Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C 265 tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins EES samþykkt í sænska þinginu Svíar kvíða niður- stöðunnar í Sviss Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA þingið ræddi í gær samninginn um Evrópska efnahags- svæðið (EES) og framtiðaraðild Svía að Evrópubandalaginu (EB). Mikil samstaða ríkti meðal þingmanna um ágæti EES-samningsins og lýsti einungis Vinstriflokkurinn, fyrrum flokkur kommúnista, yfir andstöðu við samkomulagið. Atkvæði voru greidd um samning- inn seint i gærkvöldi og greiddu 308 þingmenn atkvæði með EES, 13 á móti og 6 sátu hjá. Sænskir stjómmálamenn hafa hins vegar miklar áhyggjur af þjóð- aratkvæðagreiðslunni um EES í Sviss þann 6. desember, en síðustu skoðanakannanir benda til að samningnum verði hafnað þar. Flest ríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) hafa þegar sam- þykkt EES en einungis eitt EB- ríki, Portúgal. Ef Svisslendingar hafna samkomulaginu bendir flest Noregur Áhyggjur af fiskvinnslu í Múrmansk Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgunblaðsins. ÚTLENDINGAR hafa í aukn- um mæli keypt sig inn í fisk- vinnslufyrirtæki í Múrmansk og hafa Norðmenn af því þungar áhyggjur. Thorvald Stoltenberg utanríkisráð- herra óttast að aukin fisk- vinnsla þar komi niður á norskum útflutningi. „Portúgalskir saltfiskkaup- menn eru að hefja eigin fram- leiðslu í Múrmansk. Bretar, Spánveijar og Kanadamenn eru einnig að skapa sér fótfestu þar. Aður hafa Danir komið sér þar vel fyrir,“ sagði Stoltenberg. Fiskverkun í Finnmörku hef- ur þegar fengið vísbendingar um að rússneskir togarar myndu ekki þurfa að landa þar jafn miklum afla á næstu árum og að undanfömu. Á þessu ári hafa rússneskir togarar landað þar um 80.000 tonnum af þorski. Samkvæmt fréttum norsku fréttastofunnar NTB hafa norsk stjómvöld hvatt norsk fisk- vinnslufyrirtæki til að auka samvinnu við og jafnvel kaupa upp rússnesk vinnslufyrirtæki. til að EB og EFTA muni breyta samkomulaginu þannig að það eigi við einu ríki færra en upphaflega var ætlunin. Ókosturinn við þá leið er að samningurinn gæti þá ekki tekið gildi um áramótin heldur í fyrsta lagi 1. júlí á næsta ári. Þar að auki myndu hin EFTA-ríkin þurfa að bera þyngri kostnað vegna samn- ingsins. Hvað Svíþjóð varðar myndi höfn- un Svisslendinga einnig hafa í för með sér að aðildarviðræðum þeirra myndi seinka og líklega ekki hefj- ast fyrr en undir lok næsta árs. Það gæti haft í för með sér að þjóðarat- kvæðagreiðslunni, sem ráðgert er að halda samhliða þingkosningum í september 1994, yrði að fresta til fyrri hluta ársins 1995 sem þýddi að Svíar gætu ekki orðið aðilar að EB fyrr en undir lok þess árs. Forsetar hittast Reuter. Bill Clinton, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, og George Bush, fráfarandi forseti, áttu fund í Hvíta húsinu í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem þeir hitt- ast eftir kosningar en þeir hafa nokkmm sinnum ræðst við í síma. Fundur þeirra stóð í tæpar tvær klukkustundir og að honum loknum sagði Clinton við blaðamenn að þeir hefðu átt „frábærar" viðræð- ur. Þeir hefðu rætt um nokkur innanríkismál sem væru ofarlega á baugi auk stöðu fjölmargra mála á alþjóðavettvangi, sem líkleg væru til að valda erfið- leikum. Sagðist Clinton hafa fengið mörg góð ráð hjá Bush, sem formlega er forseti til áramóta. Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan vill að bráðabirgðasljóm taki við völdum Benazir Bhutto handtekin eftir táragasárás lögreg'lu Rawalpindi. Reuter. BENAZIR Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, var handtekin í gær þegar hún reyndi að komast í göngu sem fyrirhug- uð var til að krefjast þess að pakistönsku sljórninni yrði vikið frá. í gærkvöldi var hún send nauðug til borgarinnar Karachi og bann- að að koma aftur til íslamabad í 30 daga. Áður hafði lögreglan ráðist á Bhutto og stuðningsmenn hennar með kylfum þegar hún fór frá heimili sínu í íslamabad. Lögreglan var með mikinn við- búnað við heimili Bhutto í gær- morgun til að koma í veg fyrir að hún kæmist í gönguna og lokaði öllum undankomuleiðum með gaddavírsgirðingum. Um 300 stuðningsmenn hennar söfnuðust saman við húsið og rifu gaddavír- inn í burtu með berum höndunum. Lögreglan réðist þá með kylfum að hópnum og að sögn sjónarvotta varð Bhutto fyrir höggi. Lögregl- Skattamálaráðherra Danmerkur segir af sér embætti TaJið að afsögnin bjargi stjóminni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins, Reuter. ANDERS Fogh Rasmussen, efnahags- og skattamálaráðherra Dan- merkur, sagði af sér í gær í kjölfar þess að stjórnarandstöðuflokkarn- ir hótuðu að bera fram vantrauststillögu á ráðherrann sæti hann áfram í embætti. Ráðuneyti Rasmussens hafði árið 1989 keypt tæknibúnað fyrir 35 mil(jónir danskra króna en þau kaup voru hins vegar bókfærð á árið þar á eftir. Þetta er kölluð „hugmyndarík bókfærsla" og er hún bönnuð samkvæmt dönskum skattalögum. Jafnaðarmannaflokkurinn, Sósí- alíski þjóðarflokkurinn, Framfara- flokkurinn og Róttæki vinstriflokk- urinn kröfðust þess að ráðherrann, sem er frá flokknum Venstre, segði af sér innan sólarhrings eftir að greint var frá málinu í skýrslu rann- sóknarnefndar, ella myndu þeir bera upp vantrauststillögu á hann í dag, fímmtudag. Ef sú hefði orðið raunin er talið líklegt að ríkisstjómin öll hefði sagt af sér og að efnt hefði verið til nýrra kosninga. „Ég sagði af mér til að tryggja að núverandi hægristjórn gæti setið áfram. Ég vildi ekki verða þess vald- andi að samsteypustjórnin lenti í kreppu á jafn viðsjárverðum tímum fyrir Danmörk," sagði Rasmussen á blaðamannafundi í gær. Bætti hann við að þetta stjórnarmynstur væri það heppilegasta til að finna skyn- samlega lausn á þeim vanda sem hefði skapast eftir að Danir felldu Maastricht-samkomulagið í þjóðar- atkvæðagreiðslu í sumar. Þá eiga Danir að taka við formennskunni í ráðherraráði Evrópubandalagsins um áramót. Reuter Bhutto æpir af reiði eftir að lög- reglan réðist á hana og 300 stuðningsmenn hennar. unni tókst að dreifa fólkinu með því að beita táragasi og handtók tugi manna. Bhutto komst hins vegar í jeppann og ók á ofsahraða til Rawalpindi. Sjónarvottur sagði að þegar Bhutto hefði komið til miðborgar Rawalpindi hefði háttsettur lög- regluforingi skipað mönnum sínum að skjóta táragashylkjum að hepni. „Hún hlýtur að hafa verið að því komin að kafna,“ sagði hann. Bhutto var síðan handtekin ásamt helstu forystumönnum flokks hennar, Pakistanska þjóðar- flokknum, og tugum annarra stjómarandstæðinga. Þeirra á meðal voru nokkrir þingmenn og móðir Bhutto. Lögreglan skaut rúmlega þús- und táragashylkjum og hleypti af skammbyssum upp í loftið til að dreifa miklum mannfjölda sem hafði safnast saman í miðborginni. Bhutto krefst þess að stjórn Pakistans verði vikið frá og segir hana hafa komist til valda með viðamiklu kosningasvindli árið 1990. Hún vill að bráðabirgða- stjóm taki við völdunum og efnt verði til þingkosninga. Landamæralausri Evrópu frestað Brussel. The Daily Telegraph. Framk væmdastj óm Evrópu- bandalagsins (EB) skýrði i gær frá því að áformum um að fella niður gæslu á landamærum milli EB- ríkja frá og með áramótum hefði verið frestað um að minnsta kosti eitt ár og Hklega lengur. Ástæðan er ótti við innflytjenda- straum frá Austur-Evrópu, ekki sist Balkanskaga, og að almennt hefur kólnað í glæðum „Evrópuhugsjónar- innar“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.