Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 19 Afmæliskveðja Björgvin Schram stórkaupmaður Einn þekktasti knattspyrnumaður á fyrri hluta aldarinnar og forystu- maður knattspyrnuhreyfingarinnar á síðari hluta þessarar aldar verður áttræður í dag. En það er góðvinur minn og samheiji Björgvin Schram, stórkaupmaður. Björgvin ólst upp í vesturbænum og var því sjálfgert að hann gengi í KR á unga aldri. Foreldrar hans voru Ellert K. Schram, skipstjóri og Magdalena Árnadóttir. Bjuggu þau lengi við Stýrimannastíginn, en það- an var stutt fyrir Björgvin að sækja á túnin fyrir ofan, en þar léku þá drengir í vesturbænum knattspyrnu alla daga. Björgvin fór ungur að sækja æf- ingar í KR og fékk þar leiðsögn hins þekkta þjálfara félagsins, Guðmund- ar Ólafssonar. Hann sá strax hvað í þessum unga manni bjó og setti hann 12 áragamlan í 3. flokk félags- ins til keppni. Þar með var ferill hans markaður á knattspyrnuvellin- um, því á fáum árum vann hann sig upp í meistaraflokk félagsins, þar sem hann lék í samtals 12 ár eða fram til ársins 1943. Björgvin stundaði nám í Verslun- arskóla íslands, en fór síðan til Lond- on og hóf þar um tíma framhalds- nám í verslunarfræðum. Þá var hann komin á hátind_ knattspyrnuferils síns hér heima. Á námstíma sínum æfði hann eitthvað knattspyrnu með enskum liðum. Það var strax tekið eftir frábærri leikni hans með knött- inn. Fljótlega var honum boðið að gerast atvinnumaður í knattspyrnu með frægum liðum í London. Björg- vin lét ekki glepjast af gylliboðum og tjáði bjóðendum að hann færi heim að námi loknu og mundi halda áfram að leika með sínu gamla fé- lagi. Það var gæfuspor, sem hann tók fyrir íslenska kanttspyrnu. Eftir að Björgvin kom heim frá námi vann hann fyrst um sinn hjá hinu þekkta fyrirtæki Magnúsi Kjar- an, en síðar stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og rak það í áratugi undir eigin nafni. Árið 1937 kvæntist Björgvin Al- dísi Þ. Brynjólfsdóttur. Var hún mjög félagslega sinnuð og studdi Björgvin ávallt i öllum hans félags- málum og var hún um áraraðir for- maður KR-kvenna, sem ávallt hafa unnið mikið og gott starf fyrir félag- ið. Eignuðust þau 5 börn, sem öll eru löngu uppkomin og mörg þegar þjóðkunn. Björgvin var valinn í fyrsta lands- lið okkar, sem fór utan til að keppa við Færeyinga árið 1930. Það var fyrsta utanlandsferð sem knatt- spyrnumenn fóru héðan. Síðan var hann ávallt valinn í úrvalslið, eins og það hét þá, þar sem KSÍ var ekki stofnað. En forráðamenn ISI og KRR völdu þessi úrvalslið sem jafngiltu landsliði. Á árunum 1930-1940 var Björg- vin einn af bestu og þekktustu knatt- spyrnumönnum landsins og dáður af áhorfendum fyrir fallegan og prúðmannlegan leik. Þá var hann virtur jafnt af samherjum, sem mót- herjum. Þegar unnið var að grasvallar- byggingu á KR-svæðinu, var Björg- vin einn af forvígismönnum þar í allri sjálfboðaliðsvinnu. Safnaði m.a. tómum skotfærakössum frá hernum til þess að rétta af lokræsi er varð að setja mjög þétt í völlinn vegna mikils votlendis sem hann var byggður á. Á þeim tíma varð að treysta á þegnskaparvinnu félags- manna, því peningar til fram- kvæmda voru þá ekki til í félags- kassanum. Björgvin vissi sem var, að knattspyrna kæmist ekki á al- þjóðamælikvarða hjá okkur fyrr en við gætum æft og alið upp knatt- spyrnumenn okkar á grasi. Hann var minnugur þess er úrvalslið héð- an, sem hann var liðsmaður í, fór til Þýskalands árið 1935 og fékk aðeins tækifæri til að æfa tvær kvöldstundir á grasi grónum sand- bala úti við Gróttu, en allar aðrar æfingar og keppnir fóru fram á malarvöllum, þar vorum við á eftir tímanum. Úrbóta var þörf og þar vildi Björgvin bæta úr brýnni þörf. Erlendis þekktu þá fáir annað en að knattspyrna væri aðeins leikin á grasi, þegar um landsleiki væri að ræða. Björgvin fagnaði því þeim sigri er félag hans KR vígði fyrsta grasvöll landsins árið 1951, enda voru það tímamót í íslenskri knatt- spyrnusögu, en þar hafði hann lagt gjörva hönd að verki. Á þessum tíma var mikil gróska í öllum íþróttastarfi. íþróttadeildum hafði fjölgað í öllum stærri félögun- um. En þau voru tekin undir einni stjórn, en nefndir skipaðar til að sjá um stjórnun, en án fjárhagsábyrgð- ar. KR hafði um þetta leyti 8 íþrótta- deildir og átti stjórnin að sjá um fjár- ráð fyrir allar deildirnar. í fram- kvæmd gekk þetta ekki og var því uhnið að því að breyta þessu í félag- inu. Það mun hafa verið árið 1947, sem nokkrir KR-ingar, þar á meðal Björgvin unnu að breytingum á þessu og vildu breyta lögum félags- ins á þann veg, að hver deild aflaði fjármuna til rekstursins, og yrði fjár- hagslega ábyrg. Þessu máli var strax komið í höfn og 1948 var kjörin stjórn fyrir knattspyrnudeild KR og var Björgvin kjörinn í þessa stjórn og mótaði þar byijuriárstarfið sem deildin bjó lengi að. En víðar var leitað eftir starfskröftum Björgvins, því um líkt leyti var unnið að stofn- un Knattspyrnusambands íslands, en það var annað sérsambandið, sem stofnað var innan vébanda ÍSÍ. Sundsamband íslands var það fyrsta. KSÍ var stofnað 1947 og eftir undirbúningsstörfin var Björg- vin kjörinn gjaldkeri sambandsins. Öll byijun er erfið og verður að vanda vel til verka ef vel á að fara. Þarna var því réttur maður á réttum stað, því Björgvin hafði sýnt að hann var dugandi fjáröflunarmaður og kunni að gæta fengins fjár. Þessu starfi gegndi hann í nokkur ár áð hann var einróma kjörinn formaður KSÍ og gegndi hann því starfi til 1969 að hann lét af þessu embætti að eigin ósk. Undir stjórn Björgvins jókst starf- ið jafnt og þétt. Fyrst var unnið að uppbyggingunni innanlands, en knattspyrnan var ávallt yndi ungra drengja, en hana þurfti að virkja betur á skipulagðan hátt, svo árang- ur næðisttil frambúðar í öllum flokk- um og þá fyrst og fremst að tryggja þar með gengi landsliðs okkar í keppni við erlendar þjóðir. Tekið var upp nánara samstarf við nágranna- þjóðir okkar og landsleikir háðir heima og erlendis. Björgvin var fararstjóri í mörgum ferðum til útlanda á þessum tíma. Ein er sú ferð er honum mun vera einna minnisstæðust, en það var árið 1959 er landslið okkar var við það að velta stórveldinu danska frá því að taka þátt í Ólympíúleikunum í Róm 1960. Ólympíunefnd íslands hafði tilkynnt þátttöku okkar í sam- ráði og samkvæmt ósk KSÍ í undan- keppni Ólympíuleikana. Við vorum m.a. í riðli með Dönum og áttum að keppa við þá í Idrætsparken í Kaupmannahöfn, KSÍ hafði þá af- bragðs knattspyrnuliði á að skipa og mætti með alla sína bestu menn til leiks. Mikil spenna var fyrir þenn- an leik, því Danir vissu um góðan árangur okkar í riðlinum, en töldu að þeir væru vissir með sigur. Um 20-30 þúsund manns mættu til leiks- ins. En það er skemmst frá að segja, að okkar ágæta lið hélt Dönum í spennitreyju allan leikinn. Þegar um 15 mínútur voru liðnar á leikinn skoruðum við mark og héldum því einu marki yfir, þar til nokkrar mín- útur voru til leiksloka, að Dönum tókst að skora jöfnunarmarkið. Út á þetta mark tókst þeim að komast til Rómar en við sátum eftir. En til marks um styrkleika landsliðsins skal þess getið, að Danir urðu nr. 2 á Ólympíuleikunum. Þetta sýnir að knattspyrna var komin í háan gæða- flokk á alþjóðavettvangi á þessum tíma. Þau ár sem Björgvin var í stjórn KSÍ átti hann einnig sæti í Ólympíu- nefnd Islands. Þar lagði hann gjörva hönd að verki og studdi starfsemi nefndarinnar með ráðum og dáð. Hvenær sem ieitað var til hans um íjárframlög, lagði hann fram sinn skerf svo nefndin gæti leyst sín fjár- hagsmál með sæmd. Meðan að Björgvin rak innflutn- ingsfyrirtæki sitt studdi hann ríku- lega við bakið á íþróttahreyfingunni fjárhagslega. Hann þekkti það af eigin reynd, að ávallt vantaði fjár- muni til framkvæmda. Það var því stöðugt leitað til hans með margs- konar stuðning, eins og happdrættis- miða, auglýsingar í félagsblöð og margt fleira. Fáir fóru þar bónleiðir til búðar. En það er ekki aðeins að Björgvin hefur látið til sín taka á íþróttasvið- inu, hann hefur víðar komið við sögu í félagsmálum fyrir land og þjóð. Hann hefur gegnt margskonar trún- aðarstörfum fyrir stórkaupmenn. Hann var kosinn í stjórn Stórkaup- mannafélags íslands 1954 og sat þar í fjögur ár. Árið 1967 var hann svo kosinn formaður þessara sam- taka, og átti þá einnig sæti í Verslun- arráði Islands, gegndi hann þessum báðum trúnaðarstörfum til ársins 1972. Um tíma var hann varafor- maður Verslunarráðsins. Þá hafði hann nokkur afskipti af borgarmálum og var varaborgarfull- trúi í borgarstjórn árin 1966-1970. Þar hafði hann m.a. mikil afskipti af íþróttamálum, sem hefur verið mjög stór þáttur borgarmála undan- farin ár. Fyrir öll þau miklu félagsstörf, sem Björgvin hefur innt af hendi fyrir íþróttahreyfinguna og þjóðina, hefur hann verið sæmdur mörgum heiðursmerkjum heima og erlendis, svo og riddarakrossi fálkaorðunnar. Að lokum sendi ég Björgvini mín- ar bestu afmælisóskir og þakka alla þá vináttu og samvinnu á íþróttavöll- unum, og í íþróttastarfinu, en þar hefur aldrei borið skugga á. Björg- vin er skapfastur maður, sem ávallt getur rætt við vini sína af einurð og festu, sem allir meta, enda flytur hann mái sitt af lipurð og yfirvegað hveiju sinni, það meta allir og þakka. Gísli Halldórsson. Eftir því sem mennirnir eldast snýst hjól tímans hraðar. í dag er að því komið að Björgvin föðurbróð- ir minn fyllir áttunda áratuginn. Mér finnst það að sönnu ótrúlegt að svo mörg skuli árin vera orðin að baki, svo léttur er hann í fasi þegar við hittumst á Vesturgötunni eða öðrum fornum slóðum í Vestur- bænum. Minningarnar frá liðnum árum koma fram í hugann og þær fyrstu eru frá árunum fyrir stríð þegar alltaf var sólskin og enginn fáraðist yfir þjóðarbúskapnum. Það var ekki amalegt fyrir ungan snáða norður í landi að eiga frænda sunnan fjalla sem þá þegar var orðinn fræknast- ur knattspyrnumanna landsins og allir strákar dáðust að. í okkar huga átti hann mestan þáttinn í því að gera KR að merkilegasta knatt- spyrnufélagi landsins og það hefur ekkert breyst, þótt árin hafi liðið og á ýmsu gengið síðan. Og ekki þótti þeim eldri bræðrunum, föður mínum og Karli, sem báðir höfðu verið meistaraflokksmenn í KR amalegt að fylgjast með snilldarleg- um upphlaupum yngsta bróðurins á gamla Melavellinum. Nokkru seinna kynntist ég síðan þeim Dídí og Björgvin þegar ég var um skeið í fóstri hjá afa mínum, Ellert skipstjóra og Magdalenu á Stýrimannastígnum. Dídí hafði þá nýlega komið sem bjartur sólar- geisli inn í líf Björgvins. Brúðkaup- ið var haldið vorið 1937 og í meir en hálfa öld var sól þeirra beggja í hádegisstað. Hluti af þeirri ham- ingju voru börnin sjö og heimilis- bragurinn í Sörlaskjóli verður öllum ógleymanlegur sem þangað komu. í íþróttum fékk Björgvin fljótt orð á sig fyrir einstaka prúð- mennsku þótt oft væri hart sótt og varist. Hann var vinsæll og virtur jafnt af samheijum sem andstæð- ingum. Þeir mannkostir hafa fylgt honum alla tíð. Samfara miklum dugnaði, ljúfmennsku og samvisku- semi urðu þeir til þess að hann var fljótt valinn til forystu í íþróttum, bæði innan KR og síðan í Knatt- spyrnusambandi Islands þar sem hann gegndi formennsku um langt árabil. Þessir sömu kostir hafa án efa valdið miklu um velgengni hans í viðskiptalífinu, ekki síst eftir að hann stofnaði sitt eigið fyrirtækið 1953. Þar fór maður sem allir vissu að unnt var að treysta og ekki vildi vamm sitt vita. Snemma var hann kjörinn til forystu í samtökum ís- lenskra stórkaupmanna og gegndi þar trúnaðarstörfum um langt skeið. Ég hefi fáum mönnum kynnst á lífsleiðinni sem eru jafn miklir höfð- ingjar í sjón og raun sem Björgvin frændi minn. Háttvísi og ljúf- mennska hafa ætíð verið hans að- alsmerki og aldrei hef ég heyrt hann segja hnjóðsyrði um nokkurn mann. Svo jákvæður lífsstíll er ekki öllum gefrnn og því er það gæfa að eiga vináttu slíkra manna. Nú hefur sól brugðið sumri í lífi frænda míns þar sem Dídí er horfin til annarra heim. En eftir eru börn- in og allir vinirnir sem í dag fagna með honum þegar átta áratugir eru að baki. Megi næstu árin verða honum jafn góð og þau sem gengin eru. Gunnar G. Schram. frá kl. ÍO,00 til kl. 16 °° Bílanaust mun hafa opiö fyrsta laugardag hvers mánaðar frá kl. 10,00 til ló,00 Aöra laugardaga verður opiö frá kl. 10,00 til 13,00 Laugardagstilboð: Cannon bílamottur 20% afsláttur Rafgeymir 70 amper kr. 4.929 - ( áöur 6.799 - ) Hleðslutœki 12V 10 amper kr. 4.597 - ( áður 5.408 - ) Eigum einnig mikiö úrval af haustvörum fyrir bifreiöaeigandur s. s. frostlög. ísvara. snjósköfur. bílaperur. rafkerti, kertaþrceði, þokuljós, Ijóskastara. vinnuljós, dráttartóg, startkapla og ótalmargt fleira. inaust Borgarúnl 26 Síml: 91 - 62 22 62

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.