Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Norræna félagið minnist 70 ára afmælis síns um helgina Trúi því að þjóðimar hafi áfram þörf fyrir að rækta frændskap - segir Signrður Bjamason frá Vigur, fyrrverandi formaður „SAMVINNAN hefur verið Norðurlandaþjóðun- um mikilvæg og ég trúi því að þessar náskyldu þjóðir hafi áfram þörf fyrir að rækta frændskap sinn,“ segir Sigurður Bjarhason frá Vigur. Hann hefur alltaf verið mikill áhugamaður um nor- ræna samvinnu og var meðal annars um tíma formaður Norræna félagsins á Islandi sem minn- ist 70 ára afmælis síns nú um helgina. Ráðstefna verður haldin í Norræna húsinu í dag og á morg- un kl. 14 hefst afmælisdagskrá í íslensku óper- unni. I samtali við Morgunblaðið af þessu tilefni Ieggur Sigurður áherslu á að norræna samvinn- an hafi breyst úr samtökum fárra i samvinnu fólks á öllum sviðum þjóðfélagsins eins og fjölda- mörg norræn samtök beri vitni um. Að sögn Sigurðar voru norræn félög stofnuð í Svíþjóð, Noregi og Danmörku í mars og apríl árið 1919. Síðar það sama ár var Nor- ræna félagið á íslandi stofnað en það félag lognaðist fljótlega útaf. Hinn 29. september 1922 var fé- lagið endurvakið og hefur mynd- ast sú hefð að telja það stofndag félagsins. „Félagið var heldur veikburða fram undir 1930 eri þó er vitað að það kom á sambandi við Norrænu félögin í hinum lönd- unum. Starfíð hefur verið óslitið frá því um 1930,“ segir Sigurður. Fyrsti formaður Norræna félags- ins var Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður og með honum í stjórn á fyrstu árunum voru m.a. Klemens Jónsson, Sigurður Eg- gerz, Þorsteinn Gíslason, Ásgeir Asgeirsson og Sigurður Nordal. Samvinna á menningarsviðinu „Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins var sá sami og á hinum Norðurlöndunum þar sem stofnuð höfðu verið hliðstæð félög, það er að tryggja tengslin á milli land- anna. Þessar þjóðir gera sér það ljóst að þær eru náskyldar og þeim fínnst að þeim beri að vinna saman. Samvinna landanna hefur fyrst og fremst verið á menning- arsviðinu en efnahagsleg sam- vinna hefur þó verið að aukast. Norræna samvinnan hefur borið þann ávöxt að þjóðirnar hafa stöð- ugt verið að færast nær hver annarri," segir Sigurður. Auk landanna sem fyrst stofn- uðu norræn félög eru nú slík félög starfandi í Finnlandi, Færeyjum, á Grænlandi og Álandseyjum. Heildarfjöldi félagsmanna er á annað hundrað þúsund, þar af tæplega sjö þúsund í Norræna félaginu á Íslandi. Félagið hér er deildaskipt og eru skráðar félags- deildir 40 en þær eru ekki allar starfandi. Sigurður Nordal tók við for- mennsku í félaginu 1932 og gegndi henni til ársins 1936. Þá tók Stefán Jóhann Stefánsson við og var formaður í sextán ár, eða til ársins 1952. Guðlaugur Rósin- krans var formaður 1952 til 1954 Norræna húsið. en hann var einnig ritari félagsins og framkvæmdastjóri um margra ára skeið. Gunnar Thoroddsen var formaður 1954 til 1965 og aftur 1969 til 1975. Sigurður Bjamason var formaður 1965 til 1969. Hjálmar Ólafsson frá 1975 til 1984. Gylfí Þ. Gíslason var for- maður frá 1984 til 1991 að núver- andi formaður, Haraldur Ólafs- son, tók við. Heimflutningur handritanna ánægjulegastur Sigurður segir að árangurinn af norrænni samvinnu komi víða fram. Hann segir að lengi hafí Norðurlandabúar þekkt lítið til íslands." Það hafí breyst við aukin ferðalög þeirra hingað til lands. Aukin ferðalög væru mikilvægur liður í að kynna ísland á Norður- löndunum og Norðurlönd á Is- landi. Norræna félagið rekur nú ferðaþjónustu og nýta á annað þúsund íslendinga sér hana á ári hverju. Sigurður segir að snemma hafí verið farið að halda íslenskar vikur á Norðurlöndunum og þær hafí verið mikilvæg kynning á menningu okkar. Þá nefnir hann að norræn æskulýðsfélög hafí verið stofnuð til að auka þekkingu æskunnar á norrænu samstarfí. Hann segir að heimflutningur handritanna frá Kaupmannahöfn eigi rætur í náinni samvinnu okk- ar við hin Norðurlöndin og þá auðvitað Dani sérstaklega. Sig- urður var sendiherra í Kaup- mannahöfn þegar handritunum var skilað og tók því mikinn þátt í þeirri vinnu. „Heimflutningur handritanna er einn af mestu at- burðunum í norrænu samstarfí og jafnframt eitt af ánægjuleg- Matthías Þórðarson, fyrsti for- maður Norræna félagsins. ustu verkum sem ég hef tekið þátt í enda vakti hann mikinn fögnuð meðal allra íslendinga," segir Sigurður. Hann rifjar það upp að danski menntamálaráð- herrann hefði fært það í tal við sig hvort senda ætti handritin heim með flugvél eða skipi. „Eg sagði hiklaust að þau hefðu farið með skipi og ættu að koma þann- ig til baka. Og það varð niðurstað- an,“ segir Sigurður. Hann kom heim með handritunum ásamt nokkrum leiðtogum danskra stjórnmálamanna. Hann segir að eftir að Íslendingar öðluðust sjálf- stæði hafí þeir ekkert haft um að deila við Dani og að þeir hafí sýnt íslendingum mikinn höfðingsskap við afhendingu handritanna. Og hann segir að það hafí verið Sigurður Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir á sendiherraárunum í Kaupmannahöfn. Haraldur Ólafsson núverandi formaður. reynsla sín sem sendiherra í Dan- mörku að Danir hefðu góðan skilning á málefnum íslands. Sigurður nefnir einnig bygg- ingu Norræna hússins í Reykjavík sem hann segir að sé mjög mikil- væg stofnun fyrir tengsl okkar við hin Norðurlöndin. Skrifstofa Norræna félagsins er í Norræna húsinu og er mikil samvinna þarna á milli, ekki síst um kynningu á norrænni samvinnu út um land. Félagið er þátttakandi í rekstri Norrænu upplýsingaskrifstofunn- ar sem nú er á ísafírði og rekur auk þess svæðisskrifstofu á Akur- eyri. Sigurður tók þátt í að stofna Norðurlandaráð og starfaði mikið innan þess. Hann segir að Norður- landaráð sé bein afleiðing af starfi Norrænu félaganna að ræktun norrænnar samvinnu og hafí ráðið unnið merkilegt starf fyrir öll Norðurlöndin. Bjartsýnn á framtíðina Nú þegar margt bendir til þess að þrjár Norðurlandaþjóðir fari á eftir Dönum inn í Evrópubanda- lagið velta menn fyrir sér framtíð norrænnar samvinnu og þar með starfsemi Norrænu félaganna. Sigurður segist vera bjartsýnn á framtíð norrænu samvinnunnar þrátt fyrir breytt alþjóðleg tengsl þjóðanna, sérstaklega innan Evr- ópu. „En þróunin heldur áfram. Samvinnan hefur breyst frá því upphaflega var til hennar stofnað og má vel vera að hún geri það áfram. Þessi samvinna hefur verið Norðurlandaþjóðunum mikilvæg og ég trúi því að þessar náskyldu þjóðir hafí áfram þörf fyrir að rækta frændskap sinn,“ segir Sig- urður. Sigurður segist alltaf hafa ver- ið mjög hlynntur norrænni sam- vinnu, eins og fram hefur komið í störfum hans. Hann var blaða- maður og ritstjóri Morgunblaðs- ins, var alþingismaður og forseti Neðri deildar Alþingis og síðast sendiherra, meðal annars í Kaup- mannahöfn og Lundúnum. í störf- um sínum að stofnun Norður- landaráðs og innan þess, en Sig- urður var forseti þess og varafor- seti, segist hann hafa haft mjög náið samstarf við stjórnmálamenn á hinum Norðurlöndunum og fjölda annarra Norðurlandabúa. Skapast hefði góður vinskapur sem síðar nýttist vel þegar hann tók við stöðu sendiherra í Kaup- mannahöfn og vann meðal annars að heimflutningi handritanna. Kaffisala til styrktar KFUK í Vindáshlíð KAFFISALA til styrktar starfi KFUK í Vindáshlíð verður haldin í Kristniboðssalnum á Háaleitis- braut 58-60 á morgun, sunnu- dag. Hún hefst kl. 15 og stendur til kl. 18. Sumarstarfí KFUK í Vindáshlíð er lokið að þessu sinni. Dvalarflokk- ar voru ellefu. Aðsókn var mjög góð 0g allir flokkar fullir. í suma flokka komust færri telpur að en vildu. Hver flokkur dvaldi að jafnaði í viku í senn og voru dvalargestir um 650. Á hverju ári er unnið að ýmiss konar verklegum framkvæmdum og endurbótum því á stóru heimili er að mörgu að hyggja. Ungar stúlkur i\jóta veður- blíðu í Vindás- hlíð. Morgunblaðið/Þorkell Bruggaði í bílskúrnum LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á bruggtæki og landa í bíl- skúr í Breiðholti á miðvikudag. Eigandinn, karlmaður á þrítugs- aldri, hefur viðurkennt að hafa undanfarið selt unglingum i Grafarvogi brugg. Auk hans var maður, sem tók þátt í að selja landann, handtekinn. Lögreglan í Breiðholti hafði pata af því að í bílskúr í Hólahverfi væri framleiddur landi, sem væri svo seldur unglingum í Grafarvogi. Lagt var hald á eimingartæki mannsins og um 400 lítrum af gambra var hellt niður. I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.