Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1992 11 Guðbjörg Lind Jónsdóttir Guðbjörg Lind Jóns- dóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Á síðustu einkasýningu sinni, sem Guðbjörg Lind hélt fyrir tveimur árum í listasalnum Nýhöfn, var meg- inviðfangsefnið fallandi vatn og foss- ar í ýmsum myndum. Nú stendur yfir ný sýning listakonunnar á sama stað og enn er hún að fást við svip- aða hluti og fyrr. Við fyrstu sýn hefur lítið breyst í myndum listakonunnar frá því á síð- ustu sýningu. Fínlegir fossar, sem falla fram af háum eða lágum hamra- veggjum og umbreyta nágrenni sínu að nokkru með ljósum vatnsúðanum eru enn það þema, sem Guðbjörg Lind vinnur út frá; efst glittir stund- um í himinrönd og neðst markar svalur fosshylurinn dýpt myndarinn- ar. Lögun flatarins (hár og mjór, lágur og breiður) verður síðan til að skerpa á þessum áhersluþáttum í hinum einstöku verkum. Nánari skoðun leiðir hins vegar í ljós nokkrar breytingar, sem eru í fullu samræmi við þá hægfara þró- un, sem hefur orðið á þessu mynd- efni listakonunnar allt frá upphafi. Hringformið er komið fram í nokkr- um verkanna, t.d. „Heiðavötn" (nr. 8), og myndar jafnvel nokkra sveiflu í myndunum „Snjóbráð" og „Baug- ur“ (nr. 6). Hið kyrrstæða, fastmót- aða umhverfí vatnsins og kletta- veggjanna hefur þannig verið rofið að nokkru og má vænta þess að nokkuð víðari sýn á heim vatnsins kunni að fylgja í kjölfarið hjá Guð- björgu Lind. Litaskalinn í málverkunum virðist í fljótu bragði vera takmarkaður við svart, grátt, blátt og hvítt, og vatns- flaumurinn og umhverfi hans vera ein samfelld heild. En við nánari at- hugun kemur í ljós að í einstöku mynd er að finna fjölbreyttari lit- brigði á bak við grámann; einkum má benda á „Snjóbráð 11“ (nr. 5) í þessu sambandi, þar sem náttúran er að losna undan oki vetrar og litir sumarsins taka að vakna á ný. í vatnsmyndum Guðbjargar Lind- ar hefur oft verið að finna eitthvað óvænt, eitthvað sem ekki er í sam- ræmi við fyrstu sýn og kemur áhorf: andanum að nokkru úr jafnvægi. f nokkrum myndanna hér er að finna svartan stein eða klett í neðra borði myndflatarins, sem virðist ekki alltaf falla að myndbyggingunni; þessir dularfullu klettar skapa nokkra óvissu í heildarmynd, sem að öðru leyti er í jafnvægi og vekja spurning- ar um hina duldu krafta náttúrunn- ar, handan myndarinnar. Slík tilbrigði nægja þó ekki til að gæða þessa sýningu í heild því lífi, sem eldri sýningar listakonunnar höfðu til að bera. Kyrrðin verður ekki eftirminnileg, því hún virðist ekki skapast af spennu í myndefni eða efnistökum, heldur af deyfð. Þessi sýning er afrakstur vinnu síð- ustu tveggja ára og ef til vill er Guðbjörg Lind komin eins langt með þessi viðfangsefni og fært er án stærri breytinga. Því verður spenn- andi að sjá hvert næstu ár munu leiða listakonuna í myndlistinni — til ferskra hliða á þeim heimum vatns og fossa, sem hafa heillað hana um árabil, eða til alveg nýrra viðfangs- efna. Sýningin stendur til miðvikudags- ins 7. október. Einbýlishús - gott verð Lítið steinhús til sölu í miðbænum. Húsið er í góðu ástandi. Ódýrt og laust nú þegar ef góð útborgun er í boði. Upplýsingar í síma 629041. Sunnuflöt - Garðabæ Fallegt einbýlishús, 180 fm, ásamt tvöföldum 55 fm bílskúr. Húsið skiptist m.a. í 5 herb., tvær stofur og arinstofu, gestasnyrt. og baðherb., eldhús m/þvottah. og búri innaf. Einnig er kjallari um 80 fm þar sem í dag er sér 2ja herb. íbúð. Einstök staðsetning við lækinn og hraunjaðarinn. Verð 23 millj. Opið í dag kl. 12-14. 29077 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, —V|0AR FRIÐRIKSSON, —(SS|Í41j lögg. fasteignasali, Wy HEIMASÍMI 27072. Ný sending af faéymíjAmNT skartgripum ^E^AiNi^uRENr silkislcebum Gaaí^ töskum töskum Langur laugardagur í dag Opiðfrákl. 10—17. I tilefhi dagsins bjóðum við 15% afslátt af Rochas og Loewe leðurvörum auk fjölda annarra tilboða. Sigurboginn, Laugavegi 80, sími 611330. Fjármdlaþjónusta fyrir ungtfólk sem vilL... • vera sjálfstœtt í fjármálum • létta sér skólastarfiö • frœöast umfjármálaheiminn • gera tilveruna skemmtilegri Vaxtalínan er ætluð fólki á aldrinum 13 - 18 áta. Þessi þjónusta býður upp á veglega skóladagbók, fjármálanámskeið, bílprófsstyrki, hraðkort, afsláttarkort, vaxtalínuvörur og ýmislegt fleira. BLINAÐARBANKINN VAXTALINAN Traustur banki F JÁRMÁLAÞJÓNUSTA UN6LINOA HVÍTA HÚSIÐ-/ 5ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.