Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 48
MICROSOFT. einar j. WINDOWSl skúlasonhf MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK SlMI 691100, SlUBRÉF 691181, PÓSTHÓLF I5S5 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Sérfræðingar skila dómsmálaráðherra áliti um mál Eðvalds Hinrikssonar Hvorki rétt né skylt að hefja opinbera rannsókn TVEIR sérfróðir lögffræðingar, þeir Eiríkur Tómasson hæstarétt- arlögmaður og Stefán Már Stef- ánsson, hafa skilað Þorsteini Páls- syni dómsmálaráðherra áliti um mál Eðvalds Hinrikssonar, sem Simon Wiesenthal-stofnunin f Jerúsalem hefur sakað um að hafa framið stríðsglæpi gegn gyð- ingum í Eistlandi árið 1941. Eð- vald starfaði þá i öryggislögregl- unni í Tallinn og hét Evald Mik- son. Hann hefur búið hér á landi síðan 1955 og er nú íslenzkur rík- isborgari. Skýrslan er ekki opin- ber, en Niðurstaða sérfræðing- anna er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sú, að hvorki sé rétt né skylt að hefja opinbera rannsókn á málinu og að ekki komi til álita að framselja Eðvald tii Eistlands, ísraels eða fyrrum Sovétríkjanna. Í bréfí Simon Wiesenthal-stofnun- arinnar í Jerúsalem, sem barst dóms- málaráðherra 23. febrúar síðastlið- inn, voru samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins settar fram fjórar fyrirspurnir af hálfu stofnunarinnar. í fyrsta lagi var spurt hvort hvaða íslenzk lagaákvæði giltu um þá hátt- semi, sem stofnunin sakaði Eðvald um. í öðru lagi hvort rannsókn á hendur honum gæti hafízt á íslandi ef þessar ásakanir væru nægum gögnum studdar. í þriðja lagi var spurt hvort unnt væri að framselja Eðvald til Eistlands, Sovétríkjanna eða ísraels, og loks hvort unnt væri að lögsækja hann fyrir brot á ís- lenzkri innflytjendalöggjöf. í grein- argerð lögfræðinganna er tekið á þessum atriðum. Sérfræðingamir telja, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að þvt sé ekki til að dreifa að Eðvald hafi brotið íslenzka innflytjendalöggjöf. Þá vitna þeir til 2. greinar laga frá 1984 um framsal sakamanna og aðstoð í sakamálum, þar sem segir að ekki megi framselja íslenzka rík- isborgara til annarra ríkja fyrir meint afbrot þar. í umfjöllun sinni um spuminguna um íslenzk laga- ákvæði komast lögfræðingamir tveir að þeirri niðurstöðu að brot þau, sem Wiesenthal-stofnunin hefur ásakað Eðvald um, séu öll fymd nema manndráp, sem stofnunin staðhæfír að hann hafi framið. Meginefni skýrslunnar varðar hvort he§a eigi opinbera rannsókn eða málsókn á hendur Eðvald Hin- rikssyni hér á landi. Þar kemur fram að langt sé um liðið frá þeim brot- um, sem Eðvald er sakaður um, og gögn, sem sannað eða afsannað geti meinta sök hans, séu því vænt- anlega flest glötuð. Einnig séu hugs- anleg vitni sennilega flest látin. Það sé því ekki gerlegt að reyna að sanna eða afsanna sekt í málinu. „Við telj- um hvorki rétt né skylt að hefja opinbera rannsókn í málinu eins og það liggur nú fyrir,“ segja lögfræð- ingamir í álitsgerð sinni. Greinargerð lögfræðinganna var lögð fram á fundi ríkisstjómarinnar í gærmorgun. Þar var tekin sú ákvörðun að gera efni hennar ekki opinbert fyrr en skýrslan hefði verið þýdd á ensku og send Wiesenthal- stofnuninni. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins mun Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra hafa lagt sérstaka áherzlu á að sá háttur yrði hafður á. Landssöfnun Kvennaathvarfs Tölumar renna út SEX og hálf miljjón var komin í hús í landssöfnun Kvennaat- hvarfs um kvöldmatarleytið í gær. Valgerður Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri söfnunarinnar, kvaðst bjartsýn á að takast myndi að safna 13-14 milljónum eins og stefnt væri að. Valgerður sagði að 5 milljónir hefðu safnast á Rás 2 og 1,5 millj- ónir komið inn vegna tölusölu en það væri aðeins lítið brot af því sem búist væri við vegna hennar. Töl- urnar vom m.a. seldar í fyrirtækj- um og við stórmarkaði og fengu sölumennirnir góðar viðtökur. Hafði Valgerður eftir þeim að tölurnar hefðu mnnið út. Stefnt er að því að safna 13-14 milljónum í söfnuninni og á að nota peningana til að festa kaup á nýju húsnæði fyrir Kvennaathvarfíð. Valgerður kvaðst bjartsýn á að tak- ast myndi að safna upp í þessa upphæð en það yrði ekki ljóst fyrr en í næstu viku. Söfnunin fór fram á um 70 stöðum um landið og tóku kvenfélögin m.a. þátt í henni. ------------- Auglýst eftir fólki í vinnu Tálknaíjörður. EKKERT atvinnuleysi er á Tálknafirði um þessar mundir og hefur Hraðfrystihúsið auglýst eftir fólki til starfa. Togarinn landaði nýverið 50 tonnum af karfa og þorski eftir mánaðar slipp. Aðeins eru sjö útlendingar starf- andi hjá fyrirtækinu og er það með minnsta móti. Verkalýðsfélögin vilja láta kanna vinnuafl hérlendis áður en útlendingum er veitt at- vinnuleyfí. Ekki virðist vera þörf fyrir útlendinga á þessum síðustu og verstu tímum. Linubátar hjá Þórsbergi hf. em byijaðir á veiðum þannig að atvinnuástandið helst áfram í góðum horfi. R. Schmidt. Raunvirði fasteigna hefur hækkað í Reykjavík á árinu Þórólfur sagði að ef bera ætti saman útgáfu húsbréfa á þessu og síðasta ári yrði meðal annars að taka tillit til þess að á síðasta ári hefðu verið gefin út húsbréf fyrir 2,1 miljjarð vegna greiðslu- erfíðleika og bráðabirgðaákvæða en að baki þeirra hefðu ekki verið nein fasteignaviðskipti. Á þessu ári væri samsvarandi upphæð um 700 milljónir. Nettóútgáfa hús- bréfa vegna fasteignaviðskipta hefði þannig í raun dregist saman um 11%. Að auki tækju nýir kaup- endur í vaxandi mæli yfír fast- eignaveð sem þegar væru komin á eignir og þau viðskipti kæmu ekki inn í tölur um húsbréfaútgáfu. FASTEIGNAVERÐ í Reykjavík hækkaði um 4,6% frá fjórða árs- fjórðungi 1991 til annars ársfjórðungs á þessu ári. Reiknað stað- greiðsluverð hækkaði enn meira eða um 10%, meðal annars vegna minni affalla af húsbréfum. Á sama tímabiii hækkaði lánskjaravísi- tala um 0,16% og byggingarvísitala stóð nánast í stað. Verulega hefur dregið úr samdrætti á fasteignamarkaðnum samkvæmt upp- lýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Að sögn Magnúsar Ólafssonar ar upplýsingar kæmu sér nokkuð hjá Fasteignamati ríkisins var nafnverð fasteigna í Reykjavík 80.026 krónur á fermetra á 2. ársQórðungi þessa árs en var 76.496 krónur á fermetra á síðasta ársfjórðungi 1991. Núvirði, eða reiknað staðgreiðsluverð, var 71.970 krónur á fermetra á öðrum ársfjórðungi þessa árs en 65.409 krónur á 4. ársQórðungi 1991. Magnús Ólafsson sagði að þess- á óvart og hann hefði engar viðhlít- andi skýringar á þessari verð- hækkun. Ljóst væri að spár um lækkandi fasteignaverð í kjölfar aukins lánsfjármagns við útgáfu húsbréfa hefðu ekki ræst. í talningu kaupsamninga kom fram að 487 kaupsamningar höfðu borist Fasteignamatinu úr 2. árs- fjórðungi 1992 á móti 516 kaup- samningum miðað við sömu dag- setningu árið áður. Þessi fækkun nemur 5,5%. Veltan bak við þessa samninga var 3.241 milljón miðað við 3.550 milljónir árið 1991 eða sem nemur 8,5% samdrætti. í nýju fréttabréfí Landsbréfa hf. sagði að útgáfa húsbréfa hefði dregist saman um 24,5% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma á siðasta ári. Ýmis merki væru um að offramboð á íbúðar- húsnæði og að þróun í átt til raun- verðslækkunar á íbúðaverði sé hafin. Um þetta sagði Þórólfur Halldórsson formaður Félags fast- eignasala að ekki væri hægt að draga ályktanir um fasteigna- markaðinn af magni húsbréfa í umferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.