Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 22
MÓRGÍÍKlBIÍAÍÐÍÐ IJUJGAUDAGUR W. ÓKTÓBER1Í992 22 Slys á heræfingu NATO í Eyjahafi Mannfall er eldflaug hæfði tyrkneskan tundurspilli ræða að þessu sinni. Kom það við- horf og fram í tilkynningu tyrk- neska hersins þar sem sagði að mistök hefðu átt sér stað um borð í bandaríska flugmóðurskipinu. Eldur kviknaði í tundurspillinum Muavenet en það tókst að slökkva hann á tíu mínútum. Þrír hinna slös- uðu eru þungt haldnir. -----♦ ♦ ♦----- Ukraína Nýr forsæt- isráðherra Kicv. Reuter. VALENTÍN Símonenko var út- nefndur forsætisráðherra Ukra- ínu til bráðabirgða í gær eftir að Vítold Fokín sagði af sér á miðvikudag. Fokín sætti gagnrýni fyrir að draga lappimar í efnahagsumbót- um en Símonenko er höfundur efna- hagsstefnu yfirvalda í Úkraínu. Leoníd Kravtsjúk forseti fól ráð- herrum í stjóm Fokíns, sem þingið leysti einnig frá störfum, að sitja uns ný stjóm hefði verið mynduð. Ankara. Reuter. FIMM manns fórust er slys varð á heræfingu Atlantshafsbandalags- ins (NATO) á Eyjahafi í fyrrakvöld. Tyrkneski tundurspillirinn Mua- venet varð fyrir eldfiaug sem skotið var frá bandaríska flugmóður- skipinu Saratoga og fórust skipstjórinn og fjórir aðrir skipveijar. Fimmtán slösuðust. skotið af stað. Fyrsta rannsókn er hafin undir stjóm yfirmanns sjötta flota Bandaríkjanna, Josephs Lopez. Slysið varð klukkan 22.il á fimmtudagskvöld. Skipin vom um 80 mílur vestur af tyrknesku hafn- arborginni Izmir og vom um þrjár mílur á milli þeirra. Talsmaður her- stjómar NATO í Suður-Evrópu sagði að um hefði verið að ræða tvær loftvamaflaugar af gerðinni Sea Sparrow. Ekki er vitað hvort báðar eldflaugamar hæfðu skipið. Sagði hann að atvikið hefði verið „mjög óvenjulegt". Jim Mitchell skipherra sagði að ekki hefði verið ráð fyrir því gert í heræfingunni að skotið yrði eldflaugum. Ónafngreindir heimildarmenn í NATO sögðu að ámm saman hefði verið kvartað undan lélegum búnaði og göllum í flarskipakerfum í her- afla NATO á og við Miðjarðarhaf. Sérfræðingar sem Reuters-frétta- stofan ræddi við töldu líklegast að um mannleg mistök hefði verið að Uppreisnarmenn í Georgíu sækja í sig veðrið Hemema vígi stj ómarhersins Moskvu. Reuter. SVEITIR uppreisnarmanna náðu í gær á sitt vald Gagra, helsta vígi stjórnarhers Georgiu í norðurhluta héraðsins Abkhazíu, eftir harða bardaga sem stóðu í sólarhring. Edúard Shevardnadze, leiðtogi Ge- orgíu, frestaði fundi ríkisráðsins og hélt til héraðsins. Aður höfðu sljómarhermenn gert Ioftárásir á uppreisnarmennina og er það í fyrsta sinn sem flugvélum er beitt í bardögunum sem hafa staðið í sex vikur. Rússneska fréttastofan Ítar-Tass sagði að stjómarherinn hefði beitt orrustu- og sprengjuþotum af gerð- inni SU-25 og þyrlum í árásunum og mikið mannfall hefði orðið. Ekki fengust frekari upplýsingar um manntjónið. Uppreisnarmennirnir beita skrið- drekum og stórskotavopnum í bar- dögunum og náðu fyrst smábænum Kolkhida, um 10 km frá Gagra, á fimmtudag. Stjómarher Georgíu hóf loftárásimar í gærmorgun en þær komu ekki í veg fyrir að Gagra félli. Flugmóðurskipið Saratoga. John Shalikashvili, yfírmaður herafla NATO í Evrópu, baðst í gær afsökunar á þessum atburði á fréttamannafundi sem hann hélt í Þýskalandi. Hét hann því að slysið yrði rannsakað í kjölinn og það sem fyrst. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess að eldflauginni var Vonlaust framboð Perots knú- ið fýsn skemmdarvargsins? Gæti tekið óánægjufylgi frá Clinton eða Suðurríkjaatkvæði frá Bush Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaösins. TIL þess að verða forseti Bandaríkjanna þarf frambjóðandi að vera í framboði í að minnsta kosti tíu mánuði, frá því að forkosningar hefjast í febrúar þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu fyrsta þriðjudaginn í nóvember. Þetta á vitaskuld aðeins við ef frambjóðandinn hyggst hljóta útnefningu annars stóru flokkanna, Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Það er hægt að stytta þenn- an tíma með því að fara í óháð framboð. H. Ross Perot hyggst aðeins vera í framboði rúmar fjórar vikur. Það er útilokað að auðkýfingurinn frá Texas verði forseti. Dagblaðið The New York Times sagði á forsíðu í gær að framboði Perots nú mætti líkja við eftirkipp, sem hyrfi í samanburði við jarðskjálftann, sem hann kom af stað í sumar. En Perot gæti velgt keppinautum sínum báðum undir uggum og við fyrstu sýn virðist Bill Clinton, ríkisstjóri Arkans- as, fremur njóta góðs af en núverandi forseti, George Bush. Ross og Margo Perot. Þegar Perot lýsti yfir því á fimmtudag að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta voru nákvæm- lega ellefu vikur liðnar frá því að hann dró yfirlýst framboð sitt til baka. Það var 16. júlí. Flokksþingi demókrata í New York var að ljúka og á einni viku hafði fylgi Perots hrapað úr 30 prósentum niður í 20 prósent. Perot kvað Demókrata- flokkinn endurreistan og sagðist sjá fram á það að í stað þess að láta gott af sér leiða myndi hann aðeins spilla fyrir. Sumir sögðu að hann hefði einfaldlega beitt hyggjuviti kaupsýslumannsins, sem ákveður að leggja ekki út í vonlausa fjárfestingu. Aðrir menn og illkvittnari sögðu að hann hefði skort kjark þegar á hólminn var komið. Hverjar svo sem forsendumar voru fyrir ákvörðun Perots um að hætta við framboð, þá eru þær enn í fullu gildi nú þegar hann hefur ákveðið að hætta við að hætta og gott betur. Samkvæmt skoðana- könnun, sem Gallup stofnunin gerði fyrir sjónvarpsstöðina CNN og dagblaðið USA Today, nýtur Perot aðeins 7 prósenta fylgis. Kosningabarátta Perots er rétt að hefjast og þessi tala er því fráleitt marktæk. Perot hefur þegar látið taka frá tíma í sjónvarpi undir tvær hálftíma langar útsendingar í næstu viku og ætla má að það sé aðeins upphafið. Þá hafa demókratar og repúblik- anar loks samið um fyrirkomulag kappræðna, sem er Bush þóknan- legt. Perot verður boðið að taka þátt í þeim og víst er að hann mun þekkjast boðið. Þar mun honum gefast færi á að koma skoðunum sínum á framfæri í þrígang á ell- efu dögum og haldi hann rétt á spilunum mun hann geta gert það á kostnað Bush og Clintons. Að auki mun varaforsetaefni Perots, Jámes Bond Stockdale, sem í átta ár var stríðsfangi í Víetnam, en stundar nú fræðistörf við Stand- for-háskóla og hefur þekkt Perot frá því að hann barðist fyrir bætt- um kjörum stríðsfanga Víetnama, þreyta kappi við Dan Quayle, vara- forseta Bush, og A1 Gore, varafor- setaefni Clintons. Að auki sagðist Perot í sumar vera reiðubúinn að eyða 100 milljónum dollara í kosningabar- áttu sína. Hann hefur því jafn mikla fjármuni til atkvæðaveiða og and- stæðingar hans og er í þokkabót ekki bundinn af sömu reglum og frambjóðendur, sem þiggja fram- lög, vegná þess að hann hyggst nota eigið fé. Margir segja að ekki komi til greina að kjósa Perot Það segir hins vegar sitt að 72 prósent aðspurðra í áðurnefndri skoðanakönnun sögðu að ekki kæmi til greina að þeir kysu Pe- rot. Fjöldi stuðningsmanna Perots sneri baki við honum þegar hann að því er virtist lagði árar í bát við minnsta mótlæti. Tveir af hveij- um þremur snerust á sveif með Clinton. Nú er að sjá hversu djúpt vonbrigðin, þegar Perot hætti í júlí, rista. Skoðanakannanir sýndu um tíma að Perot hefði forskot á bæði Bush og Clinton. Venjan er að óháðir frambjóðendur missi fylgi er nær dregur kosningum og sigli á kjördag lygnan sjó með um tíu prósenta fylgi. John Anderson virt- ist hafa þó nokkurt fylgi framan af kosningabaráttunni árið 1980, en hlaut að lokum aðeins 6,6 pró- sent atkvæða. George Vallace fékk 13,5 prósent þegar hann bauð óháð fram árið 1968. Perot virtist vera byijaður að missa skriðþunga sinn þegar hann lagðist í rúmlega tveggja mánaða sumardvala. Loka- spretturinn verður allur upp í móti fyrir burstaklippta auðkýfinginn frá Texas og hann verður ekki auðveldur þrátt fyrir það að at- hygli fjölmiðla hér vestra beinist nánast óskipt að honum og síðustu umferðum homaboltans. Fyrst ljóst er að Perot á ekki möguleika á að koma fyrstur í mark vaknar spumingin hvað knýji hann í framboð. Sjálfur kenndi hann stuðningsmönnum sínum um á fimmtudag auk þess sem hann sagði að Bush og Clinton hefðu báðir skotið sér undan því að taka á málefnum dagsins. Thomas D. Barr, lögfræðingur og náinn vinur Perots, sagði í við- tali við dagblaðið The New York Times að helst vekti fyrir honum að „beina þjóðarumræðunni að þeim málefnum, sem hann telur mikilvæg". Barr gengur svo langt að segja að Perot langi í raun hvorki til þess að verða forseti, né að fara í framboð. Það hafi verið „mestu mistök lífs hans“ að lýsa yfir því að hann vildi verða forseti í viðtalsþættinum, sem fékk hjól sjálfboðaliðahreyfingar Perots til að snúast í vor. Hermt er að Perot hafi sámað mjög að vera sagður kjarklaus — því til stuðnings bentu fjölmiðlar á að hann hefði látið af umbótaher- ferð sinni innan General Motors- fyrirtækisins þegar hvorki gekk né rak — þegar hann dró sig í hlé í júlí og hann hafi ákveðið að gera alvöru úr framboði til að reka af sér slyðruorðið. Þá vilja sumir halda því fram að Perot hafí hom í síðu Bush og vilji allt til vinna til að grafa undan sókn forsetans eftir endurkjöri. Hermt er að Bush hafi þegar hann var varaforseti Ronalds Reagans sagt Perot að stjómin óskaði ekki eftir frekari afskiptum hans af málefnum hermanna, sem saknað var úr Víetnam-stríðinu. Þessa við- horfs til framboðs Perots verður einkum vart í herbúðum Bush, en Perot segir þetta tilbúning fjöl- miðla. Setur strik í reikning beggja Bæði Bush og Clinton láta sér opinberlega fátt um framboð Pe- rots finnast. En ljóst er að Perot setur strik í reikninginn hjá báðum. Um leið og Clinton bauð Perot velkominn i slaginn viðurkenndi hann meira að segja að hann hefði áhyggjur af því að hann kynni að „færa Bush kosningarnar [á silfur- fati] ef þeir, sem vilja breytingar, skiptast jafnt“. Einnig sendu bæði Bush og Clinton sendinefndir skipaðar hátt- settum aðstoðarmönnum og virtum stjómmálamönnum til að bera víurnar í Perot og stuðningsmenn hans þegar þeir sátu á rökstólum um það á mánudag hvort auðkýf- ingurinn ætti að snúa við blaðinu enn einu sinni. Þeirra á meðal voru Brent Scowcroft, öryggismálaráð- gjafi Bush, og David Bohren, þing- maður demókrata. Clinton hefur enn um tíu pró- senta forskot á Bush í skoðana- könnunum og því ljóst að forsetinn þurfti að hrista upp í kosningabar- áttunni til að komast á skrið. Perot gæti hjálpað honum að því leyti. Stóra spumingin er hins vegar frá hvomm Perot muni stela at- kvæðum á kjördag. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum tekur Perot atkvæði frá Clinton í stórum ríkjum á borð við Kalifomíu, Illino- is, Michigan og New Jersey. For- skot Clintons í þessum ríkjum er slíkt að eins og stendur myndi hann engu að síður halda meiri- hluta. Perot myndi skaða Bush lítillega í nokkmm rikjum Suðurríkjanna, Alabama, Georgíu, Flórída, Louis- iana, Mississippi, Suður-Karólínu og Virginíu. Þar er mjótt á munum og gæti Perot kostað Bush sigur í þessum ríkjum. Talið er að Perot gæti ráðið úr- slitum í heimaríki sínu, Texas, sem einnig em meintar heimaslóðir Bush. Látið hefur verið að því liggja að það sé ætlun Perots að koma í veg fyrir að Bush fái at- kvæði þeirra 32 kjörmanna, sem barist er um í Texas, og kosta hann þar með forsetastólinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.