Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 STEINAR WAAGE AD AM lifir enn Nýútkomnar bækur Út er komin í kiljubroti hjá Máli og menningu bókin í Dyflinni eftir írska rithöfundinn James Joyce (1882-1941). Þetta er safn smá- sagna sem höfundur samdi rúmlega tvítugur. Sigurður A. Magnússon þýddi verkið og ritaði formála fyrir því. íslenska þýðingin kom fyrst út árið 1982. Bókin er 227 blaðsíður, prentuð í Skotlandi og kostar 690 krónur. íslenski kiijuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur: Hvers- dagshöllin er skáldsaga eftir Pétur Gunnarsson. Þessi bók er fimmta skáldsaga höfundar og kom fyrst út árið 1990. Bókin er 203 blaðsíður og kostar 790 krónur. Innstu myrk- ur er skáldsaga eftir Joseph Conrad og kom fyrst út á frummál- inu árið 1902. Sverrir Hólmarsson þýddi bókina sem er 138 blaðsíður og kostar 690 krónur. Barnið á að sofna er spennusaga eftir danska höfundinn Kirsten Holst. Sverrir Hóimarsson þýddi bókina sem er 182 blaðsíður og kostar 690 krón- ur. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni, Egilsgötu 3, Veltusundi Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 21212 sími 689212 Smíðaverkstæðið Breskt verðlaunaleikrit Miron Grindea ritstjóri eins langlífasta o g sérstæðasta listatímarits sem gefið er út í Bretlandi sama ár. Nokkru seinna barst póst- kort frá bókmenntagagnrýanda í Kaliforníu í Bandaríkjunum með eft- irfarandi utanáskrift: Mr. Winston Churchill, c/o ADAM bókmennta- tímarit. Sennilega hefur þessi bók- menntagagnrýnandi verið einn af fáum í veröldinni á þessum árum sem ekki vissi hver Winston Churc- hill var. En ég var í óskaplegum vandræðum með kortið en sendi það á endanum áfram í Downingstræti 10 í þeirri von að forsætisráðherrann hefði húmor fyrir þessu.“ Það væri efni í sérstakan pistil að telja upp allan þann aragrúa höf- unda, greina, ljóða og smásagna sem birst hafa í þeim nær 500 heftum af ADAM sem komin eru út. Örstutt- ur úrdráttur gæti þó gefið hugmynd um hvað ADAM hefur staðið fyrir. Þarna hafa birst verk eftir Tsékov, Joyce, Wells, Cocteau,Picasso, Aud- en, Laxnes, Robert Graves, Sartre, Greene, Eliot, Neruda, Strindberg, o.fl. o. fl. Mörg heftanna hafa einn- ig verið tileinkuð ákveðnum höfundi t.a.m. Balsac, Hugo, Tolstoy og Pro- ust. Þá hafa einstök hefti verið kynn- ing á bókmenntum ákveðinna þjóða s.s. Svíþjóð, Frakklandi, Englandi og í vændum eru tvö hefti tileinkuð Noregi og Finnlandi. Hér má geta þess að í hefti frá árinu 1975 er hluti þess helgaður íslandi. Þar er birt grein eftir Halldór Laxnes, smá- saga eftir Svövu Jakobsdóttur, ljóð eftir Guðmund Böðvarsson og Stein Steinarr ásamt grein eftir Regis Boyer um ljóðli'st Stefáns Harðar Grímssonar. Miron segist einmitt vera staddur á íslandi, meðfram í þeim tilgangi að safna efni í sér- prent með íslenskri nútímaljóðlist. „Eg vildi gjarnan hitta gamla kunningja mína úr íslenskri rithöf- undastétt og kynnast því sem er gerast í íslenskum skáldskap. Von- andi fæ ég tækifæri til þess áður en dvöl minni hér á landi lýkur. HS NÚ STENDUR fyrir dyrum fyrsta frumsýning leikársins á Smíðaverkstæði Þjóðleihússins. Verkið hefur hlotið titilinn Stræti í þýðingu Arna Ibsen, höfundur er Jim Cartwright og Ieikstjóri er Guðjón Pedersen. Leikendur eru Baltasar Kor- mákur, Edda Heiðrún Back- mann, Halldóra Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Krist- björg Kjeld, Róbert Arnfinns- son og Þór H. Túliníus. í Stræti leiðir drykkjusvolinn Scullery áhorfendur um stræti fátækrahverfis og kynnir íbúa götunnar til sögunnar hvern af öðrum. Höfundurinn Jim Cartwright er komungur. Stræti er fyrsta leikrit hans og var frumsýnt í London 1986. Það vakti gífurlega athygli og sópaði til sín öllum helstu verðlaunum það árið. Cartwright hætti snemma skóla- göngu og hóf störf í verksmiðju, stundaði margvíslega vinnu um hríð uns hann gerðist leikari og starfaði þá m.a. við það ásamt vinum sínum að sýna leikrit í heimahúsum eftir pöntun. Hann lét sig dreyma um að verða leik- skáld, var sífellt að skrifa eitthvað og fór loks á fund forráðamanna Royal Court leikhússins í i/indon HINGAÐ til lands kom merkilegur gestur á dögunum þótt lítið færi fyrir heimsókninni. Gesturinn er Miron Grindea, rúmenskur að upp- runa, en búsettur í Englandi frá 1939. Miron Grindea hefur frá árinu 1941 haldið úti bókmenntatímaritinu ADAM, sem vafalaust verður að teljast eitt af merkilegri ritum um bókmenntir sem gefin eru út í Evrópu. Enn merkilegra verður það fyrir þær sakir að ritstjórinn sér alfarið einn um útgáfuna og þrátt fyrir háan aldur, 83 ára, heldur hann enn áfram ótrauður og hefur ekki misst úr tölublað. Á sama tíma hafa önnur tímarit fæðst og lognast útaf, þrátt fyrir stór orð og fögur fyrirheit. Heiti tímaritsins er snjallt; þáð er einfaldlega skammstöfun á orðunum Arts, Drama, Architecture, Music. Um leið felur það í sér dýpri merk- ingu sem Miron segir sjálfur að geti sem best vísað á uppruna mannsins og erfðasyndina. Hvorutveggja tengir nafnið við löngun mannsand- ans til listsköpunar og til að njóta lista; hún hefur fylgt manninum frá upphafi og valdið svipuðum þjáning- um og gleði og erfðasyndin sjálf. Kannski er listsköpunin sprottin af sömu rót og hortugheit Adams við skapara sinn þegar hann tók þá sjálfstæðu ákvörðun að bíta í eplið. Miron rifjar upp fyrirspurn frá rithöfundinum H.G. Wells sem lagði til fyrstu greinina í fyrsta tölublað ADAMS. Wells spurði: „Heyrðu ann- ars, hvað þýðir ADAM?“ Þegar hann hafði heyrt skýringuna svaraði hann um hæl: „Nú jæja, ef ADAM táknar manninn og erfðasyndina þá stend ég rneð þér.“ Útgáfa þessa litla tímarits hefur í gegnum 50 ára sögu sína þurft mikið á slíkum stuðningi að halda. List í Hafnarborg í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, er síðasta sýningarhelgi á verkum norska listmálarans Káre Tveter. Og myndlist- arsýningin „Cuxhaven í ljósi listarinnar" var opnuð í Sverrissal 29. september. Sýningu Káre Tveter lýkur 5. október. Myndefnið sækir listamað- urinn til Svalbarða og í norsku skóg- ana. Til sýnis eru 59 verk, olíumál- verk, Vatnslitamyndir og silkiþrykk, en einu verkin til sölu eru fjórar silki- þrykkmyndir í möppu. Norska sendiráðið beitti sér fyrir að sýningin kæmi hingað og hún er sett upp í samvinnu við Hafnarborg. Sýningin verður opin kl. 12-18 dag- lega fram á mánudag. Myndlistarsýningin „Cuxhaven í ljósi listarinnar" var opnuð í Sverr- issal í Hafnarborg sl. þriðjudag. Þýska borgin Cuxhaven er vinabær Hafnarfjarðar og flest verkin eru í eigu listasafnsins þar, en nokkur eru í eignaeign. A sýningunni eru verk eftir marga listamenn sem allir eiga það sameig- inlegt að vera frá Cuxhaven eða tengjast borginni á einhvem hátt. Myndefnið er sótt til Cuxhaven og nánasta umhverfis. Sýningin er liður í þýskri menn- ingarviku, en 40 ár em liðin síðan ísland og Þýskaland tóku upp stjóm- málasamband. Fjöldi dagskráratriða munu tengjast hátíðinni bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Sýningin er opin til 19. október frá kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. (Fréttatílkynning) í stuttri grein sem Miron Grindea skrifaði um líf og sögu ADAMS til ársins 1979 kemur fram að oftar en ekki hefur hvert hefti komið út með það í faramesti að vera hið síð- asta. Þó hefur alltaf annað hefti bæst við. Ýmsum er þessi þraut- seigja óskiljanleg en þeir eru vafa- laust fleiri sem láta sig það engu skipta. Skáldið T.S. Eliot viður- kenndi fúslega óraunsæi sitt þegar hann lét í ljósi þá ósk að á Bret- landi gæti þrifist gott bókmennta- tímarit sem nyti þess öryggis að hafa ekki færri en 2000 áskrifend- ur. ADAM hefur aldrei náð áskrif- endafjölda sínum yfír 1000 og ritið er prentað í 1500-1800 eintökum. „Ég hef aldrei Iitið á þessa útgáfu sem happdrætti, né heldur hef ég sóst eftir áhrifum. Það sem heldur mér við efnið er möguleikinn að uppgötva nýjar raddir - ný skáld,“ segir Miron. Allt þetta kemur upp í hugann þegar setið er andspænis manni sem Miron Grindea sem hefur helgað líf sitt listunum sem auðmjúkur þjónn; en um leið ber hann það með sér að vera tilbúinn til að svífast einskis í því að tryggja hugsjón sinni sem mestan framgang. Andstæðurnar blasa því við manni við fyrstu kynni; yfírlætislaus, aldraður maður, greinilega laus við allan ytri hé- góma, sem ber ekki utaná sér að hafa hlotið æðstu viðurkenningar breska og franska ríkisins fyrir stuðning sinn við bókmenntir 20. aldarinnar, sem og viðurkenningu Sænsku- akademíunnar. Hann ber það heldur ekki utan á sér að hafa haft persónuleg kynni af og átt stór- an þátt í að koma á framfæri mörg- um helstu skáldjöfrum aldarinnar í evrópskum bókmenntum. Hann er ýtinn og ákveðinn þegar um það er að ræða að koma ADAM á fram- færi, en tilgangurinn er fyllilega réttlætanlegur og um leið ein skýr- ingin á því hvers vegna ADAM hef- ur ekki löngu lagt upp laupana. „Ég var á ferðalagi með konu minni, Carolu Grindeu píanóleikara, í London þann 1. september 1939 þegar Hitler réðst inn í Pólland. Við ákváðum að halda kyrru fyrir í Lond- on og höfum verið búsett þar síð- an,“ segir Miron og bætir því við að þá hafi hann ekki kunnað stakt Morgunblaðið/Kristinn Miron Grindea, ritstjóri bresk/franska listatímaritsins ADAMS. orð í ensku. „Ég talaði bara frönsku og rúmensku.“ Miron hafði á þessum tíma getið sér gott orð sem tónlistar- gagnrýnandi auk.bókmenntaumfjöll- unar, en það er til marks um kapp- semi hans að tæpum tveimur árum seinna hóf ADAM göngu sína; tíma- rit um bókmenntir, leiklist, bygging- arlist og tónlist sem birtir allt efni sitt á bæði ensku og frönsku. Sá siður hefur haldist síðan og skapað ADAM sérstöðu auk alls annars sem sker tímaritið úr. Ein lítil saga sem Miron heldur greinilega mikið uppá er eftirfar- andi. „Arið 1946 bað ég Winston Churchill forsætisráðherra leyfis að mega birta grein hans um Georg Bernard Shaw er hann hafði ritað talsvert löngu áður. Leyfið var góð- fúslega veitt og greinin birtist þetta Sígildir herraskór með golfmunstrí í svörtu. Stærðir 40-46. Glansandi fallegir, svartir herraskór i amerískum stíl. Stærðir 40-46. MorgunDiaoio/Arm sæoerg Halldóra Björnsdóttir, Edda Heiðrún Backmann og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum í Stræti. með nokkur laustengd drög að leikriti. Þar leist mönnum nógu vel á hugmyndir hans til að styðja við bakið á höfundinum og úr varð verkið sem hér um ræðir; Stræti. Auk þeirra sem þegar eru nefndir er leikmynd í höndum Grétars Reynissonar, búninga- hönnuður er Helga Stefánsdóttir og ljósameistari Björn B. Guð- mundsson. Frumsýning á Smíða- verkstæðinu verður fimmtudag- inn 8. okóber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.