Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 23 afurðir á landamærum og þykir sjálfsagt. Þannig er markvisst kom- ið í veg fyrir að ríkisstyrkir hafi truflandi áhrif á samkeppni milli landa í iðnaði, sem notar landbúnað- arafurðir sem hráefni. Innan EB eru einnig í gangi strangar aðgerðir og refsingar gagnvart löndum innan og utan EB, sem ekki fara eftir reglum á þessum sviðum. Gagnað- gerðir EB eru því á hreinu gagn- vart löndum innan sem utan EB ef á rétt þeirra er gengið. Um órétt- mæta viðskiptahætti, s.s. undirboð (s.s. vegna ríkisstyrkja) eru einnig ákvæði í alþjóðasamningum, s.s. GATT, sem kveða á um réttmæti gagnaðgerða í slíkum tilfellum. Hluti skýringar á því hvers vegna þetta hefur viðgengist er að hávær- ar kröfur útgerðarinnar hafa komið í veg fyrir að fiskvinnslan hér á landi fengi það sjálfsagða réttlæti að keppa við erlenda samkeppnisað- ila á jafnréttisgrundvelli þar sem þeira hafa m.a. lagst gegn álagi á útfluttan óunninn fisk. Talsmenn samtaka fiskvinnslunnar taka líka oftast hagsmuni útgerðarinnar framyfir hagsmuni fískvinnslunnar í landi þegar velja þarf á milli, þar sem margir reka einnig útgerð. Það eru nefnilega ólíkir hagsmunir hjá útgerð eða fiskvinnslu, þó að orðið sjávarútvegur sé stundum notað til að fólk haldi að þeir séu þeir sömu. Undrun vekur jafnframt að samtök verkafólks skuli ekki hafa tekið miklu harðara á þessu sjálfsagða jafnréttismáli, en skýringin er eflaust að hluta til sú að sjómenn eru jafnframt hluti af samtökum verkafólks. Hagsmunir verkafólks og atvinnurekenda í fiskvinnslu í landi hafa því verið látnir sitja á hakanum (hagsmunir EB teknir framyfir) í þessu máli og er furðu- legt langlundargeð verkafólks í þessum málum. Ein afleiðing þessa aðgerðarleysis er og verður ennþá meira gjaldþrot fiskvinnslufyrir- tækja, með viðeigandi tapi fyrir þjóðfélag og verkafólk og er at- vinnuleysi kvenna á Suðumesjum nú komið í 12%, þó þar sé einnig um að kenna flutningi kvóta burt af svæðinu. Valdið er því útgerðar- innar að því er virðist hvort heldur er í gegnum atvinnurekendur og/eða launþega. Eftir þessu fara svo pólitíkusar sem of oft láta því miður stjómast af hávæmm hags- munahópum hveiju sinni, en ekki málefnum og réttsýni með hags- muni heildarinnar til lengri tíma að leiðarljósi. í þessu sambandi er at- hyglisvert að skoða til samanburðar stjórnvaldsaðgerðir í S-Ameríku, þar sem valdamiklir hagsmunahóp- ar em ráðandi í aðgerðum stjóm- valda. Spyija má hvort svipaðrar tilhneigingar gæti hér á landi. Gagnaðgerðir í EES-samningunum vannst sig- ur vegna tollanua (að mestu) og var það mikið og gott skref og eiga stjórnvöld og viðkomandi aðilar heiður skilið fyrir þá framgöngu. Misréttið vegna ríkisstyrkjanna á eftir að leiðrétta, en það er hægt að gera með einhliða aðgerðum ein- göngu, s.s. sambærilegu 20% skerð- ingu á kvóta á útfluttan óunninn fisk. Sú skerðing komi til viðbótar þeirri skerðingu sem fyrir er vegna útflutts óunnins físks, þar sem hún á sér allt aðrar ástæður, eins og skýrt hefur verið. Svo lengi hefur hinsvegar óréttlætið viðgengist gagnvart fiskvinnslu á íslandi, að aðilar eru farnir að líta á óréttlætið sem sjálfsagt réttlæti í mörgum til- fellum. Þannig virðist sem í sumum tilfellum hafi orðið um „umpólun" réttlætisvitundarinnar að ræða. Nýleg ákvörðun núverandi ríkis- stjórnar og þá sérstaklega forsætis- ráðherra um ráðstöfun á kvóta Ha- græðingarsjóðs, er þó vonandi merki um að alræðisvald sumra hags- munahópa kunni að fara þverrandi í átt til „norrnal" áhrifa. Það er vonandi merki um að samkeppnism- ismunun, s.s. vegna ríkisstyrkja EB, verði mætt og íslensk fiskvinnslan g$ti átt von á því að mega keppa á jafnréttisgrunni gegn fiskvinnslu EB. Fiskvinnsla EB verði þannig ekki lengur tekin framyfir þá ís- lensku. Höfundur er viðskiptafræðingur. Félag ráðgjafarverkfræðinga 10% fækkun starfsmanna hjá verkfræðifyrirtækjum I KONNUN sem Félag ráðgjafar- verkfræðinga hefur gert á ástandi og horfum hjá 18 verk- fræðifyrirtækjum, kemur fram að starfsmönnum hefur fækkað um 10% frá áramótum. Jafn- framt, að fyrirsjáanlega muni þeim fækka um allt að 5% að auki fram til áramóta. í september síðastliðnum sendi skrifstofa FRV út könnunareyðublað til FRV-fyrirtækja. Í fréttabréfi kemur fram að svör hafi borist frá átján fyrirtækjum af 32. Fyrirtækin 14, sem ekki hafa svarað, eru aðal- lega minnstu fyrirtækin. Niðurstöð- ur leiddu í ljós að um síðustu ára- mót voru 304 starfsmenn hjá þessum fyrirtækjum, 242 tæknimenn og 62 aðrir. 1. október voru tæknimenn orðnir 221 og aðrir starfsmenn 55. Þá segir, „Áætlað er að starfs- mönnum fækki um 13 í viðbót til áramóta og hefur starfsmönnum þá fækkað um 41 á ári eða tæp 14%. Yfirvinna hefur dregist saman en hún hafði reyndar þegar minnkað mikið um síðustu áramót. Þá var yfirvinna 7,4% að meðaltali en var 5,5% í september. Um síðustu ára- mót mátu menn stöðuna þannig að fyrir lægju fimm og hálfs mánaðar verkefni, en nú eru fyrirsjáanleg verkefni til þriggja mánaða og þriggja vikna.“ Þakkarávarp. Innilegar hjartans þakkirfœrum við öllum þeim fjölmörgu, vinum og vandamönnum, sem heiöruðu okkur með nœrveru sinni, gjöfum, blómum og skeytum í tilefni 50 ára brúðkaups- afmœlis okkar þann 14. nóvember sl. og gerðu okkur daginn þannig ógleymanlegan. Sérstakar þakkir viljum við fœra Regluráði Allsherjar - Sam - Frímúrarareglunnar fyrir þess ómetanlegu aðstoð. Megi góður Guð varðveita ykkur nú og um alla framtíð. Krístrún Jónsdóttir, Valdimar Lárusson, Hamraborg 26, Kópavogi. Dagana 19.-28. nóvember höldum við upp á 40 ára starfsafmæli okkar. Bjóðum 20%-60% afslátt af leikföngum, plastmódelum og fl. TÓmSTUnDRHÚSIÐ HF Laugavegi 164, sími 21901

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.