Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992
Barnastarf-
ið að hefjast
Barnastarfið í kirkjum Akur-
eyrar, Akureyrarkirkju og
Glerárkirkju, hefst á morgun,
sunnudaginn 4. október kl. 11 fyr-
ir hádegi.
Til athugunar er að fá sérstaka
rútu, eða „kirkjubiT ti! að flytja þau
börn sem lengst eiga að fara í Akur-
eyrarkirkju, en þar til svo verður
vænta prestamir þess að foreldrar
aki þeim bömum sem íjærst búa
1 kirkjunni í Sunnudagaskólann.
-----»"»-4-----
Hádegistón-
leikar í Akur-
eyrarkirkju
Fyrstu hádegistónleikar vetrar-
ins verða í Akureyrarkirkju í dag,
laugardaginn 3. október, og hefj-
ast þeir kl. 12 og standa í um það
bil hálftíma.
Bjöm Steinar Sólbergsson organ-
isti Akureyrarkirkju spilar verk eftir
Bach og Widor og auk þess verður
lesið upp úr ritningunni. Hádegistón-
leikar í Akureyrarkirkju verða fyrsta
laugardag hvers mánaðar í vetur.
-----♦ » ♦-----
Hörður Torfa-
son á tónleik-
um í 1929
Hörður Torfason heldur tón-
leika á skemmtistaðnum 1929,
annaðkvöld, sunnudagskvöldið 4.
október og hefjast þeir kl. 21.00.
Alls hafa komið ut 10 hljómplötur
með Herði á tímabilinu 1971 til 1991.
Hörður er talinn brautryðjandi og
upphafsmaður íslenskra trúbadora
og mun hann á tónleikunum flytja
fjölbreytt efni, lög sín við ljóð ann-
arra skálda og eigin, sem heillað
hafa fólk um margra ára skeið.
(Úr fréttatilkynningu)
Glerárkirkja verður vígð 6. desember næstkomandi og stendur lokafrágangur við bygginguna nú yfir.
Morgunblaðið/Rúnar Þðr
Glerárkirkja vígð 6. desember næstkomandi
Heildarkostnaður við 2.100 fm
kirkjubyggingu um 250 milljónir
GLERÁRKRIKJA verður vígð 6. desember næstkomandi, en bygg-
ing kirkjunnar hefur staðið yfir frá því sumarið 1984, en þá var
fyrsta skóflustungan að kirkjunni tekin. Áætlað er að kostnaður
við bygginguna nemi á bilinu 230 til 250 milljónum króna, en kirkju-
byggingin er alls um 2.100 fermetrar að stærð. Arkitekt kirkjunn-
ar er Svanur Eiríksson, en byggingarstjóri frá upphafi hefur verið
Eirikur Stefánsson.
Sóknarnefnd Lögmannshlíðar-
sóknar kynnti stöðu byggingafram-
kvæmda og undirbúning vegna
vígslunnar á blaðamannafundi í vik-
unni, en nokkrar nefndir starfa nú
af kappi við lokaundirbúning vegna
vígsludagsins.
Fyrst var farið að huga að kirkju-
byggingu í Glerárhverfi árið 1970,
en það var síðan árið 1983 sem lóð
fyrir kirkju í sókninni við Bugðusíðu
var úthlutað. Herra Pétur Sigur-
geirsson tók fyrstu skólfustungu
að Glerárkirkju í maí árið 1984 og
hafa framkvæmdir staðið yfir frá
þeim tíma.
Gísli Kristinn Lórenzson greindi
á fundinum frá því að unnið væri
að íjáröflun vegna lokasprettsins
við kirkjubygginguna, m.a. væri
hugmyndin að gefa út og selja gler-
platta og þá yrðu væntanlega
haldnir veglegir tónleikar til styrkt-
ar byggingunni skömmu eftir vígslu
hennar í desember og loks væri
fyrirhugað að leita til sóknarbarna
með framlög.
Gefið verður út hátíðarblað í til-
efni af vígslunni þar sem m.a. verð-
ur greint frá byggingasögunni,
fjallað um Lögmannshlíðarkirkju
og rætt við þá presta sem þjónað
hafa í sókninni, en þeir eru sr.
Pálmi Matthíasson, sr. Pétur Þórar-
insson og sr. Gunnlaugur Garðars-
son sem nú gegnir starfinu. Guðrún
Níelsdóttir, formaður blaðnefndar,
sagði að blaðinu yrði dreift á Akur-
eyri og ef til vill víðar.
Halldór Jónsson gjaldkeri sagði
að framreiknaður væri heildar-
kostnaður við byggingu Glerár-
kirkju á bilinu 230 til 250 milljónir.
Á þessu ári verður um 60 til 70
milljónum króna varið til fram-
kvæmda við kirkjuna. Ekki væri í
þessum tölum reiknað með mikilli
sjálfboðavinnu sem innt hefði verið
að hendi, en gera mætti ráð fyrir
að um 300 manns hefðu tekið til
hendinni. Halldór sagði að vel hefði
gengið að fjármagna krikjubygg-
inguna, reiknað væri með að sókn-
argjöld stæðu að mestu undir fram-
kvæmdum auk þess sem til kæmu
lántökur.
í kirkjunni verða sæti fyrir rúm-
lega 600 manns, þá eru rúmgóðir
salir í kirkjunni sem nýtast til
kennslu og fundahalda. Á neðri hæð
er leigt út rými, þar er rekin leik-
skólinn Krógaból og eins fer skáta-
starf í hverfínu þar fram.
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Kartöfluupptaka hjá Öngli hf.
hefur verið í fullum gangi síð-
ustu daga, enda veðrið eins og
best verður á kosið. Á innfelldu
eru Magnea Garðarsdóttir og
Kjartan Pálmason.
Kartöflugrös standa enn
Ytri-Tjörnum.
ÞÓTT NÚ sé komið fram í október eru kartöflugrös ennþá í
fullum blóma og kartöflur því enn að spretta. Það er mjög sjald-
gæft að kartöflugrös standi svo lengi fram á haustið, en venju-
lega falla þau fyrri hluta septembermánaðar.
Hjá Öngli hf. á Staðarhóli, sem
er stærsti kartöfluræktandi hér
um slóðir, hefur kartöfluupptaka
gengið hægt vegna þess hve garð-
amir eru blautir eftir úrhellisrign-
ingar í síðasta mánuði.
Aðalsteinn Hallgrímsson, einn
aðalhluthafinn í fyrirtækinu,
sagði að uppskeran væri í meðal-
lagi enda eru kartöflumar nú
búnar að vera í jörðu í rúma fjora
mánuði.
Hann taldi að Jónsmessuhretið
hefði kippt verulega úr sprettu,
en grösin voru alllengi að ná sér
eftir það. - Benjamín
Byggiíigaríðnaður
Nokkur stór verk-
efni í burðarliðnum
GUÐMUNDUR Ómar Guð-
mundsson, fofmaður Trésmiða-
félags Akureyrar, segir að þess
gæti í vaxandi mæli að ríkisvald-
ið dragi að taka ákvarðanir um
byggingaframkvæmdir þar til
langt fram á árið. Nú á haustdög-
um séu nokkur stór verkefni að
fara í gang og virðist sem menn
er hafa með ráðstöfun fjármagns
á þessu sviði að gera stíli upp á
vetrarsteypur og væntanleg við-
haldsverkefni.
Nokkurt atvinnuleysi var meðal
trésmiða á Akureyri í sumar og
ekki tók að lifna yfir fyrr en eftir
verslunarmannahelgi, að sögn Guð-
mundar Ómars. Ástandið væri
þokkalegt um þessar mundir og
væri unnið af kappi við þau verk-
efni sem í gangi eru nú á haustdög-
um. Fyrir liggur að hefja smíði stúd-
entagarðs og einnig á að steypa
upp áfanga við Verkmenntaskól-
ann, en enn hefur ekki verið samið
við verktaka um byggingar innan
félagslega kerfisins.
Guðmundur Ómar sagði að
ákvarðanir um byggingafram-
kvæmdir lægju oftar en ekki seint
fyrir, erfiðlega gengi að fá þá sem
með ráðstöfun fjármagns fara að
taka ákvarðanir fyrr þannig að
hægt væri að steypa upp yfir sum-
armánuðina.
„Menn virðast stíla upp á vetrar-
steypur og gölluð hús, kannski það
sé gert til að tryggja næg viðhalds-
KAFARAFÉLAG Norðurlands var
stofnað á Dalvík í vikunni, en það
er aðili að Sportkafarafélagi ís-
lands.
Tilgangur félagsins er að stuðla
að öryggi við köfun með fræðslu og
að gæta hagsmuna kafara. Fyrirhug-
að er að fara í köfunarferðir og að
halda reglulega fundi, en næsti fund-
ur verður á Lúbarnum á Dalvík næst-
komandi mánudagskvöld, 5. október
verkefni í framtíðinni," sagði Guð-
mundur Ómar.
Hann sagði að hvað stærri verk-
takafyrirtæki í byggingariðnaði
varðaði væri ástandið gott, en þeg-
ar nær færi að draga að vetri sýnd-
ist sér útlitið ekki glæsilegt hjá
minni verktökunum og einstakling-
um sem inna af hendi viðhald ýmiss
konar.
kl. 19.30. Nýir félagar eru velkomnir.
Stofnfélagar eru 6 og er formaður
félagsins, Jan Murtomaa, en hann
lærði köfun í Bandaríkjunum og Sví-
þjóð og er með kennararéttindi frá
PADI, Professional Association of
Diving Instructors. Bjami Ármanns-
son er varaformaður félagsins og
geta þeir sem óska upplýsinga um
félagið snúið sér til Jans eða Bjarna
á Dalvík.
Kafarafélag Norð-
urlands stofnað