Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Hálfsystkin á Tjörninni Ekki er annað að sjá en þessi hvíta aliönd kunni vel við sig á Tjörninni enda er hún líklega í,fylgd þriggja hálfbræðra sinna. Ólafur K. Niels- en, fuglafræðingur, segir að sagan segi að gárungar nokkrir hafí kom- ið tveimur aliöndum Stefnis bónda í Laugardal fyrir á Tjörninni árið 1990. Um var að ræða mæðgur, brúna móður og hvíta dóttur sem hér sést, og átti sú fyrmefnda þrjá unga með stokkandarsteggi í fyrra. Allt voru það steggir. Að sögn Ólafs eru aliendurnar komnar út af stokköndunum og því blandast þær þeim auðveldlega. Aliendurnar eru þó stærri og í þeim koma fram ýmis litaafbrigði. ^ .....................^ c &*****'*• • ' 1 ■«r-- •ZiitiSi** £ .,',0 Morgunblaðið/Ámi Sæberg 12 manns sagt upp hjá Samskipum SAMSKIP hf. hafa sagt upp 12 manns, eða sem samsvarar einni áhöfn, en að sögn Ómars Hl. Jóhannssonar forstjóra Samskipa er þetta gert vegna þess að tilboð hefur borist í skip fyrirtækis- ins sem verið hafa á sölulista. Hann segir að þarna sé um ákveðna varrúðarráðstöfun að ræða, og verði ekki af sölunni verði starfs- mennimir endurráðnir. Eins og greint hefur verið frá hyggst Samskip hf. fækka skipum sem aðallega hafa verið í stórflutn- ingum og flutningum milli er- lendra hafna, en þar er fyrst og fremst um tvö skip að ræða. „Þessi skip eru á sölulista og þó svo að ekki hafí verið gerður sölusamn- ingur hafa komið tilboð í þessi skip og af þeim sökum höfum við sagt upp með eðlilegum fyrirvara einni áhöfn. Ef ekki verður af söl- unni koma þessar uppsagnir eðli- lega ekki til framkvæmda," sagði Ómar. 127 millj. gjaldþrot Snælax hf. RUMAR níu milljónir fengust greiddar upp í 136 milljóna kröf- ur í þrotabú Snælax hf. í Grund- arfirði. Skiptum er nú lokið, en fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaskipta í lok desember árið 1989. Snælax rak laxeldi í sjókvíum í Grundarfirði og voru helstu eignir búsins mannvirki tengd rekstrinum og fiskur í kvíum. Kröfur í búið námu samtals rúmum 136 milljón- um króna. Þar af voru forgangs- kröfur tæplega 4,3 milljónir og fengust rúmlega 129 þúsund krón- ur greiddar upp í þær, eða um 3%, miðað við að útistandandi viðskipta- krafa náist inn. Upp í veðkröfur greiddust 9,3 milljónir, en veðkröfur féllu að öðru leyti til hóps almennra krafna og greiddist ekkert upp í þær. ♦ ♦ ♦ Húsavík Uppsagnir hjá Prýði Húsavík. SAUMASTOFAN Prýði á Húsa- vík hefur sagt upp flestu starfs- fólki sínu, sem eru 12 konur, en þær hafa 3 til 6 mánaða uppsagn- arfrest. Guðmundur Hákonarson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að þetta hafí ekki verið gert vegna fjárhagsörðugleika hjá fyrirtækinu heldur vegna óvissu um verkefni framundan. Hann sagði að upp- sagnimar væru fyrst og fremst til að fyrirbyggja það að vera með fólk á launum ef verkefni skyldu þijóta sem að hann vonaði að ekki yrði. - Fréttaritari. ----♦■■♦■■♦-- Þokkaleg gæsaveiði Bfldudal. ÞOKKALEG gæsaveiði hefur ver- ið í Vestur-Barðastrandarsýslu í haust. Ekki fer stór hópur skot- veiðimanna á gæsaveiðar en á Bíldudal hafa þijár skyttur fengið vel á annað hundrað gæsir í haust. Aðallega eru það grágæsir sem verið er að veiða en nokkrar heiða- gæsir hafa fallið og ein blesgæs, svo vitað sé. Þetta þykir ágætisveiði í þessum landshluta. Síðustu vikur hafa gæsirnar haldið sig í beijalönd- unum, enda orðnar hvekktar á að vera á túnunum þar sem engan frið er að fá. Senn líður að suðurferð gæsanna og þá hverfa þær af svæð- inu og ijúpnaveiðitímabilið hefst. R. Schmidt Lágmúla 8. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.