Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
18
Nýskípan hafnamála
eftir Svein Andra
Sveinsson
Á nýafstöðnum aðalfundi Sam-
taka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu (SSH) var samþykkt áiykt-
un þar sem hvatt er til stórfellds
flutnings verkefna frá ríki til sveit-
arfélaga. Meðal þessara verkefna er
uppbygging og fjármögnun hafna-
framkvæmda. í grein þessari vill
undirritaður gera grein fyrir sjónar-
miðum sínum og er rétt að taka fram
að með þeim er ekki verið að túlka
sjónarmið SSH.
Miðstýring ríkisvaldsins
Núverandi skipan hafnamála er í
stuttu máli með þeim hætti að upp-
bygging og rekstur hafna er í hönd-
um sveitarfélaga, en fjármögnun og
ákvarðanataka um uppbyggingu og
tekjur hafna er í höndum stjóm-
valda; Alþingis og samgönguráð-
herra. Um uppbyggingu og rekstur
hafna gilda hafnalög nr. 69/1984.
Yfirstjóm hafnamála er í höndum
samgönguráðherra, en hafnaráð er
honum til ráðuneytis, en í því sitja
tveir fulltrúar ráðuneytis og einn
fulltrúi tilnefndur af Hafnasambandi
sveitarfélaga. Hafnaráð fjalla um öll
stærri málefni Hafnamálastofnunar
og fylgist með rekstri hennar, auk
þess að vera ráðgefandi um fram-
kvæmdaáætlun og um fjármál hafn-
anna, þar á meðal gjaldskrárbreyt-
ingar.
Hafnamálastofnun fer með fram-
kvæmd hafnamála og veitir hafna-
málastjóri henni forstöðu. Er sér-
staklega kveðið á um það í lögum
að stofnunin skuli vel búin tækjum
og sérþjálfuðu starfsliði til að sinna
þeim verkefnum og rannsóknum sem
henni er falin.
Samkrull ríkis og sveitarfélaga
Eigendur hafnamannvirkjanna eru
sveitarfélög, eitt eða fleiri og skulu
þau kjósa sér hafnastjómir og hafa
þær með höndum stjóm hafna og
hafnasjóða. Hafnasjóðum eru
tryggðir ákveðnir tekjustofnar til
rekstrar og nýbygginga, en ákvörð-
unarvald um gjaldskrár er að lang-
mestu leyti í höndum hafnaráðs og
skal ákvörðun staðfest af ráðherra.
Hafnaframkvæmdir em að hluta
til fjármagnaðar af eigendum hafn-
anna og að hluta til með framlegi
úr ríkissjóði. ítarlegar reglur gilda í
hafnalögum um hvaða framkvæmdir
eru tækar til styrkja úr ríkissjóði.
Hafnaframkvæmdir eru að stómm
hluta til fjármagnaðar af ríkissjóði;
um milljarður á síðasta ári.
Alþingi eða fjárlganefnd hennar
tekur ákvarðanir um fjárveitingar til
hafnamannvirkja á grundvelli fram-
kvæmdaáætlunar til nokkurra ára,
sem unnin er af Hafnamálastofnun
að höfðu samráði við fjölmarga að-
ila. Stjómmálamenn víkja þó oft frá
þessari áætlún.
Bæði fjármögnun og rekstur
hafnamannvirkja er þannig undir
sameiginlegum hatti ríkis og sveit-
arfélaga þar sem ekki fer saman fjár-
mögnun og rekstur. Sveitarfélögun-
um er þannig annars vegar ætlað
að reka hafnir og byggja upp að
hluta á gmndvelli eigin tekna sem
ákveðnar em af ríkisvaldinu og hins
vegar þurfa þau að sækja til ríkis-
valdsins fé til framkvæmda á eigin
vegum; fyrirkomulag sem fyrir löngu
ætti að hafa rannið sitt skeið á enda.
Verkefnið heim
Undirritaður er eindregið þeirrar
skóðunar að ríkisvaldið eigi með öllu
að hætta afskiptum af gerð hafna-
mannvirkja og að rekstur og upp-
bygging þeirra verði að öllu leyti
verkefni sveitarfélaga. í tillögum
nefndar sem vann á vegum stjórnar
SSH að tillöguflutningi um verkefni
ríkis og sveitarfélaga er gert ráð
fyrir að hafnamál verði alfarið verk-
efni sveitarfélaga og á móti breytist
hlutfall sveitarfélaga í staðgreiðslu
á kostnað ríkissjóðs.
Megintilgangurinn með slíkri
verkefnatilfærslu væri sá að stuðla
að betri ráðstöfun fjármagnsins og
skynsamlegri uppbyggingu hafna-
mannvirkja. Með miðstýrðri ákvarð-
anatöku er ekki tryggt að fjárveit-
ingum sé veitt einmitt til þeirra
mannvirkja er mest er þörf á; þar
geta ýmis önnur sjónarmið spilað inn
í, stundum hrein og klár hrossa-
kaup. Með því að allt fé til uppbygg-
inga hafna sé í höndum sveitarfé-
laga, sníða þau sér stakk eftir vexti.
Staður hafna í forgangsröðun á fjár-
hagsáætlun sveitarfélaga réðist þá
af mikilvægi hafnamannvirkja fyrir
sveítarfélög. Fyrirkomulag þetta
gæti í auknum mæli leitt af sér sam-
starf hafna og sveitarfélaga um
uppbyggingu stærri hafnamann-
virkja í stað kapphlaups á hlaupa-
brautum fjárveitingavaldsins. Mætti
hugsa sér byggðasamlög um stærsu
hafnamannvirkin. Allri samræming-
arvinnu á landsvísu mætti hæglega
fela Hafnasambandi sveitarfélaga
eða öðmm samstarfsvettvangi eig-
enda hafnanna.
Að sjálfsögðu er það á skjön við
allt sem heitir sjálfstæði sveitarfé-
laga að ríkið skuli stjóma gjaldskrár-
málum hafna; að sjálfsögðu á slíkt
að vera í höndum eigenda hafnanna.
Hafnabótasjóður og
Hafnamálastofnun lögð niður
Auk þess að hafa stjóm á stóram
hluta framkvæmdafjár í gegnum
íjárlög og íhlutun í gjaldskrár hafna,
Sveinn Andri Sveinsson
„Undirritaður er ein-
dregið þeirrar skoðun-
ar að ríkisvaldið eig'i
með öllu að hætta af-
skiptum af gerð hafna-
mannvirkja, og rekstur
og uppbygging þeirra
verði að öllu leyti verk-
efni sveitarfélaga.“
stjórnar ríkisvaldið Hafnabótasjóði,
sem að mestu leyti er fjármagnaður
af eigendum hafna. Eðlilegur fylgi-
fiskur tilflutnings ákvarðanavalds til
sveitarfélaga frá ríki væri að leggja
niður Hafnabótasjóðinn. Hins vegar
mætti vel hugsa sér að einhver jöfn-
un ætti sér stað milli eigenda hafna,
líkt og gert er með jöfnunarsjóði
sveitarfélaga. Stofnun slíks sjóðs
ætti að vera samkomulagsatriði milli
Sveitarfélaga, sem síðar mætti skapa
lagalegan grundvöll.
Um Hafnamálastofnun er það að
segja, að starfsemi hennar skiptist
í grófum dráttum í þijá hluta: 1.
Vinnu við framkvæmda- og fjár-
hagsáætlun. 2. Verkfræðilega hönn-
unarvinnu. 3. Grundvallarrannsókn-
ir.
Vinnu við fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlun er sjálfhætt við til-
færslu verkefnisins. Um hönnunar-
vinnuna er það að segja að hæglega
má búa svo um hnútana að þeir eig-
endur hafna sem ekki sjá um þetta
sjálflr leiti til verkfræðistofa. Sé vilji
fyrir því að halda uppi þeirri rann-
sóknarstarfsemi sem í dag er sinnt
af Hafnamálastofnun, gætu eigend-
ur hafna kostað slíka rannsóknar-
vinnu og jafnvel rekið eigin rann-
sóknastofnun. Það er því eðlilegt að
leggja Hafnamálastofnun niður í
núverandi mynd.
í stuttu máli er eftirfarandi lagt
til:
1. Ákvarðanataka um uppbygg-
ingu hafna og fjarmögnun verði
færð til sveitarfélaga.
2. Sveitarfélögin fái samsvarandi
hækkun útsvars og hlutur ríkis í
tekjuskatti lækki.
3. Hafnarráð verði lagt niður.
4. Hafnamálastofnun verði lögð
niður í núverandi mynd.
5. Hafnabótasjóður verði lagður
niður.
6. Ákvörðun um gjaldskrár verði
alfarið hjá eigendum hafna.
Höfundur er borgarfulltrúi,
varamaður í hafnarstjóm
Reykjavíkur og formaður
Samtaka sveitarfélaga &
höfuðborgarsvæðinu.
Námsstefna um vinnuum-
hverfi heilbrigðisstétta
í TILEFNI af evrópsku vinnu-
verndarári munu Endurmennt-
unarstofnun Háskóla íslands og
Yinnueftirlit ríkisins í samvinnu
við félög hjúkrunarfræðinga, iðju-
þjálfa, sjúkraliða og sjúkraþjálf-
ara standa að námsstefnu um
vinnuumhverfi heilbrigðisstétta í
Borgartúni 6 fimmtudaginn 19.
nóvember kl. 13-17.15.
Markmið námsstefnunnar er að
veita yfirlit yfxr helstu álagsþætti í
vinnuumhverfí heilbrigðisstétta og
áhrif þeirra með sérstakri áherslu á
andlegt álag á þessar stéttir.
Áhersla verður lögð á að kynna
aðferðir sem nýst geta deildum og
stofnunum og sem miða að aukinni
ábyrgð starfsmanna á eigin vinnu-
vemd.
Fyrirlesarar verða: Guðný Krist-
jánsdóttir vinnusálfræðingur, Rúdólf
Adolfsson, geðhjúkmnarfræðingur,
bæði á Borgarspítala, Eydís Svein-
bjamardóttir lektor og Magnús Ól-
afsdóttir, deildarstjóri geðdeild
Landsspítala, Hörður Bergmann
fræðslustjóri Vinnueftirliti ríkisins,
Ágústa Guðnadóttir, starfsmanna-
sjúkraþjálfari Borgarspítala. Nám-
stefnustjóri verður Valgerður Gunn-
arsdóttir sjúkraþjálfari.
Þátttökugjald er 1.800 krónur.
Nánari upplýsingar em veittar á
skrifstofu Endurmenntunarstofn-
unar.
(Fréttatilkynning)
Fremstur meðal jafningja