Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 Er nýtt Krímstríð í gerjiin í Moskvu? Moskvu. Frá VladínrirTodres, fréttaritara Morgunblaðsins. SEGJA má, að á fimmtudagskvöld hafi mikil sprenging skekið hrör- legar undirstöður hins nýja samveldis sjálfstæðra ríkja en þá sam- þykkti meirihluti þingmanna á rússneska þinginu, 53%, að framsal Krimar til Úkraínu fyrir 28 árum hefði verið sljórnarskrárbrot. „Gjöfin hans Khrústsjovs" eins og framsalið er kallað í Rússlandi getur nú haft alvarlegar afleiðingar fyrir Krímarbúa, sem eru 60% Rússar, 30% Úkraínumenn og Tatarar 5%. Fyrir hálfu ári var Krím viður- kennd sem sjálfstjórnarlýðveldi í Úkraínu en æðsta ráðið þar, sem er að mestu skipað mönnum úr gömlu, kommúnísku forréttinda- stéttinni, vill ekki sætta sig við yfir- ráð stjórnvalda í Kænugarði. Fyrir mánuði lýsti það yfir stofnun sjálf- stæðs ríkis á Krím með fyrirvara um þjóðaratkvæðagreiðslu en sú yfirlýsing hefur nú verið afturköll- uð, um stundarsakir að minnsta kosti. Þjóðernissinnar á rússneska þinginu voru í miklum ham þegar rætt var um Krím og einn leiðtogi þeirra, Sergei Babúrín, sagði að atkvæðagreiðslunni lokinni, að ekki Bandaríkjaher dregur úr umsvifnm í Evrópu Reuter. Washington. BANDARÍSKA varnarmála- ráðuneytið tilkynnti í gær enn frekari samdrátt í rekstri her- stöðva Bandaríkjahers í Evrópu. Tilkynnt var um niðurskurð í starfsemi 61 herstöðvar í Evrópu og tveimur í Suður-Kóreu. Alls hefur 559 herstöðvum verið lok- Hæðst að ítölskum pólitíkusum ÍTALSKIR fjölmiðlar tóku sig saman í gær og gerðu gys að þingmönnum landsins. Sögðu þeir að uppákomur í tengslum við 13 misheppnaðar tilraunir til forsetakjörs í þinginu mis- byðu venjulegu siðgæði og væri framferði þeirra ávísun á her- byltingu. í gær fór 14. tilraunin til að Iq'ósa forseta út um þúfur. Rússar í Al- þjóðagjald- eyrissjóðinn RÚSSNESKA þingið lagði í gær blessun sína yfir aðild Rússlands að Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum (IMF) og Alþjóða- bankanum. Var tillaga þar að lútandi samþykkt með 127 at- kvæðum gegn einu eftir að Rúslan Khasabúlatov þingfor- seti hafði komið því til leiðar að bætt var í tillöguna ákvæði sem skyldar ríkisstjórnina til að fá samþykkt þingsins fyrir efnahagsráðstöfunum sem gripið verður til þegar aðild að stofnunum kemur til fram- kvæmda. Gaf þingið stjóm Bor- ís Jeltsíns jafnframt grænt Ijós á að halda áfram efnahagsleg- um umbótum. Felldu norður- kóreska hermenn SUÐUR-kóreskir hermenn felldu þijá norður-kóreska her- menn sem komnir voru suður fyrir vopnahléslínuna á landa- mærum ríkjanna í gærmorgun að staðartíma, fyrrinótt að ís- lenskum tíma. Særðist einn sunnanmaður í stuttum skotbar- daga. Óljóst er hvað norður-kór- esku hermönnunum gekk til en hermt er að mennimir sem féllu hafi verið í níu manna sveit sem var á ferð inn á vopnahlésbelt- inu. að eða dregið úr starfsemi þeirra og eru þær allar utan 35 í Evr- ópu. Mesti samdrátturinn í umsvifum Bandaríkjahers verður í Evrópu, en þar voru yfir 300 þúsund hermenn 1989. Bandarísk stjómvöld stefna að því að 150 þúsund hermenn verði í álfunni 1995. Niðurskurðurinn nú snertir starfsemi herstöðva í Þýska- Iandi, Bretlandi, Grikklandi, Tyrk- landi, Belgíu, Italíu, Hollandi og Spáni. Alls munu 8.000 bandarískir hermenn verða fluttir til Bandaríkj- anna í kjölfar niðurskurðarins og auk þess munu 800 bandarískir borgarar missa störf sín. Þá munu 2.500 önnur störf tapast í þessum löndum. 1995 er stefnt að því að dregið hafí úr umsvifum Bandaríkjahers í einni af hveijum þremur herstöðv- um. Þrýstingur er innan Banda- ríkjaþings um enn frekari niður- skurð vegna þróunarinnar í Sovét- ríkjunum. Dregið verður úr umsvifum Bandaríkjahers í Taejon og herstöð- inni í Songso í Suður-Kóreu verður lokað. væri um annað að ræða en Úkraínu- menn skiluðu Krím aftur. Enginn tekur sjálfstæðisyfirlýsingu æðsta ráðsins á Krím alvarlega og því er ljóst, að annaðhvort verður skaginn áfram í Úkraínu eða hann fellur aftur undir Rússland. Rússar á Krím búa flestir á sunn- anverðum skaganum en Úkraínu- menn á honum norðanverðum. Júríj Meshkov, fulltrúi Lýðveldishreyf- ingar Krímar í Moskvu, telur ekki útilokað, að til átaka komi með þessum tveimur hópum og hefur jafnvel verið áætlað, að Rússar gætu haft á að skipa 10.000 skæru- liðum og Úkraínumenn álíka mörg- um. Er það svipaður fjöldi og í átök- unum um Nagorno-Karabak. Krímtatarar, sem hafa stutt Úkra- ínustjórn, eru nú hins vegar farnir að líta í suður eftir aðstoð, til Tyrk- lands, og á bak við tjöldin í Ankara er farið að tala um Krím sem „eftir- sóknarvert áhrifasvæði". Borís Jeltsín Rússlandsforseti og ríkisstjórn hans voru andvíg sam- þykkt þingsins um Krím og reyndu mikið en án árangurs að fá það til að milda hana. Jeltsín og úkraínsk- ur starfsbróðir hans, Leoníd Kravt- sjúk, hafa þó enn tíma til að finna einhveija lausn, að minnsta kosti fram að fyrirhugaðri þjóðarat- kvæðagreiðslu á Krím eða"þar til stríðið skellur á. Reuter Samið um brottflutning heija frá Póllandi Rússar og Pólveijar gerðu með sér samkomulag í gær um brottflutn- ing 40 þúsund manna herliðs fyrrum Sovéthers frá Póllandi. Sam- kvæmt samkomulaginu á herinn að vera farinn úr Póllandi 25. nóvem- ber næstkomandi. Lítill hluti hans verður eftir í landinu til að hafa umsjón með brottflutningi 200 þúsund manna herliðs sem enn er í Þýskalandi. Jafnframt skrifuðu forsetar landanna, Borís Jeltsín og Lech Wales, sem er í sinni fyrstu heimsókn sem þjóðhöfðingi til Rússlands, undir samkomulag um stjórnmálaleg samskipti ríkjanna. Jeltsín lýsti samkomulaginu sem sögulegum atburði og Walesa sagði að samkomulagið bryti nýtt blað í tvíhliða samskiptum þjóða. Finnland: Áfengisflóð frá Rússlandi stöðvað Helsinki. Reuter. STJÓRN Finnlands hyggst skera upp herör gegn gífurlegum áfengisinnflutningi rússneskra ferðamanna, sem selja vínið ólög- lega til að fá erlendan gjaldeyri. „Okkur skilst að Rússarnir vilji græða sem nemur mánaðarlaun- um fyrir flöskuna en við verðum að gera eitthvað til að stöðva þetta, einkum til að koma á lögum og reglu,“ sagði embættismaður í félagsmálaráðuneytinu í Helsinki. Rússneskir ferðamenn mega hafa með sér flösku af sterku víni og aðra af léttu til eigin nota en embættismaðurinn sagði að stjórnin væri að íhuga möguleik- ann á að svipta þá þessum rétti. Hundruð þúsunda Rússa heim- sækja Finnland á ári hveiju. Talið er að margir þeirra hafi með sér meira áfengi en leyfílegt er og selji það á þrisvar sinnum lægra verði en áfengisverslun finnska ríkisins. „Það kostar mikla vinnu að stöðva þá og þegar við stöndum þá að verki eiga þeir ekki fyrir sektunum," sagði embættis- maðurinn. Breytingar á landbúnaðarstefnu EB: Eiga að lækka vöruverð og verðbólgu í aðildarríkjunum Útgjaldaaukningin vegna beinna bóta til bænda rúmlega 300 milljarðar kr. Brusscl. Daily Telegraph. Samkomulagið, sem tekist hefur um fyrstu verulegu breyting- arnar á landbúnaðarstefnu Evrópubandalagsins, EB, í 30 ár, bein- ir álfunni inn á „nýja braut“ að áliti írans Rays MacSharrys, sem fer landbúnaðarmál í framkvæmdastjórninni. Sérfræðingarnir eru þó ekki alveg á sama máli. Þeir segja, að þetta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum, sem taka verði. Sameiginleg landbúnaðar- stefna EB-ríkjanna var að sumu leyti sniðin eftir fyrirkomulaginu í Þýskalandi Hitlers og hún var ákveðin þegar skorturinn og hungrið í Evrópu eftir stríð voru mönnum enn í fersku minni. Nú um langt skeið hefur hún hins vegar verið nokkurs konar brandari, gífurlega kostnaðarsamur að vísu, og í flestra augum annað orð yfir bruðl og óráðsíu. Neytendur í EB-ríkjunum vilja að sjálfsögðu vita hvort breyting- arnar komi til með að lækka verð á landbúnaðarvörum og svarið er já. Ástæðan er sú, að verðið, sem EB hefur greitt bændum fyrir kom, lækkar um 29% og EB-verð- ið fyrir nautakjöt um 15%. Fyrir- komulagið hefur verið þannig, að geti bændur ekki selt vöruna á almennum markaði fyrir það verð, sem þeir telja sig þurfa, kemur EB til skjalanna og kaupir hana á tilteknu lágmarksverði. Þetta ýtir náttúrulega undir offram- leiðslu og korn-, smjör-, osta- og kjötfjöllin og vínsjóirnir verða til í birgðageymslum bandalagsins. Með lækkun lágmarksverðsins er þetta öryggi að nokkru leyti frá bændum tekið og lögmálið um framboð og eftirspurn fær að njóta sín betur. í Bretlandi er búist við nokk- urri lækkun á brauði þegar fram í sækir en umtalsverðri lækkun á kjúklingum og öðru ljósu kjöti þar sem korn er mikill hluti fóðursins. Smjörverð ætti að lækka um 10% og gert er ráð fyrir, að nautakjöts- verð, sem hefur verið sveiflu- kennt, komist í jafnvægi. Sér- fræðingum ber saman um, að heildaráhrifin verði þau, að verð- bólgan minnki vegna þess, að matarkaup vega 20% í fram- færsluvísitölunni. Evrópsku kornbændunum verður bætt upp lækkunin á lág- marksverðinu með beinni greiðslu, 3.360 ÍSK. á hvert tonn, en þó því aðeins taki þeir 15% landsins úr ræktun. Átti upphaf- lega að hygla smábændunum sér- staklega að þessu leyti en Bretar, Danir og Hollendingar kröfðust þess, að allir bændur í EB, níu milljónir talsins, fengju sömu bætur miðað við framleiðslu án tillits til bústærðar. Það hefur svo aftur þau áhrif, að stóru búin geta haldið offramleiðslunni áfram þótt hún verði ekki jafn arðbær og fyrr. Það er vegna þess, að framleiðslukostnaður þeirra er miklu minni en smáu búanna. Breytingarnar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu EB-ríkjanna munu vafalaust greiða fyrir nýj- um GATT-samningi en það er langt í frá, að stóru landbúnaðar- þjóðirnar og þriðja-heims-ríkin séu ánægð með þetta skref. Mikl- ar bætur til EB-bændanna hafa nú þegar verið harðlega gagn- rýndar í GATT-viðræðunum í Genf og Bandaríkjamenn munu aldrei sætta sig við þær til fram- búðar. Líkurnar á nýju GATT- samkomulagi hafa þó aukist. Víða í EB-ríkjunum hafa bænd- ur mótmælt breytingunum há- stöfum og í Þýskalandi vöruðu þeir við hruni í sumum sveitum. Á því er þó talin lítil hætta. Rúm- lega 300 milljarða ÍSK. útgjalda- aukning vegna bótanna mun áfram tryggja búsetu á jörðunum en heildarkostnaður aðildarríkja EB vegna landbúnaðarins er rúm- lega 2.500 milljarðar ÍSK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.