Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAl 1992 Þörungavinnslan: Tap í fyrra 16,7 milljónir Miðhúsum. AÐALFUNDUR Þörungaverk- smiðjunnar var haldinn fímmtu- daginn 21. maí á Reykhólum. Rekstur Þörungaverksmiðjunn- ar var nokkuð þungur á síðasta ári og var tap á síðasta ári 16.767.949 krónur eða 22% af rekstri. Afskriftir voru 9 milljónir svo að tap er því um 8 milljónir. Seldar afurðir voru á árinu 1991 nærri 76 milljónir að verðmæti. Aðaleigendur verksmiðjunnar eu Byggðastofnun með um 40%, Pronova 40% en Norsk Hydro á tæp 80% í því fyrirtæki. Heima- menn eiga um 20% í Þörungaverk- smiðjunni. Búið er að selja 2.200 til 2.500 tonn af ársframleiðslu þangmjöls, en flutningskostnaður er mikill og lætur nærri að 25% af heildarvöru- verði fari í flutningskostnað til erlendra móttökuhafna. Finnar eru orðnir einna stærstu kaupendumir og kaupa þeir um 600 til 1.000 tonn í ár. Finnar nota þangmjölið í fóðurblöndur. Nú er ætlunin að auka við hluta- fé og hafa Norðmenn boðist til að leggja fram 4,5 milljónir gegn því að Islendingar leggi sinn hlut á móti. Verð á þangmjöli er ekki nógu hátt en það er 26 þúsund krónur tonnið. Þetta mjöl hefur sérstöðu á markaðnum vegna þess hve gott það er í fóðurblöndur og sem áburður. Stjórnin var öll endurkjörin en hana skipa: Frá Byggðastofnun: Jón Birgir Jónsson verkfræðingur, formaður, og Einar B. Ingvarsson fyixverandi bankastjóri. Frá Norð- mönnum: ívar Thon Lossius og Bjami Axelsson, Reykjavík, og frá heimamönnum er Bergsveinn Reynisson, bóndi Gróustöðum í Geiradal. Fundarstjóri var Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Framkvæmdastjóri er Páll Ágúst Ásgeirsson, Reykhólum. I Þörungaverksmiðjunni eru bundnir miklir fjármunir og er allt gert til þess að rekstur hennar haldi áfram, en við hana eru bund- in 15 til 20 ársstörf. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ná nið- ur reksturskostnaði. Nú em ekki nema þrír sláttuprammar við slátt í stað 6 eða 7 áður og afla þessir þrír nóg af þangi fyrir verksmiðj- una. Einn prammi er hafður tilbú- inn til vara. Menn hér óttast ef svo heldur áfram sem horfir að verksmiðjunni þurfi að loka að mestu yfir hávet- urinn og þurfi starfsmenn verk- smiðjunnar að fara á atvinnu- leysisbætur. - Sveinn. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 23. MAI YFIRLIT: Við suðurströnd landsins er smá lægð sem hreyfist norður yfir landið í nótt, en vaxandi lægð skammt norðaustur af Nýfundnalandi á hreyfingu austur og síðan norðaustur. SPÁ: Hæg austlæg eða breytileg átt og þokusúld við suður- og austur- ströndina en víða þurrt og skýjað með köflum í öðrum landshlutum. Nokkuð hlýtt í veðri víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustan- og austanátt. Þokusúld við suður- og austurströndina en annars þurrt og víða nokkuð bjart. Hlýtt í veðri. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. o » & ö Q Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. / / / * / * * * * • A. * 10° Hitastig / / / / / * ' r * r' * * * * * V v V V Súld Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ^ FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, undantekning er þó á Norð- austurvegi (Sandvfkurheiði). Þar er mikil aurbleyta og er því aðeins fært fyrir jeppa og fjórhjóladrifna bíla. Einstaka vegakaflar eru þó ófærir svo sem Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðupn, Hólssandur og Oxarfjarðarheiði á Norðausturlandi, Mjóafjarðarheiði á Austfjörðum og Lágheiði á Norður- landi er lokuð vegna aurbleytu. Vegna aurbleytu eru sumstaðar sórstak- ar öxulþungatakmarkanir á vegum og eru þær tilgreindar með merkjum við viökomandi vegi. Allir hálendisvegir landsins eru lokaðir vegna aur- bleytu og snjóa. Ölfusárbrú við Selfoss er opin fyrir umferð léttra öku- tækja og verður opnuð fyrir umferð allra ökutækja klukkan 8 að morgni laugardagsins 23. maí. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 8 4 veður alskýjað rigning Bergen 17 Iskúr Helsinki 13 skýjað Kaupmannahöfn 24 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk +3 snjókoma Ósló 23 skýjað Stokkhólmur 21 léttskýjað Algarve 21 skýjað Amsterdam 27 léttskýjað Barcelona 20 skýjað Berlín 2S hálfskýjað Chicago 20 þokumóða Feneyjar vantar Frankfurt 23 léttskýjað Glasgow 18 reykur Hamborg 26 iéttskýjað London 24 léttskýjað Los Angeles 17 iéttskýjað Lúxemborg 19 létiskýjað Madrid 23 skýjað Malaga 26 léttskýjað Mallorca 23 skýjað Montreal 17 skýjað New York vantar Orlando 22 mistur París 19 rigning Madeira 20 skýjað Róm 21 þokumóða Vín 23 iéttskýjað Washington 16 alskýjað Winnipeg 2 skúr Heimild. Veöurstofa (siands (Byggt ó veðurspá kl. 16.15 f gær) / DAG kl. 12.00 Morgunblaðið/Sverrir Um eitt hundrað nemendur Hofstaðaskóla í Garðabæ tóku í gær fyrstu skóflustungu að nýrri byggingu skólans í Hofstaðamýri. Garðabær: Fyrsta skóflustungan að nýjum grunnskóla EITT HUNDRAÐ nemendur Hofstaðaskóla í Garðabæ tóku í gær fyrstu skóflustungu að nýjum grunnskóla í Hofstaðamýri. Skólinn er ætlaður börnum úr þeim hverfum bæjarins, sem nú stunda nám í Hofstaða- skóla, svo og börnum úr þeim hverfum sem eru að rísa í Bæjargili og Hæðahverfi og fyrirhugaðri byggð á Arnarnesháisi. Talið er að skól- inn muni fullbúinn kosta um 330 milljónir króna. Skólinn er ætlaður nemendum í muni fullbúinn taka við um 300 nem- 1. til 6. bekk grunnskóla. Skólinn yerður byggður í tveimur áföngum, fyrri áfanginn verður 2.510 fermetr- aren sá síðari 720 fermetrar. Áform- að er að taka fyrri áfangann í notk- un haustið 1993 og miðað er við að skólinn verði einsetinn, þegar hann er fullbúinn. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, segir að nýi skólinn endum. Hann á að taka við nemend- um Hofstaðaskóla, sem nú er rekinn í bráðabirgðahúsnæði, og þar að auki nemendum úr þeim hverfum sem eru í byggingu í Bæjargili og Hæðahverfi, og fyrirhugaðri byggð á Arnarneshálsi. Heildarkostnaður við bygginguna mun nema um 330 milljónum króna. Samnorrænt Yíkinga- lottó hefst vorið 1993 Fyrsti vinningnr gæti orðið 30 milljónir NORRÆNU lottófélögin hafa ákveðið að taka höndum saman og efna til samnorræns Víkingalottós í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku og á íslandi. Áformað er að hleypa lottóleiknum af stokkunum vorið 1993 að því tilskildu að stjórnvöld í Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra íslenskrar get- spár, verður norræna Víkingalottóið viðbót við íslenska lottóið og með svipuðu formi. Dregið verður úr því í beinni útsendingu á miðvikudögum og verða útsendingarnar frá Noregi fyrsta árið. Dregnar verða út 6 tölur af 48 og bónustölur verða 3. Fyrsti vinningurinn verður sameiginlegur en aðrir vinningar fara eftir sölu í löndunum 5 veiti til þess leyfi. hvetju landi fyrir sig. Eðli málsins sanikvæmt verður erfíðara að fá fyrsta vinning en í íslenska lottóinu en vinningsupphæðin verður að sama skapi hærri. Vilhjálmur sagði að gælt væri við að hún gæti orðið ná- lægt 30 milljónum. Vilhjálmur sagði að hugmyndin um fjölþjóðalottó hefði lengi legið á borðinu en það yrði fyrsta sinnar tegundar í heiminum. íslendingnr á Filippseyjum: Sakaður um að skipta fölsuðum dollaraseðli Keypti gjaldeyrinn í Landsbankanum MAÐUR af Suðurnesjum sem keypti gjaldeyri í útibúi Lands- bankans í Keflavík var sakaður um að hafa borgað fyrir þjónustu á hóteli á Filippseyjum með fölsuðum 100 dollara seðli. Guðjón Sigurðsson skrifstofustjóri í Landsbankaútibúinu sagði að ekki væri hægt að fullyrða að seðillinn hefði verið keyptur í útibúinu. Hann hefði þó verið keyptur af manninum því gott væri fyrir úti- búið að eiga sýnishorn af fölsuð- um seðli. Maðurinn var á ferð í Filippseyjum í byijun síðasta mánaðar og borgaði fyrir þjónustu á hótelinu með 100 dollara seðli. Eftir skamma stund kom hótelfólkið til hans og sakaði hann um að greiða með fölsuðum seðli. Guðjón sagði að ekki væri hægt að sjá á seðlinum með berum augum hvort hann væri falsaður eða ekta. Landsbankinn hefði orðið að fá úr því skorið með rannsókn í Danmörku. Hann sagði að mikið væri af fölsuðum dollurum í umferð, ekki síst í Austurlöndum, og í þessu tilviki væri ekki hægt að útiloka að íslendingurinn hefði verið með ekta seðil en hann verið plataður, falskur seðill verið settur í stað þess ekta í afgreiðslu hótelsins. -----» ♦ ♦---- Gufunes: Brutu rúður í tækjum SKEMMDARVERK voru unnin á tækjum í eigu Reykjavíkurborgar á öskuhaugunum í Gufunesi í fyrrinótt. Rúður vélanna voru brotnar. í gær vann lögreglan að rannsókn málsins. Tækin sem urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgunum eru jarðýta, beltisvél og dráttarvél. Starfsmenn komu að þeim svona þegar þeir mættu til vinnu við sorphaugana í gærmorgun og.tilkynntu lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.