Morgunblaðið - 13.08.1992, Page 12
12____________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992_
Otækur áróður gegn sjávarpláss-
um suðvestan- og sunnanlands
Auknar veiðiheimildir „fugl í skógi“ en ekki hendi
eftir Árna Johnsen
Orökrétt fjaðrafok hefur átt sér
stað að undanförnu í fjölmiðlum
vegna ákvarðana um skertar veiði-
heimildir, því megináherslan hefur
verið lögð á það af sumum sem
lagt hafa orð í belg að verið sé að
rétta ákveðnum byggðum hlunn-
indi en herða ólina hjá öðrum. Þetta
fjaðrafok hefur átt sér stað í skjóli
þess að hámarksafli á þorski verður
dreginn saman, en hámarksafli á
ýsu og öðrum tegundum aukinn
umtalsvert, sérstaklega þó ýsu.
Stöðugleiki í fiskveiðum hefur
verið mestur í þorskveiðum, en
mikil og mörg frávik hafa verið í
öðrum tegundum, sérstaklega ýs-
unni af hefðbundnum bolfískteg-
undum. Svo mikil hafa þessi frávik
verið að raunveruleg skerðing í
sumum byggðarlögum suðvestan-
og sunnanlands hefur verið um og
yfír tugur prósenta á ári án þess
að menn væru að gera óbilgjarnar
kröfur til annarra byggðarlaga eða
reyndu að ala á baráttu og tor-
tryggni milli byggða.
Stærsta verstöð landsins, Vest-
mannaeyjar, er jafnframt mesta
þorskveiðiverstöðin og skerðing á
„Stöðugleiki í fiskveið-
um hefur verið mestur
í þorskveiðum, en mikil
og mörg frávik hafa
verið í öðrum tegund-
um, sérstaklega ýsunni
af hefðbundnum bol-
fisktegundum.“
þorskafla kemur því harðast niður
þar. Samt sem áður er hlutfallslega
heldur meira af ýsu, ufsa, karfa
og öðrum tegundum í heildarafla
eins og hjá ýmsum öðrum á suð-
vestursvæði landsins, heldur en á
norðurhluta landsins, en óstöðug-
leiki í veiðum fyrrgreindra tegunda
er mjög mikill og nánast happ-
drætti hvort tegundirnar gefa sig
eða ekki. Það er því gjörsamlega
út í hött að reikna þann hámarks-
afla sem veiddan afla og verðmæti
fyrirfram. Umræðan hefur snúist
um stuðla og útreikninga, sem nú
eru úreltir. Því samkvæmt nýjufn
stuðlum þar sem auknar veiðiheim-
ildir ákveðinna tegunda eru um-
reiknaðir í þorskígildi búa Vest-
mannaeyjar og aðrar verstöðvar
sunnan- og suðvestanlands við
heildarskerðingu eins og víðast
annars staðar á landinu. Útvegs-
menn og fískverkendur í Eyjum
hafa séð sig knúna til að mótmæla
þeirri umræðu sem átt hefur sér
stað um þessi mál að undanförnu.
Það er ljóst að við vanda skerð-
ingarinnar þarf að bregast eins og
frekast er kostur, en ekkert bendir
til þess að sértækar staðbundnar
aðgerðir hafí rök á bak við sig
nema í algjörum neyðartilvikum
þar sem vandinn er þá líklegast
mest til kominn vegna uppsöfnunar
á mörgum vandamálum um árabil.
Dæmi: Sjávarpláss sem situr uppi
með umtalsverða skerðingu á þor-
skafla og á einnig við að glíma
stórkostlegan vanda vegna rekstr-
arhalla, of mikilla lána, vaxta- og
fjármagnskostnaðar o.fl., hefur
auðvitað ekki borð fyrir báru þegar
brimar enn meira í rekstrarum-
hverfínu með umtalsverðri afla-
skerðingu.
Embættismenn og aðrir hafa
verið að tilkynna að ákveðin sjávar-
pláss væru tryggð í plús með
ákvörðuninni um nýjar veiðiheim-
ildir, en önnur pláss væru fyrirfram
Arni Johnsen
í mínus. Málið er bara alls ekki svo
einfalt, því tegundirnar þar sem
aukningin er samkvæmt reglugerð
hafa í stórum stíl reynst hverfular
til að treysta á og eru „fugl í skógi“
en ekki hendi. Þess vegna er ekki
hægt að setja neina prósentuvið-
miðun og skerðingarhámark fyrr
en ársaflinn liggur fyrir og hefur
verið gerður upp. Ef ríkissjóður
ætlar til dæmis að bæta byggð
skerðingu fyrir ofan 5% vegna sam-
dráttar í þorskafla er engan veginn
hægt að gera það fyrr en ljóst er
um veiddan ársafla. Þetta skyldu
menn hafa í huga sem eru að ala
á hatri milli byggða, ekki síst þeir
sem um árabil hafa sannanlega
notið ríkulegar en aðrir af sam-
eiginlegum kjötkötlum þjóðarinnar,
bæði með hærri aflaheimildir á
ákveðnar tegundir en aðrir lands-
menn eins og til dæmis þegar tog-
arinn norðanlands fékk 1.750 tonn
af þorskkvóta en togarinn sunnan-
lands 1.100 tonn og af ýmsum
öðrum ástæðum. Byggðirnar suð-
vestanlands, á Reykjanesi og við
Suðurland, hafa orðið að þola mikl-
ar skerðingar í sjávarafla um ára-
bil án þess að gripið væri til sér-
stakra aðgerða og það eru því eng-
in rök fyrir því að skilja þau sjávar-
pláss útundan í umræðunni og
kröfupólitíkinni sem nú á sér stað
hjá þeim sem hæst gala eins og
reyndar oft áður.
Varðandi veiðiheimildir og út-
hlutun þeirra er ekkert ásættanlegt
nema það að menn og byggðir sitji
við sama borð og sama á við um
hugmyndir um styrki vegna skerð-
ingar. Sérstök vandamál byggða
og landshluta þarf síðan að taka
fyrir og leysa eins og gert er á
slysadeildum heilbrigðiskerfísins.
Almenna reglan verður að gilda
fyrir almennan rekstur til sjós og
lands.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Suðurlandskjördæmi.
Athugasemd
- frá sr. Helgu Soffíu Konráðsdótt-
ur, sem gegnt hefur afleysingarþjón-
ustu í Keflavíkursókn
Norðurlandamót barnaskóia í skák;
Gull til Islands
annað árið í röð
KeHavfk.
SVEIT frá æfingaskóla Kennaraháskólans sigraði glæsilega á
Norðurlandamóti barnaskóla sem fram fór í Östersund í Svíþjóð
um síðustu helgi og er þetta annað árið í röð sem sveit frá skólan-
um sigrar í þessari keppni. Bræðurnir Bragi og Björn Þór Þorf-
innssynir kepptu á 1. og 2. borði og sigruðu þeir í öilum sínum
skákum. íslenska sveitin hlaut I6V2 vinning, a-sveit Svíþjóðar varð
í öðru sæti með 13 vinninga og danska sveitin varð í þriðja sæti
með 9V2 vinning. Norska sveitin varð fjórða með 8 vinninga, b-
sveit Svía fimmta með 7 vinninga og lestina rak finnska sveitin
með 6 vinninga.
Undirrituð óskar eftir að koma
á framfæri eftirfarandi athuga-
semdum varðandi grein sr. Ólafs
Odds Jónssonar, sóknarprests í
Keflavík, sem birtist 1' dagblöðum
þann 11. og 12. ágúst 1992:
Þann 15. febrúar sl. var ég ráð-
in til afleysingarþjónustu í Kefla-
víkurprestakalli. Strax frá fyrsta
degi tóku við annasamir tímar við
störf vegna jarðarfara, skírna og
húsvitjana - auk fermingarstarfa,
þar sem verulega þurfti að taka
til höndum, ef svo má að orði kom-
ast um þess konar störf. Við þessu
var ég búin enda fyllilega meðvituð
um stærð og umfang prestakalls-
ins. Þessi miklu umsvif áttu vel
við mig enda ekki í kot vísað varð-
andi alla aðstöðu og frábært sam-
starfsfólk þar sem var organistinn,
meðhjálparinn, sunnudagaskóla-
leiðtogamir og sóknamefndin.
Ég var fljótlega spurð að því,
m.a. af sr. Ólafí Oddi Jónssyni,
hvort ég hefði ekki áhuga á því
að vera áfram í Keflavík eftir að
afleysingunni lyki þann 1. septem-
ber nk. og sækja um stöðu að-
stoðarprests sem hér ætti að
stofna. Því neitaði ég á þeim for-
sendum að þess konar preststarf
ætti ekki við mig núna, ég hefði
verið aðstoðarprestur áður og ósk-
aði ekki eftir slíku starfí. En eftir
því sem tíminn leið slakaði ég á
þessari afdráttarlausu skoðun
minni vegna eindreginna hvatn-
inga úr söfnuðinum og ekki síður
vegna þess að hér í Keflavík hefur
mér og fjölskyldu minni liðið mjög
vel. Ennfremur skapaði bygging
nýs safnaðarheimilis við kirkjuna
miklar væntingar með mér, að hér
væru spennandi tímar framundan.
Ég hélt á fund sr. Ólafs Odds
Jónssonar til að ræða við hann um
aðstoðarprestsstarfið, um útgefið
erindisbréf þar að lútandi og hug-
myndir mínar varðandi slíkt starf.
Um margt vorum við sammála en
um önnur atriði algjörlega á önd-
verðum meiði. T.d. vorum við
ósammála um skiptingu greiðslna
fyrir fermingarstörf. f samtali okk-
ar bar hann brigður á heilindi mín
gagnvart sér á meðan hann hafi
verið í námsleyfí vegna þess að ég
bað fyrrum meðhjálpara kirkjunn-
ar að lesa ritningarlestra og tóna
messusvör í kirkjunni á degi aldr-
aðra. Þennan umrædda fullorðna
mann bað ég fyrir þessi verk til
þess að fá hæfan mann í hvort
tveggja á þessum degi og ekki til
að ögra sr. Ólafí Oddi. í lok þessa
samtals lýsti hann því yfír að hann
treysti sér ekki til að eiga sam-
starf við mig sem aðstoðarprest
„sinn“ í framtíðinni.
Það getur verið að sr. Ólafur
Oddur sé vanur og hafí komist upp
með það Iengi að sýna öðru fólki
ókurteisi og óvirðingu_ með orðum
sínum og framkomu. Ég sætti mig
hins vegar ekki við slíka fram-
komu, allra síst af starfsbróður
mínum, og þar sem ekki hefur
vottað fyrir afsökunarbeiðni af
hans hálfu hef ég kvartað yfir
málinu, bæði við prófast Kjalarnes-
prófastsdæmis og biskup íslands.
Lái mér hver sem vill að hafa
ákveðið að hætta við að sækja um
umrætt starf. Þá ákvörðun til-
kynnti ég í bréfi til sóknarnefndar.
Þetta er frásögn mín af fundi
mínum við sr. Ólaf Odd Jónsson —
aIlt annað sem kemur fram þar
að lútandi í áðurnefndri grein hans
eru meðvitaðar, eða ómeðvitaðar,
rangtúlkanir og ósannindi. Verst
þykir mér þó að lesa um að „félags-
legur fasismi" hafi fest rætur í
Keflavík að áliti prestsins, að bæj-
arfélagið hér þjáist af „hópeflis-
sjúkdómi“ og að „demónísk öfl“
hafí verið að verki á sl. aðalsafnað-
arfundi. Sömuleiðis reynir sr. Ólaf-
ur Oddur að reka fleyg tortryggni
milli mín og nýráðins sóknarprests
Njarðvíkinga sem ég hef átt ágæt-
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
„Það er afar lang-! frá
því að hér búi óalandi
og óferjandi fólk, held-
ur miklu fremur fólk
sem ber hag kirkjunnar
sinnar og bæjarsamfé-
lagsins fyrir brjósti sér
og hefur mikinn metn-
að til að bera fyrir
hvoru tveggja.“
is samstarf við síðan við bæði kom-
um & Suðurnes. Og ég vil minna
sr. Ólaf Odd og aðra á að það var
búið að ráða mig til Keflavíkur
áður en ég sótti um prestsstöðuna
í Njarðvík. Ennfremur eru orð hans
um „hinn karismatíska hluta sókn-
amefndarinnar sem hringlar með
guðsviljann“ niðurlægjandi Hvaða
fólk á hann við? Er það fólkið sem
hefur séð um barnastarfíð í kirkj-
unni hjá honum í 16 ár? Þessar
fullyrðingar eru Ijótar svo ekki sé
meira sagt og harla ósæmandi
presti að láta slíkt frá sér fara um
söfnuðinn sem hann á að þjóna.
Ég bið Guð að geyma sr. Ólaf
Odd og söfnuðinn í Keflavík. Það
er afar langt frá því að hér búi
óalandi og ófeijandi fólk, heídur
miklu fremur fólk sem ber hag
kirkjunnar sinnar og bæjarsamfé-
lagsins fyrir bijósti sér og hefur
mikinn metnað til að bera fyrir
hvoru tveggja.
íslenska sveitin var skipuð þeim
Braga og Birni Þór Þorfinnssonum
sem tefldu á 1. og 2. borði, Frey
Karlssyni sem tefldi á 3. borði,
Davíð Ólafí Ingimarssyni sem
tefldi á 4. borði og varamaður var
Magnús Björn Ólafsson. Árangur
bræðranna er ákaflega athyglis-
verður og þá sérstaklega Braga
sem er aðeins 11 ára og er þegar
kominn með 1.875 skákstig. Að
sögn Ólafs Guðmundssonar farar-
stjóra sveitarinnar er þar mikið
efni á ferð þar sem Bragi er, en
allir hefðu strákarnir staðið sig
með miklum ágætum.
Ólafur Guðmundsson er kennari
við æfingaskólann og undir hans
stjórn hafa sveitir frá skólanum
náð athyglisverðum árangri í
skólaskákmótum í barnaflokki og
nú einnig í flokki grunnskólanem-
enda. Þetta er í þriðja sinn sem
keppt er í barnaflokki og hefur
sveit frá skólanum verið fulltrúi
Islands í öll skiptin. Fyrsta árið
hlaut sveitin silfur, en síðan gull
tvö ár í röð. Sveit frá skólanum
tók nú þátt í Norðurlandamóti
grunnskóla en varð að láta sér
lynda neðsta sætið að þessu sinni.
-BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Norðurlandameistararnir í skólaskák. Frá vinstri: Ólafur Guðmunds-
son fararstjóri, Bragi Þorfinnsson, Björn Þór Þorfinnsson, Freyr
Karlsson, Davíð Ólafur Ingimarsson og Magnús Björn Ólafsson.