Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 49 Eina leiðin til lífsins Frá Bjarna Valdimarssyni: MJÖG hægt eru menn að átta sig á því að eina leiðin til lífsins, er að umhverfisvæða allt þjóðfélagið, en ekki einstaka þýðingarminni þætti þess. Það gafst vel í Vesturheimi fyrrum. Nú á sauðkindin ekki marga tals- menn, en þeim mun fleiri andstæð- inga. Bændur hafa verið stórtækast- ir í að koma óorði á blessaða kindina með úreltum umhverfiseyðandi bú- skaparháttum. Hnítar hafa verið metnir, en ekki gróðurlendi. Allt of mikil ríkisafskipti, „dauð hönd“, hafa rústað blómlegum atvinnuvegi, verðlagshöft hafa leitt til markaðs- hruns á besta kjöti í heimi. Kynbætur eru oftar en ekki ríkis- iaunuð úrkynjun. Þær koma ekki í staðinn fyrir góða haga. Inúkarnir á Grænlandi munu hafa vinninginn, svo lengi sem þeir hafa ekki of margt fé í sumarhögum. Ef sauðkindin veldur náttúru- spjöllum er manninum um að kenna, ekki henni. A veturna verður hún að fá fullt fóður. Venjulegt beitiland á að vera afgirt, jarðvegur þéttgró- inn, án rofsára. „Vissu fleiri en þögðu þó,“ Þjóðveijar setja mylkar ær í ullarhaft, rápi þær um of, til þess að þær geldist ekki. Sauðfé og hross láta tijágróður í friði á meðan lauf eru græn, sé búféð vel fram gengið og ekki skortir salt og önnur stein- efni. Þetta má sjá víða í fjarlægðar- mörkum frá bæjum og hefur sannast við rannsóknir á fæðuvali. Hófleg sumarbeit minnkar sinumyndun og eldhættu. Sauðkindin er framúrskarandi landgræðsluskepna, vilji menn fá varanlega vindþolna grasrót, án himinhrópandi kostnaðar. Yfirleitt eru rofsár og foksvæði í byggð lítil að flatarmálj. Ég hef séð uppblástur heflast þar sem sláttuþyrla fló gras- rót, þess vegna þarf alltaf að fylgj- ast með. Ráðið er að gefa sauðfénu grænt síðsumarshey í böggum bundnum með hampgami í landið sem græða á upp, hvenær sem unnt er vegna vinds. Ögn af tilbúnum áburði bindur ryk og græðir enn meir. Sé landið friðað frá vori til hausts grær það upp mjög hratt. Hús þurfa að vera nærri. Nota má færanlegar skemur, fyrir fé og fóður. Ódýrt og auðvelt væri að gera Eldfell að „grænum gíg“- Islendingar standa vel að vígi að nýta náttúruna á endumýjanlegan hátt. En vandamálið er gamalt, for- gangsfólk með sérþarfir og mengun hugarfarsins. Síðbúinn eftirmáli: Lúpínurætur eru dýrmæti, sem undir engum kringumstæðum mega fara forgörð- um. Þær á að taka upp á vorin og grafa niður í leirflög, mela og önnur holklakasvæði, sem, illgjörlegt er að græða upp á annan hátt. Sú lúpína blómstrar sama vor. Fræ lúpínu er þroskað um verslunarmannahelgi. Ég hef aldrei séð alaskalúpínu í blóma síðsumars, ekki einu sinni neðan við Skaftafell í ágústmánuði. BJARNI VALDIMARSSON Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði. Athugasemd Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi frá Halldóri Sigurðs- syni, Atlantsflugi hf.: „í ljósi þess sem ranglega var eftir mér haft á bls. 2 í Morgunblað- inu í gær, bið ég vinsamlegast um að eftirfarandi leiðrétting verði birt á sainbærilegum stað í blaðinu: í frétt Morgunblaðsins sl. mið- vikudag um samkomulag milli Atlantsflugs og Flugferða-Sól- arflugs að hefja aftur samstarf, er ranglega eftir mér haft að Sólarflug hafi sett tryggingu fyrir stórum skuldum við Atlantsflug. Þessi orð féllu aldrei í samtali blaðsins við mig sl. þriðjudag enda eru þau ekki sannleikanum samkvæmt. Sannleikurinn er sá að ekki er um að ræða neina skuld Sólarflugs við fyrirtæki mitt. Þau ágreinings- mál um uppgjör frá fyrra ári, sem voru milli okkar um lendingargjöld og eldsneytiskostnað, eru frágengin og til lykta leidd. Aðspurður gat ég þess hins veg- ar við blaðamann Morgunblaðsins að Flugferðir- Sólarflug hefði sett fullnægjandi tryggingu fyrir samn- ingi okkar um leiguflug nú í sum- ar. Harma ég þessa rangtúlkun orða minna.“ HEILRÆÐI Foreldrar! Ekkert barn á reið- hjóli ætti að vera án hjálms. Ef óhapp hendir er hjálmur höfuðatriði. Minnist þess að börn yngri en 7 ára mega aðeins hjóla á lóðum, afgirtum svæðum eða gangstígum. Hið mikla samband Frá Atla Hraunfjörð: RITGERÐARSAFNIÐ, Hið mikla samband, sem birtist 1919, í Nýal, sem þýðir nýtíðindi, setur höfundur dr. Helgi Pjeturs fram kenningu um samband lífsins í alheimi. Hvert einasta ódeili hefur áhrif á allan heiminn og vitnar í vísindamanninn Faraday. Þetta þýðir í mæltu máli að fjarlægðir og hraði úti í geimnum á milli hnatta, eru ekki til. Það sem þú hugsar hér á jörð, er samstund- is á ystu mörkum, ef við notum samlíkingu. Lífríki jarðar, menn, dýr og gróður, eru alltaf í beinu sambandi við sér skylt aflsvæði, hvar í heimi sem er. Hið mikla sam- band segir okkur frá eðlissambandi lífsins í alheimi. Maðurinn er mikill örlagavaldur og hefur með fram- ferði sínu, skaðað lífríki jarðarinn- ar, sem aldrei verður bætt. Maður- inn hefur fram á þennan dag að mestu hlustað á forkólfa helstefn- unnar, eins og lesa má úr sögu jarð- ar. Með þeirri þekkingu sem fram Aths. ritstj: kemur i Nýal, getur maðurinn farið að stilla sig inn á leiðtoga lífsstefn- unnar, stefnu sífellt jákvæðari verð- andi, leið ástar og kærleika. Til þess að nálgast lífstefnuna, þurfum við að hugsa upp á nýtt, eins og t.d. stilla viðtæki sitt (heil- ann) inn á göfugri hugsanir og til- einka sér kristna siðfræði. Vita Skaltu, um leið og þú breytir hugs- un og framkomu, opnar þú fyrir aðstreymi lífsorku og viti frá lengra komnum íbúum annarra hnatta. Mottóið, viljir þú breyta heimin- um, byijaðu þá á sjálfum þér, er enn í fullu gildi og ennfremur máls- hátturinn, guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Þú hjálpar eng- um með því að gera verkin fyrir hann, hver og einn verður að eiga frumkvæðið. Hvað með þig, eigum við, ég og þú, að koma á lífstefnu hér á jörð, eða eigum við að segja guðsríki? ATLI HRAUNFJÖRÐ, Kársnesbraut 82a, Kópavogi. Að gefnu tilefni telur Morgun- blaðið sig tilneytt að rekja fyrri frétt- ir blaðsins af deilum Atlantsflugs og Flugferða-Sólarflugs, þar sem athugasemd Halldórs Sigurðssonar verður að skoðast í Ijósi þeirra. í frétt Morgunblaðsins af deilum þessara aðila hinn 28. apríl sl. er haft eftir Halldóri Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Atlantsflugs, að stað- ið hafl á greiðslum frá Flugferðum- Sólarflugi inn á samninga fyrir sum- arið. Daginn eftir birtist athugasemd frá Halldóri Sigurðssyni þar sem segir: „Það er ranglega haft eftir undirrituðum að Flugferðir-Sólar- flug hafi ekki staðið við greiðsluleg- ar skuldbindingar varðandi samn- inga um flug sumarið 1992.“ í frétt í Morgunblaðinu 3. maí segir Halldór Sigurðsson hins vegar að ekki hafí verið um annað að ræða en rifta samningunum við Flugferð- ir-Sólarflug þegar útséð var að greiðslur bærust ekki samkvæmt samningi. Tveim dögum síðar árétt- ar Halldór þetta brot á samningum frekar: „Hins vegar má nefna að Guðni átti að borga okkur 10% af samningum við undirskrift, 10% þijátíu dögum fyrir flug og síðan 80% sjö dögum fyrir flug og ekkert af þessu stóðst." í sömu frétt er jafnframt haft eftir honum: „Stað- reyndin er sú að Sólarflug skuldaði okkur 34 milljónir króna er við rift- um samningi okkar við ferðaskrif- stofuna." í frétt Morgunblaðsins daginn eftir, 6. maí, segir Guðni Þórðarson hjá Flugferðum-Sólarflugi: „Mér þykir sérkennilegt að framkvæmda- stjóri Atlantsflugs skuli nú halda því fram að Flugferðir-Sólarflug skuldi fyrirtæki hans 34 milljónir, því þessi sami framkvæmdastjóri fékk birta athugasemd í Morgunblaðinu 29. apríl, þar sem hann segir að það hafí verið ranglega eftir honum haft að fyrirtæki mitt hafi ekki staðið við greiðslulegar skuldbindingar varðandi samninga um flug fyrir sumarið 1992.“ í athugasemd Halldórs Sigurðs- sonar hér að ofan heldur hann því fram að hann hafi aldrei látið nein orð falla þess efnis í samtali blaðsins við sig sl. þriðjudag að Sólarflug hafí sett tryggingu fyrir stórum skuldum við Atlantsflug, enda séu þau ekki sannleikanum samkvæm. Aðspurður hafi hann hins vegar getið þess að Flugferðir-Sólarflug hafi sett fullnægjandi tryggingu fyr- ir samningi aðilanna um leiguflug nú í sumar. í samtali við Halldór Sigurðsson vegna fréttarinnar sl. þriðjudag um sættir fyrirtækjanna spurði blaða- maður hann beinlínis að því hvað orðið hefði um framangreinda 34 milljóna króna skuld Sólarflugs við Atlantsflug og svar Halldórs við spurningunni var unnið af segul- bandi. Ef staðreyndir málsins hafa ekki komist rétt til skila stafar það af misskilningi Halldórs við spurn- ingu blaðamanns eða mismæli en er ekki mistúlkun Morgunblaðsins. Það er í sjálfu sér ánægjulegt að Atlantsflug og Flugferðir-Sólarflug skuli hafa náð sáttum í erfiðu deilu- máli en Morgunblaðið getur ekki sætt sig við að það sé hluti af sam- komulagi um slíkar sættir að gera fréttaflutning þess tortryggilegan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.