Morgunblaðið - 13.08.1992, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.08.1992, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13 ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13 ÁGÚST 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Einkavæðing og opinber útboð Einkavæðingu er ætlað að draga úr opinberum áhætturekstri á ábyrgð skatt- greiðenda og úr opinberum af- skiptum í atvinnulífinu. Enn- fremur að auka samkeppni og afla tekna til ríkissjóðs eða sveitarsjóða. Stuðningsmenn einkavæðingar halda því fram að hið opinbera eigi ekki að standa í áhætturekstri á ábyrgð skattgreiðenda á sviðum þar sem nægilegt framtak og sam- keppni eru til staðar til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu — og til að halda verðlagi niðri. Núverandi ríkisstjórn hefur sett fram hugmyndir og áform um nokkra einkavæðingu, bæði með því að breyta ríkisreknum fyrirtækum í hlutafélög og með því að selja slík fyrirtæki í hend- ur einkaaðilum. Þannig er í fréttum gærdagsins sagt frá því að starfsmenn Ferðaskrifstofu íslands hafi keypt eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu og að þetta fyrrum ríkisfyrirtæki sé nú al- farið í eigu starfsmanna. Einka- væðingarhugmyndir hafa einn- ig skotið upp kolli innan sveitar- stjóma, m.a. borgarstjómar Reykjavíkur. Minna má á að bæjarútgerðir, sem vom margar hér á landi fyrir nokkrum ára- tugum, eru nú nánast úr sög- unni, þótt nú gæti vaxandi til- hneigingar til að sveitarfélög hlaupi undir bagga hjá illa stöddum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Þá hefur ríkið hætt skipaút- gerð. Af nógu er taka í einka- væðingu, ef marka má tölulegar upplýsingar í Vísberidingu, vikuriti Kaupþings um viðskipti og efnahagsmál, en þar segir: „Aætlað hefur verið að 75% eig- infjár fimmtíu stærstu fyrir- tækja á íslandi, um 120 millj- arðar króna, séu í eigu ríkis og sveitarfélaga." Bæði ríkið og sveitarfélögin hafa komið til móts við að- halds-, hagræðingar- og hag- kvæmnisjónarmið á síðustu árum og áratugum með því að bjóða út framkvæmdir. Utboð, til dæmis á nýframkvæmdum og viðhaldsframkvæmdum í vegagerð, hafa löngu sannað gildi sitt. Verktilboð eru svo að segja í öllum tilfellum undir kostnaðaráætlun og í sumum tilfellum langt undir kostnaðar- áætlun. Þetta þýðir, ef við höld- um okkur við samgöngumálin, að skattgreiðendur fá mun fleiri kílómetra í nýframkvæmd vega, í lagningu varanlegs slitlags á vegi og í nauðsynlegu vegavið- haldi fyrir þá fjárhæð, sem sam- félagið telur sig hverju sinni geta varið til þessa útgjalda- þáttar. Morgunblaðið skýrði frá því í frétt um síðustu helgi að Vega- gerð ríkisins hafi samið annars vegar við Háfell hf. um bundið slitlag á vegarkafla á Mýrum og hins vegar við Vörubifreiða- stjórafélagið Mjölni um undir- byggingu undir klæðningu á Biskupstungnabraut, í fyrra dæminu fyrir 56% og í síðara dæminu fyrir 58% af kostnaðar- verði. Tilboð í stærri og fjöl- þættari verk, svo sem í vega- gerð í mesta þéttbýlinu eða í grennd við það, eru yfirleitt mun hærri sem hlutfall af kostnaðar- verði, trúlega kringum 85-90% af kostnaðarverði að meðaltali, en eru engu að síður mjög hag- kvæm fyrir skattgreiðendur, enda um stór og dýr verk að ræða. Nær allar nýframkvæmdir í vegagerð Reykjavíkurborgar ganga til verktaka, sem og stærstur hluti viðhaldsfram- kvæmda. í langflestum tilfellum er um útboð að ræða en í undan- tekningartilfellum, þegar sér- stæð verk eiga í hlut, er samið beint við verktaka. Vegagerð ríkisins, sem er í hópi þeirra ríkisstofnana sem nýta fjár- magn hvað bezt, hefur og lengi boðið út meirihluta nýfram- kvæmda, á síðustu árum um 60%, og einnig nokkurn hluta viðhaldsframkvæmda. Þannig hefur verið hægt að halda uppi svipuðum framkvæmdúm að magni til og áður þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Hér hefur einkum verið vikið að hagkvæmni útboða á vega- framkvæmdum. Sama eða svip- uðu máli gegnir og um aðrar opinberar framkvæmdir. Útboð opinberra framkvæmda ýta undir samkeppni, frumkvæði og tækni- og verkþróun hjá einka- geiranum. Útboðin tryggja og betri nýtingu skattpeninga fólks, það er að meira fæst fyr- ir sömu eða svipaða fjármuni en áður. í kjölfar árangurs af útboðum opinberra framkvæmda er ekki úr vegi að huga að útboðum opinberrar þjónustu, það er þeirra þátta opinberrar þjón- ustu, sem geta fallið undir slík verkútboð. Þar er að vísu að mörgu að hyggja og vanda þarf athugun og undirbúning. Sjálf- gefið er að fara hægt af stað, bjóða út einhver þjónustuverk í tilraunaskyni, og feta sig síðan áfram í ljósi og lærdómi reynsl- unnar. Meginmál er að tryggja þá þjónustu, sem þörf kallar á á komandi árum, fyrir sömu eða minni íjármuni og nú ganga til viðkomandi útgjaldaþátta. Háskóli íslands: Nýnemum fækkar og heildar- fjöldi nema lækkar á milli ára HEILDARFJÖLDI nemenda við Háskóla íslands veturinn 1992-93 er um 4.500 manns en var í fyrra um 5.500. Það liggur fyrir að nýnemum fækki um 20% á miili ára og í sumum deildum Háskólans er helmings fækkun nýnema. Formaður Stúdentaráðs telur að þarna komi berlega fram áhrif hækkunar skólagjalds og breyttra reglna hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Samkvæmt töium frá Nemenda- skrá HÍ er fjöldi nýskráðra nú 1.593 en var síðasta haust 1.978. Endanleg- ar tölur um fjölda nemenda eru ekki komnar frá Nemendaskrá en fulltrúar Stúdentaráðs telja þær tölur sem nú eru komnar fyllilega marktækar og telja að fjölgun verði óveruleg ef ein- hver verði. í hjúkrunarfræði, við- skipta- og hagfræðideild, og guð- fræðideild er tæplega helmings fækk- un nýnema á milli ára. Nú er 81 nýnemi skráður í hjúkrunarfræði en voru 150 á síðasta ári. 252 voru skráðir í viðskipta- og hagfræðideild í fyrra en nú eru nýnemar 167. Ná- kvæmlega helmings fækkun er í guð- fræðideild en þar fer talan úr 28 í 14 á milli ára. í öðrum deildum er einn: ig um talsverða fækkun að ræða. I heimspekideild eru skráðir 256 ný- nemar en á sama tíma í fyrra voru 440 skráðir. í félagsvísindadeild fækkar nýskráðum um 39 á milli ára og í lagadeild um 26. Pétur Óskarsson, formaður Stúd- entaráðs, sagði að honum litist mjög illa á þessa fækkun nýskráðra. Hún sýni berlega áhrif þess að ráðast á Lánasjóðinn og leggja á skólagjöld eins og gert hefði verið fyrir komandi skólaár. Nú eru skólagjöld 22.350 kr. en voru á síðasta ári rúmlega 7.000 kr. Pétur benti á að síðastliðin ár hefði nýnemum nær undantekninga- laust fjölgað á milli ára. Pétur telur Fækkun nýnema lækkar ekki kostnaðinn að ráði KOSTNAÐUR við rekstur Háskóla íslands lækkar ekki að ráði þrátt fyrir fækkun nýnema að mati Gunnlaugs H. Jónssonar, fjármálasljóra Háskóla Islands. Kostnaður vegna fjölda eldri nema vegur upp á móti þeirri kostnaðarlækkun sem fækkun nýnema hefur í för með sér. Að auki er það ekki eingöngu fjöldi nema sem hefur áhrif á kostn- að heldur einnig fjöldi námsgreina sem hefur fjölgað töluvert undan- farin ár. Gunnlaugur H. Jónsson sagði að hingað til hefði nemendum verið að fjölga og þess vegna væru nemar á síðari árum talsvert fleiri en á síðasta ári. Gunnlaugur sagði að miðað við þá dreifingu sem væri í kostnaði al- mennt þá minnkaði það kostnaðinn að það fækkaði á fyrsta ári en kostn- aðaraukningin vegna fjölgunar nema á síðari árum gerði meira en að vega þá kostnaðarlækkun upp. Gunnlaugur lagði áhersiu á að það væri heildarframboð námsgreina sem skipti meira máli en fjöldi nema og að á undanförnum árum hefði náms- greinum verið fjölgað talsvert. Gunn- laugur sagði að það væri því sam- bland á aukningu nemenda og auknu framboði í námi sem hefði orsakað kostnaðaraukann hjá Háskólanum. Hann sagði að á haustmisseri ætti að fella niður fjölmörg námskeið en það væri ekki ljóst að hvað miklu leyti heilar námsgreinar yrðu felldar niður. Gunnlaugur sagðist vera þeirrar skoðunar að Háskólinn yrði að athuga mjög alvarlega að hætta með náms- greinar, þar sem skólinn hefði ekki fjárveitingar til þess að kenna allt sem hann væri að kenna í dag. Gunnlaug- ur tók námsráðgjöf sem dæmi um það hversu erfítt væri að taka ákvarð- anir um þetta mál. Hann sagði að námsráðgjöf væri ein af þeim nýju greinum sem væri boðið upp á við Háskólann og væru þeir sem legðu inn umsókn um það nám t.d. kennar- ar sem hefðu sagt stöðu sinni lausri í vetur til þess að taka þetta nám og félagsvísindadeild fyndist það mikill ábyrgðahluti ef hún ætti nú að vísa þessum nemendum frá sem yrðu þá atvinnulausir. Gunnlaugur sagði að slíkar aðgerðir yrðu að hafa aðdrag- anda og að þetta dæmi endurspeglaði vanda Háskólans sem hefði haft lítin tíma til að undirbúa þessar sparnaðar- aðgerðir. Að sögn Gunnlaugs verður hver deild að halda sig innan ramma ijár- laga en nú þegar hefðu sumar deildir sagt að þær gætu það ekki og þá væri spurning hvað ætti að gera, þar sem samkvæmt fjárlögum yrði Há- skólinn að vera innan marka þeirra ijárveitinga sem til hans kæmu. Það ætti því eftir að taka erfíðar ákvarð- anir þar sem að ekki væru til pening- ar fyrir allar þær námsgreinar sem nemendur hefðu skráð sig í. - segja forstöðumenn lífeyrissjóðanna utan Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar FORSTÖÐUMENN nokkurra af stærstu lífeyrissjóðunum segja að sum- arleyfi hafi engin áhrif á kaup þeirra á húsbréfum. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu i gærdag telja forsvarsmenn verðbréfafyrirtækja að dræm sala á húsbréfum undanfarinn mánuð sé vegna sumarleyfa l\já lífeyrissjóðunum. Þessari skýringu hafna forstöðumenn sjóðanna, utan Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar en starfsemi þess sjóðs er í lágmarki i júlímánuði og engin kaup á húsbréfum á vegum sjóðsins þann mánuð. Víglundur Þorsteinsson formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir hins vegar að skýringar verðbréfafyrirtækjanna fái ekki staðist þar sem peningar fari ekki í sumarfrí. Valgarður Sverrisson aðstoðarfor- stöðumaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna segir að húsbréfakaup sjóðsins hafí verið með eðlilegum hætti í sum- ar og að sumarleyfí hafí engin áhrif haft þar á. „Við höfum haldið okkur á svipuðu róli í húsbréfakaupum eins og aðra hluta ársins," segir Valgarð- ur. Lífeyrissjóður verslunarmanna, eins og flestir aðrir lífeyrissjóðir, ver nú um 55-60% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á húsbréfum og til beinna kaupa frá Húsnæðisstofnun sam- kvæmt samningi þar að lútandi. Val- garður segir að það sé af og frá að þeir séu nú að halda að sér höndum með kaup tii að ná ávöxtunarkröf- unni upp en hún hefur stigið hratt að undanförnu eða úr 7,15% í júní og upp í 7,80% í dag. Jóhannes Siggeirsson forstöðu- maður Sameinuðu lífeyrissjóðanna (áður Lífeyrissjóðir byggingamanna og málm-og skipasmiða) segir að sumarleyfi hafí engin áhrif á kaup þeirra á húsbréfum enda starfsemi í fullum gangi þrátt fyrir sumarleyfi. Sjóðurinn var stofnaður í júní og veru- legur hluti ráðstöfunartekna hans fari til kaupa á húsbréfum eða beinna kaupa frá Húsnæðisstofnun. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar, sem er stærsti lífeyris- sjóðurinn innan SAL, segir hins vegar að sumarleyfí séu skýringin á því að að hækkun skólagjalda og skerðing lána frá LÍN útskýri að mestum hluta þessa fækkun nýnema. Hann benti á að í dag væri ekki gott að fá vinnu. Pétur sagði að ekki væru námsmenn að leita til útlanda þar sem sam- kvæmt reglum LÍN væri ekki lánað fyrir skólagjöldum í BA og BS námi í erlendum háskólum. Fólk kæmist heldur ekki að í Kennaraháskólanum og öðrum skólum á háskólastigi þar sem þeir hefðu ákveðinn kvóta og tækju ekki fleiri en áður. Að mati Péturs skapast þarna gat upp á nokk- ur hundruð stúdenta sem fara út á vinnumarkaðinn en þar er ástandið mjög slæmt eins og starfsmenn At- vinnumiðlunar námsmanna kynntust í sumar. Hjá Nemendaskrá Háskóla íslands fengust þær upplýsingar að nokkrir óvissuþættir gerðu ókleift að segja nákvæmlega tii um heildarfjölda nem- enda á komandi námsári en áætlað væri að heildarfjöldin yrði um 4.500. Töluvert er um það að fólk sem þeg- ar hefur fengið inngöngu skrái sig úr námi og enn á eftir að afgreiða á bilinu 150-200 umsóknir um skóla- vist. Þessar umsóknir hafa borist eft- ir tilskilin frest og eru því til af- greiðslu nú. Hluti af þessum umsókn- um koma m.a. til af því að stúdentar frá Akureyri hafa lengri umsóknar- frest en aðrir framhaldsskólanemend- ur vegna þess að þeir útskrifast 17. júní. Jafnframt hafa eldri háskóla- nemar frest til 20. ágúst til þess að sækja um áframhaldandi skólavist. Einnig hafa niðurstöður haustprófa áhrif á nemendafjölda þannig að í raun liggur heildarfjöldi nemenda ekki fyrir fyrr en í september. Morgunblaðið/Björn Blöndal Burðarvirkin við hið nýja flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli hafa nú verið reist og reiknað er með að byggingin verði tekin í notkun í desember. Keflavíkurfluffvöllur: Grind nýs flugskýl- is Flugleiða risin Keflavík. NÚ er búið að reisa grind nýju viðhaldsstöðvar Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli og er vinna við klæðningu á verkstæðisálmu sem er áföst flug- skýlinu á lokastigi. Að sögn Margrétar Hauksdóttur upplýsingafulltrúa Flugleiða er reiknað með að byggingu skýlisins verði lokið á tilsettum tíma þrátt fyrir smávægilegar tafir og að það verði vígt í desember. Fyrsta burðarvirki viðhaldsstöðv- Reiknað er með að flatarmálsaukn- arinnar var reist 25. júní en þá hafði hvassviðri tafíð verkið nokkuð. Loft- hæð skýlisins er um 20 metrar og verður öll byggingin 168.000 rúm- metrar. Þakið verður engin smásmíði eða 10.000 fermetrar og vega bitam- ir 20 sem þakið hvílir á um 600 tonn. Hvor þakplata er 5.000 fermetrar og verða boltaðar saman úr fjölda eininga. Töluverð hreyfíng er í svo stórum fleti þegar miklar sveiflur verða í hita og verður þakið því laust á byggingunni og leikur í sleðum til þess að taka við þeirri flatarmáls- aukningu sem verður í hitasveiflum. ingin geti orðið allt að 15 fermetrum í mestu hitasveiflunum. í kjallara viðhaldsbyggingarinnar verður risastór vatnsþró fyrir slökkvikerfi stöðvarinnar og tekur þróin um 1,8 milljón lítra. Áætlaður kostnaður við bygginguna sem verð- ur stærsta bygging í eigu íslendinga er um 900-1000 milljónir króna. Hægt verður að koma fyrir 5 af 6 millilandaþotum í skýlinu og á því verða tvær risahurðar sem hvor um sig verður um 1.120 fermetrar. -BB Lítil sala húsbréfa að undanförnu: Sumarfrí hafa ekki áhrif á húsbréfakaup engin húsbréfakaup hafi verið á veg- um sjóðsins í júlímánuði. Það sé hins vegar engin ný bóla því starfsemi sjóðsins sé ávallt í lágmarki þann mánuð vegna sumarleyfa. Hrafn Magnússon formaður SAL (Samband almennra lífeyrissjóða) segir að þótt hann hafi ekki kannað orsök hinnar dræmu sölu á húsbréfum nú sé skýringanna á henni ekki að leita í sumarleyfum. „Kaup á húsbréf- um fara ætíð dálítið eftir innstreymi iðgjalda í sjóðina og lánsþröf sjóðfé- laga en sumarleyfi hafi ekki áhrif að því marki sem hér er rætt um,“ segir Hrafn. „Það er að vísu ljóst að sala á húsbréfum í júlí var langt undir því marki sem menn áttu von á en ég hef ekki nærtæka skýringu á því í augnablikinu. Og hvað varðar þann sjóð sem ég sit í stjórn í, Söfunarsjóð lífeyrisréttinda, fór allt hans ráðstöf- unarfé þennan mánuð til kaupa á húsbréfum.“ Víglundur Þorsteinsson formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunar- manna segir að kaup hans á húsbréf- um hafi haldist óbreytt þrátt fyrir sumarleyfi. Hann geti því ekki séð að útskýringar verðbréfafyrirtækja á dræmri sölu fái staðist. Mun fleiri konur en karlar voru skráðar atvinnu- lausar á landinu í júlímánuði. Hlutfall atvinnuleysis- daga meðal kvenna var 3,6% en 2% meðal karia. Verst er ástandið á Suðurnesjum þar sem 412 konur voru að meðaltali skráðar atvinnulausar í mánuðinum, en það svarar til 8,6% atvinnuleysis. Af einstökum stöðum voru flestir skráðir atvinnulausir í Reykjavík, eða 1414. 296 voru skráðir atvinnulausir í Hafnarfirði, á Akur- eyri 266, 259 í Kópavogi, 184 í Keflavík, 172 á Akra- nesi og 101 í Grindavík. Atvinnuleysi er hlutfallslega minnst á Vestfjörðum og þar eru fjögur byggðarlög án atvinnuleysis samkvæmt yfírliti Vinnumálaskrif- stofu Félagsmálaráðuneytisins. Það eru Bolungarvík, Patreksfjörður, Flateyri og Súðavík. Norrænt þing um meinefna- og blóðmeinafræði: Vantar samstarf og skípulagningfu - segir Karl Tryggvason, prófessor í Finnlandi KARL Tryggvason, prófessor í meinefnafræði við Oulu-háskóla í Finn- landi, segist telja að á Islandi skorti nokkuð á ástundum frumrannsókna í læknisfræði, og samstarf og skipulagningu vanti í þessum efnum. Karl flytur í dag erindi um rannsóknir sínar á norrænu þingi um meinefna- og blóðmeinafræði, sem haldið er í Borgarleikhúsinu 11. til 14. ágúst. Karl útskrifaðist sem læknir frá Oulu-háskóla árið 1975. Eftir það fór hann út í rannsóknarstörf og varði doktorsritgerð við sama háskóla 1977. Þá fór hann til framhaldsnáms í tvö ár í Bandaríkjunum hjá hinni virtu rannsóknarstofnun National Institute of Health í nágrenni Washington. Hann fór svo aftur til Finnlands og sérhæfði sig þar í meinefnafræði og hélt áfram rannsóknum sínum. Hann var gestaprófessor við Rutgers Medic- al School í New Jersey 1983 til 1985, þegar hann var skipaður aðstoðarpró- fessor við lífefnafræðideild Oulu- háskólans. Árið 1987 var hann svo skipaður yfirmaður og prófessor við sömu deild og hefur starfað þar síð- an. Hann hefur núna fimm ára rann- sóknarprófessorsstöðu, sem þýðir að hann þarf ekki að kenna og getur eingöngu stundað rannsóknir. Karl er núna yfír 25 manna rann- sóknarhópi. „Allar mínar rannsóknir hafa verið í sambandi við hluta af bandvef, sem kallast grunnhimna," sagði Karl. „Grunnhimna er í kringum alla vefi í líkamanum og kemur inn á ýmsa sjúkdóma, svo sem nýmasjúk- dóma, krabbamein og húðsjúkdóma. Við emm meðal annars að vinna að því hvernig krabbameinsfrumur bijóta þennan bandvef þegar þær breiðast um líkamann og svo höfum við unnið að rannsóknum á nýrnasjúk- dómum, þar sem þessi grunnhimna er skemmd. Við höfum til dæmis ein- angrað gen, sem veldur arfgengum nýrnasjúkdómum og það var uppgötv- un, sem gefur möguleika á að greina þennan sjúkdóm á einfaldan hátt. Við höfum einnig einangrað fleiri gen, sem eru mikilvæg fyrir þessa grunnhimnu. Stór hluti af okkar rannsóknarverk- efni eru ensím, sem krabbameinsvefur myndar til að bijóta niður grunnhimn- una en hún er hindrun fyrir krabba- meinsfrumur þegar þær breiðast um Karl líkamann. Það sem ég er að segja frá á þessu þingi er sú vinna, sem við höfum unn- ið í sambandi við _ þessi ensím. Rann- sóknimar hafa leitt til þess að við höfum einangrað ensímin sem krabbameins- vefurinn býr til og við getum búið til mótefni gegn þeim og notað þau til að sýna fram á hvort vefurinn sé krabbameinsvefur eða ekki. Svo eram við að reyna að fínna út uppbygginguna á ensímunum með það í huga að búa til efni í framtíð- inni, sem hindri starfsemi þeirra og þá er fræðilega mögulegt að hindra að einhveiju leyti útbreiðslu á krabba- meini í líkamanum. Það má segja að þetta séu dæmi- gerðar grunnrannsóknir, það er ekki alltaf alveg vitað hvað kemur út úr þeim en ef þær væru ekki gerðar væri ekki hægt að gera neitt og það sem er gallinn hér á íslandi er að það eru ekki nógu góðir möguleikar til að gera eins víðtækar grunnrannsóknir og erlendis. Háskólinn í Oulu er svip- aður að stærð og Háskóli íslands og hann er orðinn mjög sterkur í grann- rannsóknum í læknavísindum. Fyrst það er hægt að gera svona hluti í „sveitaháskóla" í Finnlandi þá ætti að vera hægt að gera slíka hluti hér á íslandi líka ef að bara er haldið rétt á spöðunum. Það er líka of mikið um það hér á Islandi að hver er að vinna út af fyrir sig. Það vantar meira sam- starf og skipulagningu. Þótt að það sé kreppa í landinu þá er kreppa í öðram löndum líka og þetta er spurn- ing um að skipuleggja hlutina vel og nýta peningana betur en er gert núna.“ Ber ábyrgð á sérfræði- menntun sænskra lækna í meinefnafræði I DAG, fimmtudaginn 13. ágúst, heldur Guðjón Elvar Theodórsson, yfir- læknir í Svíþjóð, fyrirlestur í tengslum við norræna þingið um mein- efna- og blóðmeinafræði, sem stendur yfir í Borgarleikhúsinu dagana 11. til 14. ágúst. Hann mun fjalla um rannsóknir, sem hann hefur verið að vinna að á undanförnum árum og einn doktorsnemandi, sem hann leiðbéinir, er að rannsaka núna sérstaklega. Guðjón Elvar útskrifaðist úr lækna- deild Háskóla íslands og fór þaðan til Stokkhólms í lyfjafræðistofnun Karol- inska Institutet árið 1980. Hann lauk þaðan doktorsprófi í lyfjafræði árið 1983 og hefur síðan verið á meinefna- fræðistofnun Karolinska sjúkrahúss- ins. Hann er aðstoðaryfirlæknir þar núna og stjórnar hormónadeildinni, fæst bæði við rekstur á rannsóknar- stofunni og rannsóknir. Hann er einn- ig lektor við Karolinska Institutet og ber ábyrgð á sérfræðimenntun í mein- Einkavæðing‘ ríkisfyrirtækja: Fjórðungur fjárins til rannsókna RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að beita sér fyrir því að fimmtungur til fjórðungur söluandvirðis ríkisfyrirtækja, sem verða einkavædd, renni til rannsóknar- og þróunarverkefna í þágu atvinnulífsins og til sköpun- ar nýrra atvinnutækifæra. Stofnuð verður nefnd til að útfæra þessar hugmyndir nánar og á hún að skila ríkisstjórninni áliti fyrir lok septemb- ermánaðar um það hvernig bezt verður að málinu staðið. Að sögn Hreins Loftssonar, for- manns einkavæðingarnefndar ríkis- stjómarinnar, verður ekki um að ræða lánafyrirgreiðslu við fyrirtæki eða hlutabréfakaup, heldur verða veittir styrkir til rannsóknarstarfa og þróun- arverkefna. „Á sama tíma og verið er að draga úr ríkisafskiptum með sölu fyrirtækja og losa ríkið út úr atvinnurekstri með einkavæðingunni, vill ríkisstjórnin örva fijálsa atvinnustarfsemi með þessum aðgerðum,“ sagði Hreinn í samtali við Morgunblaðið. „Ef menn vilja að einkareksturinn verði í stakk búinn til þess að taka við auknum mannafla á næstu árum, er nauðsyn- legt að grunnrannsóknum sé sinnt. Það hefur verið gagnrýnt á undan- fömum áram að ekki sé nægilegu fé varið til rannsókna og þróunar. Ríkis- stjórnin vill að merkjanlegur liluti af því fé, sem kemur inn með einkavæð- ingunni, fari til atvinnulífsins en ekki beint í botnlausa hít ríkissjóðs.11 Nefndin, sem fjalla mun um út- færslu samþykktar ríkisstjórnarinnar, er skipuð fimm mönnum, skipuðum af forsætisráðherra, fjármálaráð- herra, viðskipta- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráð- herra. Hreinn Loftsson hefur þegar verið skipaður í nefndina af hálfu for- sætisráðherra og verður hann formað- ur hennar. Nefndinni ber að hafa samráð við Háskóla íslands, Rann- sóknaráð og fleiri aðila, sem standa að rannsóknum og þróunarstarfsemi. Dr. Guðjón efnafræði á lands- vísu í Svíþjóð. „Ég ætla að tala um peptíðboðefnið Nevropeptíð Y og hvemig þetta efni er notað til að greina krabbameinssjúk- dóma,“ sagði Guðjón Elvar. „Ég fjalla í þessum fyrirlestri um hvernig má nota mælingar á nevrópeptíð Y til að greina krabba- meinssjúkdóma hjá börnum. Annars vegar krabbamein, sem á upptök sín í ósjálfráða taugakerfinu og kallast nevroblastom og hins vegar hvernig hægt er að nota peptíðið til að greina °K fylgjast með sérstakri tegund hvítblæðis í bömum.“ „Ég er núna leiðbeinandi fjögurra nemenda í doktorsnámi og einn af þeim er einmitt að vinna að frekari rannsóknum á þessu. Þetta byggist á aðferðafræði, sem ég hef þróað og það, sem við erum núna að vinna að era frekari útfærslur og þróun á að- ferðinni og notkun hennar við grein- ingu sjúkdóma í mönnum. Þetta efni er ekki einskorðað við krabbamein og við erum að nota þessar sömu aðferð- ir til dæmis til að rannsaka samband þess við þunglyndi en um það fjalla ég ekki í fyrirlestrinum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.