Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Flug til Bandaríkjanna Flugleiðir sækja um fargjaldalækkun FLUGLEIðlR hafa sótt um heimild stjórnvalda til að lækka far- gjöld í flestum lægri fargjaldaflokkum til Bandaríkjanna frá og með gildistöku vetraráætlunár 26. október. Samkvæmt upplýsing- um frá fyrirtækinu er lækkunin allt að 25% á ódýrustu fargjöld- um. Algeng lækkun er á bilinu 8.400 til 16.500 kr. á farmiða báð- ar leiðir og fer eftir viðkomustöðum. Pétur J. Eiríkssson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiða, segir að með lægri fargjöld- um til Bandaríkjanna sé ætlunin að auka ferðamannastraum vestur og bendir hann á að fargjöld til Bandaríkjanna frá íslandi hafi lík- lega aldrei verið lægri. Jafnframt segir Pétur að lækkunin sé eitt skref í þá átt að draga úr þeim mun sem sé á skráðum fargjöldum milli landanna eftir því hvar þau séu keypt. Súper Apex fargjöld Flugleiða með 45 daga gildistíma lækka mest eða á milli 17 og 25%, þriggja mánaða Apex miðar lækka um 6-19%, engin breyting verður á sex mánaða pex miða og verð á Saga Class miða hækkar um 4% til New York og Baltimore en lækkar um 1,7% til Orlando ef umsókn félags- ins verður smþykkt. Lægsta skráða Súper Apex far- gjald til Bandaríkjanna verður eft- ir 26. október 35.780 kr. og hefur verðið þá lækkað um 8.970 kr. eða 20% milli ára. Gildistími Súper Apex miðans verður einnig rýmkaður úr einum mánuði í einn og hálfan. Ennfremur verður far- þegum í helgarferðum á Súper Apex fargjaldi gefínn kostur á lengri dvöl og sveigjanlegri ferða- tíma fyrir svipað verð. Morgunblaðið/Þorkell Skolplögninni komið fyrir í vikunni var hafist handa við að koma fyrir skolplögn sem liggja á frá útrásarbrunnum á Eiðisgranda 500 metra út í sjó, en skurðgrafa á flotpramma hafði áður grafíð fyrir lögninni. Lögnin var dregin á stað- inn þaðan sem hún var tilbúin á floti inni á Sundum. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 3. OKTÓBER YFIRLIT: Skammt suður af landinu er allvíðáttumikil 990 mb lægö sem þokast austsuðaustur og við Nýfundnaland er vaxandi lægð sem þok- ast norður og síðan norðaustur og verður hennar farið að gæta hér við land síðdegis á morgun. SPÁ: Hæg breytileg átt og léttskýjað um morguninn, þykknar upp vestan- lands þegar líður á daginn með vaxandi suð- og suðaustan átt. Sunnan- kaidi eða stinningskaldi og fer að rigna vestanlands um kvöldið. Hlýtt íveðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan og suðvestan átt sums staðar, strekking- ur vestan og skúrir sunnanlands og vestan en skýjað og þurrt austan og noröaustan til. Hlýtt í veðri. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg breytileg vestlæg átt. Smáskúrir eða súld við vesturströndina, þurrt og víða léttskýjað. Svalt og hætt við næturfrosti. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r * / * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heilfjöðurerZvindstig.j 10° Hitastig V Súld = Þoka FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Sumarfæri er á öllum helatu þjóðvegum landsins. Ekki er vitað um færð á hálendisvegum á norðanverðu landinu. Má þar nefna Sprengisands- veg, norðanverðan, Eyjafjarðarleiö, Skagafjarðarleið og Kverkfjallaleið. Kjalvegur og Fjallabaksleiðir, nyrðri og syðri, eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91 -631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Wti veður Akureyri 10 skýjað Reykjavfk 10 rigning Bergen 13 skýjað Helalnkl 5 akýjað Kaupmannahöfn 13 skýjað Narssarssueq 4 léttskýjað Nuuk 4 iéttskýjað Oaló 11 léttskýjað Stokkhólmur 10 hólfskýjað Þórahöfn 10 súld Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 15 skýjað Barcefona 22 þokumóða Berlín 15 háHskýjað Chicago ð léttskýjað Feneyfar 21 skýjað Frankfurt 15 mistur Glasgow 12 rignlng Hamborg 14 alskýjað London 1B skýjað Los Angeles 17 léttskýjað Lúxemborg 13 skýjað Madrid 24 mistur Malaga 25 hálfskýjað Mallorca 26 skýjað Montreal 12 Skýjað NewYork 12 heiðskírt Orlando vantar Peria 17 skýjað Madeira 23 hálfskýjað Róm 25 háHskýjað Vín 17 háHskýjað Washington 8 heiðskírt Winnipeg 0 heiðskfrt Heimild: Veðurstofa islands ' (Byggt á veðurspá kt. 16.16 igær) íDAG kl. 12.00 50-60 lúsatilfelli á hverjum vetri - segir Skúli Johnsen, héraðslæknir sambandi benti hann á að heimilis- aðstæður margra barna hefðu hefðu ekki farið batnandi með árunum. ----♦-------- Skjálftahrina á Suðurlandi Á ÞRIÐJA tug skjálfta höfðu mælst um miðjan dag í gær á Suðuriandi, en jarðskjálfta- hrina hófst á þessum slóðum sl. fimmtudagskvöld. Upptök skjálftanna voru í Hellisheiði og Skálafelli. Sterkastir urðu jarðskjálftarnir upp úr kl. 2 aðfaranótt föstudags- ins og mældist sá stærsti 2,6 stig á Richterkvarða. Upp úr hádegi í gær mældust nokkrir litlir skjálftar skammt suð- ur af Ingólfsfjalli. Að sögn Ragn- ars Stefánssonar jarðeðlisfræð- ings er þessi jarðskjálftahrina ekki til vitnis um óvenjulega virkni á þessum svæðum. Karen Agnete Þór- arinsson látin KAREN Agnete Þórarinsson, listmálari, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. október sl., 88 ára að aldri. Karen fæddist 28. desember árið 1903 í Kaupmannahöfn. Hún stundaði nám í Rannove’s Tegne- skole, Carla Collsmann’s Maler- skoler og Akademiet for de skönne Kunster í Kaupmannahöfn en það- an brautskráðist hún árið 1929. Sama ár kom Karen til íslands. Hún var búsett í Ásbyrgi í N.-Þing- eyjarsýslu til ársins 1938 en eftir það í Reykjavík. Karen hefur starfað sem listmál- ari og tekið þátt í fjölmörgum sýn- ingum, samsýningum og einkasýn- ingum, bæði hérlendis og erlendis. Eiginmaður Karenar var Sveinn Þórarinsson listmálari. Hann lést árið 1977. Karen Agnete Þórarinsson SKÚLI Johnsen, héraðslæknir í Reykjavík, segir að 50-60 lúsa- tilfelli komi upp í grunnskólum landsins á hveijum vetri. Hann segir að þegar lúsatilfelli komi upp í bekk sé eðlilegt að beina því til foreldra að allir í fjöl- skyldunni séu þvegnir með lúsa- sjampói. Skúli lagði áherslu á að ef lús fyndist í bekkjardeild væri ekki nóg að allir í bekknum væru kembdir með lúsakambi. Eðlileg framvinda væri að bömin væru skoðuð og send heim með beiðni um að allir í fjölskyldunni yrðu þvegnir með sérstöku lúsasjampói. Réði það niðurlögum bæði nita og lúsa og ætti ein meðferð að duga. Aðspurður sagði Skúli að síðast- liðin 12-14 ár hefði lús að jafnaði komið fram í 6-8 grunnskólum á hverju hausti. Um er að ræða 50-60 tilfelli í grunnskólum lands- ins á hveijum vetri. Skúli sagði að hér væri kannski ekki um stór- mál að ræða en vekti alltaf at- hygli þar sem fólk tengdi lús við sóðaskap enda kæmi hún upp vegna skorts á hreinlæti. í því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.