Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 Tumi Magnússon: Án titils. Olía á striga, 1991. Tumi Magnússon Myndiist Eiríkur Þorláksson í Nýlistasafninu við Vatnsstíg stendur nú yfir sýning á málverk- um Tuma Magnússonar myndlist- armanns. Tumi stundaði sitt list- nám hér á landi, í Hollandi og á Spáni á árunum 1976-1981, og var í hópi þeirra ungu myndlista- manna sem áttu stóran þátt í að hefja málverkið til vegs og virð- ingar á ný í byijun síðasta ára- tugs, eftir að það hafði um ára- bil verið litið hornauga í heimi hugmyndalistarinnar. Margir minnast sýningarinnar „Gull- ströndin andar,“ sem var haldin í Reykjavík 1983, sem vendi- punktar á þessu sviði. Tumi hélt sína fyrstu einkasýn- ingu 1981 og hefur undanfarin ár sýnt verk sín erlendis ekki síð- ur en hér á landi; hann hélt fjór- ar einkasýningar á síðasta ári, þar af þrjár erlendis, og síðustu tvö ár hafa verk hans verið á fimm samsýningum í Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi og Sviss. Sú undarlega myndsýn sem kem- ur fram í verkum Tuma hefur því náð tökum á listunnendum víðar en hér á landi. Á sýningunni í Nýlistasafninu, sem er í öllum sölum safnsins, getur að líta alls tuttugu og ljög- ur verk og eru stór málverk mest áberandi; í salnum á miðhæð get- ur hins vegar að líta nokkrar blý- antsteikningar og akrýlmyndir, auk skemmtilegrar silkiþrykk- myndar (nr. 15). Nokkur af verk- unum á sýningunni voru einnig á sýningum sem listamaðurinn hélt í Norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg í Finnlandi annars veg- ar og sýningarsalnum Pasqu-Art í Biel í Sviss hins vegar á síðasta ári, og sýningarskrár frá þeim sýningum liggja frammi gestum til frekari fróðleiks. Myndheimur Tuma er afar sér- stakur, og útilokar notkun hefð- bundinna skilgreininga um stíla og stefnur, sem tilhneiging er til að fella alla myndlist undir á einn eða annan hátt. Til þess að forð- ast enn frekar að gefa myndum sínum neinar ytri tilvísanir hefur hann kosið að hafa þær flestar „Án titils“; þannig verður það myndmálið eitt, sem ræður við- brögðum þeirra sem standa fyrir framan verkin. Tumi vinnur örsmáar skissur (líkt og teikning- arnar sem hann sýnir hér), þar sem helstu Iínuleg gildi verkanna koma fram; í málverkunum eru það síðan hinir víðfemu og fjöl- breyttu litafletir, sem ráða ríkj- um. Tumi notar hversdaglega hluti á vissan hátt sem kveikjur í sínum verkum; hnífapör, diska, pönnur, bolla, örvar, skrúfuhausa og der- húfur. En hlutverki þeirra er í raun hafnað, og þeir á gáskafull- an hátt notaðir til að tengja lit- fleti, afmarka þá eða íjúfa, eftir því sem listamanninum þykir henta hveiju sinni. Litfletirnir virðast hreinir og skýrir við fyrstu sýn, en við nánari athugun er þar að finna fjölbreyttar sveiflur lita, bæði með tilliti til grunnsins, sem þeir byggja á, og einkum í þeim jöðrum, sem myndast þegar eitt litasvið rennur inn í annað; gott dæmi um slík litbrigði er að finna í „Epli“ (nr. 19), en jafnvel fín- legri blæskipti er að finna víðar. Slík skipti eru tæknilega afar vel leyst af hendi í málverkum Tuma og sýna ótvíræða hæfni hans í meðhöndlun litanna. Bjartir og skærir litir bera uppi flest málverkin, og jafnvel dekkri fletir bera með sér nokkuð af þeim gáska, sem hið hversdag- lega ber með sér, t.d. er erfitt að veijast brosi þegar jaðrar myndar byggjast á steiktum eggj- um í mismunandi útgáfum (nr. 4) eða skrúfum sem virðast festa myndfletina saman (nr. 20). Engu að síður er ljóst að í þessum myndheimi býr ekki aðeins leikur að línum og litum, heldur einnig hugsun um lífið og á hvern hátt hinir manngerðu hlutir helga umhverfi okkar og lífssýn á fjöl- breyttan hátt; það er síðan áhorf- andans að meta viðhorfin eins og þau koma fram í hveiju verki fyrir sig. Sýning Tuma Magnússonar er með því besta, sem nú er á boð- stólum í sýningarsölum borgar- innar, og er rétt að hvetja alla listunnendur til að líta inn í Ný- listasafnið áður en það verður um seinan. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 24. maí. Þríleikur Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Grímur Marinó Steindórsson, Gunnar Reynir Sveinsson, Hrafn Andrés Harðarson: TónMynda- Ljóð. „Alletre" 1992. Þessi bók ber ýmis nöfn: Mynd- LjóðaTónar, LjóðTónaMyndir, Mynd- TónaLjóð o.s.frv. Með þessu eru höf- undar líklega að leggja áherslu á að efni bókarinnar er ofíð úr þrem jafn- mikilvægum þáttum: myndlist, tón- list og ritlist. Hér verður aðeins staldrað við rit- þátt bókarinnar sem er eftir Hrafn Andrés Harðarson. Um er að ræða 22 ljóð, flest stutt, sem spiia yfirleitt sannfærandi saman við myndir Gríms M. Steindórssonar; ljóð á vinstri síðu, mynd á þeirri hægri. Það .er auðveldlega hægt að stimpla þessi Ijóð Hrafns sem nátt- úruljóð: fjöll, haf og eyktir eru með- al uppistöðuþátta þeirra. Ljóðin státa ekki endilega af frumleika; myndmál og orðaval bergmála ýmis ljóð eftir eldri meistara tungunnar. Þó eru þau mörg vel gerð — gagnorð, myndrík og heilsteypt að byggingu. Til að undirbyggja þetta mat tefli ég fram Ijóðinu OfTbirta: Geislamir flugbeittir hnífar og skera í augu glaðbeittir freyjukettir brýna klær Hrafn Andrés Harðarson klóra heiði í himin hvassir geislar hvæsa í vindinn. Hér er ekki verið að bruðla með orðin. Svo virðist sem búið sé að tálga textann svo rækilega til að ein- ungis máttugustu myndimar fái að standa. Myndhverfingar og persónu- gervingar í þessum Ijóðum Hrafns eru gjarnan þrungnar spennu og átökum. Á hinn bóginn skortir meiri átök í listræna glímu skáldsins við efniviðinn: afslappað formið er oft í fullmikilli andstöðu við kraftmikið yrkisefni. Læknaráð Landspítalans: Oánægja hefur eyði- lagt góðan starfsanda AÐALFUNDUR læknaráðs Landspítalans var haldinn 15. maí siðastlið- inn og var þetta fjölmennasti aðalfundur ráðsins frá upphafi. Formað- ur var kjörinn Ásmundur Brekkan, en aðrir í stjórn eru: Atli Dagbjarts- son varaformaður, Ólafur Steingrímsson ritari, og meðsljórnendur: Jón Hilmar Alfreðsson, Jónas Magnússon, Þórarinn Sveinsson og Þórður Harðarson. Á aðalfundinum var samþykkt ein- róma svofellda ályktun: „Læknaráð Landspítalans hefur miklar áhyggjur af stefnu stjórnenda spítalans undanfarin misseri. Þær einhliða aðgerðir, sem m.a. hafa ver- ið viðhafðar til þess að mæta niður- skurði á íjármagni til sjúkrahússins, hafa hvarvetna valdið mikilli óánægju meðal starfsfólks. Þeir sem vinna með sjúklingana vita best hvernig þjónustan hefur breyst, oft sjúklingum í óhag. Neikvæðni og óánægja er ríkjandi og hefur eyðilagt þann góða starfanda sem ríkti áður á sjúkrahúsinu. Sumir af hæfustu starfsmönnunum íhuga að segja upp störfum. Það eru eindregin tilmæli læknaaráðs að meira samráð verði haft við starfsfólk í mikilvægum ákvörðunum er snerta störf þeirra." Nærmyndir frá liðnum tíma Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðrún P. Helgadóttir: Litið um öxl. 251 bls. Menningarsjóður. Reykjavík, 1992. »Greinar, erindi'og ljóð eftir Guð- rúnu P. Helgadóttur gefin út í tilefni sjötugsafmælis hennar 19. apríl 1992.« Þessi orð standa á titilsíðu. Upplýst er að tíu manna ritnefnd hafi valið efnið í samráði við höfund. Heillaóskalistinn, tabula gratulator- ia, fyllir sautján síður. Með hliðsjón af útliti og frágangi hefur mjög ver- ið til ritsins vandað. Þama er afar fjölmennur hópur nemenda og ann- arra velunnara að þakka mikið og merkt ævistarf. Guðrún P. Helgadóttir stýrði skóla sem stóð á gömlum merg og naut mikils álits. I starfi skólastjóra fór þá saman vald og ábyrgð. Nærri má geta að í þeirri stöðu hafi ekki alltaf gefist margar tómstundir til rit- starfa. Stundir þær, sem gáfust, hefur Guðrún þó notað afar vel, val- ið verkefni sem hún hafði áhuga á og ekkert látið frá sér fara fyrr en fullunnið var. Skáldkonur fyrrí alda, mikið rit og vandað, sendi hún frá sér fyrir þijátíu árum. 1 afmælisriti þessu er að finna sýnishorn af ýmsu tagi. Hæst ber að mínum dómi ritgerðir þijár um jafnmargar konur. Elst þeirra var Vatnsenda-Rósa, fædd árinu fyrr en Bólu-Hjálmar og þrem árum fyrr en Sigurður Breið- fjörð. Segja má að Vatnsenda-Rósa hafi orðið fræg fyrir hvort tveggja: kveðskap sinn og fijálslegt líferni. Með óbeinum hætti tengdist nafn hennar líka stóratburðum sem alþýða festi sér í minni.’ Þegar þar við bætt- ust gáfur og glæsileiki var síst að furða þótt hún yrði slík þjóðsagna- persóna sem raun varð á. Og þannig lifðu vísur hennar á vörum þjóðarinn- ar — sem jarteinir fyrir sannleiks- gildi sagnanna. Þó margt sé á huldu um ævi hennar leitast Guðrún við að greina veruleika frá þjóðsögu og rekja sig síðan eftir hinu fyrrtalda; raða saman staðreyndum og hald- góðum heimildum og skapa þannig sem sannasta mynd af þessari mjög svo sérstæðu konu. Vatnsenda-Rósa var bóndadóttir. Þóra Melsted, sem lengsta ritgerð- in fjallar um, kom úr annarri átt, var embættismannsdóttir, að hálfu alin upp í Danmörku og hlaut þar menntun sem þá var talin hæfa stúlku af hennar stétt. En Þóra stofn- aði sem kunnugt er Kvennaskólann í Reykjavík. Til eru mörg bréf sem tengjast lífi og starfi Þóru og á þeim byggir Guðrún mest, en einnig á munnlegum heimildum, samtíma blaðaskrifum og fleiri gögnum. Allt í kringum Þóru voru persónur sem settu svip á fyrri öld. Grímur amt- maður, faðir hennar, lenti óvart bak- dyramegin inn í söguna vegna norð- urreiðar Skagfirðinga. Ingibjörg á Bessastöðum var föðursystir hennar, en sonur Ingibjargar var Grímur Thomsen. Þijátíu og sex ára giftist Þóra svo Páli Melsted sem þá var reyndar kominn fast að fimmtugu. Ekki var talið sennilegt að brúðhjón, sem svo voru komin til ára sinna, ættu eftir að halda upp á gullbrúð- kaup sitt. Sú varð þó raunin. Föður sinn missti Þóra rösklega tvítug. Ekkert Iét hann eftir sig þannig að ungfrúin varð að sjá fyrir sér sjálf. En það var hægara sagt en gert því kona af hennar standi mátti ekki ganga í hvað sem var. Það voru því hvort tyeggja, kringum- stæðurnar og áhugamálin, sem ollu því að kennsla og skólastjórn varð ævistarf hennar. Þóra fæddist 1823. En svo varð hún langlíf að ekki leið nema hálfur fjórði áratugur frá því er hún lést þar til höfundur ritgerðar- innar réðst til starfa við skóla þann sem hún hafði stofnað. Hefðarkona, sem Þóra var, hlaut að vanda framkomu sína og beita sig hörðum sjálfsaga til að halda reisn sinni í þjóðfélagi sem var í senn frumstætt og þröngsýni markað. Guðrún rifjar upp broslegt atvik sem Guðrún P. Helgadóttir minnir á það: »Sögn er til um, að stúlka ein úr skóla Þóru hafi verið úti að kvöldlagi í leyfisleysi og verið svo óheppin að sjá forstöðukonuna á gangi. Stúlkan greip til þess ráðs að ganga þeint á eftir henni. Hún slapp við ákúrur, því að hún vissi sem var, að Þóra Melsted leit aldrei við á götu.« Það er Ijós og skýr nærmynd sem Guðrún P. Helgadóttir dregur upp af þessum forvera sínum. Þóra hefur líkst Grími skáldi, frænda sínum, í því að geta verið einþykk og ósveigj- anleg ef á móti blés. Og betur hefur henni látið að tjá tilfinningar sínar í verki fremur en í orði. Því fór víðs íjarri að stofnun skóla fyrir ungar stúlkur þætti sjálfsagt mál þegar Þóra var að beijast fyrir stofnun Kvennaskólans í Reykjavík. Skiln- ingsleysi það, sem hún mátti stríða við, hefur ekki alltaf verið léttbært. Þegar öll kurl komu til grafar hlaut hún að teljast til afrekskvenna. Húsfreyjan í Herdísarvík heitir svo þriðja ritgerðin og segir frá Hlín Johnson. Guðrún kynntist henni persónulega og byggir frásögn sína bæði á eigin kynnum og annarra frásögn. Hlutskipti það, sem Hlín kaus sér, var einstakt. Sannarlega hefur hún verið fáum öðrum lík. Hispurslaus hefur hún verið og frá- bitin hvers konar innihaldslausum fagurgala. Guðrún tilfærir dæmi þar um. Svo bar við að hópur manna kom að Herdísarvík til að sjá bústað skáldsins. Hermt er að einum þeirra hafi þótt »viðeigandi að ávarpa Hlín nokkrum orðum, og hann hafí byijað mjög hátíðlega, að Einar væri nú horfinn mannanna sjónum, en hann lifði eilíflega í hjörtum Íslendinga. Þá varð húsfreyju þetta að orði: „Það var þá líka staður,“ og segir ekki meir af framhaldi ræðunnar.« Auðvitað er rit þetta saman tekið og útgefíð til að samfagna heiðurs- konu á merkisafmæli. En fagnaður á að vera meira en formið tómt. Svo er og hér. Litið um öxl er bæði inni- haldsrík bók og stórfróðleg, og raun- ar líka skemmtileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.