Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 flggMflfl „ég haeJcko- þig um !oþúsund" Hæ, þú! Börn mega ekki sitja í framsæti. BRÉF ITL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Við ferðumst um heiminn Frá Jóhanni Jakobssyni: Servas-samtökin eru alþjóðleg samtök fólks sem vilja styðja að auknum skilningi milli einstakl- inga og þjóða, styrkja tengsl og vinna gegn hleypidómum og van- þekkingu. Servas eru borin uppi af fjölda einstaklinga, sem með opnum huga leitast við að hjálpa og miðla upplýsingum til erlendra gesta er að garði ber. Servas-félagar bjóða aðstoð og fyrirgreiðslu, þar á meðal gistingu á eigin heimilum, ef aðstaða er til þess. Þessi fyrirgreiðsla er að jafn- aði gagnkvæm. Servas-félagi lið- sinnir með því að mæta fólkinu, ræða við það og veita því upplýs- ingar og þannig auðvelda því að kynnast menningu þjóðarinnar og umhverfinu sem við hrærumst í. Viðkomandi öðlast um leið kynni af menningu og viðhorfum gests- ins. Kynnin og ánægjan verða gagnkvæm. Servas-félagar eru skráðir hjá samtökunum í viðkomandi landi. Þetta býður upp á mikla möguleika fyrir ferðafólk til að kynnast öðr- um vítt um heimsbyggðina, en Servas starfar í flestum löndum heims. Servas hefir ráðgefandi stöðu og viðurkenningu sem al- þjóðlegur félagsskapur hjá Félags- málaráði Sameinuðu þjóðanna (UN Economic and Social Couns- i».. . A Islandi eru nú starfandi fjórir félagar, tveir á Reykjavíkursvæð- inu og tveir norðanlands. Við vilj- um vekja athygli á þessu starfí. Starfíð laðar að, veitir ánægju, skapar kynni, leiðir til vináttu- tengsla og það virkar gagn- kvæmt. Þeir sem láta í té aðstoð geta notið aðstoðar fyrri gistivina og annarra félaga samtakanna vítt um veröldina. JÓHANN JAKOBSSON, Stekkjarhvammi 74, Hafnarfirði. Atvinnu- leysi á Suð- urnesjum Frá Rannveigv Tryggvadóttur: Fjögur til sex hundruð manns munu nú atvinnulaus á Suðurnesj- um. í vikunni var svo 45 manns sagt upp störfum hjá Skipasmíðá- stöð Njarðvíkur. Frá þessu var greint í sjónvarpsfréttum 30. sept- ember og jafnframt greint frá því að í heilt ár hefðu forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja beðið eftir svari íslenskra stjómvalda við því, hvort þeim munu heimilt að setja lítt eða ekki mengandi iðnfyrirtæki á stofn á væntanlegu fríhafnar- svæði í Keflavík. Áður hafði ég heyrt það, einnig í sjónvarpsfrétt- um, að heimamenn séu mjög áhugasamir um að samningar tak- ist við þessi fyrirtæki og bentu þeir sérstaklega á ónotað iðnaðar- húsnæði á staðnum, þar sem allri starfsemi hefur verið hætt. Hvað veldur seinaganginum í svo brýnu máli? RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. HEILRÆÐI Það er gaman að gramsa í handtöskum - í þeim leynast oft miklar hættur! RAUÐI KROSS ÍSLANDS HÖGNI HREKKVÍSI „HANN VELTIR HENWI &CK1 EF HONUAI LÍICAR /HATseolLUMN. ___________________________________ Víkveiji skrifar Um 6 til 7 prósent íslendinga eru haldnir ofnæmi. Þeir hafa ofnæmi fyrir frjókornum og ryki margir hveijir. Þetta er sjúkdómur, sem herjar hvað harðast yfir há- sumarið, þegar loftið fyllist af fijó- komum. Þá lýður þessu fólki, sem haldið er þessum sjúkdómi yfirleitt illa og það verður að taka lyf til þess að hafast við. Eins og áður sagði er ryk einnig mikill ofnæmisvaldur og þegar ljóst er að svo hátt hlutfall fólks er hald- ið þessum sjúkdómi, er óskiljanlegt, að skólayfirvöld skuli teppaleggja skóla. Einn slíkur er t.d. Fossvogs- skóli og þegar teppi verða gömul, fyllast þau af ryki. Það er því aug- ljóst að þeir nemendur, sem haldnir eru ofnæmi, hljóta að finna fyrir þessu í skólanum og þyrfti í raun að kanna, hvort árangur ofnæmis- sjúkra barna í slíkum skólum er lakari en annarra. Raunvísindastofnun Háskólans hefur hins vegar hafíð frjómælingar í lofti yfir sumarmánuðina og er það vel, svo að menn geti áttað sig á því hvenær fijómagn er í hámarki. xxx Islandsbanki hefur ákveðið að árlega verði einn dagur í bank- anum reyklaus og var það dagurinn í fyrradag, hinn 1. október. Tak- markið er að bankinn verðu algjör- lega reyklaus um aldamótin eða árið 2000. í bankanum hefur staðið yfir sérstakt átak til þess að draga úr reykingum starfsfólks og hefur það haft þau áhrif að reykingafólki meðal starfsfólks hefur fækkað um 3 til 5% frá því er átakið hófst. Hinn 1. október var sérstaklega valinn með tilliti til þess að í alman- aki íslandsbanka stendur einmitt við daginn 1. október: „Að anda að sér fersku lofti er lífsnauðsyn og hluti af heilbrigðu líferni. Með því að hætta reykingum bætum við heilsuna, umhverfið verður hreinna og andrúmsloftið betra. Njótum öll reyklauss lífs, innan dyra sem ut- an.“ xxx Fjárskortur ríkisins er alltaf jafn mikill og ríkiskassinn tómur. Þetta er viðvarandi vandi, sem eng- inn fjármálaráðherra hefur getað leyst. Víkveiji var á dögunum að fletta fréttabréfí Starfsmannafé- lags ríkisstofnana og rakst þar á viðtal við mann, sem hefur ráð undir rifi hveiju. Hann heitir Jó- hannes Jóhannesson og er rann- sóknarfulltrúi hjá Rannsóknardeild Ríkisskattstjóra. Fyrirsögnin á við- talinu er: „Get bent Friðrik á það hvar peningarnir eru“. í viðtalinu segir, að eitt af því sem Jóhannes sinni í sambandi við vinnu sína sé að skoða skattskil fyrirtækja. Síðan segir hann: „Það eru nógir peningar til í þjóðfélaginu, og ég get alveg bent Friðrik á hvert hann ætti að sækja þá.“ Þá höfum við það, nú þurfa að- eins Friðrik og Jóhannes að ná sam- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.