nágranninn fylgdist óvenju vel með fréttum hvaðanæva úr heiminum og að hann vakti yfir svefni og hvíld konu sinnar eins og móðir yfir barni sínu. Því gat það komið fyrir fyrstu kvöldin að bar- smíðar á viðkvæmum tíma vöktu blossandi reiði á neðri hæðinni. En hún var fljót að slokkna aftur og eftir 10 mínútur var Ásgeir heitinn kominn aftur færandi hendi með súpudisk eða brauðsneið handa vinnandi fólki. Fátt lýsir honum betur sem ná- granna og vini en þessi dæmisaga. Annars vegar var mikið skap, við- kvæmt stolt og sterk réttlætiskennd og hins vegar var umhyggja og íhygli, dugnaður og drengskapur. Það voru kannski ekki venjulegar kennslustundir þegar hann var að segja okkur til við öll verkin sem klaufskir langskólamenn voru að bera sig að í fyrsta sinn, en verkin lærðust ekki síður fyrir það. Það tók heldur ekki langan tíma að koma sér niður á þær umgengnis- reglur sem skyldu viðhafðar í sam- eign í kjallara. Við sáum líka furðu fljótt að reiðin risti ekki djúpt þótt oft væri hún réttlát. Og smám sam- an byggðist upp traust og vinátta - og kyndill reiðinnar slokknaði með öllu. Um leið þroskaðist með okkur öllum hið ágætasta samstarf um allt sem laut að húsi og sameign, þar sem hver bætti annan upp í verkum. Ásgeiri var óvenju ríkt í blóð borið að hlú að umhverfi sínu, og víst mun húsið á Bárugötu 7 njóta þess um langan aldur. Hann hafði síhar eigin hugmyndir um hvernig menn ættu að rækta sinn garð og taka sameiginlega ábyrgð. Þannig tók hann líka afar vel öllum hugmyndum okkar sem töldust til bóta eða prýði og var alltaf boðinn og búinn að leggja fram sinn hlut í því sem í hans valdi stóð, þótt hann væri bæði tekinn að reskjast og hefði öðrum hnöppum að hneppa. Áður en Ásgeir og Dýrleif fluttu hingað á Bárugötuna höfðu þau búið í Kópavogi og lagt þar mikla rækt við hús og garð, en trúlega nágrannana líka, ekki síst börnin. En þá veiktist Dýrleif og Ásgeir vildi búa nær vinnustað sínum við gömlu höfnina. Þá gat hann komið heim þrisvar á dag til að líta til hennar. En eftir nokkur ár þótti honum það ekki duga og hætti þá vinnu. Eftir það voru dagblöðin les- in upphátt á morgnana fyrir Dýr- leifu og svo var spjallað við hana um heima og geima. íbúðin var sérstaklega innréttuð þannig að hún gæti sem best farið ferða sinna, og hann þjálfaði hana líka í hreyf- ingum eftir því sem kostur var. Eitt af áhyggjuefnum hans þegar Dýrleif kom heim af sjúkrahúsum var hvort hún hefði tapað einhveiju af þeim árangri sem þau ein gátu náð með þeirri einstöku samstill- ingu og næmi sem ríkti í sambandi þeirra. Það var beinlínis mannbæt- andi að sjá þá ótrúlegu natni sem hann lagði í að hlynna að henni með öllu móti. Minningarnar um Ásgeir og Dýr- leifu hrannast upp í huganum nú þegar þau eru bæði horfin héðan. Húsið talar til okkar um þau þegar við göngum um enda var býsna margt sem tengdi okkur saman. Um tíu ára skeið höfðum við til dæmis þann sið í húsinu að fylgjast öll að á kjörstað á kosningamorgn- um, ekki síst til að hjálpa Dýrleifu. í þessum ferðum kom lagni Ásgeirs og umhyggja ekki síst fram og við fundum um leið glöggt til traustsins sem okkur var sýnt. Kannski hefur okkur í rauninni sjaldan þótt eins vænt um nokkurt traust. En það var fleira sem gladdi hugann í umgengni við þennan lífs- reynda verkamann sem hafði svo sannarlega lifað tímana tvenna: fátækt kreppuáranna og allsnægtir eftir stríð, stéttabaráttu og logn- mollu, kalt stríð og alvörustyijöld, - og alltaf kennt til í stormum sinna tíða eins og einyrkinn í Klettafjöll- um kvað. Ásgeir var fróðleiksfús og bókhneigður með afbrigðum af alþýðumanni að vera. Honum dugði ekki að fylgjast með viðburðum af dagblöðum, hljóðvarpi og sjónvarpi, heldur las hann líka erlend tímarit eins og bandaríska vikuritið Time og ýmis rit sem hann fékk send frá Kína og Sovétríkjunum. Og hann las svo sannarlega ekki eins og páfagaukur heldur velti hlutunum fyrir sér á sjálfstæðan hátt. Þannig gátu þær verið býsna snúnar sumar spurningarnar sem ég fékk að glíma við, oftar en ekki skrifaðar með listahönd hins þjálfaða skrifara. Mér er til að mynda minnisstætt þegar ég þurfti að fletta upp í hveij- um doðrantinum eftir annan til að hafa upp á orði sem hann færði mér úr Time. En það tókst að lokum og kom þá í ljós að orðið var aðeins nokkurra ára í enskri tungu. Kynslóð Ásgeirs Péturssonar og félagar hans börðust fyrir ýmsum félagslegum réttindum hins al- menna manns og byggðu þá bar- áttu á skýrum lífsviðhorfum. Þessi viðhorf virðast ekki eiga upp á pall- borðið nú um stundir þegar sér- hyggjan sækir á og jafnvel launa- maðurinn selur dýrkeypt réttindi fyrir baunadisk. En engu að síður eru það þessi viðhorf og þessi rétt- indi sem hafa skapað þann grunn sem við stöndum á, og þess vegna fer ekki hjá því að sérhyggjan mun aftur láta undan síga og ný viðhorf taka við þar sem einhvers konar félagshyggja verður gildur þáttur. Þá mun sagan enn og aftur leggja nýtt mat á þær hugsjónir sem menn eins og Ásgeir börðust fyrir. Einn var sá eiginleiki í fari Ás- geirs sem fjölskylda okkar hefur notið góðs af umfram aðra núna síðustu árin, en það var barngæsk- an. Kannski eru fáir eiginleikar sem lýsa betur innra manni en einmitt hún. Það var til dæmis ósjaldan sem Viðar sagði upp úr eins manns hljóði: „Ég ætla að fara niður til Ásgeirs." Það gerði hann síðan og var þar ýmist lengur eða skemur. En alltaf kom hann til baka glaður og reifur og var auðfundið að margt hafði verið spjallað og að það horfði allt til þroska fyrir barnið. Þessi vinátta tók einnig til félaga Viðars. Það var því ánægjuleg tilviljun að Kári og Viðar skyldu vera með okkur og geta kvatt Ásgeir daginn sem hann dó. Við vissum að af honum var dregið en áttum samt ekki von að hann myndi kveðja ein- mitt þennan dag sem við höfðum valið til að líta til hans eina stutta stund rétt eihs og áður. Vináttan er eitt af því sem seint verður höndlað með fátæklegum orðum sem verða því eins og skugg- inn einn af því sem maður vildi sagt hafa. Við hjónin, Orri og Viðar kveðjum góðan vin fullviss þess að verk hans og félaga hans munu lifa. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum og minningin um hann mun verma hugskot okkar meðan við lifum. Þorsteinn Vilhjálmsson og Sigrún Júlíusdóttir. Guðlaugur Hermann Egilsson — Minning Fæddur 10. febrúar 1906 Dáinn 12. maí 1992 Þriðjudaginn 12. maí sl. lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykja- vík Guðlaugur Hermann Egilsson, fyrrum bóndi á Galtalæk i Biskups- tungum, 86 ára gamall, en Her- mann fæddist á Galtalæk 10. febr- úar 1906 og var einn af átta börn- um þeirra Galtalækjarhjóna Egils Egilssonar og Guðlaugar Steinunn- ar Guðlaugsdóttur, sem voru skaft- fellskrar ættar en flutt út í Bisk- upstungur árið 1899 og hófu þar búskap. Hermann ólst, upp á Galtalæk en fékk berkla á unglingsaldri og var vart hugað líf. í minningargrein um þennan uppáhalds frænda minn og móðurbróður get ég ekki látið hjá líða að greina í fáum orðum frá þeirri lækningu sem hann fékk og stóð í langan tíma. Það var móðir hans og amma mín sem með fá- dæma natni og trúverðugleika ann- aðist hann undir leiðsögn þá ver- andi héraðslæknis í Laugarási, Ósk- ars Egilssonar, en flestir þeir sem tóku smit-berkla á þessum árum, voru sendir á Vífilsstaði. Með ótrú- legum hætti náði hann góðum bata, og var þegar ég man eftir einstak- lega vel á sig kominn líkamlega og allt fram á efri ár. í annað skipti varð hann fyrir mjög alvarlegu brunaslysi í andliti en eins og í fyrra skiptið náði hann góðum bata und- ir farsælli leiðsögn og meðhöndlun Ólafs ísleifssonar, læknis í Þjórsár- túni. Allt frá barnæsku og fram að fermingu dvaldi ég sumarlangt öll sumur hjá afa mínum og ömmu á Galtalæk. Þá tókst með okkur Her- manni mikil vinátta enda var hann mikið ljúfmenni og gerði sér far um að skilja okkur krakkana og koma til móts við óskir okkar og vænting- ar, sem beindust gjarnan að ýmsum leikjum og aðstöðu til þess, útreið- artúrum og stússi í kringum hesta og ferðalögum eftir því sem tilefni gafst. Hermann var mikill náttúru- unnandi og sérlega rómantískur og hafði glöggt auga fyrir því unaðs- lega í umhverfinu. Minnist ég margra ánægjustunda með honum og hvernig hann tengdi náttúru- og mannlýsingar í ljóði og lögum enda þótt hann teldist ekki sérlega mikill söngmaður og tókum við þá oft lagið saman, jafnvel á þeysireið um hagana. Hermann frændi minn var kapps- fullur atorkumaður til vinnu og öll störf léku í höndunum á honum og vinnugleðin var hans aðalsmerki. Hann hafði sérstakt lag á því að gera hin daglegu störf að tilhlökk- unarefni, hvort sem um var að ræða torfskurð, heyvinnu eða að stinga skán út úr fjárhúsunum. Hann var einstakur handverksmað- ur vil ég segja snillingur og raunar uppfinningamaður á ýmsum svið- um. Hann var sjálfmenntaður smið- ur, bæði á tré og járn, og eftir hann standa íbúðarhúsabyggingar og önnur mannvirki, bæði á Sel- fossi og í hans heimasveit, og ýms- ir eigulegir smíðisgripir. Tvívegis mun hann hafa endurbyggt bæjar- húsin á Galtalæk. Ungur að árum virkjaði hann bækjarlækinn með heimasmíðuðum vatnshjólum sem m.a. sneri hverfisteininum o.fl. áhöldum. Á bæjarhólinn hannaði hann og smíðaði stóra vindmyllu og fékk raunar til þess smá styrk, vegna þess að hann tók að sér að hlaða útvarpsgeyma fyrir bændur á fyrstu árum útvarpsins. Seinna lagði hann í það stórvirki ásamt bræðrum sínum að hand- grafa langan aðveituskurð úr tjörn í um kílómetra fjarlægð frá bænum og náði þar nokkru falli og nú var virkjað til ljósa með aðkeyptri túrb- ínu frá Hólmi í Vestur-Skaftafells- sýslu. Ég mun seint gleyma þeim stundum sem ég fékk að fylgjast með frænda mínum við ýmis hand- verk, má þar nefna skeifusmíði, koparsteypu og margskonar við- gerðir á vélum og búshlutum. Hermann var orðinn nokkuð roskinn þegar hann kvæntist eftir- lifandi eiginkonu sinni, Jensínu Jónu Jónatansdóttur, húsmæðra- kennara, ættaðri frá Hóli í Önund- arfirði. Jensína var einstök myndar- kona og minnist ég þess að hafa alið þá ósk í bijósti að hún yrði eiginkona frænda míns sem og varð og blómstraði búskapur þeirra á Galtalæk sem raunar stóð á góðum grunni þegar þau tóku við búi af afa mínum og ömmu. Þau Hermann og Jensína eignuðust tvö börn, Jón- atan og Steinunni. Jónatan er lærð- ur búfræðikandídat frá Hvanneyri og starfar nú við gróðurrannsóknir hjá Rannsóknastöð landbúnaðarins, kvæntur Þórhildi Oddsdóttur og eiga þau tvær dætur; Steinunn er lærður skurðstofuhjúkrunarfræð- ingur og vinnur sem slík á Landa- kotsspítala. Hún er gift Ingjaldi Péturssyni og eiga þau tvö börn, pilt og stúlku. Fyrir um það bil 10 árum fluttu þau Hermann og Jensína frá Galta- Ingþór Óli Ólafs- son - Kveðjuorð Fæddur 14. október 1957 Dáinn 15. maí 1992 Fyrir tveimur vikum var stór stund í lífi mínu, dagurinn sem ég fermdist. Stór áfangi í lífi ungrar stúlku sem ég minnist með gleði. Ættingjar og vinir glöddust með mér þann dag. Meðal þeirra var faðir minn, Ingþór Óli Ólafsson, sem á sinn hlýlega og kyrrláta hátt gerði mér þennan áfanga ennþá minnisstæðari. Fyrir þetta vil ég þakka honum, fyrir líf mitt og samverustundirnar, sem við áttum þó saman. Ræktar- semi hans og natni við að hafa ofan af fyrir stelpukrakka þessar stund- ir. Kannski vegna þess að við vorum ekki samvistum að staðaldri, voru þessar stundir dýrmætar. Ferðalög, bíóferðir, veiðiferðir og ýmiss konar skoðunarferðir og uppátæki, sem honurn tókst að umlykja ævintýra- ljóma sem við höfðum mikla ánægju af. í dag, laugardaginn 23. maí 1992, er tími sorgar og söknuðar er ég fylgi föður mínum til grafar. Skjótt skipast veður í lofti og sjaldn- ast veit neinn með nokkurri vissu hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Ótímabært fráfall föður míns nú er vissulega áfall fyrir ástvini hans. Mín von og bæn er að honum megi nú auðnast að fínna viðráðan- legri vist á öðru tilverustigi. Minningarnar um góðu og skemmtilegu samverustundirnar og kyrrláta og hlýlega viðmótið hans föður míns munu ekki fyrnast. Allt annað getur legið milli hluta. Ég bið góðan Guð að styrkja Gerðu ömmu og Óla afa og systurnar í sorginni. Hvíli hann í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. læk til Reykjavíkur, enda heilsu þeirra þá tekið að hraka og börnin þeirra bæði sest þar að. Það sem kannski kom mér dálítið á óvart var hversu sátt þau Jensína og Hermann virtust vera við búferla- flutningana, enda voru þáu svo lán- söm að búa í næsta nágrenni við börnin sín og fjölskylduböndin sterk. Þau Jónatan og Steinunn og fjölskyldur þeirra eiga miklar þakk- ir skildar fyrir umhyggjusemi og alúð við foreldra sína sem bæði hafa átt við verulega vanheilsu að stríða hin síðari ár. Jensína var Hermanni eigi að síður hin styrka stoð þar til yfir lauk. Á þessari kveðjustund finn ég til þess að hafa of sjaldan gefið mér tíma til þess að heimsækja Her- mann og Jensínu. Þau voru höfð- ingjar heim að sækja og var rausn- arskapur húsfreyjunnar eins og alla tíð í hennar búskap svo af bar. Ég vil að síðustu þakka þá margvíslegu leiðsögn og umhyggju sem ég naut. á uppvaxtarárum mínum á Galta- læk, þar átti Hermann frændi minn stóran hlut að máli eins og áður getur. Afi minn og amma og annað heimilisfólk og þá sérstaklega Svana frænka mín, sem öll sumur dvaldi með mér í sveitinni á Galta- læk og naut þessa með mér sem áður er getið. Við bæjarbömin á sama aldri töldum dagana á vorin þar til skóla lauk og komum aldrei til baka aftur fyrr en að loknum réttum á haustin. Þessi skóli var eins konar forréttindi barna þess tíma, skóli sem ég vildi ekki hafa misst af. Að lokum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur til Jensínu og allra aðstandenda frá móður minni og fjölskyldum okkar. Hafsteinn Þorvaldsson. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Svava. ERFIDRYKKJUR r4*r, Perlan á Öskjuhlíð p e r l a n sími 620200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.