Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
Fjallsmiðurinn Gestur Grímsson
Békmenntir
Kristján Kristjánsson
Trausti Steinsson: Fjall rís. Virkj-
unarsaga. Kápumynd gerði höf-
undur. 185 bls. G. Ben prentaði.
Guðsteinn, 1992.
Þessi lesandi rak fyrst augun í
undirtitilinn „virkjunarsaga" á kápu
bókarinnar og datt strax í hug að
hér væri einhvers konar sagnfræði-
rit á ferð, hugsanlega kafli úr virkj-
unarsögu íslands og þá væntanlega
gefín út að frumkvæði Landsvirkj-
unar — en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að hér er lítt þekkt for-
lag, Guðsteinn, að gefa út fyrstu
skáldsögu Trausta Steinssonar. í
fyrra sendi Trausti frá sér reisubók,
A slitnum skóm, frásögn af lestar-
ferð um Evrópu til Tyrklands.
Atburðarás sögunnar er ekki flók-
in. Hér segir af einu sumri í lífi
Gests Grímssonar, seint á áttunda
áratugnum. Þegar sagan hefst er
hann nýhættur til sjós og heldur til
fjalla þar sem hann hefur ráðið sig
í vinnu við þriðju virkjun árinnar
Þúsund. Aðalstarf Gests um sumarið
er að stjórna losun vörubíla í stíflu-
garð þann sem á að mynda uppistöð-
ulón virkjunarinnar. Hann er lægst-
setti maðurinn í véladeild, uppnefnd-
ur Gestur gangandi af vinnufélögum
sínum og kallaður „stígvélstjóri".
Stíflugarðinn kallar hann Hlaðíjall
og þar stendur Gestur í misjöfnum
veðrum, allt upp í 16 tíma í einu.
Á hálfsmánaðarfresti fá virkjun-
armennirnir helgarfrí og þá fer Gest-
ur til Reykjavíkur þar sem hann á
litla íbúð en heldur annars mikið til
hjá eldri konu sem hann kallar
„Gömlu Syndina". Ekki er ijóst
hvemig þau tengjast, en í upphaf-
skafla sögunnar koma fyrir atriði
sem benda til þess að hún gæti ver-
ið amma hans (bls. 6). Framan af
sumri skvettir Gestur ótæpilega í sig
af brennivíni i helgarfríum, stundar
ruddalegt kvennafar á börum og
skemmtistöðum og spilar vist í
þynnkunni við Gömlu Syndina, Þor-
grím frænda sinn og Þum gömlu
áður en hann heldur til fjalla að nýju.
Um mitt sumar hættir Gestur
brennivínsþambi og barferðum en líf
hans verður ekki innihaldsríkara
fyrir vikið, hann drepur tímann með
bíóferðum og upplifir stöðugt sama
tómleikann. Um haustið þegar fjallið
er risið, dettur Gestur hressilega í
það og sagan leysist upp í martrað-
arkenndar ofsýnir.
Fjall rís er um margt forvitnileg
saga þó að ýmsu megi finna. Efnið
er full rýrt miðað við lengd sögunn-
ar og fyrir vikið verður framvindan
oft hæg. Lýsingamar leita í sama
farveg, verða staglsamar og einhæf-
ar. Sagan snýst vissulega um virkj-
unarframkvæmdir og þá sérstaklega
kringumstæður og hlutskipti þeírra
sem að slíkum framkvæmdum vinna
— og það kannski einum um of því
aðalpersónan sem á að bera uppi
söguna fellur að nokkru leyti í
skuggann fyrir fjallinu sem rís í
sögunni. Aðrar persónur, fyrir utan
Gömlu Syndina, eru andlitslausar
og óskýrar, einfaldar týpur þegar
best lætur.
Um fortíð Gests er flest á huldu.
Gestur leiðir aldrei hugann að henni,
það er eins og hún skipti ekki máli;
hann lifír og hrærist í nútíð sögunn-
ar. Við fáum þó örfáar vísbendingar
undir lokin en á þeim er fátt að
byggja. Gestur er upprunninn úr
sveit, frá bænum Gríshóli fyrir aust-
an fjall sem er farinn í eyði. Faðir
hans virðist hafa látist með svipleg-
um hætti; á móður eða systkini er
hvergi minnst.
Sagan er í tólf köflum sem hver
um sig er skýrt afmarkaður af um-
hverfinu. Skiptast á kaflar sem ger-
ast á virkjunarsvæðinu við Þúsundá
og kaflar um helgarfríin í Reykja-
vík. Sjónvarhornið einskorðast við
Gest (með einni óþægilegri undan-
tekningu, bls. 163-4), söguhöfund-
Trausti Steinsson
urinn fylgir honum fast eftir, segir
frá því sem drífur á daga hans, hlust-
ar á hugsanir hans, útskýrir stund-
um hvers vegna Gestur bregst við
eins og hann gerir, og leggur þá
gjarnan dóm á athafnir hans og
gerðir.
Dálítill munur er á þessum köfl-
um, sérstaklega í afstöðu söguhöf-
undarins til Gests. Meðan Gestur er
til fjalla er honum lýst tiltölulega
hlutlægt og jafnvel með ákveðinni
samúð. Hann sker sig úr' hópi vinnu-
félagana og blandar lítt geði við þá.
Sinnir vinnunni af trúmennsku þó
að hún sé tilbreytingarlaus og sálar-
drepandi þrældómur. Þetta er dæmi-
gerður vinnustaður karla, með til-
heyrandi rembu, kvenfyrirlitningu
og klámi; lýsingarnar á samskiptum
verkamannanna eru ágætar í fyrstu
en eru síðan endurteknar með litlum
tilbrigðum svo til lýta verður að telj-
ast. Afstaða söguhöfundar breytist
síðan áberandi þegar Gestur er kom-
inn til borgarinnar í helgarfrí. Þá
er Gestur óspart gagnrýndur, og þá
fyrst og fremst fyrir hugmyndir
hans og framkomu við konur:
„Konan er sæðisílát í augum Gests
og annað ekki. Jafnskjótt og sál
konunnar vaknar og bærir á sér og
fer að gera kröfur, til hans, Gest,
um skilning, samúð, nærgætni,
grætur jafnvel, þá fer hann hann
hjá sér og snýr sér undan og lokar
skynfærum sínum og skilningarvit-
um og skellir í lás.“ (bls. 102-3).
Gestur er engum tengdur, ein-
rænn, lokaður og tilfínningalega
bæklaður. Þegar líður að lokum sög-
unnar opnast augu hans fyrir því
hvernig hann er en sá skilningur
leiðir, þótt “nndarlega megi virðast,
ekki til neins. Fram að þessari upp-
götvun Gests er sköpun persónu
hans nokkuð sannfærandi en síðan
er eins og framhaldið vanti. Gestur
endar nánast á sama punkti og hann
byijaði og er hvorki betri né verri
en áður.
Trausti Steinsson á sér sína
spretti og lýsingar hans verða oft
lifandi og skemmtilegar. Háðið er
sjaldan langt undan og hann getur
verið ágætlega fyndinn; eftirminni-
legust er lýsing hans á Landmanna-
laugum (bls. 156-7).
Stíllinn er orðmargur en verður
' full uppskrúfaður á köflum. Orðaröð
og orðaval er stundum sérviskulegt
og þykist ég sjá að þar hafi Trausti
að einhverju leyti sótt sér áhrif í
Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egils-
sonar þótt ekki yerði sagt að þau
áhrif risti djúpt. í orðaflóðinu flýtur
með 'eitt og annað sem á kannski
að vera „sniðugt" en er ekkert ann-
að en ambögur og klúður. Málkennd-
in er heldur vafasöm svo ekki sé
meira sagt þegar menn „sigla
ótroðnar slóðir" (bls. 45), „nudda
blóðið fram í kjúkurnar" (bls. 77),
„fótumtroða fjall“ (bls. 81) eða
„brosa upp á gátt“ (bls. 123) svo
nokkur dæmi af mörgum séu nefnd.
Tvær sýnmgar á
Kjarvalsstöðum
A Kjarvalsstöðum verða opn-
aðar tvær sýningar laugardaginn
21. nóvember nk.
í austursal verður opnuð sýning
á verkum franska myndlistar-
mannsins Jean-Jaques Lebels. Le-
bel, sem er skólabróðir Errós og
einn nánasti vinur hans, er bæði
frumlegur og djarfur listamaður.
Hann var einn af upphafsmönnum
gerninga og uppákoma í Evrópu á
sjöunda áratugnum og starfaði mik-
ið með Fluxus-hreyfíngunni. Jean-
Jaques Lebel hefur alltaf verið rót-
tækur í skoðunum og um 1968
snéri hann sér svo til eingöngu að
stjórnmálum og var í fararbroddi
myndlistarmanna sem studdu 68-
hreyfínguna í Frakklandi. Á síðustu
árum hefur hann aftur snúið sér
að myndlistinni.
Verkin á þessari sýningu eru frá
árunum 1958-1963 frá árunum
1982-1990. Jean-Jaques Lebel
kom til íslands til þess að vera við
uppsetningu og opnun sýningarinn-
ar.
Hin sýningin sem opnar þann 21.
nóvember er fransk-íslenska
myndasögusýningin: Guðdómleg
innri spenna og pína. Sú sýning er
unnin í samvinnu Kjarvalsstaða,
Franska sendiráðsins, Menningar-
deildar franska utanríkisráðuneyt-
isins og íslenska myndasögublaðs-
ins Gisp!
Frá Frakklandi koma verk eftir
16 myndasögulistamenn og eru
margir þeirra heimþekktir, s.s. Enki
Bilal og Moebius. Einn frönsku
listamannanna verður sérstaklega
kynntur en það er Jaques Loustal
en hann á um 20 verk á sýning-
unni. Loustal verður viðstaddur
opnun sýningarinnar.
Það er óvenjulegt hérlendis að
myndasögur séu sýndar í virtum
og virðulegu safni en myndasögur
hafa þótt ófínt myndlistarefni, ólíkt
því sem er erlendis t.d. í Frakk-
landi og Bandaríkjunum þar sem
myndasögugerð er virt og mikils-
metin listgrein.
Sýningarnar verða opnaðar kl.
16 laugardaginn 21..nóvember, eins
og áður segir, og standa til 13.
desember nk. Þær eru opnar dag-
lega frá 10 til 18. Kaffistofa safns-
ins er opin á samta tíma.
(Fréttatilkynning)
911 Cn 91 970 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRl
'fa I I Vv'b I V / v KRISTINNSIGURJÓNSSON.HRL.löggilturfasteign'asau
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Með frábærum greiðslukjörum
Skammt vestan Skátabúðarinnar:
4ra herb. neöri hæð, 92,5 fm nettó auk geymslu og sameignar. Öll
nýlega endurbyggð. Parket. Svalir. Góð sameign. Nýlega endurbætt.
Langtímalán kr. 3,1 millj. Laus fljótlega. Tilboð óskast.
• • •
í miðbæ og nágrenni óskast
eignir sem þarfnast lagf.
Opið á laugardag.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Morgunblaðið/Kristinn
Aðstandendur Pé-leikhópsins samankomnir á samlestri á „Húsverðin-
um“ eftir Harold Pinter.
Pé-leikhópurinn æfir
Húsvörðinn eftir Pinter
Pé-leikhópurinn er nú að fara af stað með æfingar á „Húsverðinum"
eftir Harold Pinter, í þýðingu Elísabetar Snorradóttur, og var fyrsti
samlestur síðasta fimmtudag. Leikendur eru þeir Róbert Arnfinns-
son, Arnar Jónsson og Hjalti Rögnvaldsson, allir landsþekktir leikar-
ar sem munu nú leiða saman hesta sína eftir nokkurt hlé. Sigurjón
Jóhannsson hannar leikmynd og búninga, en Jóhann Pálmarson lýs-
ingu. Leikst)‘óri er Andrés Sigurvinsson.
„Húsvörðurinn" er þriðja verk
Pé-leikhópsins og var fyrsta verk
hópsins einnig eftir Pinter; „Heim-
koman“ sem líka var sýnt í íslensku
óperunni, árið 1988. Róbert Arn-
fínnson hlaut menningarverðlaun
Dagblaðsins Vísis fyrir túlkun sína
á Max í þeirri sýningu. Leikritið
„Húsvörðurinn" fjallar um tvo
bræður, samband þeirra og lífs-
hætti sem einkennast af hvikulu
jafnvægi og jafnvel kúgun. Inn í
þessa veröld ratar flækingurinn
Davies, og á koma þessa gests eft-
ir að hafa ýmislegt í för með sér.
„Húsvörðurinn" er eitt þekktasta
verk breska leikskáldsins Harolds
Pinters, skrifað árið 1960 og leikið
tveimur árum síðar í Þjóðleikhús-
inu, þar sem Valur Gíslason fór
með hlutverk flækingsins, en Bessi
Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson
léku bræðurna.
Stjórn Pé-leikhópsins skipa
Andrés Sigurvinsson, leikstjóri, El-
ísabet Snorradóttir bókmennta-
fræðingur og Magnús Loftsson
myndlistarmaður. Sýningar Pé-
leikhópsins verða í íslensku óper-
unni, og er frumsýning áætluð í
janúarbyijun.
Nýjar
bækur
■ Lífsgleði. Viðtölogfrá-
sagnir um líf og reynslu á
efri árum er bók eftir Þóri
S. Guðbergs-
son.
I kynningu
útgefanda
segir að í
þessar bók
segja viðmæl-
endur á já-
kvæðan hátt
Þórir S. Guð- frá ánægju-
bergsson legri og
óvæntri reynslu. I bókinni eru
einnig mikilvægar upplýsingar
og leiðbeiningar fyrir fólk sem
komið er á eftirlaunaaldurinn.
Þórir S. Guðbergsson félags-
ráðgjafí, skráði viðtölin og bjó
til prentunar. Rætt er við Elínu
Þóru Guðlaugsdóttur, Gísla
Gíslason, Guðrúnu Nielsen,
Hrefnu Tynes, Ingibjörgu
Gísladóttur, Jón M. Jónsson og
Þorstein Einarsson.
Útgefandi er Hörpuútgáfan.
Bókin er 142 bls. Prentsmiðj-
an Oddi hf. annaðist prentun
og bókband. Verð 2.480
krónur.
■ Lampi gömlu konunnar
heitir ný ljóðabók eftir Þórhall
Guðmundsson.
Bókin inni-
heldur 38 ljóð
sem skiptast í
þrjá kafla;
Sól/myrkur,
Andvökubók-
in og Handa
við vökuheim.
Lampi gömlu
Þórhallur Guð- konunnar er
mundsson önnur bók
höfundar. Haustið 1991 kom
út ljóðabókin Myrkskilin orð.
Höfundur gefur sjálfur út.
Guðmundur Þórhallsson
gerði mynd á kápu og bjó
til prentunar. Prentun ann-
aðist prentsmiðjan Rún. Bók-
in er 60 bls. Verð 1.590 krón-
ur.
■ Tíminn og tárið, íslend-
ingar og áfengi í 1100 ár
eftir Óttar Guðmundsson
lækni. Hann hefur um árabil
ritað greinar
um læknis-
fræðileg efni í
blöð en þetta
er önnur bók-
in sem hann
sendir frá sér
því fyrir
tveimur árum
kom út ís-
lenska kyn-
lífsbókin frá hans hendi.
í kypningu útgefanda segir
m.a.: „í bókinni varpar höfund-
ur nýju ljósi á leynda staði í
sögu íslendinga og dregur
fram í dagsljósið sérstæðar
heimildir sem hingað til hefur
verið hljótt um. Hér eru rakin
örlög Jónasar Hallgrímssonar,
Kristjáns Fjallaskálds og Sig-
urðar Breiðfjörð, að ógleymd-
um frásögnum af vofveiflegum
endalokum íslenskra náms-
manna í Kaupmannahöfn þeg-
ar draumar slokknuðu í síkjum.
Einnig er í bókinni gerð skýr
grein fyrri þróun alkóhólisma,
allt frá því að ungt fólk byijar
að drekka í því skyni að veita
tilfinningum útrás, og þar til
morgunskjálfti, afréttarar og
túradrykkja verða daglegt
brauð. Hér er að fínna greina-
góða lýsingu á varnarháttum
alkóhóíista, átökum í fjöl-
skyldulífi og þeirri von sem
felst í áfengismeðferð.“
Útgefandi er Forlagið.
Bókin er 320 bls. Grafit hf.
hannaði kápu. Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði. Verð 3.480
krónur.