Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 Minning Marta Eiríksdóttir Fædd 21. mars 1915 Dáin 26. september 1992 Komið er að kveðjustund, fyrr en nokkum óraði. Marta hafði ein- mitt verið svo góð til heilsunnar upp á síðkastið. Hún hafði í nokkur ár átt erfítt með gang, en hafði nýverið fengið bót á því meini og var svo sporlétt og giöð síðast þegar við hittumst. Við hjónin skruppum til hennar um hádegi dag einn, ætluðum að fá hana með okkur í heimsóknir á heimili sona hennar, en gleymdum okkur alveg. Tíminn flaug og áður en varði var komið undir kvöldmat. Þannig var það alltaf. Ef til stóð að fara víðar en í Miðtúnið varð að ljúka þeim erindum fyrst, ella varð ekkert úr framkvæmdum. Marta giftist ung Ólafi Ingibers- syni og eignuðust þau tíu böm, 8 drengi og tvær dætur. Er systir hennar dó, fluttist móðir Mörtu inn á heimilið með systurson hennar Svein, og ólst hann upp á heimilinu ásamt bömum þeirra. Fannst þeim hjónum það svo góð lausn enda nóg pláss í þriggja herbergja ris íbúðinni. ^ Mér reiknaðist til að afkomend- ur hennar og makar þeirra telji nú 95 manns, sem allir hafa geng- ið inn og út á heimili hennar. Öllu þessu fólki var boðið til hennar á jóladag ár hvert. Þangað lét enginn sig vanta sem mögulega gat mætt. Þá var glatt á hjalla og þó að hús- rými væri ekki mikið rúmaðist þetta allt svo vel. Ég minnist þess hversu undrandi ég var á þolin- mæði og umburðarlyndi þeirra Ólafs og Mörtu, fyrstu árin mín í fjölskyldunni, þegar ótal litlir drengir hlupu um alla íbúð með hlátrasköllum og galsa. Þá líkaði þeim hjónum lífíð. Litlu drengimir hafa nú vaxið, eru giftir menn og feður og síðast á jóladag hlupu þeirra synir glaðir um allt húsið hjá langömmu, sem skemmti sér konunglega yfír öllum skaranum. Hún hafði svo einstaka innsýn í hugarheim barnanna og sýndi þeim svo mikinn skilning. Oft undr- aði mig hversu vel hún fýlgdist með hverju barni. Aldrei varð neinn veikur svo hún hringdi ekki og fylgdist með. Allav afmælisdaga mundi hún og var það meira en við hin yngri réðum við í nær 100 manna fjölskyldu. Ættmóðirin mundi eftir sérhveiju sinna bama og sinnti af hlýju og ástúð. Eitt sinn, meðan yngstu dreng- imir hennar bjuggu enn heima, var Marta að búa sig í bæjarferð, leit hún þá yfír stofuna um leið og hún kvaddi og sagðist halda það mistök að hafa sett millivegg milli stofu og borðstofu. Er hún kom heim fáeinum klukkustundum síðar vom synimir langt komnir með að bijóta vegginn niður. Ryk og steypuhnullungar huldu í fyrstu sýn. Frúin stóð orðlaus augnablik og horfði á aðfarirnar og sagði: „Stofan verður skemmtilegri svona, en strákar mín.ir það mætti nú breiða yfír húsgögnin." Þannig var hún. Eftir þetta mun hún hafa tekið sínar ákvarðanir endanlega áður en hún hafði orð á. Virðing sú sem hún naut af hálfu bama sinna, fær best lýst þessari konu. Marta hafði að mestu misst sjón- ina fyrir 10 ámm og er Ólafur lést árið 1987 varð mikil breyting á lífí hennar. Konan sem hafði haldið heimili fyrir 16 manns er mest lét, var nú orðin ein. Heimil- ið sem helst hafði minnt á félags- miðstöð kyrrðist, þó að ávallt væri það þó samastaður ættarinnar. Það gladdi því ættingja og vini þegar Marta fékk íbúð á Hlévangi, heim- ili fyrir aldraða og fluttist þangað fyrir tæpum þremur vikum. Þama var hún meðal gamalla kunningja og leið vel frá fyrsta augnabliki. Það horfði allt svo vel er hún veiktist skyndilega og lést þann 26. september. Um leið og ég minnist Mörtu, tengdamóður minnar, með þakk- læti, votta ég börnum hennar tíu og Guðnýju systur hennar samúð mína. Guðrún Einarsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast ömmu minnar og al- nöfnu, Mörtu Eiríksdóttur, sem lést laugardaginn 26. september eftir stutta legu. Fyrir rúmri viku sátum við sam- an og ræddum þau umskipti sem höfðu orðið á hennar högum þegar hún flutti á Hlévang, dvalarheimili aldraðra í Keflavík. Vist hennar þar var ekki löng, tæpar þijár vik- ur. Henni fannst sem hún byggi á fjögurra stjörnu hóteli og lýsir það kannski því að hún var ekki enn búin að taka Hlévangi sem heimili sínu. Hún amma varð þó fljótt vör við þá umhyggju sem starfsfólkið sýndi henni og það veitti henni öryggi að finna fyrir návist þess. Hún amma mín hafði mikla ánægju af söng enda bjó hún sjálf yfír fallegri söngrödd fram eftir aldri. Það gladdi hana að heyra í dóttur minni, tæpra tveggja ára, syngja gamlar barnavísur en það gerði telpan óspart á síðustu sam- verustund þeirra. Amma Marta var ekki kröfuhörð kona, lifði í sátt við alla, bæði Guð og menn. Hún var mjög trúuð og kunni ógrynni af bænum og vers- um sem hún fór með á hveiju kvöldi rétt fyrir svefninn. Alltaf þegar maður kom til ömmu í Miðtúnið sat hún í horninu sínu í þægilegum stól, enda var útvarpið þar staðsett og þá var hún að hlusta á eitthvert erindi á gömlu gufunni. Hún varði tíma sínum mikið við hlustun því sjónin yfirgaf hana næstum, fyrir um tíu árum. Við heilsuðumst alltaf með kossum á kinnar og svo spurði hún frétta af mínum högum. Aldrei heyrði ég hana segja styggðaryrði um nokkr- un mann og ekki kvartaði hún heldur yfir einveru sinni. Þó kenndi ég í bijósti um hana að búa svona ein. Bömin hennar og tengdabörn voru þó alltaf nálæg enda átti hún þau tíu bömin. Það fýlgdi ömmu minni mikil friðsæld og aldrei Árið 1942 gekk hann að eiga Sigurbjörgu Hjartardóttur frá Skagaströnd og varð þeim fímm bama auðið. Þau eru: Sigurjón, fæddur 1941, Árni, fæddur 1943, Eygló Hulda, fædd 1945, Hjörtur, fæddur 1952 og Eyrún, fædd 1957. Þau eru öll á lífí nema Eyrún, sem dó 1987. Allt er þetta mannvænlegt fólk og bamabörnin orðin ellefu. Guðbjartur missti Sigurbjörgu konu sína eftir langvarandi vanheilsu árið 1986. Árið 1948 flutti Qöl- skyldan frá Austmannsdal, að Bakka í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1956 er þau fluttu suður til Reykjavíkur og síðar til Hafnar- íjarðar. Á þessum árum voru að byija þjóðflutningar, sem tæmdu heilu sveitirnar á Vestfjörðum. Mörgum sveið að vonum eyðing sinna byggð- arlaga og eyðilegging verðmæta þar, en bám harm sinn í hljóði eins vandaði hún um fyrir manni þó eflaust hafí henni ekki líkað allt sem fólkið gerði. Hún hafði þann hæfíleika að leyfa öllum að vera þeir sjálfír. Afí Oli og amma Marta voru eitt, Þau voru bæði hláturmild og höfðu góða lund, íaus við öll láta- læti, komu til dyranna eins og þau voru klædd. Þegar hann fór yfir móðuna miklu fyrir fímm ámm dó hluti af henni um leið. Bæði amma og afí vom svo fullviss um annað líf að dauðinn var velkominn gest- ur. Ég hef sjálf mikinn áhuga á dulrænum málefnum og held ég að sá áhugi hafí dafnað í samvist- um við þau. Ófáar stundirnar með- an afi lifði spjölluðum við um draumaheima og himnaríki þar sem þau töluðu um þessi vista- skipti sem sjálfsagðan hlut. Ég man það sem stelpa hvað mér þótti skrýtið þegar afí keypti líkkistur handa þeim báðum lifandi, því hann vildi fá að velja viðinn í þær sjálfur. Ég hugsa að ömmu hafí fundist þetta sjálfsagt líka. Skömmu eftir að afí dó ákvað hún m.a. hvernig hennar jarðaför skyldi fara fram, hvaða sálmar sungnir, í hveiju hún ætti klæðast í kist- unni og hvaða prest hún vildi. og sæmdi sönnum Vestfirðingi. Þetta þjóðfélagsrask varð margri fjölskyldunni dýrkeypt, þær urðu fómarlömb umbrotanna. Fólk gat ekki flutt eignir og aðstöðu með sér og félagslega tjónið var ómælt. Ekki var fjöldinn svo vel stæður að hann gæti keypt sér húsnæði, þegar suður kom og varð því oft að sætta sig við lélegt húsnæði fyr- ir fullt verð. Guðbjartur og hans fjölskylda fór ekki varhluta af þeirri röskun og tjóni er af þessu hlaust. Þegar suð- ur kom var að vísu nóg að gera fyrir jafn duglegan mann og Guð- bjartur var enda skorti hann aldrei vinnu, en laun verkamanns, jafnvel með allri þeirri eftir- og næturvinnu sem hann gat unnið voru fljót að hverfa í hít húsaleigu og brýnustu nauðsynja, sem stór fjölskylda þarf. Eftir að hafa dvalið syðra við ýmis störf í 6 ár fluttist fjölskyldan til Skagastrandar árið 1962 og bjó Guðbjartur þar til æviloka. Þar var heimabyggð konu hans og ég veit ekki betur en hann hafi búið þar sáttur við umhverfi og fólk, enda búa flest böm hans þar nú. Þessar línur eru fyrst og fremst til minningar um Amfirðinginn Bjart í Austmannsdal, en svo var hann oftast nefndur af kunningjum og sveitungum þar vestra. Hann var traustur og tryggur vinum sín- um, heiðarlegur og hreinskilinn, svo sumum þótti oft nóg um. Erfiðleik- um tók hann með karlmennsku, en þeim fór hann ekki varhluta af. Ég vil að lokum þakka Guðbjarti samfylgdina og fyrir trygglyndi hans og hlýju í minn garð, sem hélst til æviloka. Við hjónin sendum bömum hans og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Megi Guðbjartur Ámi hvíla í friði. Stefán Thoroddsen. GuðbjarturÁ. Guð- jónsson - Minning Þann 23. september sl. lést í Landspítalanum í Reykjavík vinur minn Guðbjartur Ámi Guðjónsson síðast búsettur á Skagaströnd. Hann fæddist 17. september 1914 í Austmannsdal, Ketildala- hreppi í Amarfírði, sonur hjónanna Sigríðar Amalíu Sigurðardóttir og útvegsbóndans og bókbindarans Guðjóns Árnasonar. Heimilið í Austmannsdal var mikið menningarheimili, margt heimilisfólk og svo gestkvæmt, að ég sem þessar línur skrifa, man ekki betur en að það væru færri dagamir, sem ekki vom gestir á heimilinu, einn eða fleiri og dvöldu þá sumir dögum saman. Þama ólst Guðbjartur upp, ásamt Áma bróður sínum, fædd 21. mars 1917, miklum gæðadreng og ljúfl- ingi, sem dmkknaði af ms „Pilot" 31. janúar 1941 á vertíð frá Suður- nesjum. I skjóli fóstra minnar sem var ljósmóðir og hafði þá aðsetur í Austmannsdal og margs ágætis- fólks á heimilinu, ekki síst bræðr- anna tveggja, lifði ég mín fyrstu ár, dýrðardaga, sem ég minnist með þakklæti og hlýjum hug, enda bám allir mig á höndum sér. Guðbjartur varð snemma þrek- maður, handlaginn og mikill verk- maður. Hann hafði ánægju af skepnum og kunni vel að meta góða hesta. Hann var alinn upp við vinnu til sjós og lands, eins og tíðkaðist með ungum mönnum í þá daga, jafnvígur á hvort tveggja en féll þó betur búskapur og önnur land- vinna. Guðbjartur var greiðvikinn og taldi ekki eftir sporin á milli bæja til að rétta nágranna hjálparhönd. Félagslyndur var hann og starfaði með ungmennafélagi sveitar sinnar, lengst sem formaður. Hann hafði mikið yndi af leiklist og sjálfsagður í þeirra hópi, sem þátt tóku í sýn- ingu leikrita. Ég hefí hugmynd um að síðar á ámm þegar tækifæri gafst, hafí hann notið þess að taka þátt í leiksýningum á Skagaströnd. Verkstjóri og matsmaður við slátur- húsið á Bakka var hann í mörg ár og síðari árin vestra sá hann jafn- framt um afgreiðslu þeirrar vöm sem Kaupfélag Amfirðinga á Bfldu- dal sendi til afhendingar frá sam- vinnufélagshúsinu á Bakka. Eitt var það, sem Guðbjarti var gefíð fremur flestum, en það var ótrúlega gott minni og eftirtekt á samræðum og látbragði annarra manna. Kunni hann samtölin frá orði til orðs og hafði gaman af að fara með ásamt viðeigandi rödd og látbragði, við misjafna ánægju þeirra er í hlut áttu, þótt flestir tækju því eins og til var ætlast, sem græskulausu gamni. Sögumaður var hann svo góður að synd er að ekki skuli vera til hljóðsnælda með sýnishomi af frásögnum hans. Slík- ar frásagnir heyrði maður í æsku til einstakra eldri manna, en heyr- ast nú ekki lengur. Heilsuleysi Guðjóns föður hans batt þá bræður meir við heimilið sem fyrirvinnur, en eftir að Ámi dmkknaði árið 1941, hvfldi það ein- göngu á herðum Guðbjarts, að sjá heimilinu farborða. I dag þegar ég kveð hana ömmu mína er ég bæði sorgmædd og glöð. Ég á eftir að sakna hennar, að sjá hana ekki eða heyra hlátur- inn á góðum stundum. Ég er glöð fyrir hennar hönd að hún skuli vera farin til afa míns á stað þar sem blómin ilma og fuglamir syngja. Nú eru þau saman, létt á fæti og njóta hverrar stundar í ljós- inu. Hafí þau þökk fýrir allt og allt. Ég geymi minninguna um þau og því sem tengdi okkur saman þar til ég fer á fund þeirra í garðinum græna. Guð blessi þau bæði og afkomendur þeirra. Marta Eiríksdóttir. Útför Mörtu Eiríkdsdóttur fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 3. október klukkan 2. Marta lést 26. september 1992 eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Hún veiktist snögglega á föstudag 25. september og lést hinn 26. september. Hún var dótt- ir sæmdarhjónanna Eiríks Guð- mundssonar útvegsbónda í Garði og konu hans, Guðrúnar Sveins- dóttur. Þau bjuggu lengst af í Smærnavöllum í Garði og eignuð- ust sex böm: Vilborgu, Guðmund, Kjartan, Þóru, Mörtu og Guðnýju. Guðný er nú ein á lífí. Hún var einu ári yngri en Marta. Marta og eiginmaður hennar Ólafur Ingibersson giftust 29. september 1934. Ólafur stundaði þá mikið akstur til Reykjavíkur og fór oft í Garðinn, þá kynntust þau og giftust og bjuggu saman í 53 ár. Þau héldu upp á gullbrúðkaup sitt í Keflavík, þar sem afkomend- ur og vinir komu til að samgleðj- ast þeim og þakka langa og trygga vináttu. Marta og Óli bjuggu fyrst á Hafnargötu í Keflavík, en síðar byggði Óli einbýlishús að Miðtúni 1 í Keflavík, þar sem þau bjuggu í mörg ár, asamt fjölskyldu sinni. Marta og Óli vom mjög samhent og hamingjusöm alla ævi. Þau komu öllum bömum sínum upp og er það stór og fallegur hópur, sem reyndust foreldrum sínum vel. Böm þeirra vom tíu og eru öll á lífí. Elstur er Ingi og þá Eiríkur, Stefán, Sverrir, Hulda, Jóhann, Albert, Reynir, Hjördís og Ólafur Már. Þau eiga nú öll sínar Ijöl- skyldur. Marta og Óli eiga því marga afkomendur, sem em þeim til mikils sóma. Auk þess var móð- ir Mörtu, Guðrún Sveinsdóttir, í heimili þeirra hjóna með dótturson sinn. Heimilið var því stórt og mikið unnið. Ég kynntist Mörtu og Óla, þegar ég árið 1942 kvæntist systur Mörtu, Guðnýju. Myndaðist mikill vinskapur ijölskyldna okkar, sem hélst alla tíð síðan og aldrei bar skugga á. Oli lést fyrir rúmum fímm ámm var þá mikill söknuður hjá Mörtu og venslafólki. Oft fórum við í Þrastaskóg með fjölskyldur okkar, en þar átti ég lítinn sumarbústað. Mikill missir er það mér og fjöl- skyldu minni, að nú eru þau bæði látin. Ljós í myrkrinu er þó hvað Marta fékk góðan dauðdaga. Marta og Ólafur bjuggu alltaf í Keflavík, en ég og fjölskylda mín í Reykjavík. Oft fómm við til Kefla- víkur í heimsókn til Mörtu og Óla, það vom skemmtilegar og ánægju- legar heimsóknir. Margir geta sagt frá slíkum heimsóknum, enda var mjög gestkvæmt á því heimili og fjölskylda Mörtu og Óla alltaf jafn gestrisin. Ég og fjölskylda mín þakka þeim öll árin. Marta var trúuð kona, þó að hún flíkaði því ekki. Hún mundi alltaf orðin, sem presturinn, séra Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum, sagði við hana á fermingardaginn og breytti eftir þeim: „Vertu trú allt til dauð- ans.“ Marta er látin og margir sakna hennar, en mestur er söknuður barna hennar og fjölskyldna þeirra. Við vinir hennar og venslafólk sendum þeim kærar kveðjur. Mörtu kveðjum við með sökn- uði. I guðsfriði, vinur. Þórður Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.