Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Engan skatt á grunn menningarinnar eftir Gísla Sigurðsson í okkar heimshluta hefur tekist mjög víðtæk samstaða um að þeir sem fara með ríkisvaldið beri ábyrgð á því að sameiginlegir sjóð- ir þegnanna séu notaðir til að að- stoða hjálparvana einstaklinga og jafna lífskjör með því að veita opin- beru fé til heilbrigðis- og mennta- mála. Þetta er gert í mismiklum mæli eftir löndum en hér á landi vilja allir stjómmálaflokkar eigna sér hlut í að hafa byggt upp heil- brigðis- og menntakerfí sem þegn- amir greiða fyrir með réttlátum sköttum eftir efnahag. Þannig höf- um við borgað það sem kerfíð kost- ar en ekki haldið uppi neinum aðal- hluthöfum eða auglýsingastarf- semi um að koma í skurð á Lansan- um þar sem þjónustan er persónu- leg, maturinn lostæti og stofumar rúmgóðar með litasjónvarpi, mynd- bandi, geislaspilara og innan við 3% dánartíðni. (Að vísu hafa heyrst raddir um að einkavæða þessa starfsemi en svo virðist sem þær hafí nú þagnað inná launþegaskrá íslenska ríkisins.) Órofa samstaða um að styrkja menninguna Hér á landi hafa líka allir verið sammála - þó að þeir hafí klofnað í fylkingar í helstu deilumálum þjóðarinnar, s.s. hemum, bjómum, Evrópusammnanum, kirkjubygg- ingum, Nató og hundahaldi í Reykjavík, um að handhafar ríkis- valdsins beri ábyrgð á að því fé sem landsmenn leggja til hliðar með skattgreiðslum sé m.a. veitt til styrktar því sem kallað er ís- lensk menning og getur verið nán- ast allt sem fólk tekur sér fyrir hendur á íslandi og talar nú um á íslensku. í tíð þeirrar ríkisstjómar sem nú situr bregður svo við að það er eins og einhver óminnishegri hafi tekið að þmma yfír þeim sem þjóðin hefur falið að sjá um sam- eiginleg fjármál sín. Það er eins og þeir gumar sem láta hegrann þann stela sínu geði hafí gleymt því að við viljum nota skattkerfíð til að leggja til hliðar fyrir lífsnauð- synjum, og láta þá jeppana, raf- magnstækin, vélsleðana, sumarbú- staðina og byssumar bíða þegar illar árar. Ein þeirra lífsnauðsynja er ís- lensk menning. Hún ein gerir það að verkum að landið er ekki bara verstöð, sumarbústaðaland og ijallaferðaparadís, heldur byggileg fyrir fjölskyldur allan ársins hring. íslensk menning veldur því að Is- lendingar sem hafa hlotið ágæta menntun og tilboð um vel launuð störf og aðstoðarfólk í útlöndum vilja fyrir alla muni setjast að ein- mitt hér útí miðju Atlantshafi, í kuldanum, skammdeginu og mela- gróðrinum, bara ef þeir fá einhver svolítil lúsarlaun til að sinna því sem þeir hafa þjálfað sig til á kostnað erlendra háskóla. Þá geta „Og við erum jafnframt öll sammála um að sú starfsemi sem er vaxt- arbroddur menningar- innar getur aldrei orðið gróðastarfsemi sem skilar arði og þolir skattheimtu.“ bömin þeirra lært íslensku og horft á fjöllin, gengið með Tjörninni eða upp Bergþórugötuna, farið í sveit- ina og vakað í nóttlausri voraldar veröld með þeim sem þau elska þannig að þeirra börn haldi áfram að fínna til sömu kenndar og löng- unar að halda áfram þessu striti áfram einmitt hér. Og einmitt á þessu máli sem við höfum lesið og skrifað lítið breytt frá því á 12. öld. Um leið og við böðum okkur í fortíðinni og náttúrufegurðinni verðum við og það fólk sem bygg- ir landið að okkur gengnum að takast á við samtímann, fylgjast Gísli Sigurðsson með og skrifa um hvaðeina á okk- ar máli, til að okkar mál sé mál meðal mála og okkar menning geti talist sjálfstæð menning. Þessi markmið erum við öll sammála um. Og við erum jafnframt öll sam- mála um að sú starfsemi sem er vaxtarbroddur menningarinnar getur aldrei orðið gróðastarfsemi sem skilar arði og þolir skatt- heimtu. Vísindi og fræði þurfa opinberan menningarsjóð Sá vaxtarbroddur sem er hvað ógróðavænlegastur er útgáfa fræðirita um grunnrannsóknir á íslandi. Útgáfa af því tagi mun aldrei standa undir sér og hlýtur að verða kostuð með öðru en tekj- um af sölu á fyrsta jólabókamark- aði. Samt er sú útgáfa, eða öllu heldur sú vísindastarfsemi sem liggur að baki útgáfunni, algjör forsenda þess að hægt sé að halda uppi íslenskri menningu og mennt- un í samfélagi þjóðanna. Þannig er arðbært að fjárfesta í vísinda- og fræðistörfum sé reiknað með tölum þjóðarbúsins þó að fjárhagur einstaklings tæki fljótt mikla dýfu ef hann ætti að standa undir þeim hjálparlaust. Þess vegna er tóm vitleysa að ætla að reýna að ná inn opinberum gjöldum af íslenskum fræðiritum. Hinir öldruðu ráðamenn hljóta því að endurheimta geð sitt og leggja þau áform til hliðar en taka þess í stað þá viturlegu ákvörðun í ljósi ábyrgðar sinnar að efla menn- ingarsjóð að nýju með almannafé, skipa stjórn hans með líkum hætti og vísindaráð og fela henni úthluta fé úr sjóðnum til fræðilegra og/eða menningarlegra útgáfuverkefna - og láta sér aldrei framar detta í hug að hægt sé að skattleggja slíka útgáfu. Höfundur er sérfræðingur & Stofnun Árna Magnússonar. Bundið slitlag frá Þingvallavegi austur að Gullfossi og Geysi eftir Berg G. Gíslason Um langa hríð hef ég talið það mikið nauðsynjamál að ráðist yrði í að leggja bundið slitlag í áfram- haldi af Þingvallavegi, yfir Lyng- dalsheiði, austur að Geysi og Gull- fossi. Tel ég að ástand vegarins á stórum köflum þessarar fögru leið- ar, sé með þeim hætti, að þeir sem hana aka, fái alls ekki notið þeirr- ar náttúrufegurðar sem hún hefur upp á að bjóða. Ætti það að verða forgangsverkefni, í þeim tilgangi að bæta þá atvinnugrein sem hvað mesta möguleika virðist hafa til þess að vaxa og dafna - þar á ég að sjálfsögðu við ferðaþjónustuna. Helstu rök mín fyrir því að gera beri slíkar vegaframkvæmdir að forgangsverkefni eru eftirfarandi: 1. Leið þessi þykir ein hin feg- ursta á Suðurlandi og var hún m.a. valin þegar Friðrik VIII. fÁST AÐESN “að er opið alla helgina hjá okkur í Habitat-húsinu. Allt vandaðar vörur sem fást aðeins í Habitat. Hereford-borðin fást með viðar- eða marmaraplötu. Verð m/viðarplötu kr. 34.485,- stgr. og m/marmaraplötu kr. 40.755,- stgr. Athugið! Nýr glæsilegur myndalisti fæst nú í verslun okkar á kr. 200,-. Vörur í versluninni, sem bera þetta merki, eru á sérstöku tilboöi sem vert er aö athuga! MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA KL. 1.0.00 - 18.00 i DAG, LAUGARDAG KL. 10.00 • 17.00 OG Á MORGUN SUNNUDAG KL. 13.00 - 16.00 Q BÍLASTÆÐI Næg biiastæöi á Bergstööum (bilageymsluhús) á horni Skóla- vöröustigs og Bergstaöastrætis. habitat E Danakonungur kom til íslands árið 1907 og fór þá ásamt föruneyti um Gjábakkahraun sunnan Reyð- arbarms um Laugardalsvelli. 2. Þessi leið austur til Geysis frá Reykjavík er um 20 kílómetrum styttri en aðrar leiðir austur og tel ég það sjálfsagt réttlætismál að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir eigi þess kost að komast stystu leiðina frá Reykjavík aust- ur, á sem bestum vegi. 3. Umferðarþungi á Suðurlands- vegi, þjóðvegi númer eitt. er þegar orðinn of mikill. Með lagningu bundins slitlags yfir Lyngdalsheiði væri hægt að draga stórlega úr umferðarálagi á Suðurlandsvegi, draga úr slysahættu og gera skemmtiferðamönnum kleift að ferðast austur, án þess að heftast í bílalestum þunglamalegra vöru- flutningabifreiða. 4. Stór, erlend farþegaskip munu innan skamms leggjast að bryggju í miðri Reykjavíkurborg. Það væri mikill aðstöðumunur að geta boðið erlendu ferðamönnun- um upp í langferðabílana á hafnar- bakka og aka með þá á bundnu slitlagi um Þingvelli og áfram aust- ur. Að austurferð lokinni mætti skila ánægðum ferðalöngum í mið- borg Reykjavíkur, þar sem fjöldi kaffíhúsa og verslana byði þeim upp á þjónustu sína. 5. Þessir erlendu ferðamenn virðast leggja hvað mest upp úr því að fá að sjá sjóðandi vatn í jörðu, ásamt tilheyrandi gufu, vella upp úr iðrum jarðar, þ.e.a.s. hveri og auðvitað skipar Geysir þar al- gjöra sérstöðu - hverinn sem ljáð hefur enskri tungu nafn sitt. Ferðamennirnir gera þá sjálfsögðu kröfu að ferðast í þægilegum og hreinlegum bifreiðum á áfanga- staði sína, en það er á hinn bóginn „Ég beini því til réttra yfirvalda að þau endur- skoði forgangsröð verkefna, þegar ákvarðanir um næstu vegaframkvæmdir verða teknar.“ alveg undir hælinn lagt og fer eft- ir veðri og ástandi moldarveganna hvetju sinni, hversu mikils útsýnis þeir fá notið út um bílrúðurnar á ferðum sínum. 6. Slík lagning bundins slitlags myndi auðvelda samgöngur úr uppsveitum Suðurlands til Vestur- og Norðurlands og jafnframt minnka álagið á Suðurlandsvegi. Umferð um þessa leið er ekki nema um 250 bílar á dag, en fjöldi bif- reiða myndi fljótlega stóraukast. 7. Við komuna til Keflavíkur- flugvallar kynnast erlendir flugfar- þegar strax fallegri flughöfn - Leifsstöð. En hvað tekur svo við? Rándýrar veitingar og ferðalög upp á „Safari stíl“. Getum við ekki boðið betur? Auðvitað eru slíkar fram- kvæmdir aðeins áfangi að stærri og meiri vegaumbótum. Það er ekki síður brýnt að huga að lagn- ingu bundins slitlags alla leið frá Akureyri austur til Mývatns. Ég beini því til réttra yfirvalda að þau endurskoði forgangsröð verkefna, þegar ákvarðanir um næstu vega- framkvæmdir verða teknar. Höfundur er stuðningsmaður bættra samgangna í lofti, á láði og legi. LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870 Fyrirlestur um vetni sem framtíðareldsneyti PRÓFESSOR Bragi Árnason tengslum við vetnissýninguna sem flytur almennan fyrirlestur um nú stendur yfir í Háskólabíói, verð- efnið Er vetni framtiðarelds- ur í Háskólabíói á morgun, sunnu- neyti íslendinga? daginn 4. október, kl. 15 í sal 3 Fyrirlesturinn, sem fluttur er í og er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.