Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 EB-hitasóttin eftír Kjartan Norðdahl Hinn 2. júní nk. mun danska þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu segja já eða nei við því, hvort Danmörk eigi áfram að vera full- valda ríki eða ekki — hvorki meira né minna. Maastricht-samningurinn svo- nefndi, sem ráðherrar EB-land- anna undirrituðu í febr. sl., gengur út á það, að aðildarríkin stígi stórt skref í áttina að því að búa til Bandaríki Evrópu. I tilefni af því lét fransmaðurinn Jacques Delors, sem sumir Danir kalla hr. EB, þau orð falla, að aðeins með því að stefna í sam- bandsríki Evrópu verði unnt að byggja hana upp á ný! Þetta, að samþykkja Maastric- ht-samninginn, þýðir í raun, að aðildarríki EB gangast inná meira fullveldisafsal til Brussel en nokkurn hafði órað fyrir. En er þetta þá nokkuð til þess að hafa áhyggjur af? Segja ekki sumir að fullveldi ríkja sé í dag orðið allt annarrar merkingar en það var hér áður fyrr? Þannig seg- ir Ellert B. Schram, DV., svo dæmi sé tekið, að: „... þesskonar sjálfstæði sé greinilega að renna sitt skeið á enda“, og sjálfur efna- hagsgúrúinn á íslandi, sjálfur seðlabankastjórinn, Jóhannes Nor- dal, hefur talað, og hann segir, að við íslendingar höfum jú full- veldi, en það sé bara að nafninu til. Og þá vitum við það. Fullveldi lýðveldanna í Evrópu er bara í plati! Það er því fjandakomið ekki mikið sem hann Uffe Ellemann er að fara fram á við hinn sauð- þráa danska almenning — aðeins það að fóma því, sem hvort eða er er bara í plati! En hvernig stend- ur þá á því, að þetta skuli vefjast svona fyrir Dönunum, frændum okkar? Það skyldi þó ekki vera, að þeim verði hugsað til nálægra þjóða, sem eru einmitt nú að beij- ast fyrir þessu gamaldags úrelta fyrirbæri — fullveldinu — nema að J)ær gera það með lífíð að veði. I dönsku pressunni birtast dag- lega harðvítugar deilur um það, hvort fólkið eigi að segja já eða nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. í Politiken má á hverjum degi lesa setningar eins og þessa: „Re- geringen havde lagt op til, at dan- skeme ved folkeafstemmningen den 2. juni ’én gang for alle’ skulle afgive suverænitet paa det retlige omraade ...“, eða þetta: „Paa poli- tisk brændbare omraader som asylpolitik, grænsekontrol, ind- vandring, familiesammenföringer, bekæmplse af narkotika, bekæmp- lese af international svig og civilr- etligt samarbejde vil regeringen ogsaa afgive suveræniteten ’én gang for alle...’“ Já, það er nú kannski ekki furða þó danskir þurfi dálítið mikið skol- vatn til þess að kyngja þessum bita með einu litlu já-i. Löngun forystumanna Dana, og þess vegna allra hinna Norður- landanna, til þess að afsala sér völdum er stórfurðuleg, svo ekki sé meira sagt. Rétt er samt að benda á, að þegar ýmsir stjórnmál- aforkólfar hinna Norðurlandanna, sem ekki eru í EB, tala um þessi mál, taka þeir oft undarlega til orða — þeir segja alltaf við' verð- um að sækja um aðild, okkur er nauðugur einn kostur, það er eina færa leiðin, o.s.frv., sem bendir til að þeir séu ekki alveg jafn helteknir af EB-hitasóttinni og danskir stjómmálamenn flestir. Þetta orð — EB-hitasóttin — kom upp í hugann er ég rakst á orðið „afmagtsfeber" í einu dönsku blaðanna, sem gæti útlagst „valdaafsalshitasótt" — og fínnst mér höfundur þar hafa hitt nagl- ann á höfuðið. Það er göldrum líkast af hve mikilli ákefð áhrifamenn ýmsir í nágrannalöndunum sækjast eftir að afsala völdum ríkja sinna til EB, og verða sjálfir um leið áhrifa- lausar strengjabrúður, fjarstýrðar af EB-öflum, sem sum hver eru þegar farin að kalla ECU-myn- teininguna Euro-mark! EB-sóttin á íslandi Þessi hitasótt, sem sækir á vald- hafa þarna ytra, virðist nú hafa borizt hingað til lands. Menn tala hér um Norðurlanda- hraðlestina, EB-hraðlestina og hraðlest inn í 21. öldina. Maðúr sér fyrir sér stjórnar- herrana hér á landi á hraðahlaup- um, með jakkalafið flaksandi á eftir sér og með grátstafinn í kverkunum, teygja fram hendurn- ar og reyna að grípa í aftasta vagninn á hraðlestinni, sem brunar áfram á fleygiferð inn í fyrirheitna landið, þar sem bíður þeirra, er um borð komast, gull og grænir skógar, en hinna sem eftir sitja, auðn og vonleysi og glötuð tæki- færi. Svo rammt getur kveðið að hita- sóttinni, að rólyndustu menn fari að æpa upp „við verðum að ná lestinni, annars'er allt glatað!“ Sjúkdómseinkenni þessarar EB-veiki eru furðu skýr. Þannig mætti nefna af ytri einkennum: flöktandi augnaráð, óskýrt mál, afskaplega undarlegur svipur, svona eins og blanda af flótta- mannasvip og svip manns sem nýlega hefur komizt upp um, en sálræn einkenni eru t.d. þessi: a) skyndileg löngun til þess að fela sig öðrum á vald (svona einskonar þjóðar-masókismi, þ.e. löngun til þess að láta aðra þjóð ráða yfir sér), b) sterk tilfinning um að vera að missa af einhveiju voða merki- legu, c) áköf hræðsla við að vera einn, að verða skilinn eftir einn og einangraður, svona hræðsla eins og glögglega kemur fram hjá honum Uffa litla, en hann sagði, þegar hann sá að skv. skoðana- könnun myndu fleiri danskir segja nei en já, „... saa kan vi sidde alene tilbage i det gamle EF“! Fleira mætti týna til varðandi sjúkdómseinkennin, en hér verður látið nægja að vísa til þess, að Kjartan Norðdahl „... ætla ég að vona að þeir verði fleiri, sem ekki hafa tekið EB-hita- sóttina, og að óráðinu brái af hinum sýktu þennan örlagaríka daga.“ lækningar væri helzt að vænta með því að fá tíma hjá sálfræðing- um sem sérhæfa sig í að með- höndla menn, sem þjást af yfir- þyrmandi minnimáttarkennd. Að búa á skeri Sumir íslendingar eru haldnir ákveðinni tegund af áráttu, sem mér hefur alla tíð fundist ósegjan- lega ómerkileg, en einnig skaðleg. Hér á ég við þá tilhneigingu að tala í svona hallærislegum undir- málstón um land og þjóð. Menn segja kannski „við hérna á klakan- um“, „við héma á norðurhjara veraldar“, „við héma á skerinu" o.s.frv. Þessi orðatiltæki, sem bæði eru sögð í hálfkæringi og í fullri al- vöru, bera ótvíræðan vott um ömurlega minnimáttarkennd, og það er engin tilviljun að það eru einkum þessir „skeijabúar", sem sífellt eru að klifa á einhveijum þjóðarrembingi annarra. Þeir myndu t.d. eflaust kalla það þjóðarrembing, ef maður færi að hrósa þessum stórkostlega ís- lenzka strákgemlingi, sem fann upp eitthvert forritaundur, sem á að geta leitt af sér tekjur að upp- hæð á við öll fjárlög íslenzka ríkis- ins. Og það var engin tilviljun, að það voru einmitt þessir „skeijabú- ar“, sem fyrstir urðu til að nefna aðild íslands að EB. Það var Þórarinn V. Þórarins- son, þessi sem brennur af löngun eftir áð máta EB-flíkina, sem sagði þegar VR fór í verkfall héma um árið, að það væri hneyksli, að hinir erlendu gestir fengju ekki að komast heim til sin „af þessu skeri,“ og það var Karl Steinar Guðnason, sem sagði að við ættum strax að sækja um aðild að EB, því annars yrðum við bara „eins og einhver klettaþjóð norður í hafi, sem enginn vill tala við“ og „ann- ars verðum við bara afskipt sker út í miðju Atlantshafi, án þess að geta haft áhrif á nokkurn skapað- an hlut“. Já, það er rétt hjá þér, hr. utan- ríkisráðherra, það hefur margt breyzt frá því lagt var upp í EES- samningaleiðangurinn. Hið rétta eðli Evrópubandalags- ins er komið í ljós og „skeijabúar“ Islands eru nú komnir úr felum — með bullandi EB-hitasótt. Kannski þeir vildu í óráðinu taka undir með skáldinu, sem kvað forðum: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Já, það er rétt, ég gef ekki mik- ið fyrir álit þessara manna á hlut- verki íslands og íslendinga hér á henni jörð, og ekki er nú skyggnst af háum útsýnisstað. Samt ætla ég engum íslendingi þær hugrenningar að vilja af ásettu ráði koma landi sinu og þjóð undir þau yfirráð annarra þjóða að eigi verði aftur snúið, og þar með glatist tilgangurinn með byggingu íslands. En það fer bara að vandast málið þegar hugað er að hinni réttu merkingu orðanna, þannig þýðir orðið fullveldi: Samfélag, er hefur varanleg yfirráð yfir tilteknu landsvæði, býr við lögbundið skipulag og lýtur stjórn, er sækir Þráni Bertelssyni svarað eftírHrafn Gunnlaugsson í Morgunbiaðinu 21. maí birtist grein eftir undirritaðan sem bar fyrirsögnina „Að falla í formanns- kjöri“. I greininni er reynt að varpa ljósi á þann klofning sem komið hefur upp í röðum kvikmyndagerð- armanna og hlut Þráins Bertelsson- ar í að kljúfa Samtök kvikmynda- leikstjóra og stofna nýtt Félag kvik- myndastjóra. í Morgunblaðinu 22. maí gerði Þráinn þijár athugasemdir við þessi skrif mín. Athugasemdir Þráins eru þess eðlis að rétt er að gera frek- ari grein fyrir þeim klofningi sem um er rætt og verður fjallað um athugasemdir Þráins í þeirri röð sem hann birtir þær. 1. í fyrstu athugasemd segir Þráinn að ég fullyrði að frami Frið- riks Þórs Friðrikssonar hafí löngum farið í taugarnar á honum. Við þetta vill Þráinn ekki kannast og kveðst hafa stutt Friðrik á ýmsa lund eftir að kvikmynd Friðriks Böm náttúrunnar var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þegar úthlutað var úr Kvik- myndasjóði íslands til framleiðslu Bama náttúrunnar, lét Þráinn svo ummælt orðrétt í DV: „Síðasta mynd Friðriks fékk enga aðsókn hér heima en hefur fengið einhveij- ar undirtektir á kvikmyndahátíðum þar sem áhorfendur em taldir í tugum. Þessum manni em skaffað- ar tuttugu og fímm milljónir. Allir þeir peningar, sem Kvikmyndasjóð- ur hefur til að leggja í framleiðslu á kvikmyndum, eru lagðar í lúkurn- ar á manni sem virðist ekki hafa nokkurn áhuga á eða getu að gera kvikmyndir handa venjulegu fólki." Þannig fómst Þráni orð um Frið- rik Þór áður en Böm náttúmnnar voru tilnefnd til Óskarsverðlauna. Nokkm áður hafði Sjónvarpið sýnt leikna sjónvarpsmynd eftir Friðrik. Af því tilefni skrifaði Þráinn tvær „kjamyrtar" greinar í Þjóðviljann um mynd Friðriks en óþarfí er að riíja upp þau skrif að svo stöddu. 2. í athugasemd tvö vísar Þráinn því á bug að hann hafí klofið Sam- tök kvikmyndaleikstjóra vegna þess að hann hafi fallið fyrir Friðrik Þór í formannskjöri og ekki getað sætt sig við lýðræðislega niðurstöðu að- alfundar. Ástæðuna segir Þráinn orðrétt: „Þetta er ekki rétt._ Ágúst Guðmundsson, Láms Ýmir Óskars- son, Þorsteinn Jónsson og ég sögð- um okkur úr þessum félagsskap og stofnuðum Félag kvikmyndastjóra, vegna þess að við vildum að Íslensk- ir kvikmyndastjórar ættu lýðræðis- legt félag sem stæði öllum opið, stjómendum heimildamynda og stuttmynda ekki síður en stjómend- um leikinna mynda." Á aðalfundi Samtaka kvik- myndaleikstjóra 27. desember sl. var gengið til lagabreytinga áður en gengið var til stjórnarkjörs. Ákvæði í lögum Samtakanna um inntökuskilyrði voru þá rýmkuð og greiddi Þráinn tillögu þess efnis atkvæði sitt. Þráinn gerði enga at- hugasemd við að sér þættu inntöku- skilyrði of þröng, heldur taldi þvert „Þráinn gerði enga at- hugasemd við að sér þættu inntökuskilyrði of þröng, heldur taldi þvert á móti að nú væru lög Sambandsins þann- ig úr garði gerð að allir sem ættu þar heima gætu fengið aðild. Síðar á þessum sama aðal- fundi féli Þráinn fyrir Friðrik í formanns- kjöri. Nokkru síðar klauf Þráinn Samtök k vikmy ndaleiksij óra. “ á móti að nú væru lög Sambandsins þannig úr garði gerð að allir sem ættu þar heima gætu fengið aðild. Síðar á þessum sama aðalfundi féll Þráinn fyrir Friðrik í formanns- kjöri. Nokkru síðar klauf Þráinn Samtök kvikmyndaleikstjóra og stofnaði Félag kvikmyndastjóra. I Pressunni var Þráinn spurður um ástæðu þessa klofnings og svaraði orðrétt: „Við hættum í því félagi nokkrir og stofnuðum miklu stærra félag því okkur fannst það rekið á þeim prinsippum að það væri lokuð klíka.“ 3. I þriðju og síðustu athuga- semd sinni reynir Þráinn að geta sér til um hvers vegna ég hafí skrif- Hrafn Gunnlaugsson að grein í Morgunblaðið um klofn- inginn í röðum kvikmyndagerðar; manna. Svarið við því er einfalt. í kjölfar þess að Þráinn klauf Samtök kvikmyndaleikstjóra fylgdu mikil skrif í blöðum og sum nafnlaus. Þessi skrif birtust er ég dvaldi er- lendis. Að mati Iögfræðings míns gáfu þessi skrif ærna ástæðu til þess að vísa þeim til Siðanefndar Blaðamannafélags íslands. Ég tel óviðeigandi að fjalla frekar um þau á meðan Siðanefndin fjallar um málið. Lögmaður minn taldi hins vegar rétt að ég leiðrétti þann mis- skilning sem endurtekin var þrá- faldlega í blöðunum að ég hafi ver- ið í framboði til formanns Samtaka kvikmyndaleikstjóra og ástæða klofningsins væri formennska mín í Samtökunum. Þráinn hefur oft áður lýst yfir óánægju sinni með skipan kvik- myndamála og liggur óánægja hans trúlega dýpra en kemur fram í at- hugasemdum hans í Morgunblaðinu í gær. Þessu til skýringar skal bent á að þegar Þráinn veitti viðtöku Menningarverðlaunum DV fyrir kvikmynd sína Magnús hafði hann þetta að segja: „Eg er óánægður með þetta ástand og hvemig staðið er að yfirstjórn kvikmyndamála núna. Aðalábyrgðin er hjá mennta- málaráðherra, Svavari Gestssyni, sem hefur staðið verr að þessum málum en nokkur annar mennta- málaráðherra frá því að kvikmynda- vorið byijaði. Svavar hefur farið næst því að drepa niður kvikmynda- gerðina á þessum áratug." í lok Morgunblaðsgreinar sinnar nefnir Þráinn ýmis þau trúnaðar- störf sem ég hef tekið að mér fyrir félaga mína í samtökum kvik- myndagerðarmanna og telur það lýsa vondum móral að ég gegni trúnaðarstörfum á fleiri stöðum en einum. Varla getur það talist nokkr- um manni til lasts að vilja starfa fyrir félaga sína sé hann kosinn til þess lýðræðislegri kosningu. Áhugi Þráins á félagsmálastörfum hefur jafnan verið mikill, ekki síður en minn. M.a. gaf Þráinn kost á sér til forseta Bandalags íslenskra lista- manna á síðasta aðalfundi þar sem forsetakjör fór fram. í því tilfelli reyndist þó framboð meira en eftir- spurn og var Brynja Benediktsdótt- ir kjörin forseti Bandalagsins. Höfundur cr rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri oggegnir ýmsum trúnaðarstörfum & sviði kvikmyndamáln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.