Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 25
 ( 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARLAGUR 3. OKTÓBER 1992 25 JHttgnnMafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. „Sænska kerfið“ í vanda * Iannað skipti á innan við tveimur vikum tilkynntu ríkisstjóm og stjómarandstaða í Svíþjóð um sameiginlegar neyðaraðgerðir í efnahagsmálum síðastliðinn mið- vikudag. Aðgerðirnar sem sam- þykktar voru 20. september nægðu ekki til að slá á ótta á peninga- markaðnum við að gengi sænsku krónunnar yrði fellt. Þrýstingur á krónuna jókst og margt benti til að gengisfelling væri yfirvofandi þrátt fyrir himinháa millibanka- vexti sænska seðlabankans. Hæst- ir urðu þeir 500% áður en fyrri hluti neyðaraðgerðanna var kynnt- ur. Eftir það voru þeir lækkaðir verulega en voru samt enn 40% á þriðjudag. Ljóst var að við slíkt vaxtastig gat atvinnulífið ekki búið nema f örfáa daga til viðbótar. Þó svo að Bengt Dennis seðla- bankastjóri reyndi að fullvissa markaðina um að því væm engin takmörk sett hversu mikið vextirn- ir yrðu hækkaðir, trúði því enginn að tímamörkin væra jafnvíð og hæðarmörkin. Gjaldeyrir streymdi úr landi þar sem fjárfestar snera baki við sænskum verðbréfum og sænsk fyrirtæki flýttu sér að greiða upp erlend lán og hikuðu við að færa heim gjaldeyristekjur. Sænskt atvinnulíf hefur átt við mikla kostnaðarkreppu að stríða. Skattar og álögur á fyrirtæki era með því hæsta sem gerist á Vestur- löndum auk þess sem laun era með hærra móti. Samkeppnisstaða þess hefur farið mjög versnandi á und- anfömum áram og þegar Finnar, sem eiga í harðri samkeppni við Svía á mörgum sviðum, t.d. í skóg- ariðnaði, felldu gengi finnska marksins, gengu gjaldeyrismark- aðir út frá því að gripið yrði til svipaðra aðgerða í Svíþjóð. Gengis- fellingarnar á Ítalíu og í Bretlandi drógu einnig úr trausti manna 'á krónunni enda um mikilvæg við- skiptalönd Svíþjóðar að ræða. Gengisfelling varð hins vegar ekki raunin. I staðinn var gripið til „innri gengisfellingar", álögur á atvinnulífið voru lækkaðar veru- lega en hækkaðar á almenning í staðinn auk þess sem frídögum Svía var fækkað um tvo, en slíkt hafði aldrei gerst áður. Ekki einu sinni í síðari heimsstyijöldinni. Við- brögð markaða vora þegar í stað mjög jákvæð. Millibankavextir lækkuðu niður í 24%, almennir vextir fóra niður á við og gjaldeyr- ir streymdi til landsins. Hefur sú þróun haldið áfram fram að helgi og bendir allt til þess að traust manna hafi verið vakið á sænsku krónunni og sænsku efnahagslífi á ný. Þetta er mikil stefnubreyting í sænskri efnahagsstjóm þar sem hefð hefur verið fyrir því á síðustu áratugum að fella gengið ef bæta hefur þurft stöðu samkeppnisiðn- aðarins og ekki síst athyglisverð þar sem í ljósi þess ástands, sem nú ríkir á alþjóðlegum peninga- mörkuðum, hefði gengisfelling af hálfu Svía verið talin „eðlileg“. Tvær ástæður liggja að baki þessari kúvendingu. I fyrsta lagi hefur reynslan af gengisfellingum verið mjög slæm. Þær leysa ákveð- inn skammtímavanda atvinnulífs- ins en þegar upp er staðið er niður- staðan aukin verðbólga og grafíð er undan trúnni á stöðuga gengis- stefnu í framtíðinni. Nú var í stað- inn ákveðið að grípa til þeirrar breytingar á sænska velferðarkerf- inu, sem lengi hefur verið nauðsyn- leg til að auka samkeppnishæfn- ina. Hin ástæðan skiptir kannski ekki minna máli. Svíar tengdu fyr- ir nokkra krónuna við Evrópsku mynteininguna (ECU) og hefur það verið yfirlýst stefna að frá þeirri tengingu yrði ekki hvikað. Svíþjóð sækist eftir aðild að Evr- ópubandalaginu og er mikið í mun að verða þar í hópi þeirra ríkja sem fylgja afdráttarlausustu stefnunni í peningamálum. Margt bendir nú til þess að niðurstaða þeirrar upp- lausnar, sem ríkt hefur innan gengissamstarfs ríkja EB, verði að hiuti aðildarríkjanna — Þýska- land, Frakkland, Belgía, Holland, Lúxemborg og Danmörk — muni stefna hraðar að þeim peningalega samrana, sem drög voru lögð að með Maastricht-sáttmálanum, en önnur. Markmið síðari hluta neyðaraðgerðanna var ekki síst að sýna fram á að sænsk peninga- stjórnun hefði þann þroska til að bera sem er nauðsynlegur til að ganga beint inn í það samstarf án nokkurs aðlögunartíma. Aðgerðir síðustu daga era ótví- rætt tákn þess að Svíþjóð hefur breyst í grandvallaratriðum, ann- ars vegar vegna þess að það kerfi sem þar hefur verið byggt upp er komið að endamörkum sínum, og hins vegar vegna aðlögunarinnar að hinum evrópska markaði. Áhrifamesta manninn utan ríkis- stjómarinnar er ekki lengur að finna meðal leiðtoga heildarsam- taka atvinnurekenda eða launþega, heldur í seðlabankanum. Það var ekki síst Bengt Dennis sem sann- færði alla aðila um grípa yrði til mun róttækari spamaðaraðgerða í ríkisbúskapnum en hingað til hafði verið gert, og lækka álögur á atvinnulífið í stað þess að fella gengið. Þetta var líka krafa mark- aðarins til stjórnmálamannanna og undravert er hversu breið sam- staða hefur náðst um að verða við henni. Örlög sænsku krónunnar eru þó ekki endanlega ráðin. Enn ríkir ekki stöðugleiki á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum og ekki er útilokað að ný hrina gengisfellinga muni skella á. Þróunin þar mun ráða úrslitum. Sú stefnufesta sem Svíar hafa sýnt og sú breiða sam- staða sem náðist um aðgerðirnar mun þó tvímælalaust gera það að verkum að gengi sænsku krónunn- ar verður ekki jafnviðkvæmt fyrir spákaupmennsku og orðrómi á peningamörkuðum og það var á síðustu vikum. Kísiliðjan í Mývatnssveit Ovissa í kjölfar þess að náma- leyfið rennur út eftir hálft ár Forráðamenn verksmiðjunnar telja nauðsynlegt að frá leyfi til kísilnáms í Bolum. NÁMALEYFI Kísliliðjunnar við Mývatn, sem takamarkað hefur verið við Ytriflóa, rennur út eftir tæpa sex mánuði eða í lok mars á næsta ári. Hafa forráðamenn verksmiðjunnar sem og sveitarfé- lagsins áhyggjur vegna óvissu sem um framtíð hennar ríkir, þar sem óvíst er hvort framlenging fæst á vinnsluleyfinu og hvort það verð- ur til lengri eða skemmri tíma. Horfa forráðamenn fyrirtækisins til þess að fá leyfi til kisilnáms í Bolum, enda talið að hráefni í Ytriflóa þijóti eftir 3-5 ár. Hátt { 200 manns í Skútustaða- hreppi byggja afkomu sína á starf- semi fyrirtækisins og telja forráða- menn sveitarfélagsins að margt benda til að sveitarsjóður yrði gjald- þrota hætti Kísiliðjan rekstri, enda 40% tekna hans upprannar vegna starfsemi verksmiðjunnar. Hinir er- lendu meðeigendur, Celite Corporati- on í Bandaríkjunum, hafa látið í ljós vissar áhyggjur og telja erfitt að hefja sókn á nýja markaði vegna þeirrar óvissu sem ríkir um vinnslu- leyfi Kísiliðjunnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Kísiliðjunni í Mývatnssveit í gær. Pétur Torfason, stjórnarformaður Kísiliðjunnar, sagði atvinnuástand í Pétur Torfason, stjórnarformaður Kísiliðjunnar, Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri, og Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri Skútu- staðahrepps, kynntu stöðu fyrirtækisins á blaðamannafundi í Kísil- iðjnni í gær, en námaleyfi þess í Ytriflóa rennur út eftir tæpa sex mánuði. Bókastefnan í Frankfurt Israelska skáldið Amo Oz verðlaunað Frankfurt. Frá Jóhanni Hjálmarssyni, blaðamanni Morgunbladsins. ÍSRAELSKI rihöfundurinn Amo Oz (Amo Klausner) tekur á sunnudag- inn við friðarverðlaunum Þýskra bókaútgefenda og bóksala. Verðlaun- in hafa verið veitt síðan 1950 og meðal þeirra sem hafa hlotið þau eru Hermann Hesse, Astrid Lindgren, Oktavío Paz og Vaclav Havel. landinu bágborið og hvarvetna væri verið að segja fólki upp störfum og mættu menn ekki til þess hugsa að slíkt gerðist í Mývatnssveit. Þá hefðu menn einnig áhyggjur af hinum er- lenda samstarfsaðila fyrirtækisins, sem nú ætti erfítt með að hefja markaðssókn þar sem ekki væri hægt að segja með vissu hvort vinnsluleyfi Kísiliðjunnar yrði fram- lengt og þá til hve langs tíma. Fram kom í máli Friðriks Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra að 8 millj- óna króna hagnaður hefði verið af reksti Kísiliðjunnar á fyrstu 8 mán- uðum þessa árs og stæði fyrirtækið vel íjárhagslega. Friðrik sagði afar mikilvægt fyrir Kísiliðjuna að fá leyfi til að hefja kísilnám í Bolum, en þar álitu menn að væri svæði sem endist í 60 til 70 ár og áætlað væri að út- flutningsverðmæti gæti numið um 50 milljörðum króna. Hráefni í Ytri- flóa er talið endast í 3-5 ár, en Kísil- iðjumenn telja sig þurfa um tvö ár til að flytja starfsemina um set, úr Ytriflóa að Bolum, þannig að ákvarð- anir þurfi að liggja fyrir í tíma. „Við höfum áhyggjur af framtíð- inni og viljum umfram allt forðast að órökstuddur málflutningur verði til þess að einu traustasta fyrirtæki landsins verði stefnt í hættu. Það hefur ekkert komið fram sem sannar að hægt sé að tengja sveiflur í lífríki Mývatns við starfsemi Kísiliðjunnar og þá bendum við einnig á að engin efnamengun fylgir okkar starfsemi," sagði Friðrik. Um 40% af tekjum Skútustaða- hrepps koma til af starfsemi Kísiliðj- unnar og um þriðjungur íbúanna byggir afkomu sína á henni. Sigurð- ur Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri sagði að óvissa um framtíð verk- smiðjunnar hefði í för með sér tjón fyrir samfélagið. „Að mínu mati étur hún samfélagið innanfrá, það er eng- ar áætlanir til langs tíma hægt að gera. Við höfum gert þá kröfu að óvissunni verði aflétt og Kísiliðjan fái vinnsluleyfi til 15 ára í senn, þannig að ef stjómvöld á einhveijum tíma treysta sér ekki til að halda starfseminni áfram þá höfum við þetta svigrúm," sagði Sigurður Rún- ar. „Ef þriðjungur íbúanna flytti í burtu og við misstum 40% af okkar tekjum þá væri sveitarfélagið ekki fært um að veita þá þjónustu sem því ber, það yrði ekki á færi þeirra íbúa sem eftir yrðu að standa undir rekstri sveitarfélagsins. Það yrði ekki mikið eftir ef þessari meginstoð at- vinnulífsins yrði kippt undan okkur," sagði Sigurður Rúnar. Morgunblaðið/Helga Halldór Blöndal, samgönguráðherra, tekur brúna yfir Dýrafjörð formlega í notkun með því að klippa á borða sem strengdur var þvert yfir brúna. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri er til hægri á myndinni. Halldór Blöndal samgönguráðherra við vígslu brúar yfir Dýrafjörð Norðanverðir Vestfirðir verða eitt samgöngii-, félags og atvinnusvæði Þingeyri. í GÆR fór fram formleg vígsla brúar yfir DýraQörð, að viðstödd- um samgönguráðherra, vegamálastjóra ásamt forráðamönnum vegagerðarinnar, þingmönnum Vestfjarða og sveitastjórnarmönn- um á norðanverðum VestQörðum. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri hóf athöfnina og rakti að- dragandann að byggingu Dýra- fjarðarbrúar, og lýsti gangi bygg- ingar hennar. Helgi afhenti síðan Halldóri Blöndal samgöngumálaráðherra brúna og hann klippti á borðann með þeim orðum að nú væri að rætast sá langþráði draumur manna, að norðanverðir Vestfírðir verði eitt samgöngu-, félags-, og atvinnusvæði. Brúin, seriTstendur á Lamba- dalsodda, er 120 metrar á lengd og breidd akbrautar er 4 metrar. Undirbúningsframkvæmdir hóf- ust árið 1988 en smíði brúarinnar sjálfrar lauk í ágúst mánuði 1990, og var þá hafist handa við vega- gerð. Lokaáfangi var svo lagning bundins slitlags, beggja vegna brúarinnar og er því verki nýlokið. Vígsluathöfninni lauk svo með boði samgönguráðherra til kaffi- samsætis í Félagsheimilinu á Þingeyri og sátu það um 60 manns. Helga. Fánar voru dregnir að húni þegar brúin var formlega tekin í notkun í gær. I j í Verðlaunin 25.000 mörk hljóta þau sem að mati dómnendar hafa stuðlað að friða, mannúð og skilningi milli manna. Amo Oz, sem er 53 ára og fæddur í Jerúsalem, skrifað á Hebr- esku og hefur einkum sent frá skáld- sögur og frásagnir margar hveijar þýddar á þýsku. Hann hefur í bókum sínum og á öðrum vettvangi fjallað um átök milli ísraelsmanna og Áraba og er málsvari þess að ísraelsmenn og Palestínumenn geri samkomulag sin á milli í staðinn fyrir að láta vopn- in tala. Friðarverðlaun Þýskra bókaútgef- enda verða afhent á sunnudaginn við hátíðarathöfn í kirkju Heilags Páls í Frankfurt. Þar með lýkur 44. bóka- stefnunni í Frankfurt en talið er að tvöhundruðþúsund manns alls staðar af úr heiminum hafi sótt hana. Græn kort SVR rædd í borgarstjórn Tillögii um afslátt fyr- ir unglinga vísað frá BORGARSTJÓRN Reykjavíkur vísaði á fimmtudag frá tillögu frá full- trúum minnihlutaflokkanna um að unglingum frá 13 til 18 ára verði gefinn kostur á helmingsafslætti á „grænum kortum" hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur. í frávísunartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði, að „grænu kortin væru handhafakort og væri því ókleift að hafa mismunandi verð á kortunum fyrir mismunandi hópa nema að takmarka verulega notagildi þeirra. Guðrún Ágústsdóttir, Alþýðu- bandalagi, mælti fyrir tillögu minni- hlutaflokkanna. Hún sagði að 1. sept- ember hefðu fargjöld SVR fyrir 13 til 67 ára hækkað um 80% og um leið hefði verið boðið upp á svokölluð græn kort, sem væru mánaðarkort og kostuðu kr. 2.900. Hvergi í ná- grannalöndunum væru unglingar frá 13 ára aldri látnir borga gjald sem fullorðnir og í ljósi þess að hækkunin 1. september kæmi sérstaklega illa við unglinga og fjölskyldur þeirra væri eðlilegt að bjóða þeim helmings- afslátt á mánaðarkortunum. Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjómar SVR, lagði fram frávísunart- illögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins. Þar sagði að „grænu kort- in“ væru handahafakort og væri því ókleift að hafa mismunandi verð á kortunum til mismunandi hópa, nema að takmarka notagildi kortanna. Enn fremur kom fram, að kortin væru seld með magnafslætti til stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka og sú tilhögun kæmi verulega til móts við þá sem helst þyrftu á að halda, þar á meðal skólafólk. Frávísunartillagan var samþykkt með 10 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 5 atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. HIli; Borgarsljóri heiðrar fatlaða íþróttamenn BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, og eiginkona hans, Steinunn Ármannsdóttir, héldu hóf í Höfða sl. þriðjudag til heið- ur íþróttafólkinu sem tók þátt í Ólympíuleikum fatlaðra í Barcelona og Olympíuleikjum þroskaheftra í Madrid, en á þessum leikum unnu íslensku keppendurnir til 38 verðlauna. Við athöfnina afhenti borgar- stjóri íþróttsambandi fatlaðra, íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og íþróttafélaginu Ösp eina milljón krónur hveiju félagi sem styrk frá Reykjavíkurborg en borgarstjórn og borgarráð samþykktu nýverið þess- ar styrkveitingar í framhaldi af glæsilegum árangri íþróttamannanna á Ólympíuleikunum. Heilsdagsskóli í Reykjavík Líklega boðið upp á sama kost í öllum skólum næsta haust # •• - segir Markús Orn Antonsson MARKÚS Örn Antonsson, borgarsljóri, sagði á borgarstjórnarfundi á fimmtudag, að ef tilraun um heilsdagsskóla, sem nú stendur yfir í nokkrum skólurn borgarinnar, tækist vel, yrði stefnt að því að veita börnum í öllum grunnskólum borgarinnar svipaða þjónustu næsta haust. Sagði borgarstjóri að flest benti til að svo yrði. Þessi ummæli borgarstjóra komu fram í svaH hans við fyrir- spurn Guðrúnar Ágústsdóttur, Alþýðubandalagi, um hvaða til- lögur hann hefði til úrlausnar á þvi alvarlega ástandi, að stór hluti barna í neðstu bekkjum grunnskóla Reykjavíkur væru án umsjár fullorðinna allt upp í 30 klukkustundir á viku. I tillögunni kom fram það viðhorf, að tilraun sú, sem verið er að gera með lengda viðveru í 5 grunnskólum borgarinnar, dugi ekki til að leysa þennan vanda og tryggi ekki, að þau böm, sem búa við erfíðustu aðstæðurnar, geti nýtt sér tilboðið. Borgarstjóri sagði, að til- raunaverkefnið „heilsdagsskóli" í 5 grunnskólum væri meðal ann- ars svar við vanda þeirra barna, sem ekki geta verið í umsjá full- orðinna. Þar byði borgin upp á margvíslega þjónustu á sviði fræðslu, tómstunda og aðstoðar við heimanám, auk kennslu, sem í boði væri á vegum sérskóla, t.d. i tónlist, tungumálum o. fl. Einnig hefði borgin lagt áherslu á að bæta aðstöðu innan skól- anna í tengslum við svokallaða lengda viðvera í skólanum. Borgarstjóri sagði að þátttak- an í tilraunaverkefninu væri góð, gætt hefði verið hófs í verðlagn- ingu og svigrúm væri til að koma til móts við foreldra, sem af efna- legum ástæðum ættu erfitt með að nýta sér tilboðið. Ef í ljós kæmi, að þessi viðleitni borgar- innar skapaði ekki viðunandi aðstæður að mati foreldra, væri eðlilegt að leitað yrði frekari úrræða á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.