Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992
KNATTSPYRNA
Evrópukeppnin
UEFA-keppnin:
Guimaraes (Portúgal) - Ajax (Hol.)
Napolí (Ítalíu) - PAOK (Gnkklandi)
eða P.S.G. (Frakklandi)
Kaiserslautem - Sheff. Wed.
Real Zaragoza - Frem Kaupmannah.
Panathinaikos (Grikkland) - Juventus
Hearts - Standard Liege (Belg.)
Auxerre - FC Kaupmannahöfn
Real Madrid - Torpedo Moskva
Glasgow Celtic - Dortmund
Amhem (Holl.) - Mechelen (Belgíu)
Grasshopper (Sviss) - AS Roma
Fenerbahce - Olomouc (Tékk.)
Frankfurt - Galatasaray (Tyrkl.)
Dynamo Moskva - Torínó
Benfica - Vac Izzo (Ungveijal.)
Dynamo Kiev - Anderlecht
Evrópukeppni bikarhafa:
Luzem (Sviss) - Feyenoord
Olympiakos - Mónakó
Steaua Búkarest - Árhua (Danm.)
Tranzonspor - Atletico Madrid
Admira Wacker - Antwerpen
Spartak Moskva - Liverpooi
Werder Bremen - Sparta Prag
Parma (Ítalía) - Boavista (Portúgal)
Keppni meistaraliða:
IFK Gautaborg - Lech Poznan
Glasgow Rangers - VfB Stuttgart
Slovan Bratislava (Tékk.) - AC Milan
Dinamo Bucharest - MarseiUe
FC Brúgge - Austria Vín
Sion (Sviss) - Porto (Portúgal)
AEK Aþena - PSV Eindhoven
CSKA Moskva (Rússi.) - Barcelona
■Leikið verður 21. október
og 4. nóvember.
UM HELGINA
Körfuknattleikur
Laugardagur
Reykjavíkurmót kvenna:
Hagaskóli: KR-ÍR..............kl. 14
Sunnudagur:
Úrvalsdeild:
Grindavfk: UMFG - Skallagr..kl. 16.00
Hlíðarendi: Valur-KR..........kl. 20
Keflavík: ÍBK-UMFN............kl. 20
Saudárkrókur: UMFT-Haukar.....kl. 20
Reykjavíkurmót kvenna:
Seljaskóli: ÍR-ÍS...........kl. 15.30
Handknattleikur
Laugardagur
2. deild karla:
Austurberg: Fylkir - Grótta..kl. 14
Digranes: UBK-KR.............kl. 14
Sunnudagur
Evrópukeppni meistaraliða:
Höllin: Valur - Stavanger....kl. 17
Blak
Laugardagur
1. deild karia:
Ásgarður: Stjaman-ÞrótturN.kl. 16
Skvass
Smáþjóðaleikunum í skvassi lýkur
í Veggsporti í dag. Einnig verður
heimsmeistarinn Jansher Khan með
sýningarleik í dag kl. 17 í Vegg-
sporti.
Ásgeir byggir á reynslu
miklum leikmönnum
ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálf-
ari í knattspyrnu sagðist, á
blaðamannafundi í gær, hafa
lagt áherslu á að velja reynslu-
mikla menn í hóp sinn fyrir leik-
inn gegn Grikkjum, í undan-
keppni heimsmeistarakeppn-
innar sem fram fer á Laugar-
dalsvelli á miðvikudag í næstu
viku. Tvfburarnir Arnar og Bjarki
Gunnlaugssynir af Akranesi,
sem voru báðir 122 manna æf-
ingahópnum, eru ekki í 16
manna hópnum, en eru hins
vegar báðir í liði 21 árs og yngri,
sem mætir Grikkjum í undan-
keppni Evrópumótsins daginn
áður.
Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn á
miðvikudag fyrsta alvöru lands-
leikinn sem hann stjórnar liði sínu í
á heimavelli, fyrsta leikinn sem sé í
raun þýðingarmikill — þó hann hafí
verið við stjómvölinn gegn Spánveij-
um í undankeppni síðasta Evrópu-
móts. Þá tók hann við liðinu er langt
var liðið á keppnina og enginn mögu-
leiki lengur á að komast áfram.
„Hann er mikilvægur fyrir mig á tvo
vegu. I fýrsta lagi að því leyti til að
ef við náum góðum leik og sigrum
þá færumst við nær því að ná upp
góðum heimavelli, og það er forsenda
fyrir því að ná þeim árangri sem við
viljum ná. Og í öðru lagi þá tel ég
að með sigri getum við í alvöru farið
að hugsa um að ná öðru af tveimur
efstu sætum í riðlinum," sagði As-
geir, en tvö efstu lið riðilsins komast
í úrslitakeppni heimsmeistarakeppn-
innar sumarið 1994 í Bandaríkjun-
um.
Ásgeir sagðist telja hópinn sem
hann valdi nú best til þess fallinn
að leysa það verkefni sem framundan
er. Hann var spurður hvers vegna
Amar og Bjarki Gunnlaugssynir
hefðu ekki verið valdir, en svaraði
því til að hann vildi ekki tjá sig um
val á einstaka leikmönnum — það
væri mál sem hann ræddi eingöngu
við viðkomandi leikmann, en sagði
þó: „Þeir [Amar og Bjarki] eru báð-
ir mjög efnilegir leikmenn, sem eiga
eftir að verða mjög góðir, en að þessu
sinni eru þeir ekki valdir." Bætti því
svo við, aðspurður, að hann teldi þá
ekki tilbúna í A-liðið. „Ef ég teldi
þá tilbúna hefði ég valið þá.“
A-landsliðið
Markverðir:
Birkir Kristinsson, Fram
Óalfur Gottskálksson, KR
Aðrir leikmenn:
Kristján Jónsson, Fram
Valur Valsson, UBK
Amór Guðjohnsen, Anderlecht
Arnar Grétarsson, UBK
Rúnar Kristinsson, KR
Sveinbjöm Hákonarson, Þór
Baldur Bjamason, Fylki
Andri Marteinsson, FVam
Haraldur Ingólfsson, ÍA
Ragnar Margeirsson, KR
Sigurður Grétarsson, Grasshopper
Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart
Guðni Bergsson, Tottenham
Þorvaldur Órlygsson, Nott. For.
21-árs liðið
Markverðin
Ólafur Pétursson, ÍBK
Friðrik Þorsteinsson, Fram
Aðrir leikmenn:
Lárus Orri Sigurðsson, Þór
Gunnar Pétursson, Fyiki
Óskar H. Þorvaldsson, KR
Sturiaugur Haraldsson, ÍA
Steinar Guðgeirsson, Fram
Asgeir Asgeirsson, Fram
Bjarid Gunniaugsson, ÍA
Ásmundur Amarson, Þór
Finnur Kolbeinsson, IV'lki
Agúst Gylfason, VaJ
Hákon Sverrisson, UBK
Þórður Guðjónsson, ÍA,
Amar Gunnlaugsson, ÍA
Helgi Sigurðsson, Víkingi
Fjórar breytingar hafa verið gerð-
ar á landsliðshópi íslands frá því í
síðasta HM-leik, sigrinum á Ungveij-
um í Búdapest. Ólafur Gottskálksson
markvörður úr KR er valinn í stað
Friðriks Friðrikssonar, ÍBV og Eyj-
ólfur Sverrisson, Stuttgart, Svein-
bjöm Hákonarson, Þór og Ragnar
Margeirsson, KR koma í stað Harðar
Magnússonar, FH (sem gerði sigur-
markið í Búdapest), Kristins R. Jóns-
sonar, Fram og Baldurs Bragasonar,
Val.
Þeir sex leikmenn sem duttu út,
er Ásgeir valdi 16 manna hóp sinn
úr hópi þeirra 22ja sem hafa verið
að æfa að undanfömu eru: Friðrik
Friðriksson, ÍBV, Hlynur Birgisson,
Þór, Bjarki Gunnlaugsson, ÍA, Bald-
ur Bragason, Val, Hörður Magnús-
son, FH og Amar Gunnlaugsson, ÍA.
Morgunblaðið/Bjami
Ragnar Margelrsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti í eitt og hálft
ár. Hann lék síðast vináttuleik gegn Möltu á útivelli 7. maí 1991, en við því
má búast að hann verði í byijunarliðinu gegn Grikkjum. Ragnar á 44 A-lands-
leiki að baki.
Frjálsíþróttir
Öskjuhlíðarhlaup fer fram í dag
kl. 14 við Perluna. Skráning fer
fram á staðnum frá kl. 12.30 til
13.30. Keppt er í ýmsum aldur-
flokkum. Hlaupnir verða 3,5 km og
7 km.
Golf
{ dag verður Bændaglíma hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur. Mæting er f Grafholti kl.
13.00.
■Á morgun, sunnudag, verður styrktarmót
fyrir Evrópusveit GR f Grafarholti. Leikinn
verður 18 holu höggleikur með forgjöf.
Öllum er heimil þátttaka. Ræst verður út
frá kl. 09.00.
KORFUKNATTLEIKUR
Japis og RÚV styrkja KKÍ
Körfuknattleikssamband íslands
skrifaði undir þríhliða samn-
ing við Japis og RÚV um að fyrir-
tækin yrðu helstu styrktaraðilar
íslandsmótsins og úrvalsdeildin yrði
nefnd Japisdeildin eins og á síðasta
keppnistímabili.
Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ,
sagði að samningurinn væri mjög
mikilvægur og hagstæður fyrir
sambandið. Hann sagði verðgildi
samningsins um sjö til átta milljón-
ir króna, þar af fjórar milljónir í
peningum.
Ingólfur Hannesson, deildarstjóri
íþróttadeildar RÚV, sagði að sjón-
varpið myndi sýna sex til tíu leiki
í beinni útsendingu í vetur og þá
HANDKNATTLEIKUR / EM BIKARHAFA
Hæfilega raunsær
- segir Jakob Sigurðsson fyrirliði Vals um leikinn gegn Stavanger
Valsmenn leika síðari leik sinn
gegn Stavanger frá Noregi í
fyrstu umferð Evrópukeppni bikar-
hafa á morgun og hefst leikurinn
kl. 17. í Laugardalshöll.
Valsmenn unnu fyrri leikinn
24:22 í Stavanger eftir að þeir
höfðu verið fjórum mörkum undir
í leikhléi. „Fyrri hálfleikurinn hjá
okkur í Stavanger var mjög slakur
en í síðari hálfleik lékum við vel.
Norðmennirnir segjast hafa tapað
á eigin mistökum og því má ætla
að þeir ætli að gera betur í Höllinni
á sunnudaginn," sagði Jakob Sig-
urðsson fyrirliði Vals um leikinn úti.
„Við verðum að leika vel ef við
ætium okkur að vinna og við förum
í þennan leik hæfilega raunsæir.
Við erum með betra lið og eigum
að vinna en það er ekkert gefíð í
handboltanum, ,“ sagði Jakob.
Lið Stavanger er ungt og leikur
agaðan handknattleik. Vörnin og
markvarslan er aðall liðsins en liðið
leikur 6-0 vöm og klippti mjög vel
á homamenn Vals í fyrri leiknum.
aðallega frá úrslitakeppninni næsta
vor. Auk þess sem kynning verður
reglulega í sjónvarpi á hverri um-
ferð og sérstakar syrpur verða í
hverri viku. Fyrsta beina útsending-
in verður frá leik Vals og UMFG
annan laugardag.
SKIÐI
mr
Armenningar
til Frakklands
Vetrarstarf skíðadeildar Ár-
manns er hafíð og hafa skíða-
menn verið við þrekæfingar að und-
anförnu. Búið er að ráða tíu þjálf-
ara til starfa í vetur og eru tveir
þeirra erlendir. í vetur munu síðan
fímm skíðamenn úr meistaraflokki
fara til æfínga í Frakklandi og þar
munu þeir dvelja í tvo og hálfan
mánuð við æfíngar undir stjórn
Maigorzata Tlalka, sem var kennari
hjá Ármanni hér heima sl. vetur.
Níu Banda-
ríkjamenn
leika hér
ívetur
■ ■
OIl liðin í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik verða með
erlenda leikmenn í vetur. Níu
leikmenn eru frá Bandaríkjun-
um og einn frá Rússlandi. Þeir
eru eftirtaldir:
Valur:
Franc Booker, Bandaríkjunum
KR:
Harold Thopmkins, Bandaríkjunum
UBK:
Lloyd Sergent, Bandaríkjunum
ÍBK:
Jonathan Bow, Bandarikjunum
UMFN:
Ronday Robinson, Bandaríkjunum
UMFG:
Dan Krebbs, Bandarikjunum
Snæfell:
Tim Harvey, Bandaríkjunum
Skallagrímur:
Alexandre Ermolinskij, Rússlandi
Tindastóll:
Chris Moore, Bandarikjunum
Haukar:
John Rhodes, Bandaríkjunum