Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 9 Vestmanneyingar - Vestmanneyingar LUNDABALL Félag Vestmannaeyinga á Suðurnesjum heldur sitt árlega lundaball í Stapa, laugardaginn 10. otkóber og hefst kl. 20.00. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sér um að koma öllum í Vestmannaeyjastuð. Nánari upplýsingar í síma 91 -667358, Eiríkur, 92-13167, Erla, 92-27177, Brynja. Skemmtinefnin. - Veist þú, að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf. - Veist þú, að með því að nýta okkur þennan eigin- leika, þá getum við einnig hjálpað öðrum. - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 10.-11. október helgarnámskeið 1. stig. 19.-21. október kvöldnámskeið 2. stig. Námskeið á Selfossi: 24.-25. október helgarnámekið 1. stig. Upplýsingar og skráning í síma 33934. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hádegistilbob (alla daga kl. 11.30-14.00) Smáborgari, franskar (1 /2 sk.) og sósa 290,- Hamborgari, franskar og sósa Klúbbsamloka, franskar og sósa Stórborgari, franskar og sósa 390, 390,- 490,- Mest seldu steikur á islandi Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. öllu 690 krónur. W larltnn * V F I T I N G A S T O F A ■ Sprengisandi - Kringlunni NYKOMIÐ ITOLSK LEÐURSOFASETT 3+1+1 FRA 149.600 STGR. VISA - EUR0 RADGREIÐSLUR □□□□□□ HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI - SÍMI 654100 Spumingum tilveru þjóðar „Auðsköpun þjóðarinnar og hagvaxtarmöguleikar liggja á þvi sviði að virkja mannauðinn, þ.e. hugvit- ið og þekkinguna til að skapa meiri verðmæti í þeim greinum þar sem við stöndum okkur vel, jafnframt því að leita nýrra sóknarfæra," segir Arni Sigurðsson, ritstjóri Stefnis, í forystugrein blaðsins. „Sú þróun er hafin hér ' á landi, en markvissari skref verður að taka á allra næstu árum. Sú breyting er ekki komin undir vilja okkar í þeim efnum held- ur er hún einfaldlega spurning um áframhald- andi tilveru þjóðar sem enn byggir tilveru sína að mestu á nýtingu tak- markaðra náttúruauð- linda.“ Veiðimanna- hugsunarhátt- urvíkur Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Eimskips, seg- ir í viðtali við Stefni: „Við þurfum að komast út úr þeim hugsunar- hætti sem tengist hráefn- isgreinum okkar eins og sjávarútvegi og landbún- aði og reyna að byggja meira á hugpdti, þjónustu og iðnaði. Til að stjórna slíkum fyrirtælgum þarf að hugsa öðruvisi en til að afla hráefnis. Veiðimannahugsunar- hátturinn mun minnka, en meiri áherzla verður lögð á iðnaðarhugsunar- hátt þar sem menn eru að skapa eitthvað nýtt, búa til markaði, selja þá þekkingu og tækni sem er fyrir hendi. „Veiðimannahugsun- arháttur byggir á því að heppnin og umhverfis- þættir en ekki maður sjálfur ráði því hvernig fer. Þú ferð að veiða og hvort sem gengur vel eða illa er það ekki þér að Tímarit um Stjórnmál & MenníngarmAl 2.TOI. 43.AftG. 1992 - FORSENDUR • \ FRAMTÍBM- Forsendur f ramtíðar Meginefni nýútkomins tölublaðs Stefnis, tímarits Sambands ungra sjálfstæðis- manna, er framtíðarsýn og horfur í ís- lenzku þjóðfélagi. Undir yfirskriftinni „for- sendur framtíðar" er leitað álits ýmissa forystumanna í íslenzku atvinnulífi á framtíðarmöguleikum íslendinga og hvað læra megi af mistökum fortíðar. þakka eða þér að kenna. Náttúran skapar aðstæð- urnar en ekki maður sjálfur. Þeir sem hafa ékki aðgang að veiðum verða að skapa verðmæt- in með því að búa þau til. í þjóðfélagi þar sem engar auðlindir eru, s.s. í Singapore eða Taiwan, er þjóðin menntuð með allt öðrum hætti. Hún lif- ir á eigin hugviti. Það er ekki byggt jafnmikið á tarnavinnu, sem aftur er reyndin í veiðimanna- samfélaginu. Rétt eins og þegar hlébarðinn tekur rizpu, hann hleypur á eftir dýrinu og drepur það og étur og leggst svo á meltuna og slappar af. í þjóðfélagi nútímans þarf seiglu og úthald og fyrirhyggju til að byggja upp nýja hluti og mark- aðssetja þá. Þetta er langtimahugsunarháttur sem byggir á að maður skapi hlutina sjálfur, en bíði ekki eftir að þeir komi upp í hendumar á manni." Bætt siðferði Páll Kr. Pálsson, for- stjóri Vífilfells, segir að- spurður hvar helztu vaxt- arbroddar i íslenzku at- vinnulifi liggi: JÞeir liggja mjög víða. Það sem hins vegar ræður þvi hvaða vaxtarbroddar verða að einhverju er hvemig menn nýta þá. Við sjáum það nú að tækifæri síðustu tuttugu ára vom í mörgum tilfell- um afskaplega illa nýtt. Atvinnustefnan hjá okk- ur var illa mótuð og að verulega leyti í höndum opinberra aðila og stjóm- málamanna. Síðustu tutt- ugu ár eru því í raun tveir áratugir glataðra tækifæra. Það mun fara alveg eins með vaxtar- broddana núna ef stjóm- völd snúa aftur til þeirra fortíðarvinnubragða sem núverandi ríkisstjóm hefur sem betur fewr snúið frá. Sú staðreynd að það hefur verið skipt um stefnu af hálfu opin- berra aðila lofar því mjög góðu. Það sem ræður úrslit- um um hvemig til tekst á næstu ámm er hversu vel okkur tekst að byggja upp samskiptakerfið milli stjórnenda fyrir- tækja, launþegalireyf- ingarinnar, fjármála- stofnana, opinberra aðiia og erlendra aðila. Hlut- verk stjómvalda í þessu samskiptakerfi á öðm fremur að felast í því að opna dymar fyrir okkur sem þjóð í alþjóðiegu við- skiptaumhverfi. Þá er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem mér sýnist menn vera í vaxandi mæli að fara inn á; að bæta siðferðið í þjóðfélaginu. Á meðan pólitíska siðferðið er á lágu plani er vart við því að búast að viðskiptasið- ferðið sé á mjög háu plani, þvl stjómendur fyrirtækja horfa mjög til þess hvemig póUtíska siðferðið er á hveijum tima." Gæði einstakl- inganna „Ég tel mjög mikil- vægt að við gerum okkur grein fyrir þeim miklu umskiptum sem em að verða í viðskiptum þjóða,“ segir Ami Sigfús- son, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins. „Forskot sem ýmsar þjóðir höfðu haft eða skapað sér er að minnka. Náttúmleg gæði þjóða em ekki sá stórkostlegi ávinningur sem þau eitt sinn vom, þó með vissum undantekningum, t.d. á sviði ferðaþjónustu. Tollamúrar falla og tæknivæðingin er á öllum _ sviðum, sem dregur úr sjálfgefnu forskoti þjóða vegna ríkidæmis þeirra eða náttúmgaeða. Jafn- vel hátækni breytir um svip. í stað þess að sölu- varan sé hátæknivara sem krefst mikiUar sér- þekkingar að vinna, verður framleiðslutækið slík vara. Sá sem kemst yfir framleiðslutækið getur því tekið þátt í samkeppninni. AUt ber þetta að sama brunni: Hafi einstakling- ar rétt viðhorf, skýra mynd af þvi sem þeir viýa, þekki leiðina að markmiðinu og hafa þrautseigju til þess að ganga hana, em okkur alllir vegir færir. Gæði einstaklingaima, hvar sem þeir búa, skipta mestu máU.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.