Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 10
10 Akranes MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 Vignir Jóhannsson sýnir olíumálverk Vignir Jóhannsson, myndlistarmaður, opnaði í gær sýningu á rúm- lega 50 myndum á sal Tónlistarskóla Akraness, en nú er langt um liðið síðan Vignir hélt sýningu í þessum heimabæ sínum. Flestar myndanna á sýningunni eru lítil olíumálverk sem hafa verið unnin á síðustu mánuðum. ið núna en ég hef gert áður, þann- ig að ég vinn margar myndir í einu. Eg nota þynnri lög af málningu og þau þurfa að þorna áður en hægt er að halda áfram. Ef ég ynni bara með eina mynd í einu, tæki mig óratíma að koma henni frá mér. Ég hef ekki þolinmæði í slíkt.“ Undanfarin fimm ár hefur Vign- ir eingöngu lifað af list sinni og í nokkur ár þar á undan amð mestu leyti með ígtripavinnu. Það verður að teljast nokkurt afrek að hafa náð þeim sessi á ekki lengri tíma, þar sem samkeppni í listinni er ekki síður hörð vestahafs en ann- ars staðar. í ritinu „Singular vision" sem gefíð er út af Museum of New Mexico er hans til dæmis getið sem eins fremsta skúlptúrlistamanns þess ríkis. hann er þar í hópi margra kunnra bandarískra lista- manna og reyndar sá eini sem ekki er bandarískur ríkisborgari. Það segir kannski meira en mörg orð um þann sess sem Vignir hef- ur náð að skapa sér. Vignir hélt tvær einkasýningar á verkum sín- um á síðasta ári og hefur á þessu ári tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Um samkeppni og samanburð segir Vignir: „Vissulega er sam- keppnin í listinni hörð í Bandaríkj- unum, rétt eins og annars staðar. Persónulega finnst mér hinsvegar dálítið mikið um það núna að lista- menn sveigi sig að kröfum markað- arins, vinni verk sem þeir vita fyrir- fram að gangi út, fremur en að þeir séu að vinna listinni sjálfri til framdráttar. Auðvitað eru þeir til líka sem hugsa fyrst og fremst um listina, en þeir eru færri en hinir.“ Vignir vakti fyrst á sér athygli fyrir afburða snjallar teikningar Á Akranesi - húsbréf Til sölu 4ra-5 herb. íbúð í tvíbýli á góðum stað í neðri bænum. Hús og íbúð í góðu standi m.a. nýlegt þak, gluggar, rafmagn o.fl. íbúðinni fylgir 25 fm geymslu- skúr. Áhv. ca 1,3 millj. Verð 4,9 millj. Kjörin fyrir húsbréf. Nánari upplýsingar í síma 91-677424. : : 21150-21371 \ LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri / KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Með 40 ára húsnláni kr. 5,0 millj. Ný ib. 3ja-4ra herb. í Grafarvogi næstum fullg. Sérþvhús. Frág. sam- eign. Góður bílsk. Eignaskipti mögul. Tilboö óskast. Úrvalsíbúð öll eins og ný 3ja herb. íb. tæpir 70 fm nettó á 1. hæð v/Hraunbæ. Sérinng. Nýjar innr. og tæki af bestu gerð. Mjög góð sameign. í Vogunum - hagkvæm skipti Einbhús vel byggt og vel með farið ein hæð 165 fm auk bílsk. 5 svefn- herb., 2 stofur m.m. Skrúðgarður. Eignaskipti mögui. Skammt frá Fossvogsskóla mjög góð 5 herb. íb. 120 fm á 2. hæð. 4 svefnherb., sólsvalir. Sér- þvhús. Fráb. staður. Bilsk. fylgir. Einbhús í Suðurbænum í Hafnarf. Steinhús ein hæð 130 fm auk bílsk. 36 fm. Nýendurbyggt og stækk- að. Ræktuð lóð 630 fm. Mjög gott verð. Eignaskipti mögul. Góðar eignir í Vesturborginni Skammt frá Hótel Sögu 3ja herb. íb. mikið endurn. á 3. hæð. Risherb. fylgir. Góð geymsla í kj. Skammt frá KR-heimilinu 3ja herb. íb. á 1. hæð í 10 ára blokk. Park- et. Sólsvalir. Góð geymsla í kj. Endaraðhús í Seljahverfi Steinhús á þremur hæðum um 240 fm v/Brekkusel á útsýnisstað. Séríb. má gera á 1. hæð. Góður bílsk. Ýmiss kónar eignaskipti mögul. • • • Opið í dag kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASALAW „Það hefur oft verið fundið að því við mig í gegnum tíðina, hvað ég mála stórar myndir og að það sé ekki nokkur leið að koma þess- um verkum fyrir í heimahúsum,“ segir Vignir. „Að vissu leyti er þessi sýning því tilraunastarfsemi af minni hálfu. Ég hef ekki áður verið með svona litlar myndir. Olíverkin eru afstrakt og það má segja að í þeim sé ákveðið þema. Þær eru auðvitað ekki eins en það er viss þráður sem gengur í gegnum þær allar. Einþrykks- myndirnar eru undir yfirskriftinn- i„Akranesóður“ og tengjast allar Akranesi á einhvem hátt. Ég beiti dálítið annarri aðferð við málverk- Borgarráð: Hverfafélög fá styrk til hreinsunar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 500 þúsund króna auka- fjárveitingu til hverfafélaga og íbúasamtaka í borginni vegna hreinsunarátaka. Vegna hreinsunar- og fegrunar- daga í flestum hverfum borgarinn- ar, sem íbúasamtök og hverfafélög ásamt foreldrasamtökum standa fyrir, er farið fram á aukafjárveit- ingu. í erindinu kemur fram að vorhreingemingunum ljúki oft með grillveislum og leikjum barna og fullorðinna og er stuðningur borgarinnar miðaður við þátttöku í kynningum og auglýsingum, grillveislum, leiktækjum og hljóð- kerfi. Mikilvægt að GATT- samningarnir nái til landbúnaðarafurða - sagði viðskiptaráðherra á fundi OECD JÓN Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagði í ræðu á ráð- herrafundi OECD í París fyrr í vikunni að mikilvægt væri að lækk- un tolla og viðskiptahindrana innan GATT næði til landbúnaðaraf- urða ekki síður en til annarrar vöru og þjónustu. Einnig yrði nýr GATT-samningur að ná til viðskipta með sjávarafurðir þannig að tollar á þeim lækkuðu og takmarkanir á viðskiptum yrðu afnumdar. Vignir Jóhannsson og svo grafíkmyndir. Síðan færði hann sig yfir í olíumálverk og síð- an tóku skúlptúrverk við. Þótt áherslan hafi verið mest á skúlpt- úrinn á seinustu ámm, hefur hann ekki lagt aðra tækni á hilluna. „En ég er alveg hættur að fjöldafram- leiða grafíkmyndir,“ segir hann. „Það verkar svo heftandi á sköpun- argáfuna að vera alltaf að vinna með sömu myndina, kannski vikum saman.“ Sýning Vignis á Akranesi verður opin um helgar frá klukkan L4.00 til 18.00 og virka daga frá klukkan 17.00 til 21.00. Henni lýkur 31. Árlegur ráðherrafundur OECD, Efnahags- og framfarastofnunar- innar, var haldinn í París dagana 18. og 19. maí og sótti Jón Sigurðs- son fundinn af hálfu íslands. I frétt- atilkynningu frá viðskiptaráðuneyt- inu segir að umræður á fundinum hafí einkum snúist um þrennt; efna- hagsástandið í iðnríkjunum, al- þjóðaefnahagskerfíð og stöðu OECD í breyttum heimi. í fréttatilkynningunni kemur fram að í umræðum á fundinum hafi Jón Sigurðsson bent á að þótt spáð væri efnahagsbata í nánustu framtíð gæti þar brugðið til beggja vona og efnahagsástand í helstu iðnríkjum takmarkaði svigrúm stjórnvalda til örvandi aðgerða. Þá hafi viðskiptaráðherra vikið að at- vinnumálum og sagt að langvarandi atvinnuleysi fæli í sér ranglæti sem á endanum hlyti að spilla samheldni í þjóðfélaginu. Af þessum sökum væri mikilvægt að auka hagvöxt. Á íslandi hefði nú tekist að koma verðbólgunni verulega niður fyrir meðaltal OECD og uppsveifla í al- þjóðae|nahagsmálum myndi því gera íslendingum kleift að hefja nýtt framfaraskeið á grundvelli stöðugleika. í umræðum um aiþjóðaefnahags- kerfíð kom fram, samkvæmt frétta- tilkynningunni, eindreginn vilji allra til að Úrúgvæ-samningalotu GATT- viðræðnanna lyki sem fyrst. Jón Sigurðsson hafí lýst þeirri skoðun sinni að mikilvægt væri að lækkun tolla og viðskiptahindrana innan GATT næði til landbúnaðarafurða og að nýr samningur þyrfti einnig að ná til viðskipta með sjávarafurð- ir. Þjóðir heims tengdust hver ann- arri æ sterkari efnahagsböndum og það krefðist alþjóðlegra reglna svo að eðlileg og sanngjörn samkeppni ríkti á heimsmarkaði. Þetta hafi verið haft að leiðarljósi við stofnun Evrópska efnahagssvæðisins. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 641. þáttur Bernharð Haraldsson skóla- meistari sendir mér, sem stundum fyrr, gott bréf og leitar álits um- sjónarmanns um fjögur atriði: 1) Hann hefur heyrt í auglýsingum í útvarpinu (fyrst í júlí 1990) orð- ið „uppítökubíll" og skildi ekki umsvifalaust hvað það merkti. (Umsjónarmanni hefði helst dottið í hug gamall „rúntur“ og ,,húkk“.) Litlu síðar heyrði Bernharð orðið „uppítökuverð“ (þá hefðu illar grunsemdir læðst að umsjónar- manni). En loksins tókum við Bernharð Haraldsson að skilja hvað átt væri við með þessum vafasömu orðum. Bréfritari segir orðrétt: „Fyrir tæpu ári var fjöl- skyldubíllinn á heimilinu end- urnýjaður og keypt bifreið sömu gerðar. Gamla bílinn tók umboðið fyrir umsamið verð og greiddi ég mismuninn í peningum. Líklega hef ég þá selt „uppítökubíl" fyrir „uppítökuverð“. 2) Næst var „forfallasæti“. Þetta heyrði B.H. um páskana í auglýsingu frá ferðaskrifstofu. Þær hafa sumar að vísu „forfall- ast“, en við höldum að þetta óheppilega orð sé haft um sæti sem losna í flugvéi, þegar ein- hver, sem ætlaði með, hefur for- fallast á síðustu stundu. 3) Við B.H. erum fullkomlega á einu máli um að varanlegur sé miklu betra en „viðvarandi“. Við höldum að síðara orðið sé dönskusletta. 4) B.H. las í fyrirsögn á íþrótta- síðu þessa blaðs: „Hæst launuð- ustu knattspyrnumenn í Evrópu“ og spyr hvort ekki sé neitt athuga- vert við þetta. Jú, heldur en ekki. Þarna er tvöföld stigbreyting. Ruud Gullit er einn hinn hæst launaði knattspyrnumaður í Evr- ópu (og þótt víðar væri leitað). Að svo mæltu þakkar umsjón- armaður B.H. fyrir bréfið og um- hyggju hans fyrir móðurmálinu. ★ Þá er komið að kvenkynsorðum i-stofna, sjá næstsíðasta þátt. Við munum að þessi orð enda á ir bæði í nefnifalli og þolfalli fieir- tölu. I þessum hópi eru öll þau orð sem enda á un, an og fjöldi annarra. Beygingin er ekki flókin, en nokkur þessara orða enda stundum, og stundum ekki, á u í þágufalli eintölu. En sjáum þetta nú af dæmum: 1) þökk — þökk — þökk — þakkar; þakkir — þakkir — þökkum — þakka. 2) verslun — verslun — verslun — verslunar; verslanir — verslanir — verslun- um — verslana. 3) jörð — jörð — jörð(u) — jarðar; jarðir — jarðir — jörðum — jarða. Eins og þökk beygist aragrúi orða, dæmi: ást, brún, búð, dáð, drótt (=fólk), dyg(g)ð, eirð, frétt, glóð, hlíð, húð, krás, leið, mynd, nefnd, norn, ósk, písl, raun, rós, sorg, sótt, tíð og und (=sár). Eins og verslun til dæma: bil- un, borgun, köllun, líðan, rækt- un, skemmtun, þvingun. Sem sjá má eru þau mynduð af veikum sögnum eftir fyrsta flokki, og fylgir þeim mikil kjóra nýyrða, eins og hlustun og kostun. Eins og jörð beygjast meðal annarra: borg, fold, grund, hjörð, hurð, mold, röst, sál, stund, þjóð, öld og önd. Þetta eru sem sagt i-stofnar, og stundum verður i-hljóðvarp og stundum ekki, og því verða til tvímyndir, eins og sjón — sýn, gátt — gætt og sátt — sætt. Endurtekið skal frá kafla um iö-stofna að brúður, unnur og vættur (=vera) fara í eintölu sem iö-stofnar, en í fleirtölu sem i- stofnar, dæmi: vættur — vætti — vætti — vættar; vættir — vættir — vættum — vætta. Að síðustu skai þess getið, að orðið alin er talsvert óreglulegt: alin — alin — alin — álnar; áln- ir — álnir — álnum — álna. ★ Senn er klukkan orðin átta, er því mái að klæða sig. Svona er að fara seint að hátta, sofa lystir ennþá mig. Gæti eg samt á fætur farið, fengi eg kaffi og brennivín. Hæ! á dyrnar hægt er barið, eg held það rætist óskin mín. Viljið þið nú ekki segja mér eftir hvern þetta er? Þessu fylgir kveðja til Marðar Árnasonar, með vísun til lokakaflans í hinni skemmtilegu bók hans, Málkrók- ar. ★ „Hún [Steinvör á Sandhaugum] signdi sig og mælti: „Þetta er ófæra; eða hvað gerir þú þá af meyjunni?“ „Sjá mun eg ráð til þess,“ segir hann [Grettir] og greip þær upp báðar og setti ina yngri í kné móður sinnar og bar þær svó á vinstra armlegg sér, en hafði lausa ina hægri hönd og óð svó út á vaðið. Eigi þorðu þær að æpa, svó vóru þær hræddar, en áin skall þegar upp á brjósti honum. Þá rak að honum jaka mikinn, en hann skaut við hendi þeiri, er laus var og hratt frá sér. Gerði þá svó djúpt, að strauminn braut á öxlinni; óð hann sterkliga, þar til kom að bakkanum öðrum megin, og fleygir þeim á land.“ (Grettis saga, 64. kafli.) ★ Stefán M. Halldórsson kvað: Ein brosandi feima frá Fjóni í ferðalag brá sér á Ijóni; þá reisan var búin í belgnum var frúin, og brosið, það geisiaði af Ijóni! ★ Nú eru þeir farnir að borða „hollustu“ í sjónvarpsauglýsing- um. Hugtakið hollusta er trúlega létt í maga og líklega til þess ætlast. Það merkir; 1) „tryggð, trúfesti, hlýðni“ og 2) „heilnæmi, það að vera hoilur“. Þó tók í hnjúkana í kynningu sjálfs ríkis- sjónvarpsins á besta lið sem þar er á dagskrá. Sagt var að Spaug- stofumenn „tækju nú yfír“ í stað þess að þeir tækju við. Ég spyr enn: Eru engin takmörk fyrir vit- leysunni? Er öllum bögubósum og taðjörpum sleppt lausum um helg- ar, jafnvel þegar það efni er kynnt sem vitað er að nær allir horfa og hlusta á?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.