Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 13
£113 S6(J MöEGUNBIiÁ'ðKjl LAUGARD/iíGttlí'ÖSU MMÍ Í4992 Vonumst tíl áð fá aðild að Evrópubandalaginu 1995 - segir finnski utanríkisviðskiptaráðherrann PERTTI Salolainen, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands, segir Finna Ieggja mikla áherslu á að verða í hópi þeirra EFTA-landa, sem fyrst fái aðild að Evrópubandalaginu. Vonir Finna standi til að það geti orðið strax 1995 en ekki sé enn ljóst hver áform EB-ríkj- anna séu hvað inntöku nýrra aðildarríkja varðar og ýmsir hafi van- trú á að það geti orðið svo snemma. Pertti Salolainen segir að á ráð- en hægt sé að finna lausn á því. herrafundi EFTA í Reykjavík, sem lauk á fimmtudaginn, hafi í raun ekkert nýtt komið fram varðandi umsókn Finna um aðild að Evrópu- bandalaginu. Finnar stefni enn að því að geta hafið viðræður við band- alagið í byijun næsta árs og miði vinnu sína við að undirbúningi verði þá lokið af Finnlands hálfu. Hjá EB hafi enn ekki verið ákveðið hvernig tekið verði á nýjum aðildar- umsóknum og því sé óvíst hvenær búast megi við aðild Finna. Þeir geri sér vonir um að það geti orðið 1995 en um það hafi ýmsir efa- semdir. Frans Andriessen, varafor- seti framkvæmdastjórnar EB, hafi til dæmis sagt á blaðamannafundi á fimmtudaginn, að hann teldi ólík- legt að ný ríki yrðu komin inn í bandalagið 1995. Salolainen segist þess fullviss, að Finnum sé nauðsyn á því að verða aðilar að EB og að þeir leggi á það mikla áherslu, að verða í hópi þeirra ríkja, sem næst verður veitt aðild. „Við ákváðum að skila inn umsókn okkar eins fljótt og raun ber vitni til þess að fá far með sömu lest og Svíar og Austur- ríkismenn, ef svo má að orði kom- ast.“ Hann segir að Finnar líti svo á að EFTA í núverandi mynd muni hverfa á miðjum þessum áratug eða litlu síðar og telji því mikilvægt að tryggja stöðu sína í Evrópu með aðild. Varðandi hlutleysi Finnlands í framtíðinni segir Salolainen að þær EFTA-þjóðir, sem þegar hafi sótt um aðild að EB, hafi verið hlut- lausar, hver á sinn hátt og í banda- laginu sé nú þegar eitt hlutlaust ríki, írland. Hins vegar sé ljóst að hér verði um erfitt úrlausnarefni að ræða í samningunum um EB- aðild, en hann hafi ekki trú á öðru Ráðstefna um náttúru- hamfarir í TILEFNI af 80 ára afmæli Verk- fræðingafélag Islands gengst fé- lagið fyrir alþjóðaráðstefnu um viðbúnað um varnir gegn náttúru- hamförum sem í styttingu er nefnd Natural Disaster ’92 eða Náttúruhamfarir ’92. Ráðstefnan verður haldin í stofu 101 í Odda og stofu 101 í Lögbergi 28. og 29. maí nk. Ráðstefnuna sækir fólk frá 10 þjóðlöndum utan Islands og alls verða flutt 29 erindi. Á ráðstefnuna er boðið sérstaklega þremur virtum vísindamönnum sem halda yfirlitser- indi hver á sínu sviði, þ.e. jarðvísind- um, verkfræði og hagfræði. Einn þessara gestafyrirlesara er Islend- ingur búsettur erlendis, dr. Haraldur Sigurðsson prófessor í jarðfræði við háskólann í Rhode Island í Banda- ríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar hafa valið þennan áratug sem alþjóðlegan ára- tug til að draga úr afleiðingum nátt- úruhamfara (International Decade of Natural Disaster Reduction eða IDNDR). í framhaldi af þessu hafa alþjóða- samtök verkfræðinga leitað til Evr- ópusamtaka verkfræðinga (FEANI) um skipulagðar aðgerðir innan Evr- ópu vegna þessa viðfangsefnis. Verkfræðingafélag íslands taldi því vel við hæfi að efna til alþjóðlegr- ar ráðstefnu um þetta málefni á 80 ára afmælisárinu. Ekki megi heldur gleyma því, að margt hafi breyst í alþjóðamálum að undanförnu og enn fleiri breyt- ingar muni eiga sér stað áður en Finnar fái aðild, hvort sem það verði árið 1995 eða síðar. „í Ijósi allra þessara breytinga er óráðlegt að gefa ákveðnar yfirlýsingar um það nú, hver utanríkisstefna Finna verður um miðjan áratuginn," segir hann. Pertti Salolainen sagði að lokum, að mikið og gott samstarf hefði verið milli Finna og íslendinga í EES-viðræðunum. „Islenski utan- ríkisráðherrann og aðrir samninga- menn Islendinga hafa unnið mjög gott starf í þessum samningum. Þannig hefur mikið áunnist á þeim tíma, sem íslendingar hafa verið í forystu fyrir EFTA í viðræðunum.” KGA Pertti Salolainen, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands, á blaða- mannafundi í lok ráðherrafundar EFTA í Reykjavík. Til hægri situr Hans Brunhart, forsætisráðherra Lichtenstein og til vinstri Wolf- gang Schuessel, efnahagsmálaráðherra Austurríkis. VEITUM ÁBYRGÐ ÁMÖRGUM NISSAN OG SUBARU BÍLUM BILA HÚSIÐ sævarhöfða 2 674848 i húsi Ingvars Helgasonar OPIÐ: LAUCARDAC frá 10-1700 örugg bílasala á góðum stað YFIR 150 BÍLAR Á STAÐNUM Munið að við höfum 30 bíla í hverjum mán sem við bjóðum á tilboðsverði og tilboðskjörum Við bjóðum greiðslukjör til þriggja ára og jafnvel enga útborgun T0Y0TA D0UBLE CABÁRG. 1990 ekinn 66 þ.km., dies- el, 5 gíra, 33“ dekk, upphaekkaður o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1.420 þús.stgr. Höfum einnig árg. 1989 og 1991. MMC LANCER1800 GLXST4X4 ÁRG.1991 EXE ekinn 16 þ.km., 5 gíra, álfelgur, útvarp og segulbando.fi. Aðeins bein sala. Verð 1.130 þús. stgr. Höfum einnig sjálf- skipta ogárg. 1991. SUBARU LEGACY 1800ST 4X4 ÁRG.1990 ekinn46þ.km.,5 gíra, útvarp, rafm. í rúðum o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1.250 þús.stgr.Höf- um einnig sjálfskipta ogárg. 1991. MMCPAJERO TURBO DIESEL ÁRG.1989 ekinn 68þ.km., 5 gíra, intercooler, brettakantar, 31" dekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1.850 þús. stgr. Höfum flestaárg.af Pajero. NISSAN TERRANO 3,0 ÁRG. 1991 ekinn aðeins 3 þ.km., sjálfskiptur, upp- hækkaður, álfelgur, samlæsingo.m.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 2.630 þús.stgr. Höfum einnigTerr- anodiesel árg. 1990. SUBARU1800ST 4X4 ÁRG. 1989 ekinn 58 þ.km., 5 gíra, splittað drif, rafm.írúðumo.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1.020 þús. stgr. Höfum allar árg. af Subaru. BMW316IARG. 1989 ekinn 55 þ.km.,5 gíra, álfelgur, útvarp o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1.090 þús. stgr. Höfum flestar árg. af BMW. SUBARU LEGACY 2200 ST 4X4 ÁRG.1991 ekinnaðeins7þ.km., 5 gíra, álfelgur, rafm. írúðum, 136 hö, samlæsing o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1.780 þús. stgr. Höfum einnig sjálf- skiptan árg. 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.