Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 31 Minning Vilhjálmur Hrólfs- son, Hólmavík Fæddur 27. maí 1960 Dáinn 16. september 1992 Ég var rétt sestur við eldhúsborð- ið heima á Hrófbergi er móðir mín sagði mér að það hefði verið hörmu- legt umferðarslys á leiðinni uppá Hellisheiði og að Villi Hrólfs væri dáinn og kona hans og börnin hefðu slasast. Mig setti hljóðan og hjartað í mér hamaðist að segja, þetta hlýt- ur að vera einhver vitleysa, þetta getur ekki verið. Að taka svona ungan og hraustan mann frá okk- ur, sem á svo mikið eftir að gera. Ég kynntist Villa mjög snemma sem miklum fjörkálfí og alltaf var hann jafn hress. Ég minnist þess þegar ég kom árið 1984 með Hammond-orgelið mitt hingað norður á Hólmavík, fyrsti maðurinn sem ég hitti var hann Villi og hann vildi endilega að ég kæmi heim í kjallarann heima hjá pabba hans sem ég og gerði með orgelið. Svo bættust í hópinn Valdimar og Magnús Bragasynir og fleiri og það var meiningin að reyna að æfa nokkur lög og flytja þau á páskun- um, sem og varð, en það skal tekið fram að þegar æfingar stóðu sem hæst þá var kústurinn settur nokkr- um sinnum í gólfið ofanfrá, væntan- lega vegna hávaða. Hann Villi var mikill áhugamaður um allan veiðiskap. Við fórum mar- goft saman á ijúpnaveiðar nú síð- ari ár, ef einhver hafði áhuga á ijúpnaveiði þá var það Villi. Það var farið uppá Steingríms- fjarðarheiði, Þorskafjarðarheiði, Trékyllisheiði, Steinadalsheiði og víðar en veiðin var upp og ofan eins og gengur. En hugur Villa var allt- af við Steingrímsfjörðinn. Hesta- maður og tamningamaður var Villi góður og í allmörg ár var Villi á sjónum og nú síðari misseri á frysti- togaranum Hólmadrangi ST 70. Það myndi taka margar blaðsíður að skrifa um hann Villa en ég reyni að stikla á stóru og minnast þess tíma sem við Villi vorum saman en þetta er afskaplega fátæklegt sem ég færi hér á blað. Það er mikið meira en sárt þegar ungir og hraustir menn í blóma lífsins eru teknir burtu á fögrum haustdegi. Ég votta eiginkonu og bömunum hans Villa samúð mína og ég bið góðan guð að styrkja þau á sorgar- stund og alla aðra ættingja. Jón Halldórsson, Hrófbergi. Mig langar til að minnast ást- kærs mágs míns, Vilhjálms Jakobs Hrólfssonar, Villa, sem lést af slys- förum 16. september sl. Ég kynntist Villa fyrst fyrir u.þ.b. sex árum en þá voru hann og systir mín nýtrúlofuð. Síðan þá má segja að ég hafi meira og minna búið hjá þeim í góðu yfirlæti. í fyrrasumar fluttu þau til Þorláks- hafnar og hafði fjölskyldan stækkað því þá voru þau orðin fjögur. Þar sem ég var oft hjá þeim var ég farin að líta á þau sem fjölskyldu mína því þau gáfu mér það sem ég hafði ekki fengið annars staðar en það var ást og umhyggja. Það er mjög sárt að sjá á eftir jafn yndislegum manni og Villa því hann hafði svo margt til að bera. Villi var sá lífsglaðasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst, hann var alltaf að gantast og vildi gera gott úr öllu. Hann virtist alltaf geta fundið broslegu hliðarnar á öllu, sama hversu alvarlegt málið var. Hann var traustur og góður maður sem mundi alltaf eftir vinum sínum og var einstaklega hjálpsam- ur því hann vildi alltaf hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Ég mun aldrei gleyma síðasta kvöldinu sem Villi fékk að eyða í faðmi fjölskyldunnar. Við vorum þarna öll fimm ásamt yngstu systur minni, Gunnu, sem bjó hjá þeim í sumar. Ég, Villi og Gunna tókum að okkur uppvaskið og hafði .ég aldrei skemmt mér eins vel og þá, því það var gantast, hlegið og fram- tíðin blasti björt við okkur öllum. Þegar ég fór að sofa leið mér mjög vel því ég fann hve hamingjusöm þau voru og hve smitandi hamingj- an var. Mig grunaði aldrei að svona gæti farið því þetta er mjög órétt- látt og í mínum huga mun ég alltaf geyma minninguna um Villa. Elsku Angelia mín, Halldór, Fjóla og allir þeir sem eiga um sárt að binda, Guð gefí ykkur styrk og huggun. Ó, minning, minning. Líkt og ómur íjarlægra söngva líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verut- birtast litir og hljómar hinna liðnu daga sem hurfu sinn dularfulla veg ót í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr) Nada Geirlaug. . Þetta er Bergþóra Halldórsdótt- ir. Hún og vinkonur hennar sem heita Erna Sif Óskarsdóttir og Rún Gunnarsdóttir söfnuðu rúm- lega 3.100 kr. til H(jálparstofnun- ar kirkjunnar. . Morgunblaðið/Margrét Þóra Vinkonurnar Kolbrún Hauksdóttir og Sandra Björk Bjarkadóttir sem eiga heima í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit héldu hlutaveltu fyrir skömmu og söfnuðu þannig 1.729 krónum sem þær gáfu Styrktar- sjóði Kristnesspítala. Peningarnar verða notaðir til tækjakaupa. Þessar ungu dömur heita Ragnheiður Ósk Jensdóttir og Soffía Sig- urðardóttir. Þær söfnuðu á hlutaveltu 1.120 kr. til styrktar Hjálpar- stofnun Rauða krossins. AUGLYSINGAR llliiiIÍM HUSNÆÐIIBOÐI Parhús með bílskúr Til sölu vandað 190 fm parhús í vesturbæ Kópavogs. 4-5 svefnherbergi, stofa, arin- stofa og stórt vinnuherbergi á jarðhæð. Makaskipti á 3ja-4ra herbergja íbúð koma til greina. Ársalir, fasteignasala, sími 624333. Opið í dag frá kl. 10-16. Stangaveiðimenn Flugukastkennslan hefst næstkomandi sunnudag kl. 10.20 í Laugardalshöllinni. Við leggjum til stangir. Kennt verður 4., 11., 18. og 25. október og 8. nóvember. KKR og kastnefndirnar. Söngfólk athugið Ámesingakórinn í Reykjavík getur bætt við sig söngfólki í allar raddir. Ef þig langar að syngja og vera í góðum félagsskap, þá sláðu á þráðinn til Sigurðar Bragasonar í síma 46867 eða Rúnars í síma 44619. FÉIAGSLÍF Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma f kvöld pg annaö kvöld meö Jens Garnfeldt. Allir hjartanlega velkomnir. VEGURINN P Kristiö samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 21.00 fyrir ungt fólk á öllum aldri. Mikill söngur, gleði og prédikun orðsins. Prédikari veröur Benedikt Jóhannsson. Allir velkomnir. „Öll veröldin fagni fyrir Drottnil... Komið fyrir auglit hans meö fagnaöarsöngl". HIMIÍJStt Vegna mikillar aðsóknar á byrj- endanámskeið höfum við bætt við morgunnámskeiði í jóga. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30-10.00. Námskeiðið hefst í byrjun okt. Jógastöðin Heimsljós, Skeifunni 19, 2. hæð, sími679181 (kl. 17-19). fnmhjólp Opið hús í dag kl. 14.00-17.00 er opið hús í Þrfbúðum, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Lítið inn og rabbið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könn- unni ásamt meðlæti að hætti Dorkas-kvenna. Við tökum lag- ið kl. 15.30. Takiö með ykkur gesti. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Bob Willhite. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Bob Willhite. Barnagæsla. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Bob Will- hite. Barnagæsla. Sunnudaga- skóli byrjar kl. 16.30. Miðvikudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Dagur fyrir þig kl. 14.00. Bob Willhite kennir. Kvöldverð- ur. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Bob Willhite. UTIVIST Hallveigarstig l • simi 614330 Dagsferðir sunnud. 4. okt. kl. 10.30Hrómundartindur - Hoffmannsflöt. Kl. 13.00 Reykjadalur Klambragil - Grændalur. Friskandi göngur um ferska nátt- úru Grafnings. Gengið um gljúf- ur, tinda og dali, litast um við eldstöö, ölkeldur og heitar laug- ar. Brottför i ferðirnar frá BS( bens- ínsölu. Verð kr. 1200/1400. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri ( fylgd með fullorðnum. Komum endur- nærð úr Útivistarferð. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 , Sunnudagsferðir 4. okt. 1. Kl. 8.00: Þórsmörk, haustlit- ir. Stansað 3-4 klst. í Þórsmörk- inni. Síðasta haustlitaferðin. Verð 2.500 kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). 2. Kl. 10.30 Kálfstindar - Kálfsgil. Skemmtileg fjallganga á móbergshrygginn Kálfstinda austan Þingvalla. 3. Kl. 13.00 Þingvellir, haustlit- ir - Laugarvatnshellar. Fyrst er gengið að Þórhallastöðum og i Olkofradal og til baka um Skóg- arkotsveg í Vatnsvík. Síðan ekið i Gjábakkahraun 'og að Laugar- vatnshellum og þeir skoðaðir. Missið ekki af haustlitadýrðinni á Þingvöllum. Tilvalin fjölskyldu- ferð. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin (stans- að við Mörkina 6). Kynningarafsláttur fyrir nýja sem eldri félaga er veittur á nokkrum af styttri ferðunum á næstunni, þ.á m. ferðum 2 og 3, sem hér eru kynntar á verði kr. 1.200,- fyrír utanfélaga og kr. 900,- fyrir félagsmenn Ferðafélagsins. Munið félags- skirteini. Tilefnið er 65 ára af- mæli Fi 1. nóvember. Gerist félagar. Hægt er að skrá sig í ferðunum og á skrifstofunni, Mörkinni 6. (Opið alla virka daga frá kl. 09-17). Innifalin i árgjaldi kr. 3.000 er hin glæsi- lega árbók um svæðið milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Munið fyrsta myndakvöld vetr- arins miðvikudagskvöldið 7. október kl. 20.30. Efni: Sýndar litskyggnur og myndband frá gönguleiðinni frá Snæfelli i Lónsöræfi og Lónsöræfum. Góðar kaffiveitingar. Fjölmenn- ið, félagar sem aðrir! Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.