Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 45
I I I I I I 1 I I I I I I I I ' MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Vinnubrögð Pósts og síma Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: Til umsjónarmanns Víkveija •augardaginn 12. sept. og miðviku- daginn 16. sept.: I tilefni athyglisverðrar umfjöll- unar Víkverja um símaskrárþurrð Pósts og síma langar mig að upp- •ýsa Víkverja og aðra landsmenn um aðra og síst minna undarlegri hlið á þessu ríkisfyrirtæki og við- skiptaháttum þess. Þannig er að vegna sérstakra aðstæðna og starfs míns og sam- starfsaðila og verkefna í tengslum við það er ég handhafi fjögurra síma sem tengdir eru inn á vinnustofu okkar. Nú í vor sem fyrr við afhend- *ngu símarskrárinnar sem áður tjáði ég Pósti og síma að við þyrftum ekki nema eina til tvær símaskrár fyrir okkur. Og hvort ekki væri hægt að afsala sér réttinum til a.m.k. tveggja skráa og til tilsvar- andi lækkun á símagjaldinu sem næmi útsöluverði þeirra hjá fyrir- tækinu. Mér var sem áður tjáð að slíkt væri ekki hægt. Okkur væri velkomið að afsala okkur skránum en ekkert kæmi fyrir. Þá spurði ég hvort ekki mætti láta aðra skrána upp í götu- og númeraskrána sem var að koma út líka á sama tíma og starfsemi okkar þyrfti á að halda ýmissa hentugleika vegna. Það var líka útilokað. Og líka útilokað þó ég byði að afsala okkur tveimur símaskrám eins og ég vildi en eng- in inneign myndaðist fyrir það. Reiðufé væri eini aðgangsmáti að götuskránni. Þetta fannst mér þess undarlegra því að*nú gekk upplag símaskrárinnar til þurrðar nýverið og er verið að prenta nýtt að sögn Ágústs Geirssonar yfírmanns hjá símanum. í þessu sambandi er mér spum: Gilda engin venjuleg viðskiptalög- mál hjá Pósti og síma gagnvart viðskiptavinum sínum eins og hjá öllum alvörufyrirtækjum sem þurfa að keppa í samkeppninni úti á markaðnum? Væri nú ekki nær að láta af þessari þvermóðsku með símaskrárafhendinguna og gefa viðskiptavinum símans kost á að afsala sér einhveiju af aukaeintök- um skránna sem mjög algengt er hjá fyrirtækjum með margar línur gegn ívilnun í föstu afnotagjaldi símareikninganna eða á færslu ann- arrar inneignar hjá fyrirtækinu? Það vill svo til að ég kem víða í fyrirtæki þar sem bunkar af óupp- rifnum símaskrám standa úti í homi og aldrei verða notaðar eingöngu vegna þessarra undarlegu við- skiptahátta Pósts og síma og allur pappírsausturinn í þær í heimi þverrandi skóga fer beint í rusia- körfuna án þess að hafa komið nokkrum nokkum tímann að gagni? Og alveg er ég sannfærður að þá stæði ekki fyrirtækið í því núna að prenta aukaupplag af símaskrám á sama tíma og örugglega þúsundir einstaka af skrám standa engum til gagns og munu ekki verða vegna þessara stórundarlegu vinnureglu Pósts og síma. Spyr sá sem ekki veit. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON Grettisgötu 40b, Reykjavík. LEIÐRÉTTING Leikfélag Hafnarfjardar í Morgunblaðinu í fyrradag var frétt frá Leikfélagi Hafnarfjarðar um vetrarstarf félagsins, sem er að heíjast. Þar sagði að leikritið Hans og Gréta yrði fmmsýnt í okt- óberbyijun, en átti að vera nóvemb- erbyijun. Þetta leiðréttist hér með og em hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á missögninni. Pennavinir ítölsk 23 ára stúlka með marg- vísleg áhugamál: Roberta Pasini, Via B. Cesana 3 20132 Milano, Italy. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, bókalestri, kvik- myndum o.fl, 1-3-3 Showa-cho, Takamatsu-shi, Kagawa, 760 Japan. VELVAKANDI TASKA Svört axlartaska tapaðist fyrir nokkru. í henni var vega- bréf, snyrtitaska og flauels- jakki. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 71893. ÞRÍHJÓL . Dino þríhjól er í óskilum á Ásvallagötu 59. VEL HEPPNUÐ FERÐ Hannes Tómasson: Ég vil þakka fyrir vel heppn- aða ferð til Þingvalla sem Sjálf- stæðisflokkurinn stóð fyrir. Á Þingvöllum var farið í skoðun- arferð_ og kirkjan m.a. heim- sótt. I bakaleiðinni var komið við í Skíðaskálanum. Allir komu ánægðir úr þessari ferð. ÁKEYRSLA Lýst er eftir vitnum að ákeyrslu sem átti sér stað í Lönguhlíð fímmtudaginn 24. september, er svartur Daihatsu ók aftaná rauðan Subaru justy. Þeir sem urðu vitni að árekstr- inum eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Vigfús í síma 677012 eða síma 685422. MANNÚÐÁ UNDANHALDI Jóhannes R. Snorrason: Ljót saga birtist á síðum Morgunblaðsins 30. september sl., þar sem segir frá því er tófugrey flýði óttaslegin undan glefsandi gini hunda gangna- manna á Hrolleifsdal í Húna- vatnssýslu. Þessi vesalingur reyndi að bjarga lífí sínu með því að stökkva út á stein í ánni, sem rennur niður dalinn, og húkti þar í örvæntingu meðan geltandi hundar og froðufell- andi þyrptust á árbakkann. Einn gangnamanna lét sig hafa það að vaða út í svellkalda ána, en ekki til þess að bjarga þessu vesalings dýri, heldur til þess að taka ómakið af hundun- um og fara með tófuna upp á bakkann til þess að drepa hana með eigin hendi. Þetta fannst mér ljót saga og ómannúðleg. Gangnamenn ættu ekki að láta svona nokkuð af sér spyijast, nóg er af ljótum og ómannúðlegum fréttum í gölmiðlum þótt ekki séum við Islendingar að hælast yfír því að drepa saklaus dýr í sjálf- heldu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.