Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Sophia Hansen heldur upp á 10 ára afmæli dóttur sinnar í dag Mannréttindaráð- herrann í málið SOPHIA Hansen átti í gær viðræður við unga konu, lögfræðing mannréttindaráðherra Tyrklands og fulltrúa í lögfræðingafélagi Istanbúl. Konan sagði Sophiu að í bígerð væri herferð embættisins og lögfræðinga með það að markmiði að mannréttindi hennar yrðu ekki fótum troðin og hún fengi uppreisn æru. Samkvæmt, dómsúr- skurði á Sophia að hitta dætur sínar í dag, á afmælisdegi yngri dóttur sinnar. Sophia sagði að hún hefði alltaf haldið upp á afmæli dætra sinna þó þær væru víðsfærri, keypt kökur og pakkað inn gjöfum. Hún sagði að það myndi hún einnig gera á 10 ára afmælisdegi Rúnu, yngri dóttur sinnar, enda þótt hún væri ekki bjartsýn á að hitta systumar í dag. Leitað verður að stúlkunum í Istan- búl en sjálf telur Sophia líklegt að þær dvelji með föður sínum í austur- hluta Tyrklands. Sophia mun ekki halda upp á afmæli Rúnu ein því með henni í Istanbúl eru systkini hennar og tyrkneskur lögfræðingur. Ennfrem- ur mun blaðamaður frá tyrkneska vikublaðinu KIM fylgjast með því hvernig dagurinn líður. Annað viku- blað birti viðtal við Sophiu á fimmtu- dag. Á sunnudag verður sýndur klukkustundar langur þáttur um fotræðismálið á sjónvarpstöðinni Channel 6 í Istanbúl. í þættinum er m.a. efni sem tekið var á íslandi í sumar. . Eftir því sem umræðan í Tyrk- landi eykst rísa fleiri upp til að styðja Sophiu að hennar sögn en á meðal þeirra er mannréttindafélag stúdenta sem hefur haft samband við hana vegna málsins. Flest blöð hafa skrifað um málið og eru þau yfirleitt með hlutlausa umfjöllun. Rússar fresta 1,5 millj- Slíkt verður þó ekki sagt um blöð ofsatrúarmanna sem styðja Halim Al, fyrrum eiginmann Sophiu, og birta myndir af honum í fylgd dætra sinna og háttsettra embættismanna. í fréttunum segir m.a. „Borgar- stjórinn í Malatya gerir allt sem hann getur til að hjálpa Aysegul [Rúnu] og Vesile [Dagbjört] - Allir Tyrkir standi nú á fætur,“ og „Borg- arstjórinn í Sivas Temel Karamolla- oglundan reynir allt til að hjálpa Aysegul og Vesile - Stúlkurnar okkar eiga að vera í Tyrklandi.“ Birst hefur myild af stúlkunum með forseta Tyrklands og segir þar: „Konan mín á eldri systur sem breytti henni í þessa manneskju sem hún nú er,“ og áfram er haft eftir Halim A1 „Læt frekar lífið en að láta eiginkonu mína fá börnin.“ Sophia segir að fyrri tilvitnunin hafi verið túlkuð á þann máta að systir hennar hafi spillt múhameðs- trú hennar en raunverulega tók Sophia aldrei upp þau trúarbrögð. Morgunblaðið/Þorkell Mikil hrifning í Óperunni í gærkvöldi Óperan Lucia di Lammermoor eftir Donizetti var frumflutt í gærkvöldi í íslenzku óperunni við mikla hrifn- ingu áheyrenda. Jón Ásgeirsson tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins sagði eftir sýninguna: „Diva“ kvölds- ins var Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverki Luciu og var söngur hennar og leikur stórglæsilegur. Tito Beltr- an söng hlutverk elskhugans Edgardos og er þar á ferðinni stórefnilegur tenórsöngvari. Bergþór Pálsson söng hlutverk Enricos, bróður Luciu, og var leikur hans ekki síðri en söngurinn. Aðrir voru góðir, svo og kórinn og hljómsveitin undir stjóm Robins Stabletons." Magnús Ver hefur enn- arða kr. síldarsamningi þá forystu MAGNÚS Ver Magnússon hefur enn forystu í keppninni um titilinn Sterkasti maður heims, eftir tvo daga af þremur. Hann hefur 42 stig en næstur er Suður-Afríku- búinn Gerrit Badenhorst með 38 og hálft stig. Bretinn Jamie Ree- ves er þriðji með 38 stig og Hol- lendingurinn Parre hefur 37. Parre sigraði í Þórshamarskasti en það fólst í því að kasta 27 kílóa þungu lóði aftur fyrir sig yfír rá. Magnús Ver varð í fimmta sæti í þeirri grein, en hann sigíaði hins vegar í jafnhöttun í gærmorgun. Keppni lýkur í dag með þremur greinum. Kl. 8.45 verður keppt í að halda þungri öxi fyrir framan sig við Höfða, kl. 11.30 reyna keppend- ur að draga 14 tonna Fokker-flug- vél á Reykjavíkurflugvelli og síðasta greinin verður á Þingvöllum kl. 15 þar sem þeir eiga að hlaupa með Húsafellshelluna. skipum ýmissa landa, aðallega við Kanada og Skotland. Þessi síld sé síðan þídd upp og söltuð í Póllandi. „Jafnt og stöðugt framboð er á síld frá helstu keppinautum okkar, aðallega frá Noregi og Danmörku, og því hefur reynst erfítt að fá kaupendur á Norðurlöndunum til að ganga endanlega frá pöntunum fyrir komandi vertíð. Vonir standa þó til að flestir kaupenda muni fljót- lega staðfesta fyrstu pantanir sínar en reikna má með að endanleg heildarsala til hvers lands verði ekki ljós fyrr en langt verður liðið á vertíðina. Miðað við óbreytt sölu- verð frá fyrra ári verður þó að ætla að heildarsölumagn til Norður- landanna muni minnka frá fyrra ári en þá var það um 75.000 tunn- ur,“ segir Einar Benediktsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundað í álversdeilunni um helgina Samninganefndir deiluaðila í álverinu í Straumsvík hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Ákveðið var að boða til annars fundar fyiir hádegi í dag, en trúnaðarmannaráð starfsmanna í álverinu í Straums- vík hefur verið boðað saman til fundar að morgni mánudags vegna fyrir- hugaðrar boðunar yfirvinnu- og útflutningsbanns. Á myndinni eru frá vinstri Geir Gunnarsson, aðstoðarríkissáttasemjari, Guðlaugur Þorvalds- son, ríkissáttasemjari og Sigurður T. Sigurðsson, formaður verkamannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði. Litlar líkur á söltun fyrir Póllandsmarkað í vetur i dag Sameining sveitarfélaga Formaður sveitarfélaganefndar segir frá viðfangsefnum nefndarinnar 16 Kosningabaráttan i Banda- rikjunum______________________ Framboð Perot gæti tekið óánægjufylgi frá Clinton eða Suð- urríkjaatkvæði frá Bush 22 EKKI er útlit fyrir að síld verði söltuð hér fyrir Rússlandsmarkað í vetur, aðallega vegna gífurlegrar gengisfellingar rússnesku rúbl- unnar, einkum síðustu vikurnar, að sögn Einars Benediktssonar fram- kvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar. I samkomulagi rússneska ríkis- fyrirtækisins Rosvneshtorg og Síldarútvegsnefndar frá 4. desember sl. var gert ráð fyrir sölu á samtals 30.000 tonnum (286.000 tunnum) af saltsíld til Rússlands fyrir 28 milljónir dollara (um 1,5 milljarða króna á núvirði) vertíðirnar 1991-1992 og 1992-1993 en m.a. vegna óvenju óhagstæðrar veðráttu voru einungis söltuð um 500 tonn (um 4.800 tunnur) upp í samninginn í fyrravetur. „Rosvnesh-torg hefur tilkynnt okkur að vegna efnahagsástandsins í Rússiandi neyðist fyrirtækið til að fresta framkvæmd síldarsamn- ingsins," segir Einar Benediktsson, sem er nýkominn frá Moskvu. „Rosvneshtorg bendir á að frá því að síldarsamningurinn var undirrit- aður hafí opinbert viðskiptagengi níblunnar fallið úr um 50 í um 300 rúblur fyrir hvern dollar, sem þýðir um 500% hækkun á gengi dollars gagnvart rúblu og útlit sé fyrir frek- ara fall á næstu mánuðum. Þessi staðreynd geri viðskiptin nánast óframkvæmanleg og muni væntan- lega stöðva að miklu leyti innflutn- ing vara til Rússlands, þar til efna- hagsástandið hefur lagast en Jap- anar spá því að dollarinn verði kom- inn í 500-600 rúblur um áramótin." Einar segir að undanfarnar vikur hafí Síldarútvegsnefnd rætt við kaupendur í helstu markaðslöndum fyrir saltaða síld og í viðræðunum hafí komið fram að mjög mikið framboð sé á síld á öllum síldar- mörkuðum, enda gangi síldveiðar vel á öllum helstu veiðisvæðum og mun meira sé veitt en hægt sé að koma í vinnslu til manneldis. Fersk- síldarverð hafí því farið lækkandi og mikill þrýstingur sé á verðlækk- anir á síldarafurðum. í viðræðum við pólska síldarinn- flytjendur hafí komið fram að vegna erfiðs efnahagsástands þar í landi séu litlar líkur á að takast muni að selja saltaða síld til Póllands i vetur en saltað var í 12.000 tunnur fyrir þann markað á síðustu vertíð. Það geri stöðuna enn erfíðari en áður að Pólverjum standi nú til boða mjög ódýr síld úr rússneskum verksmiðjuskipum, sem kaupi ferska síld yfír borðstokk úr veiði- 800 milljónir fyrir uö leika körfubolta „Magic Johnson hefur gert samn- ing við LA Lakers í vetur 47 Leiðari ______________________ „Sænska kerfið“ í vanda 24 Lesbók ► Nýjar kenningar um líf risa- eðlanna - Bragi Asgeirsson skrif- ar um leiftur japanskra daga. -Mannanafnasaga: Úlfur Kristinn Heiðimann. Menning/listir ► í lifrófi óperunnar - Einingar margbreytileikans - Kaldalóns- tríóið - Fjölbreytt starfsár Sinfón- íuhljómsveitar íslands - Menn- ing/Listir í næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.