Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 35 SignýEaton Steph enson — Minning Hinn 10. september barst mér sú fregn frá Toronto, að Signý Hildur Stephenson Eaton hefði látist þá um morguninn eftir tíu daga sjúkralegu. Sonur hennar John hringdi og sagði mér frétt- ina, en hann hafði verið hér á ís- landi 1. júní sl. ásamt móður sinni og sex öðrum ættingjum. Þau voru að heimsækja gamla landið í fyrsta sinn, öll nema Signý, sem kom hér til hálfsmánaðar dvalar árið 1948. Signý vildi sýna fjölskyldu sinni eins mikið af íslandi og mögulegt væri á þessum fímm dögum sem þau dvöldu hér og einn áfanga- staðurinn var Skagafjörður, en þar dvöldu þau daglangt og heimsóttu Svaðastaði. Þar dvaldi afi Signýj- ar, Friðrik Stefánsson alþingsmað- ur og bóndi ættaður úr Viðvíkur- sveit (f. 1840 d. 1917), hjá dóttur sinni, Önnu á efri árum og dó þar. Fyrri kona Friðriks Stefáns- sonar hét Guðríður Gísladóttir. Hún var dóttir Gísla Ólafssonar, bónda í Húsey, og konu hans Rannveigar Sigfúsdóttur. Þau hófu búskap í Ytra-Vallholti í Vallhólma, en hjónaband þeirra varð ekki hamingjusamt. Þau skildu. Friðrik kvæntist aftur Hall- fríði Bjömsdóttur og eignuðust þau þijú böm. Guðríður fluttist til Kanada með soninn Friðrik. Dóttir Guðríðar og Friðriks, Sigurbjörg, varð eftir hjá föður sínum og gift- ist síðan Sigmundi Jóhannessyni frá Húsabakka í Skagafirði. Þau fluttust til Kanada skömmu eftir brúðkaupið og eignuðust þar þijú börn og mörg bamaböm. Friðrik Friðriksson var átta ára gamall þegar hann kom með móð- ur sinni til Winnipeg. Síðar tók hann sér nafnið Fredrik Stephen- son. Hann kvæntist 1898 Önnu Jónsdóttur Olson. Foreldrar henn- ar voru Jón Magnússon frá Ytri Tungu á Tjömesi og Stefanía Jónsdóttir frá Skeggjastöðum á Jökuldal. Þau Jón og Stefanía fóm með tvær dætur, Önnu tveggja ára og Stefaníu á fyrsta ári, frá Seyðisfirði árið 1876 til Nýja ís- lands. Friðrik nam prentiðn og starfaði í mörg ár hjá Columbia Press Ltd., en þessi prentsmiðja prentaði Lögberg, annað af tveim- ur blöðum íslendinga í Kanada. Signý vann við blaðið á yngri árum, en hún var næst yngst sex systkina, fædd árið 1913. Signý var við listnám í Manitoba háskólanum og afgreiddi í Eaton versluninni, þegar hún kynntist ungum manni að nafni John David Eaton. Hann hafði komið til Winnipeg til að vinna við fyrirtæki föður síns, Johns Eatons, en aðal- stöðvamar vom þá eins og í dag í Toronto. Signý og John David giftu sig árið 1933. Signý var for- kunnarfögur brúður og nýju tengdaforeldramir kunnu vel að meta þessa gáfuðu tengdadóttur sína með fáguðu framkomuna. Á brúðkaupsdaginn gaf tengdafaðir hennar ávísun að upphæð eina milljón dollara. „Til þess að þú þurfír ekki biðja eiginmanninn um vasapeninga," sagði hann. Og tengdamamma fór með stúlkuna fögru í ferðalag um Evrópu, þar sem hún var m.a. kynnt fyrir bresku konungshjónunum og bresku hirðinni. Bretakonungur hafði veitt tengdaföður hennar tignarheitið Sir og tengdamamma var því ávörpuð Lady Eaton. John David, maður Signýjar, tók við forstjórasstarfi fyrirtækis- ins eftir föður sinn. Hann stækk- aði fyrirtækið og efldi það mjög. Og hann hafði Signýju með í ráð- um. Signý og John eignuðust fjóra syni. Einn þeirra er í dag sendi- herra Kanada í London. Hinir þrír starfa við fyrirtækið. Eaton fyrirtækið var stofnað árið 1869. Það byijaði smátt. Langafi John Davids, Timothy Eaton, írskur innflytjandi, opnaði litla verslun við Queen Street í Toronto það ár. Þá vom starfs- mennimir fjórir, tveir karlmenn, ein kona og einn unglingur. í dag er fyrirtækið deildarverslun sem hefur útibú í öllum stærri og smærri borgum Kanada og selur allt milli himins og jarðar. Árið 1969, þegar fyrirtækið hélt upp á 100 ára afmælið 8. desember, opnaði John David aðalverslunina við Queen Street í Toronto með gulllykli. Hann ýtti á hnapp, þús- undir ljósa kviknuðu og bjöllu- hljómur heyrðist um alla bygging- una. Þá störfuðu 55.000 manns við fyrirtækin. Signý fylgdist með rekstri fyrirtækisins eftir að mað- ur hennar dó árið 1973. í dag em synir hennar forstjórar. Signý studdi dyggilega við margs konar menningarstarfsemi í Kanada. Hún gaf rausnarlega peningagjöf, þegar íslenskudeild Manitoba-háskólans í Winnipeg var stofnuð árið 1951. Árið 1959 var Signý Eaton sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu. Og eins og sagði í blaðinu Lög- bergi 9. júlí var henni „með þessu veitt makleg viðurkenning fyrir margháttaðan og mikilvægan s'tuðning hennar við íslenzk menn- ingarmál og stofnanir vestan hafs“. Oddný Thorsteinsson. Kristín L. Sigurðar dóttir - Kveðjuorð Fædd 30. apríl 1942 Dáin 14. ágúst 1992 Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. (Margrét Jónsdóttir) Aðeins örfá síðbúin kveðjuorð um okkar góðu vinkonu, Kristínu Linnet Sigurðardóttur sem lokið hefur sínu æviskeiði, sem henni var afmarkað hér á jörðu. Það eina sem við vitum með vissu er, að hver sem fæðist verð- ur líka að deyja, en samt erum við alltaf jafn óviðbúin þegar dauð- inn knýr dyra. í heilt ár barðist hún hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm, en að lokum varð hún að lúta í lægra haldi, og hvað er þá sælla en að þreyttur og sjúkur líkami fái hvíld, að losna frá þjáningunum þegar engin von er um bata. Ekki var lífið alltaf dans á rós- um hjá Stínu, örðugleikarnir sneiddu ekki hjá hennar garði. Hún giftist Hilmari Kristjáns- syni, en þau slitu samvistir eftir nokkur ár. Stóð hún þá ein uppi með þijár ungar dætur þeirra. Um tíma gekk hún í gegnum mikið erfiðleikatímabil, en með óbilandi kjarki og dugnaði braust hún í gegnum hin svörtu ský, svo að aftur skein sól í heiði og sigur- inn var í höfn. Nú horfði hún aftur björtum augum til framtíðarinnar og lét ekki deigan síga. Hún vann ekki einungis myrkr- anna á milli, heldur oft og tíðum dag og nótt, hennar þreyta var aukaatriði, hugurinn snerist um dæturnar sem voru henni allt, að skapa þeim öruggt og gott heimili og það tókst henni með sóma af aðdáunarverðum dugnaði. Eftir allt sem hún var búin að ganga í gegnum og bar sigur af hólmi, hefði hún svo sannarlega átt það skilið að eiga eftir mörg góð ár og njóta ávaxtanna af sínu erfiði með dætrunum og barna- börnunum, en því miður, hennar tími var útrunninn, lengra varð ekki komist. Við undirritaðar unnum með Stínu um nokkurra ára skeið. Þær eru ógleymanlegar stundimar sem við áttum með henni bæði á vinnu- stað og utan hans. Hún kom alltaf með birtu og yl, síkát og glettin, horfði á björtu hliðarnar á lífínu og gerði gott úr öllu, fjas var ekki hennar máti. Ekki er hægt að ljúka svo þess- um línum að ekki sé minnst á hennar líknarstörf, sem hún vann í kyrrþey til hjálpar þeim sem halloka fóru í lífinu af margvísleg- um ástæðum og báru þungar byrð- ar af vonleysi á bakinu. Þær eru ótaldar stundirnar sem hún lét þessu samferðafólki í té af fúsum vilja. Alltaf fór það af hennar fundi með minni vandamál og því léttara í spori. Það myndi mörgum líða betur í þessum hrellda og hijáða heimi ef þeir fetuðu í Stínu slóð. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. í gepum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir) Elsku Anna, Linda, Perla og barnabörn, þið eigið ómetanlegan fjársjóð, sem enginn getur tekið frá ykkur, allar ljúfu og góðu minningamar , sem þið eigið, þær munu ylja ykkur og verða það ljós sem lýsir um ófarinn veg. Stína er farin til fegurri heima, þar sem .vel hefur verið tekið á móti henni. Með þakklátum huga kveðjum við okkar góðu vinkonu, þökkum sam- fylgdina og alla tryggð og vináttu í gegnum árin. Við óskum henni fararheilla til lands eilífðarinnar. Edda og Veiga. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. t Sonur minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÞÓRIR HANSEN, Leiðhömrum 21, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 1. október. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Jónfna Hansen. t Frænka mín, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Löngubrekku 17, lést á Hjúkrunarheimili aldraðra, Kópavogi. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir til starfsfólks Sunnuhlíöar fyrir sérstaklega góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Jónsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, Sólvallagötu 74, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 22. september sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar. Margrét Kjartansdóttir, Ólöf Kjartansdóttir, Pálína R. Kjartansdóttir og aðrir vandamenn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SESSEUU HALLDÓRU CHRISTENSEN, Vesturbergi 122, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. október kl. 13.30. Jóhannes Christensen, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Anna Helene Christensen, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við úför bróður okkar, HILMARS GUÐMUNDSSONAR, Hafnarbraut 1, Hólmavfk. Anders Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson, Hreinn Guðmundsson. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, fósturföður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÁRNA BJARNASONAR, Köldukinn 11, Hafnafirði. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORLEIFS GUÐMUNDSSONAR, Grenimel 4, Reykjavfk. Erna Þorleifsdóttir, Bergur Þorleifsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Eggert Þorleifsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigrfður Skaftfell, Arnar Jónsson, Halldóra Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.