Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Viðfangsefni sveit- arfélaganefndar eftir Sigfús Jónsson Undanfarna daga hafa fjölmiðlar mikið fjallað um þá ákvörðun stjóm- ar Sambands íslenskra sveitarfélaga að óska eftir því að hlé verði gert á störfum sveitarfélaganefndar og að fulltrúar tilnefndir af stjórn sam- bandsins taki ekki þátt í störfum nefndarinnar um sinn. Fjölmiðlarnir hafa verið iðnir við að lýsa þeirri spennu sem hefur verið í málinu en lítinn áhuga haft á að upplýsa al- menning um starf nefndarinnar. Reyndar hafa almennir sveitar- stjórnarmenn, sem eru á annað þús- und í landinu, ekki heidur haft tæki- færi til að kynna sér til hlýtar verk- efni nefndarinnar. Ég undirritaður, sem formaður nefndarinnar, hef því ákveðið að greina hér frá þessu verkefni í stuttu máli. Um hvað snýst málið? Fýrirkomulag sveitarstjórnar- mála á íslandi er langt á eftir því sem gerist í nágrannalöndunum e.t.v. að Færeyjum undanskildum. Öll nágrannalöndin hafa á undan- fömum ámm gengið í gegnum meiriháttar breytingar á fynrkomu- lagi sveitarstjómarmála. Ástæðan er sú að þegar byggð, atvinnulíf og samgöngur breytast þurfa stofnanir þjóðfélagsins og stjómsýsla að að- laga sig slíkum breytingum. Verkefni íslenskra sveitarfélaga hafa gjörbreyst á síðustu 20-30 árum og starfsemi margra sveitar- félaga í þéttbýli vaxið gríðarlega að umfangi. Fyrir þessu eru tvær ástæður. Onnur sú að íbúafjölgun hefur í mörgum sveitarfélögum ver- ið mjög ör og hin sú að stöðugt hafa komið fram nýjar kröfur á hendur sveitarfélaganna um viða- meiri þjónustu við íbúana. Auknar kröfur til sveitarfélaga eru annars vegar hluti af eflingu velferðarkerfisins á tímum mikils hagvaxtar í landinu og hins vegar afleiðingar mikilla búferlaflutninga í landinu úr dreifbýli til þéttbýlis. í þéttbýlinu hefur orðið að byggja upp aðstöðu til að taka við íbúafjölgun- inni. Til þess að aðlaga stjómsýslu landsmanna að þessum breytingum o g stuðla jafnframt að vald- og verk- efnadreifingu eru til fímm leiðir: a) Stækkun sveitarfélaga og auk- ið hlutverk þeirra. b) Verkefni færð frá ríkinu til fjölmennustu sveitarfélaganna en hin fámennari skilin eftir vald- og verkefnalítil. c) Stofnun byggðasamlaga sveit- arfélaga um verkefni sem þau ráða ekki við ein og sér. d) Stofnun millistjómsýslustigs sem tæki við verkefnum frá ríkinu og að einhveiju leyti frá sveitarfé- lögunum. e) Efling stjómsýslu ríkisins í héraði. Deila má um hver þessara leiða sé best. Þegar velja á milli þeirra getum við mikið lært af nágranna- þjóðunum. Aðstæður á íslandi eru um margt svipaðar og í nyrstu hér- uðum Norðurlandanna og á skosku eyjunum. Á þessum svæðum hefur sú leið verið farin að stækka fremur sveitarfélögin en að stofna til byggðasamlaga um flest verkefni og að mismuna sveitarfélögum eftir staerð hvað verkefni áhrærir. í tíð síðustu ríkisstjómar var ákveðið að skoða þá leið að stækka sveitarfélögin og í janúar 1991 skip- aði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, nefnd til að gera sam- ræmdar tillögur um æskilegar breytingar á skiptingu landsins í sveitarfélög. Hver er ávinningurinn? Ef landinu væri skipt í færri og stærri sveitarfélög, yrðu þau mun betur í stakk búin til að standa undir þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar varðandi þjónustu, sem þau veita íbúunum. Skilyrði myndu skapast fyrir hreinni verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga en nú er og þau gætu tekið við verkefnum af ríkisvaldinu. Sveitarfélögin myndu í flestum tilfellum ná yfir heildstæð þjónustusvæði, stjómunarkostnaður þeirra myndi lækka og hagkvæmni í fjárfestingum og rekstri myndi aukast veralega. Stjórnsýsla sveit- arfélaganna yrði mun einfaldari í sniðum en nú er og atvinnusvæði myndu stækka. Nefnd um skiptingu landsins í sveitarfélög í skipunarbréfí nefndarinnar, sem sett var á fót í janúar 1991, var tekið fram að eklri skyldi einungis miðað við einhveija lágmarksíbúa- tölu í sveitarfélagi heldur einnig að hvert sveitarfélag yrði eitt þjónustu- svæði sem gæti myndað sæmilega sterka félagslega heild. Einnig var nefndinni ætlað að kanna hvort samstaða gæti náðst um slíkar hug- myndir og að gera tillögur um æski- lega skiptingu landsins í sveitarfé- lög. Nefndin skilaði tillögum hinn 1. október 1991 og var áfangaskýrsla nefndarinnar kynnt á fundum með sveitarstjórnum um allt land. Nefnd- in útfærði hugmyndir um þijár mis- munandi leiðir sem era eftirfarandi: Leið 1: Sameining a.m.k. 2-4 nágrannasveitarfélaga sem leiða myndi til myndunar tiltölulega fjöl- mennra sveitarfélaga með amk. 500-1.000 íbúa. Fjöldi sveitarfélaga í landinu yrði 60-70 talsins. Aðeins í örfáum tilvikum, þar sem sttjál- býli er mikið, myndu sveitarfélög hafa færri en 500 íbúa. Leið 2: Sameining allra sveitarfé- laga innan héraðs eða sýslu. Sveit- arfélögin myndu ná yfir mjög stór svæði og aðeins í undantekningartil- vikum yrðu þau með færri en 1.000 Sigfús Jónsson „Sameining sveitarfé- laga er því eitt brýnasta verkefni stjórnsýslunn- ar. Þar sem hér er um viðamikið verkefni að ræða sem tekur langan tíma næst það ekki fram að ganga nema um það sé víðtæk póli- tísk samstaða. Þess vegna er nauðsynlegt að sveitarfélaganefnd geti haldið áfram störf- um sínum óhindrað.“ íbúa. Sveitarfélögin í landinu yrðu 30-35. Leið 3: Engar opinberar aðgerðir sem þvinga eða hvetja til sameining- ar sveitarfélaga en samstarf sveitar- félaga eflt innan héraðsnefnda og byggðasamlaga. Héraðsnefndir yrðu lögbundnar sem samstarfs- nefndar sveitarfélaga. Nefndin taldi að leið 3 myndi minnstum árangri skila af leiðunum þremur en gerði ekki upp á milli leiða 1 og 2. Að loknum kynningarfundum nefndarinnar með sveitarstjórnar- mönnum hélt Samband íslenskra sveitarfélaga fulltrúaráðsfund hinn 23. nóvember 1991. Á fundinum var samþykkt að lýsa yfir stuðningi við hugmynd um stækkun og eflingu sveitarfélaganna með sameiningu þeirra sem taki eins og kostur er mið af leið 2. Jafnframt lýsti fundur- inn yfír þeirri skoðun sinni, að sam- hliða stækkun sveitarfélaga verði færð til þeirra ný og aukin verkefni og tekjustofnar endurskoðaðir og tryggðir í samræmi við það. Sveitarfélaganefnd Þar sem verkefni nefndar þeirrar, sem skipuð var í janúar 1991, var eingöngu bundið við tillögur um skiptingu landsins í sveitarfélög, var ákveðið að skipa 11 manna sam- ráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga, sem útfærði nánar tillögur, sem taki eftir því sem kostur er mið af leið 2, með tilliti til umdæma sveitarfé- laga, breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofna sveitarfélaga. Hin nýja nefnd, sveitarfélaga- nefnd, hóf störf í febrúar 1992 og var ætlunin að leggja fram áfanga- skýrslu nú í október og kynna hana meðal sveitarstjórnarmanna um allt land. Það gæti tafist eins og kunn- ugt er af fréttum. Samstarf innan nefndarinnar hefur verið eins og best verður á kosið og allir nefndar- menn unnið málefnalega að þessu verkefni. Hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir viðfangsefni nefndarinn- ar. Verkefni sveitarfélaganna Þau verkefni sem mögulegt er að flytja til sveitarfélaganna, eða að verði alfarið verkefni þeirra að undangenginni stækkun sveitarfé- laga eru: grunnskólinn, heilsugæsl- an, öldranarþjónusta, þjónusta við fatlaða, hafnir og skipulagsmál. Komið hefur til tals að áfangaskipta verkefnatilfærslunni vegna þess hversu viðamikil hún er. Stækkun sveitarfélaga Stækkun sveitarfélaga gerist ekki nema viðkomandi sveitarstjórn- ir samþykki slíkt og að undangengn- um kosningum íbúanna. Þegar til- lögur eru uppi um að sameina öll sveitarfélög í einni sýslu er skv. núverandi lögum talið sérstaklega { hvetjum hreppi. í Rangárvallasýslu eru 11 sveitarfélög. í dag geta íbú- Blóðbað í Bosníu 2. grein Konurnar hrópuðu: „Skjót- ið okkur! Skjótið okkur!“ eftir Hrafn Jökulsson Örstutt fréttaskeyti frá stjóm- völdum í Sarajevo: „í gærkveldi notaði árásarherinn varnarvegg óbreyttra borgara til þess að sækja fram í jaðri Sarajevo. Árásinni var hrandið.“ Hvað fólst í þessum fáu orðum? Talsmaður varnarsveita Sarajevo útskýrði það svona: „Serbar reyndu að ná hæðinni Zuc á sitt vald: Þaðan hefðu þeir í reynd getað ráðið örlögum hálfrar borgarinnar. Þegar þeir sóttu fram ráku þeir á undan sér nokkur hundruð konur og börn sem tekin höfðu verið til fanga í nokkrum nálægum þorpum. Þetta fólk var sem sagt notað sem varnarveggur af holdi og blóði. Um tvö hundruð metrar vora á milli skotgrafa okk- ar og Serba; þegar fólkið var miðja vegu milli víglínanna hófu Ser- barnir skothríð. Enginn veit hve margar konur og börn liggja í valnum á hæðinni Zuc: Það er einskismannsland." Vígstaðan breyttist sem sagt ekki. En var einhver glóra í því að Serbar hefðu dritað niður varnar- vegg sinn þegar þeir voru í þann veginn að ná hæðinni mikilvægu? Talsmaðurinn hafði auðvitað svör við því: „Þeir eru blóðþyrstir villimenn." Kannski það. Serbar eru hins vegar, margir hveijir að minnsta kosti, þrautþjálfaðir hermenn (þótt hver einasti hermaður í varn- arsveitum Sarajevo fullyrti að þeir væru hugleysingjar sem aldrei þyrðu að beijast í návígi). Mér tókst að ná tali af hermönn- um sem tóku þátt í vörnum Zuc kvöldið örlagaríka; þeirra útgáfa af blóðbaðinu var önnur en sú opinbera. Ég varð að lofa því að birta engin nöfn, en við skulum kalla þá Micho og Igor; strákar um tvítugt sem til skamms tíma voru í menntaskóla en hafa í hálft ár tekið þátt í hinni örvæntingar- fullu vörn Sarajevo. Micho gat ekki varist gráti þeg- ar hann sagði mér frá: „Ef Serbar ná Zuc er úti um okkur. Þetta kvöld smöluðu þeir á undan sér eins og kvikfénaði konum og börn- um. A eftir fylgdu liðsmenn úr úrvalssveitum Alþýðuhers Júgó- slavíu frá borginni Nis í Serbíu. Við gátum ekkert aðhafst: Það var ómögulegt að skjóta án þess að stefna lífi fólksins í voða. Við hörf- uðum í fyrstu, 30-40 metra: Ser- barnir fylgdu á eftir, konur og börn á milli. Þegar þeir voru í þann vegin að ná hæðinni hrópuðu konurnartil okkar: „Skjótið! Skjót- ið okkur!“ Við áttum engra kosta völ. Við reyndum að miða yfir höfuð kvennanna — en það var ómögulegt. Serbarnir svöruðu með skothríð; og örlög fólksins voru ráðin. Ég heyrði í deyjandi konu sem hrópaði til okkar: „Ekki hætta að skjóta! Ekki hugsa um okkur!“ Ég held að þau hafi öll verið drep- in ... Kannski 30-40 konur og börn. Við getum ekki einu sinni sótt líkin.“ Micho fórnar höndum: „Hvað gátum við gert? Ég get aldrei gleymt því sem gerðist þetta kvöld. Þessar skelfilegu minningar munu alltaf fylgja mér. Og spurn- ingin: Drap ég saklausa konu eða barn . ..“ Þetta er ein af óteljandi hryll- ingssögum sem ég heyrði í FYRRUM JÚGÓSLAVÍA Sarajevo; borginni sem öldum saman var griðastaður umburðar- lyndis, þar sem fólk af fjórum þjóðernum bjó í sátt og samlyndi. Sarajevo er nú helvíti á jörðu: Þar er enginn óhultur, sprengjurnar falla af djöfullegri nákvæmni. Og í Bosníu-Herzegóvínu allri er við- bjóðurinn algerlega takmarkalaus. Eg hitti flóttamann í Sarajevo frá austurhluta Bosníu þar sem þús- undum og aftur þúsundum var slátrað. Kona þessa manns var komin sjö mánuði á leið; þau lentu í höndum drukkinna tsjetníka; serbneskra öfgamanna. Þeir ákváðu að veðja eitt þúsund þýsk- um mörkum um það hvort barnið sem konan gekk með væri dreng- ur eða stúlka. Eiginmaður hennar var bundinn og látinn horfa á þeg- ar konan var rist á kvið. Síðan voru augun stungin úr honum. Hann lifði af en hann hefur ekk- ert til þess að lifa fyrir. Nú lifir hann á hatrinu einu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.