Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 17 ar í einum fámennum hreppi komið í veg fyrir sameiningu allrar sýsl- unnar þótt þeir séu jafnvel innan við 10% íbúanna. Nefndin þarf að finna sanngjarna leið til þess að breyta kosningafyrir- komulaginu þannig að lítill minni- hluti geti ekki staðið í vegi fyrir sameiningu á stóru svæði. Komið hefur til tals að atkvæðin verði talin í einum potti. Þá geta hins vegar komið upp vandamál eins og á svæð- inu sunnan Skarðsheiðar þar sem eru rúmlega 5.000 íbúar á Akranesi og samtals 600 manns í 4 sveita- hreppum. Ekki er sanngjamt þar sem svo háttar til að telja atkvæðin sameiginlega ef tillaga væri um að sameina sveitarfélögin fímm. Nokkrar leiðir eru til að leysa svona mál eins og t.d. að telja at- kvæði sérstaklega í fjölmennum sveitarfélögum og sameiginlega í hinum, eða að telja öll atkvæðin sameiginlega og krefjast aukins meirihluta, t.d. 73. Framkvæmd málsins Mjög mikilvægt er að niðurstaða fáist áður en núverandi kjörtímabili sveitarstjórna lýkur því núverandi sveitarstjórnarmenn hafa tekið mik- inn þátt í umfjöllun málsins. Ef því lýkur ekki fyrir næstu kosningar þarf að byrja aftur frá grunni með nýjum sveitarstjórnarmönnum og mundi það tefja málið um 2-3 ár. Hins vegar er málið svo viðamik- ið að rétt er að nokkur tími líði frá ákvarðanatöku þar til að fram- kvæmd þess kemur svo góður tími gefist til undirbúnings. Því eru þær hugmyndir uppi að gerð verði fram- kvæmdaáætlun um að áfangaskipa verkefna- og tekjutilfærslu þannig að fyrsti áfangi yrði 1. janúar 1995 og seinni áfangi 1. janúar 1999. Sameiningu sveitarfélaga yrði að vera lokið fyrir sveitarstjórnakosn- ingar 1998, en kosningum um sam- einingu fyrir sveitarstjórnakosning- ar 1994. Reynslusveitarfélög Á Norðurlöndunum hefur verið unnið að ýmsum þróunarverkefnum með nýjungar í stjórnsýslu, þjónustu og fjármögnun sveitarfélaga með svokallaðar „frikommuner" og „pi- lot-kommuner“. Þar hafa verið gerðar tilraunir með að velja úr fá sveilarfélög eða fylki og veita þeim tímabundið mun meira frelsi en öðr- um sveitarfélögum (fylkjum) til að ákveða með hvaða hætti þau þjóna íbúunum, t.d. hvernig þau starf- rækja skóla, heilsugæslu o.s.frv. Jafnframt hafa þau fengið fjárveit- ingu til þess að standa undir verk- efnunum ein og sér án samstarfs við ríkið og án þess að vera undir nákvæmu eftirliti þess. Það hefur verið gert með sérstökum lögum sem afnema ýmis lagaákvæði tíma- bundið fyrir viðkomandi svæði. Þessar tilraunir hafa verið gerðar fyrst og fremst í því skyni að prófa sig áfram með færslu verkefna frá ríkinu til fylkja og sveitarfélaga og haft áhrif á lagasetningu þar að lútandi. Það virðist vera áhugavert að gera svipaðar tilraunir hér á landi í tengslum við stækkun sveitarfé- laganna. Má þar nefna: a) Að reynslusveitarféiögin taki í tilraunaskyni við frekari verkefn- um svo reynsla fáist á það hvaða verkefni sé skynsamlegt að flytja til sveitarfélaganna. b) Að í reynslusveitarfélögum verði gerð tilraun með meira frelsi til ákvarðanatöku fyrir viðkomandi sveitarstjóm þannig að ýmsum kvöðum og eftirlitsskýrslu ríksins verði aflétt á tilraunatímabilinu (t.d. félagsleg húsnæðismál, skipulags- mál og gjaldskrár). c) Að reynslusveitarfélögin geri tilraun með nýtt rekstrarfyrirkomu- lag í einum eða fleiri málaflokki (t.d. á heilsugæslustöðvum). d) Að reynslusveitarstjórnin geri tilraun með nýtt fjármögnunarform, þ.e. rammafjármögnun, í einum eða fleiri málaflokki (t.d. öldranarþjón- ustu og málefnum fatlaðra). Setja þyrfti lög á Alþingi um reynslusveitarfélög þar sem fram kæmi hvað verkefni og völd yrðu flutt til þeirra í tilraunaskyni í 4 ár. Síðan myndu sveitarfélög á ákveðnu svæði sækja um það sam- eiginlega til félagsmálaráðherra að þau yrðu reynslusveitarfélag 1994- 1998 að undangenginni sameiningu þeirra fyrir kosningar 1994. Félagsmálaráðherra yrði heimilt skv. lögunum að heimila stofnun allt að 5 reynslusveitarfélaga. Við val á reynslusveitarfélögum yrði að velja ólík sveitarfélög svo niðurstöð- ur.af tilrauninni verði marktækar. Þátttaka í þessu verkefni myndi byggjast á því að einungis þau sveit- arfélög sem hafa áhuga tækju þátt. Í Noregi var reynslan sú að mun fleiri sóttu um en fengu. Tekjustofnar Fjármögnunarleiðir tengdar breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga skiptast í fernt: 1. Með færslu á verkefnum sem lúta að þjónustu við einstaklinga og afmarkaða hópa, t.d. grunnskóli og heilsugæsla, er heppilegast að hækka „íbúatengda" en ekki „fyrir- tækjatengda" skatta, t.d. útsvar. 2. Sum verkefnin eru þess eðlis að aðeins er um að ræða möguleika á að sveitarfélögin taki að sér rekstur gegn fjárveitingu frá ríkinu, t.d. framhaldsskóli eða sjúkrahús. 3. í sumum málaflokkum virðist mjög áhugavert að gera tilraun með rammafjármögnun frá ríkinu til sveitarfélaganna, t.d. að sveitarfé- lögin fái ákveðna upphæð frá ríkinu fyrir hvern aldraðan eða fatlaðan einstakling gegn því að sjá um alla þjónustu í málaflokknum. 4. Sveitarfélag taki að sér mála- flokkinn í heild gegn almennum tekjustofnum og/eða þjónustugjöld- um en komi sér saman um jöfnunar- aðgerðir sín á milli, t.d. starfræksla sérskóla á grunnskólastigi eða hafn- arframkvæmdir. Aðgerðir ríkisvaldsins Samhliða breytingum á sveitar- stjórnarstiginu í landinu er nauðsyn- legt fyrir ríkisvaldið að framkvæma breytingar á nokkram sviðum: 1. Nauðsynlegt gæti reynst að breyta nokkrum umdæmamörkum ríkisins, t.d. kjördæmamörkum, umdæmum sýslumanna og umdæm- um þjónustustofnana ríkisins. 2. Tryggja þarf á betri hátt en nú er að ríkisvaldið geti gefíð loforð til * Alafoss- kórínn hefur vetrarstarf ÁLAFOSSKÓRINN í Moss- fellsbæ er nú að hefja vetrar- starfið eftir stutt sumarleyfi, en kórinn tók þátt í samnor- rænu kóramóti í júlí sl. sem haldið var á íslandi að þessu sinni. Eins og undanfarin ár hyggur kórinn á fjölbreytta starfsemi í vetur, t.a.m. jólasöng, samskipti við aðra kóra, vortónleika og ef til vill ferð út á landsbyggðina. Álafosskórinn vill gjaman bæta við sig góðu söngfólki og eru sópr- an- og tenórraddir efst á óskalist- anum. Kórinn mun æfa tvisvar í viku í vetur, æft verður á sunnu- dags- og þriðjudagskvöldmn frá kl. 20-22 í Þrúðvangi v/Álafoss- veg. Stjórnandi Álafosskórsins er Helgi R. Einarsson. Formaður er Úlfhildur Geirsdóttir. sveitarfélaga um fjárveitingar til verkefna sem era nauðsynleg vegna sameiningar sveitarfélaga, t.d. sam- göngubætur. 3. Aðgerðir í atvinnu-, byggða- og samgöngumálum myndu greiða fyr- ir sameiningu sveitarfélaga. 4. Hvatningsaðgerðir í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Lokaorð Má bjóöa bér að kynnast fétagsmálaskóla ITC! ITC-deildin Ýr, Reykjavík, heldur kynningarfund í Síðumúla 17, (Félagsheimili frímerkjasafnara) 2. hæð, mánudagskvöldið 5. okt. nk. kl. 20.30. Fund- j> 111111 ° urinn er öllum opinn og allir hjartanlega velkomnir. TAKTU SPOR í RÉTTA ÁTT MEÐ ITCI! Nánari upplýsingar gefur Kristfn í síma 34159. Sameining sveitarfélaga felur í sér mikil tækifæri til vald- og verk- efnadrefingar frá miðstjómarstofn- unum ríkisins út til sveitarfélag- anna. Einnig felur hún í sér mögu- leika á að endurskipuleggja stjórn- sýsluna í landinu. þannig að hún verði hagkvæmari, skilvirkari og að íbúarnir fái betri þjónustu. Núverandi fyrirkomulag, þar sem stofnuð era byggðarsamlög um verkefni sem sveitarfélögin ráða ekki við ein og sér, 'er óskilvirkt og ólýðræðislegt. Millistjómsýslustig yrði alltof dýrt fyrir svo fámenna þjóð, auk þess sem skrifræði í land- inu myndi aukast til muna. Sameining sveitarfélaga er því eitt brýnasta verkefni stjórnsýsl- unnar. Þar sem hér er um viðamik- ið verkefni að ræða sem tekur lang- an tíma næst það ekki fram að ganga nema um það sé víðtæk póli- tísk samstaða. Þess vegna. er nauð- synlegt að sveitarfélaganefnd geti haldið áfram störfum sínum óhindr- að. Höfundur er formaður sveitarfélaganefndar. Norræna félagið á íslandi 70 áia Hátíðardagskrá í Islensku óperunni sunnudaginn 4. október kl. 14.00 1. Haraldur Ólafsson, formaður Norræna félagsins á ís- landi, býður gesti velkomna. 2. Ræða: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. ráðherra. 3. Auður Hafsteinsdóttir og Guðríður Sigurðardóttir flytja nokkur lög á fiðlu og píanó. 4. Skemmtidagskrá í umsjón Nordklúbbsins. 5. Finnski vísnasöngvarinn Bengt Ahlfors flytur eigin vísur við undirleik Jukka Jarvola. 6. Thorbjörn Fálldin, formaður Sambands Norrænu félag- anna flytur ávarp. 7. Tjarnarkvartettinn syngur. Kynnir: Sveinn Einarsson. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur. Kr 1 ,500,- «5c mótnuöi og t>iö íáiö STIGAHUSIÐ TEPPALAGT Já, það er ódyrara en margir halda að teppaleggja stigaganginn eins og dœmin sanna. Við bjóðum viðurkennd teppi sem þola mikinn umgang og álag. Dœmi fyrir 8 íbúða stigahús. Dœmi fyrir 14 íbúða stigahús. Staðgr. kr 24,670,- pr íbúð. Staðgr. kr 22,995,- pr íbúð. M/afb. kr 25,670,- pr íbúð. M/afb. kr 23,986,- pr íbúð. Mánaðargr. kr 1,500,- pr íbúð. Mánaðargr. kr 1,400,-pr íbúð. * Algengt er að útborgun nemi 1/3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir kjósa að greiða með greiðslukorti og dreiía afborgunum á 11 til 18 mánaða greiðslutímabil. Með jþeim hœtti getur mánaðargreiðsla á hverja íbúð farið niður í lar 1,500,- pr íbúð- Gerum einnig góð staðgreiðslutilboð. Út októbermánuð bjóðum við sérstakt tilboðsverð á teppum íyrir stigahús. Við íjarlœgjum gömul teppi, mœlum upp, sníðum og leggjum ný teppi íljótt og vel. Við lánurn stórar prufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er. ** TíPPl k ST'® J.HÖSIÐ FVRlfi j6li / H TEPPABUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR ■ SUÐURLANDSBRAUT 2ó ■ SIMI 91-681950 BlLASÝNING í DAGKL. 10-14 Komið og skoöið það nýjasta frá MAZDA ! RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.