Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGAfiDAGUR 23. MAÍ Iþ92 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 22. maí 1992 FISKMARKAÐUR HF. í HAFNARFIRÐI Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 92 82 87,13 3,064 266.955 Smár þorskur 74 63 66,54 0,115 7.652 Ýsa 107 101 106,25 3,287 349.234 Ufsi 36 36 36,00 0,270 9.720 Steinbítur 30 30 30,00 0,022 660 Skötuselur 120 70 95,77 0,097 9.290 Lúða 340 310 326,74 0,065 21.075 Skarkoli 53 35 51,51 0,213 10.972 Karfi 49 30 30,52 0,513 15.656 Samtals 90,41 7,646 691.214 FAXAMARKAÐURIIMIM HF. í REYKJAVÍK Þorskur 91 84 86,73 5,604 486.054 Þorskursmár 80 79 79,23 0,694 54.985 Þorskflök 170 170 170,00 0.138 23.460 Ýsa 116 80 106,92 6,475 692.389 Ýsuflök 170 170 170,00 0,065 1.050 Blandað 6 6 6,00 0,232 1.392 Grálúða 50 50 50,00 0,016 800 Karfi 5 5 5,00 0,568 2.840 Keila 30 30 30,00 0,136 4.080 Kinnar 135 135 135,00 0,070 9.450 Langa 65 65 65,00 0,169 10.985 Lúða 285 285 285,00 0,020 5.700 Langlúra 33 33 33,00 1,133 37.389 Saltfiskflök 255 230 239,96 0,243 58.310 Skarkoli 60 30 32,01 1,994 63.828 Steinbítur 30 30 30,00 0,160 4.800 Ufsi 44 43 43,19 0,725 31.352 Undirmálsfiskur 72 5 69,78 1,117 77.945 Samtals 80,61 19,560 1.576.810 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA HF. Þorskur 100 65 88,72 51,941 4.608.002 Ýsa 119 75 101,72 38,658 3.913.875 Ufsi 42 27 38,72 22,235 860.957 Karfi 38 38 38,00 6,585 250.230 Langa 64 59 62,51 0,503 31.442 Keila 43 38 40,86 1,750 71.500 Steinbítur 47 42 45,16 1,140 51.484 Skötuselur 150 150 150,00 0,054 8.100 Skata 145 90 95,00 0,088 8.360 Ósundurliðað 5 5 5,00 0,087 453 Lúða 500 80 117,13 0,235 27.525 Skarkoli 50 50 50 0,319 15.950 Sólkoli 30 30 30,0& 0,081 2.430 Undirmálsþorskur 70 70 70,00 0,416 29.120 Undirmálsýsa 68 68 68,00 0,494 33.592 Samtals 79,57 124,586 9.913.002 FISKMARKAÐUR SNÆFELLSNESS Þorskur 90 67 87,86 13,710 1.204.549 Ýsa 106 50 94,52 1,858 175.621 Ufsi 20 20 20,00 0,037 740 Langa 15 15 15,00 0,023 345 Steinbítur 42 42 42,00 0,248 10.416 Lúða 300 100 268,51 0,087 23.360 Skarkoli/sólkoli 50 50 50,00 0,065 3.250 Karfi (ósl.) 20 20 20,00 0,010 200 Hnísa (ósl.) 10 10 10,00 0,027 270 Undirmálsþorskur 70 58 68,99 1,884 129.984 Samtals 86,29 17,949 1.548.735 FISKMARKAÐUR TÁLKNAFJARÐAR Þorskur 87 87 87 5,046 439.002 Undirmálsþorskur 50 50 50 0,902 45.100 Samtals 81,39 5,948 484.102 FISKMARKAÐURINN í ÞORLÁKSHÖFN Þorskur 99 84 94,30 4,604 434.176 Þorskursmár 69 69 69,00 0;020 1.380 Þorskur(ósL) 70 68 70,00 0,732 51.240 Ýsa 127 112 112,80 2,864 323.102 Ýsa (ósl.) 98 98 98,00 0,453 44.394 Ufsi 46 46 46,00 5,265 242.190 Karfi 30 30 30,00 0,597 17.910 Keila 37 37 37,00 0,421 15.595 Langa 62 62 62,00 0,158 9.796 Lúða 300 300 300,00 0,023 6.900 Skata 90 90 90,00 0,557 50.130 Skarkoli 30 30 30,00 0,003 105 Skötuselur 205 205 205,00 0,025 5.125 Steinþítur 50 30 30,00 0,004 135 Samtals 76,44 15,728 1.202.179 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA GÁMASÖLUR í Bretlandi 18. - 22. maí. Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 127,73 236,057 30.152.303 Ýsa 133,50 342,607 45.736.336 Ufsi 61,89 16,027 991.964 Karfi 63,97 13,422 858.546 Koli 125,40 166,966 20.937.479 Grálúða 148,55 7,975 1.184.682 Blandað 110,45 125,563 13.867.894 Samtals 125,17 908,616 113.729.203 SKIPASÖLUR í Þýskalandi 18. - 22. maí. Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 137,93 1,259 173.650 Ýsa 105,13 3,342 351.349 Ufsi 71,68 3,212 230.238 Karfi 62,31 323,950 20.84.002 Grálúða 125,51 58,479 7.339.931 Blandað 32,69 8,602 281.210 Samtals 71,61 398,844 28.560.381 AÐALFUNDUR VSI Ekki við því að búast að vextir lækki meira - sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, sagði í ávarpi á aðalfundi VSÍ í gær að við núverandi aðstæður væri ekki við því að búast að vextir gætu lækkað að marki frá því sem þeir væru, enda væru þeir orðnir sambærilegir því sem gerðist í helstu nágranna- löndum. Hann sagði að enn vantaði talsvert á að við hefðum náð þeim tökum á peninga- og ríkisfjármálum sem þyrfti til að búast mætti við varanlegum stöðugleika í verðlagi. Mikill viðskiptahalli og háar erlendar skuldir hljóti að vera öllum hugsandi mönnum áhyggjuefni. Friðrik sagði að peningamála- stjórn hefði styrkst verulega á undanförnum árum og jafnframt hafi ríkisstjórnin beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að styrkja fjármálastjórn ríkisins. í þeim efnum sé einna mikilvægast að ná niður lánsfjárþörf opinberra aðila þannig að meira svigrúm skapist til uppbyggingar atvinnu- lífsins. Afgerandi í því sambandi sé að vextir ráðist á markaði en ekki með beinum afskiptum stjórn- valda. Ríkið hafi hér veigamiklu hlutverki að gegna með því að hætta alfarið lántökum og yfir- drætti í Seðlabanka og mæti í staðinn fjárþörf sinni með lántök- um á fjármagnamarkaði, eins og sé ráðgert í frumvarpi til laga um Seðlabanka íslands. Hann sagði að undanfarin miss- eri hafi oft borið á frásögnum um mikil gjaldþrot þar sem ótrúlega miklar skuldir séu i þrotabúum með nær engar eignir. Að sjálf- sögðu geti gjaldþrot verið eðlileg niðurstaða í nútíma efnahagslífi, en oft virðist farið út fyrir öll mörk velsæmis áður en til þeirra komi. í ávarpi Friðriks kom fram að í tengslum við aðild okkar að Evr- ópsku efnahagssvæði sé nauðsyn- legt að halda áfram endurskoðun á skattalagningu atvinnurekstrar á Islandi með tilliti til samkeppnis- hæfni hans við erlend fyrirtæki og að hann myndi leita til atvinnu- lífsins um aðild að því starfi. Þá þakkaði hann Einari Oddi Kristjánssyni, fráfarandi formanni VSI, fyrir störf hans á undaförnum árum og sagði að hann hefði um- fram aðra átt þátt í því að skapa það stöðuga efnahagsumhverfi sem við nytum nú. Aiyktun aðalfundar VSI: Draga verður úr opinberum út- gjöldum og álögnm á atvinnulíf HÉR fer á eftir í heild ályktun aðalfundar Vinnuveitendasam- bands íslands. „Miklar andstæður einkenna efnahags- og atvinnumálin um þessar mundir. Annars vegar blasa við erfiðleikar vegna minnkandi sjávarafla og landsframleiðslu fimmta árið í röð. Þá hefur lægð einkennt heimsbúskapinn og valdið erfiðleikum í orkufrekum iðnaði og drætti á frekari hagnýtingu vatns- orku hér á landi. Mjög hefur því sorfið að tveimur meginstoðum hagvaxtar hér á landi. A hinn bóginn hafa viðbrögð vð þverrandi tekjum þjóðarbúsins verið með öðrum hætti en áður við svip- aðar aðstæður. Nýgerðir kjara- samningar munu tryggja minni hækkun framleiðslukostnaðar hér- lendis en í flestum öðrum vestræn- um ríkjum á þessu ári og verðbólga verður minni en í viðskiptalöndum okkar. Samkeppnishæfni innlendr- ar framleiðslu mun því styrkjast jafnt á innlendum sem erlendum mörkuðum. Þessar aðstæður nægja þó hvergi nærri til að ná fram við- hlítandi samkeppnisstöðu miðað við óbreyttar horfur á þessu ári. Því er afar brýnt, að fast verði haldið við sömu markmið um minni kostn- aðarhækkanir hér á landi en erlend- is. Þetta á ekki aðeins við um einka- geirann því að það er ekki síður brýnt að lækka kostnað í opinberum rekstri og þjónustu með einkavæð- ingu og útboðum rekstrarverkefna. Þess vegna gerir atvinnulífið þær kröfur til stjórnvalda að dregið verði úr opinberum útgjöldum og álögum á atvinnurekstur landsmanna. Sér- staklega er varað við nýjum skött- um, sem raskað geta viðkvæmu jafnvægi á innlendum markaði og leitt til kostnaðarhækkana, ekki síst á lánamarkaði. Á þessu sviði verður að fara með ítrustu gát, því að at- vinnulífið þolir með engu móti nýja skriðu vaxtahækkana. Ef vel tekst til við að ná þeim markmiðum, sem stefnt er að í efnahags- og kjaramálum eru sókn- arfæri framundan í íslensku atvinn- ulífi, jafnvel þótt framleiðsla mikil- vægustu sjávarafurða aukist tæp- ast á næstu misserum. Þróun verð- lags- og vaxtamála hefur skapað betri forsendur fyrir lækkun kostn- aðar og markvissri stjórnun í at- vinnulífinu en gerst hefur áratugum saman. í þessu felast möguleikar fyrir aukna verðmætasköpun. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gefur landsmönn- um einnig tilefni til aukinnar bjart- sýni. Með gildistöku hans verður tryggt að leikreglur í atvinnulífi hér á landi verða að mestu sambærileg- ar við það sem gerist í Evrópu. Hann er ein helsta forsenda þess, að íslendingum takist að halda til jafns við aðrar þjóðir í lífskjörum og samkeppni um fólk og ijármagn, þannig að hér takist að efla atvinnu- líf og íjölga atvinnutækifærum. Með aðild að Evrópska efnahags- svæðinu er því brýnustu hagsmun- um bæði atvinnulífs og einstaklinga best borgið. Jafnhliða þessu hljóta stjórnvöld þó að kanna aðra þá möguleika, sem í boði kunna að vera og þjóna myndu hagsmunum íslendinga við breyttar aðstæður. Atvinnulífið gerir þá eindregnu kröfu til 'allra alþingismanna, að þessi mikilvægasti milliríkjasamn- ingur síðustu áratuga verði fullgilt- ur hið fyrsta. Aðalfundur Vinnuveitendasam- bands íslands áréttar stuðning við stöðugleika í gengismálum, ítrekar mikilvægi þess að hlutur innlendrar framleiðslu verði bættur með kostn- aðaraðhaldi á öllum sviðum og hvet- ur til samstarfs atvinnurekenda og launafólks um það sameiginlega markmtö að hlutur fólks og fyrir- tækja á íslandi verði ekki lakari en í nálægum löndum. Það er forsenda blómlegrar byggðar í landinu. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 12. mars - 21. maí, dollarar hvert tonn 275- ÞOTUELDSNEYTI 150- 125 n----1---1---1----1---1---1---1---1---1—r 13.M 20. 27. 3.A 10. 17. 24. 1.M 8. 15. 275- GASOLIA 200- 174,0/ 173,5 13.M 20. 27. 3.A 10. 17. 24. 1.M 8. 15. SVARTOLIA 100- 75« 79,5/ 78,5 13.M 20. 27. 3.A 10. 17. 24. 1.M Gamlir jóla- plattar á list- munauppboði Klausturhóla KL AU STURHÓL AR, list- munauppboð, efna til 185. uppboðs fyrirtækisins á Laugavegi 25 í dag, laugardag kl. 15.00. Að þessu sinni verða seldir listmunir og fornmunir af fjölbreyttu tagi. Til sölu eru munir úr íslensku atvinnulífi fyrri alda, gamlir ís- lenskir listmunir, íslenskt og er- lent silfur, klukkur og fágætur útskurður. Meðal þess sem boðið verður til sölu eru útskorinn vatnsberi eftir Ágúst Sigur- mundsson myndskera, sænsk brúðarkista frá árinu 1786 og styttur eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Meðal mjög fágætra gripa sem seldur verða eru m.a. jóla- plattar Bing og Gröndahl, kgl. porcelæn, frá árunum 1929 og 1930. Einnig íslenskur kistill frá 1720 með höfðaletri og áletrun- inni: „Mig hefur lengi skorið maður sá maður sem virtist sjá illa, var blindur á báðum augum, þess ber ég sannarlega merki -25. mars 1720, þegar ég lauk.“ ■ KRIPALUJÓGA verður kynnt í dag jógastöðinni Heimsljósi í Skeifunni 19, 2. hæð. Farið verður í helstu undirstöðuatriði, teygjur, öndun og slökun. Æskilegt er að mæta í þægilegum fötum. Kynning- in hefst kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.