Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 29 Jltargt Útgefandi mMiifrife Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Sæstrengur og hags munir Reykvíkinga Borgarstjóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um þátttöku borgarinnar í athugun á hagkvæmni framleiðslu, flutn- ings og dreifíngar raforku, sem flutt yrði með sæstreng til megin- lands Evrópu. Stór þáttur í at- huguninni snýr að hagkvæmni þess að reisa verksmiðju í Reykja- vík til að framleiða sæstrenginn. Samningur borgarinnar og hol- lenzku fyrirtækjanna PGEM, EPON og NKF Kabel um sam- starf í þessum efnum liggur fyrir og hefur verið staðfestur af fyrir- tækjunum, en ekki verður hafizt handa um athugunina fyrr en að fengnu samþykki borgarstjórnar. Hollendingar hafa boðizt til að greiða fjóra fímmtu hluta kostn- aðar við athugunina. Reykjavík- urborg þyrfti því að greiða fimmtung, eða um 20 milljónir. Raforkuútflutningur um sæ- streng gæti orðið eitt stærsta hagsmunamál íslendinga í fram- tíðinni. Eftirspum eftir umhverf- isvænni orku, sem kemur frá endumýjanlegum auðlindum, fer í vöxt á meginlandi Evrópu. Margt bendir til, að verkefnið sé framkvæmanlegt og íslenzk raf- orka geti orðið samkeppnishæf á markaði í Evrópu. Umsvif við virkjanir myndu stóraukast, ef útflutningur raforku hæfíst, og því er spáð, að hagvöxtur gæti aukizt hér um 2% á ári, ef af lagningu sæstrengs yrði. Atvinna myndi aukast og ný leið væri fundin til að breyta orkunni í fallvötnum íslendinga í útflutn- ingstekjur. Ahugi erlendra stórfyrirtækja á sviði sæstrengjaframleiðslu og -lagningar, á bprð við ítalska fyr- irtækið Pirelli og franska fyrir- tækið Alcatel, ber því vitni að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi. Auk þessara aðila hafa raf- magnsveitur Hamborgar í Þýzka- landi og ýmsir aðilar í Bretlandi sýnt málinu verulegan áhuga. Landsvirkjun hefur haft for- ystu um að kanna möguleika á orkuútflutningi um sæstreng. Fyrirtækið hefur nú fengið Pirelli, ásamt sænska fyrirtækinu Vattenfall, til þess að gera athug- un á hagkvæmni þess að flytja út orku um sæstreng til Bret- lands. Markaðsskrifstofa iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjun- ar hefur samið við Caminus Energy og Sumitomo Bank um athugun á því hvemig fjárfestar verði bezt laðaðir til þátttöku í verkefni af þessu tagi. Niðurstöð- ur beggja athugana eru væntan- legar í kringum næstu mánaða- mót. Þau rök hafa verið á lofti, að Reykjavíkurborg eigi ekki að sýna frumkvæði í þessu máli og láta Landsvirkjun og erlendum samstarfsaðilum hennar það eft- ir. Ekki er ástæða til að efast um, að hinir síðamefndu muni sinna verkinu vel. Ef litið er á málið út frá þjóðarhag, er hins vegar skynsamlegt að fá álit á því úr tveimur áttum, hvort hag- kvæmt sé að flytja út raforku um neðansjávarkapal á næstu ámm. Ekki er eðlilegt, að einn erlendur aðili ráði ferðinni í mál- inu. Aukinheldur er hagkvæmnis- athugun sú, sem Reykjavíkur- borg myndi taka þátt í, mun umfangsmeiri og ítarlegri en at- hugun Pirelli fyrir Landsvirkjun. Hún tekur líka til mikilvægs möguleika, sem ekki er skoðaður í athugun Pirelli, en það er bygg- ing sæstrengjaverksmiðju hér á landi. Reykjavíkurborg hefur mikla hagsmuni af að stuðla að því að slík verksmiðja yrði reist í borginni, enda er áætlað að hún gæti skapað 300-400 störf til langs tíma. í fréttaskýringu, sem birtist í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í dag, er haft eftir Aðal- steini Guðjohnsen, rafmagns- stjóra í Reykjavík, að verði könn- uð hagkvæmni þess að reisa sæ- strengjaverksmiðju á íslandi, séu íslendingar betur í stakk búnir í samningaviðræðum um lagningu neðansjávarkapals. Ef ekki verði farið út í þessa hagkvæmniathug- un, verði væntanlega ekkert af byggingu verksmiðjunnar hér á landi, þar sem enginn viti þá hvort hagkvæmt sé að byggja hana eður ei. „Ef einhveijir taka á sig þá ábyrgð að hafna samn- ingnum um hagkvæmniathugun- ina hafna þeir um leið möguleik- anum á sæstrengjaverksmiðju á íslandi og þar með væru atvinnu- möguleikarnir úr sögunni,“ segir Aðalsteinn. í ljósi þjóðarhagsmuna og þeirrar eflingar atvinnu í Reykja- vík, sem bygging sæstrengja- verksmiðju myndi leiða af sér, er illskiljanlegt, að tveir af borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins skuli vera málinu andsnúnir og að sá þriðji taki ekki afstöðu til þess, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær. Það er erfitt að sjá, að borgarfulltrúam- ir hafí nokkur efnisleg rök fyrir sinni afstöðu en með henni hætta þeir á að fella málið í borgar- stjórn og skaða með því hags- muni Reykvíkinga og lands- manna allra. Ástæða er til að hvetja fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur til að samþykkja þátttöku borgarinnar í umræddri hagkvæmnisathugun. Þar er ekki um mikinn kostnað að ræða, en ávinningurinn gæti orðið gífur- legur þegar fram líða stundir. Samstarf mjólkursamlaga Yerð á jógúrt lækkar um 5% VERÐ á jógúrt mun lækka að meðaltali um nálægt 5% á næstu dögum í kjölfar samnings sem Mjólkursamsalan i Reykjavík og nokkur mjólk- ursamlög hafa gert um samvinnu um framleiðslu og sölu á jógúrt og fleira. Samkomulag þetta, sem undirritað var í gærmorgun, er á milli Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík, Mjólkursam- lags KEA Akureyri, Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi og Mjólkursamlags KÞ á Húsavík. Með samningnum er landið allt gert að einu sölusvæði fyrir ákveðnar mjólkurafurðir. Að auki er hagræðingar leitað með samkomu- lagi um verkaskiptingu. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að með verkaskiptingu sé hægt að framleiða jógúrt á ódýrari hátt. Nefndi hann sem dæmi að mjólkurbúið á Húsavík gæti sérhæft sig í framleiðslu á jóg- úrt í pappaumbúðum. Þessi vara yrði áfram seld undir merki samlags- ins, Húsavíkuijógúrt, en Mjólkurs- amsalan tæki að sér dreifinguna og fælist einnig ákveðinn sparnaður í því. Jógúrtframleiðsla í plastbikurum flyst í áföngum frá Akureyri til Sel- foss, þar sem meirihluti allrar jógúrt- framleiðslu landsins hefur verið. Þess í' stað tekur mjólkursamlagið á Akureyri að sér að framleiða og selja Mjólkurbúi Flóamanná kvarg, sem er undanrennuþykkni og notað til íblöndunar í ýmsar afurðir. Jafn- framt er gert ráð fyrir að KEA auki framleiðslu á skyri sem dreift verði á vegum MS á höfuðborgarsvæðinu. KEA tekur að sér dreifíngu á öllum jógúrttegundum MS fyrir norðan. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, og Krístín Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, kampakát við upphaf fundarins með forystumönnum ríkissijómarinnar í gær. Fundur stjórnar og stjórnarandstöðu um atvinnumálin Engar beinar tillögur Fé safnað á fölskum forsendum EINN aðili hefur játað á sig að hafa gengið í hús og innheimt fjár- framlög til styrktar málarekstrí Sophiu Hansen í Tyrklandi á fölskum forsendum. Sigurður Pétur Harðarsson, sem staðið hefur að landssöfnun til styrktar Sophiu, segist hafa heyrt af afspum að í lok október hafí hlut- aðeigandi látið eftir sér að hann hafí safnað 230.000 krónum með þessum hætti en aðeins hafa komið fram afrit af kvittunum fyrir um 30 þúsund krónur. Hann biður fólk að hafa samband við söfnunarsíma 684455 hafí það slíkar kvittanir und- ir höndum. Sigurður sagði að aðeins væri gengið í hús með merki til styrktar Sophiu. Ef fólk vildi láta fé af hendi rakna skyldi það hins vegar hringja í söfnunarsímann. Stj órnarandstöðuflokkar funda með ASÍ og VSÍ í dag FORYSTUMENN stjórnarflokkanna héldu fund með fulltrúum flokka stjórnarandstöðunnar í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun. Rætt var um ýmsar hugmyndir, sem hafa verið á lofti um kostnaðar- lækkun atvinnuveganna en að sögn forystumanna sljórnarandstöðu- flokkanna voru engar beinar tillögur af hálfu rikisstjórnarinnar kynntar. Af hálfu forsvarsmanna stjórnarandstöðuflokkanna kom fram, í samtölum við Morgunblaðið, að þeir væru hlynntir þeirri Ieið, sem ríkisstjórnin reyndi að fara, en hefðu ýmsar athugasemd- ir við þær hugmyndir, sem fram væru komnar. I dag munu forystu- menn stjórnarandstöðuflokkanna eiga fund með forsvarsmönnum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins rakti Davíð Oddsson for- sætisráðherra á fundinum stöðu við- ræðna í atvinnumálanefnd aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og í stjómarliðinu. Rætt var vítt og breitt um atvinnu- og efnahagsmál, en ekki varð nein niðurstaða af fundinum. Af hálfu stjómarand- stöðunnar kom fram að fleiri sam- tök launþega yrðu að koma inn í þær viðræður um lausn vandans í atvinnumálum. Vom Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Banda- lag háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, Samband bankamanna og bændasamtökin nefnd þar til sög- unnar. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, formanns þingflokks Kvennalistans, er flokkur hennar hlynntur því að reyna að lækka kostnað atvinnulífs- ins svo ekki þurfi að koma til geng- isfellingar. „Mér fínnst hins vegar vanta í umræðuna hvernig eigi að standa vörð um kjör hinna lægst launuðu og hvaða aðgerðir verið séð að tala um til atvinnusköpunar,“ sagði Kristín. Ólafur Ragm.r Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagðist hafa búizt við einhveijum tillögum frá ríkisstjóminni á fundinum, en þær hefðu ekki komið fram. Hann Pálmi Kristinsson á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna Sveitarfélögin flýti útboðum verkefna BÚAST má við 10% atvinnuleysi meðal byggingamanna i vetur ef ekkert verður að gert, að sögn Pálma Krístinssonar, framkvæmda- stjóra Verktakasambands Islands. Hann segir að þessu sé hægt að afstýra með atbeina ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Verktakar leggja til við sveitarfélög að þau flýti útboðum verkefna sem fyrirhuguð eru á næsta ári til að draga úr erfiðleikum á næstu mánuðum. Pálmi skýr- ir frá þessu og öðrum hugmyndum um aðgerðir á fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna í dag. Tillögur svokallaðrar b-atvinnu- málanefndar eru í þremur áföngum og fyallar sá fyrsti um að sveitarfélög bregði út af vananum og bjóði verk- efni út fyrr en verið hefur, þannig að ýmsar framkvæmdir gætu hafíst snemma á næsta ári. „Mest er um útboð í mars til maí,“ segir Pálmi, „og framkvæmdir því hvað líflegast- ar seinni hluta árs. Við erum að fara fram á að verk verði boðin út fyrr, jafnvel áfangar þeirra þótt fullnaðar- hönnun sé ólokið. Þetta gæti bjargað mörgum, þrátt fyrir allt er gert ráð fyrir að sveitarfélögin veiji 8-10 milljörðum til ýmissa byggingarverk- efna 1993.“ Pálmi segir að í annan stað sé skorað á sveitarfélög að hefjast nú þegar handa um byggingu nærri 150 félagslegra íbúða, fyrir um milljarð, sem lánsloforð liggi fyrir um. Ekki sé langur tími til stefnu því loforðin gildi út þennan mánuð. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að dregist hafi að hefja framkvæmdir og mörg sveitarfélög eigi í hlut. En ekki leiki vafí á þörfínni fyrir vinnu og eftir- spum eftir húsnæðinu. í öðrum áfanga tillagna nefndar- innar er rætt um að ýmsum verkefn- um sem fyrirhuguð em 1994 verði flýtt eftir megni og í þriðja áfangan- um er fyallað um hugmyndir að fram- kvæmdum sem fara mætti út í. Pálmi segir að þær skýrist á næstu dögum, rætt hafi verið við opinbera aðila, lífeyrissjóði og fyrirtæki í einkageir- anum. Helstu hugmyndimar séu á sviði ferðaþjónustu, ráðstefnuhöll þeirra á meðal. sagðist hafa áréttað tillögu Alþýðu- bandalagsins um að forystumenn allra flokka settust formlega niður við vinnuborð og að því yrðu kallað- ir forystumenn þeirra hagsmuna- samtaka, sem formlega áttu þátt í þjóðarsáttinni á sínum tíma. „Hins vegar sýnist mér að ekki sé að vænta niðurstöðu í málinu á næstu dögum, hvorki frá atvinnumála- nefndinni né úr viðræðum forystu- manna ASÍ og VSÍ. Mér skildist á fulltrúum Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins að niðurstöðu væri heldur ekki að vænta frá þeim á næstu dögum,“ sagði Ólafur Ragn- ar. Hann sagði að Alþýðubandalagið væri eini stjómmálaflokkurinn, sem lagt hefði fram formlegar tillögur til lausnar vandanum í atvinnumál- um. „Ég setti fram það sjónarmið á fundi með fíármálaráðherra fyrir þremur vikum að þessi aðferð; að bíða eftir atvinnumálanefndinni og forystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar, myndi ekki ganga upp. Það væri ekki hægt að ætlast til þess að forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar kæmu fram með ýmsar óþægilegar tillögur og þess vegna yrði ríkisstjórnin sjálf að koma með einhvem efnivið formlega frá sér. Það hefur ekki gerzt enn,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist fagna því að tekið hefði verið undir tillög- ur Alþýðubandalagsins um hátekju- og fjármagnstekjuskatt. „Það finnst mér vera ávinningur og að því leyti hafí menn nálgast þær hugmyndir, sem við settum fram,“ sagði hann. Steingrírtiur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði að Framsóknarmenn vildu reyna öll önnur úrræði áður en farið væri út í gengisfellingu. „Við emm á þeirri meginlínu að reyna að lækka kostn- að og færa á milli og reyna að forð- ast gengisfellingu. Mér fínnst hins vegar að menn megi ekki verða svo stífir að gengisfesta verði einhver trúarbrögð. Það getur vel verið að okkar viðskiptahlutföll hafi raskazt, þannig að breyta þurfi í gengiskörf- unni eða að til þess að ná endum saman þurfi að láta gengið síga um eitt, tvö, þijú prósent á einhveijum tíma. Það yrði ekki nein koll- steypa,“ sagði Steingrímur.! Hann sagði að flokkur sinn styddi hátekjuskatt, þótt hann teldi að 7% skattur og 160.000 króna tekju- mörk væru hvort tveggja of lágt. ijTaka bæri hærra skatthlutfall og hækka jafnframt hátekjumörkin. Steingrímur sagðist hafa lagt áherzlu á vaxtalækkun, hvort sem væri með handafli eða með öðrum aðgerðum, svo sem að minnka bindi- skyldu bankanna. Hann sagði Framsóknarmenn styðja niðurfell- ingu aðstöðugjalds og tímabundna lækkun tryggingagjalds. „Við styðj- um það líka að leggja skatt á fjár- magnstekjur en teljum að einhver lágmarksspamaður eigi að vera skattfrjáls," sagði hann. -----» ♦ Almannatryggingar Aðgerðir til að torvelda misnotkun í FRAMHALDI af störfum nefnd- ar á vegum ríkisstj órnar innar sem athugaði hvort stuðningskerfi fyr- ir einstæða foreldra væri mark- visst mistnotað hefir eftirfarandi verið ákveðið, segir í frétt frá Tryggingastofnun ríkisins: „Tryggingastofnun veitir þeim sem fá greidd mæðra- og feðralaun vegna rangrar skráningar sambúðar frest til áramóta til að leiðrétta sam- búðarskráninguna. Eftir þann tíma mun Tryggingastofnun beita viður- lögum gagnvart þeim bótaþegum sem uppvísir verða að vísvitandi rangri sambúðarskráningu til að öðl- ast rétt til bóta. Viðurlögin felast í því að viðkomandi verður krafinn um tvöfalda þá bótagreiðslu sem ranglega var fengin hjá Trygginga- stofnun. Lífeyrisdeild Tryggingastofnunar tekur ekki til afgreiðslu umsóknir um mæðra- og feðralaun nema þeim fylgi formlegur meðlagsúrskurður eða staðfestur samningur um með- lagsgreiðslur, umsókn um meðlags- greiðslur og vottorð um lögheimili beggja foreldra. Samkvæmt þessu er ekki unnt að láta nægja yfirlýsingu umsækjanda um mæðra- og feðralaun þess efnis að meðlagsgreiðandi greiði beint til þess aðila sem heldur heimili með barni sínu,“ segir í frétt frá Trygg- ingastofnun. Nú er verið að senda öllum þeim sem fá mæðra- og feðralaun greidd frá stofnuninni bréf með þessum upplýsingum. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Fjármagns- o g hátekju- skattur helstu ágreinings- efni sljórnarflokkanna Kratar vilja ráðast í 20% úreldingu í sjávarútvegi ÞÓTT ákveðinnar bjartsýni hafi gætt meðal aðila vinnumarkaðaríns eftir fund með oddvitum ríkisstjórnarinnar í fyrrakvöld, er enn óljóst með hvaða hætti tillögur til lausnar efnahagsvandanum verða lagðar fram, svo og í nafni hverra og hvenær. Agreiningur er um það hvort fresta beri ákveðnum tillöguflutningi fram yfir ASÍ-þing eða ekki. Sjálfstæðismenn, margir hveijir, munu telja að tímabært sé að reka endahnútinn á tillögusmíð og kynna ákveðinn hugmynda- pakka, sem verði þá m.a. til umfjöllunar á ASÍ-þinginu, en alþýðu- flokksmenn munu heldur hallast að þvi að flýta sér hægt, og vilja bíða átekta, þar til Alþýðusambandið hefur lokið þinghaldi sínu í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er umræða og vinna við tillögugerð komin lengra á veg í þingflokki Alþýðuflokksins en Sjálfstæðisflokksins. Fjöldi þing- manna Sjálfstæðisflokksins hefur svarað á þann veg, undanfarna daga, þegar þeir hafa verið spurðir um afstöðu til ákveðinna hug- mynda til úrlausnar efnahagsvand- anum: „Ég hef ekki hugmynd um það“; eða „Þetta hefur ekkert verið rætt í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins“; eða „Við erum ekkert farin að ræða efnahagsráðstafanir í þingflokknum." Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins kom saman til fundar síðdegis í gær, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti það sem rætt hefur verið af ráðherrum og aðilum vinnu- markaðarins að undanfömu. „Það fóru fram ítarlegar og góðar um- ræður um þessi mál. Mismunandi leiðir og möguleikar voru ræddir, en það var ekki um það að ræða, að þingflokkurinn tæki afstöðu tií mála, ekki að svo komnu máli,“ sagði Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. Af ofangreindum ástæðum, er því ekki um það að ræða, að hægt sé að greina frá útfærðum hug- myndum, eða tillögum sjálfstæðis- manna í ríkisstjórn. Raunar em uppi þau sjónarmið innan Sjálf- stæðisflokksins, að þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins séu of fúsir til þess að greina opinberlega frá þeim hugmyndum og tillögum sem enn eru á mótunar- og um- ræðustigi. Er því þá fleygt meðal ákveðinna sjálfstæðismanna að „linnulaust blaður kratanna“ geri ekkert annað en tefja framgang mála og og hamla því að sameigin- leg niðurstaða fáist í viðkvæmum ágreiningsefnum. Þetta sjónarmið mun meðal annars vera ástæða þess að sjálfstæðismenn í ríkis- stjórn em jafn ófúsir og raun ber vitni, að greina í smáatriðum frá þeim hugmyndum sem eru til um- ræðu í þeirra hóp. Þingmenn Al- þýðuflokks hafa á hinn bóginn upp- lýst blaðamann Morgunblaðsins úm ákveðnar hugmyndir sem verið hafa í vinnslu innan þeirra flokks, og þeir telja reyndar að feli i sér víðtækari lausn en þá sem aðilar vinnumarkaðarins hafi rætt og verður drepið á því helsta úr hug- myndabanka krata hér á eftir. Umræðan snýst um kostnaðar- lækkun fyrirtækja og skattheimtu til þess að bæta ríki og sveitarfélög- um upp tekjutap. I þeim efnum hafa kratar lagt á það mikla áherslu að þeir telja að hvorugur aðili vinnumarkaðarins hafí í vinnu sinni og tillögugerð tekið nægilega mikið tillit til þess að kostnaðar- lækkun og skattheimtu verði að fylgja eftir með því að treysta stöðu ríkisfjármála, bæði á tekju- og gjaldahlið. Kratar leggja áherslu á að stjórnarflokkamir verði að fínna leiðir til að lækka ríkisútgjöld um tvo milljarða og styrkja tekjuhliðina um a.m.k. einn milljarð króna, þannig að ijárlagafrumvarp næsta árs verði ekki með meira en þriggja milljarða halla. Rökstuðningur þeirra er sá að allt tal um lækkun vaxta, til þess að tryggja stöðu atvinnulífsins, sé innantómt hjal, nema það takist að draga úr láns- fjárþörf ríkisins og treysta forsend- ur fjárlaga, þannig að þau fari ekki úr böndum, þegar kemur fram á næsta ár. Annað atriði sem kratar leggja höfuðáherslu á, er skuldauppgjör í sjávarútvegi. Þeir benda á að hinar almennu aðgerðir sem rætt er um, eins og afnám aðstöðugjalds, tryggingagjalds, og nokkurra ann- arra gjalda, eins og hafnargjalds dugi ekki til þess að bæta afkomu sjávarútvegsins nema sem svarar 2,5 prósentustigum, sem jafngildir því að afkoma sjávarútvegsins batnaði um u.þ.b. tvo milljarða króna. Varðveisla stöðugleika, lægra raungengi hér en í helstu viðskiptalöndum, telja þeir að gæti bætt afkomu sjávarútvegsins um 0,5-1% að auki, auk þess sem vaxtalækkun myndi styrkja stöðu þessarar undirstöðuatvinnugreinar. Því eru kratar með róttækar hugmyndir í þá veru, að skuldahali um 20% verst settu fyrirtækjanna í sjávarútvegi verði gerður upp, þar sem það verði haft að leiðarljósi að umframframleiðslugeta á landi og úti í sjó, verði tekin út úr grein- inni og úrelt. Kratar telja að með því að fækka fyrirtækjum í sjáv- arútvegi, þ.e.a.s. að þau fyrirtæki sem hvort eð er eru gjaldþrota, hverfi úr rekstri og færa veiðiheim- ildir þeirra til betur settra fyrir- tækja, megi bæta afkomu þeirra fyrirtækja sem lifa af hreinsanimar um 3%-5%. Aðeins með þessu móti telja þeir að afkomuvandi sjávarút- vegsins verði leystur til frambúðar og án þess að grípa þurfi til gengis- fellingar. Þótt kratar séu heldur hreyknir af samstöðu eigin þingflokks um hvaða leiðir skuli fara til lausnar efnahagsvandanum, þá hefur Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra reynst þingflokknum þung í taumi hvað varðar niður- skurð á húsbréfakerfínu og vaxta- bótakerfínu. Raunar telja kratar líklegt að Jóhanna geti á endanum fallist á breytta viðmiðun hvað varðar vaxtabæturnar, þannig að þær verði eigna- og tekjutengdar. Þannig telja þeir að hægt sé að spara sem svarar 400 milljónum króna. Jóhanna hefur á hinn bóginn verið mun fastari fyrir, þegar rætt hefur verið um að skera niður hús- bréfakerfið um tvo milljarða króna og sagt að ef það yrði niðurstaðan, þá segði hún af sér ráðherradóm. Ákveðnir þingmenn Alþýðuflokks- ins segja þá sem svo: „Þá segir hún bara af sér,“ og benda svo á að það sé marklaust með öllu að tala um vaxtalækkun, án þess að skera niður húsbréfakerfið. Helstu ágreiningsefni stjómar- flokkanna um með hvaða hætti ráðist skuli að rótum efnahags- vandans eru samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins þau, að Al- þýðuflokkurinn er hlynntur fjár- magnstekjuskatti en Sjálfstæðis- flokkur ekki, Alþýðuflokkur er hlynntur hátekjuskattþrepi, en Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sam- stíga í afstöðu sinni gagnvart slíkri tekjuöflunarleið. Raunar er talið útilokað að nokkurt samkomulag náist um efnahagsráðstafanir við Alþýðusambandið, nema fjár- magnstekjuskattur og hátekju- skattur verði hluti þeirra aðgerða sem ákveðnar verða. Báðir flokkarnir munu þó telja óraunhæft með öllu að viðmiðunin um hátekjuskattsþrep verði sú sem Alþýðusambandið leggur til, eða 160 þúsund króna mánaðartekjur einstaklinga og 320 þúsund króna tekjur hjóna og sambýlisfólks. Báð- ir stjórnarflokkamir telja að slík viðmiðunarmörk séu allt of lág. Auk þess em áhöld um hvort þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins sé reiðubúinn til þess að fallast á hækkun tekjuviðmiðunarmarka ei- nyrkja í atvinnurekstri. Báðir stjómarflokkarnir hafa hafnað hugmyndum ASÍ um at- vinnuskapandi aðgerðir hins opin- bera, með erlendum lántökum um- fram það sem þegar hefur verið ákveðið, sem óraunsæjum tillögum, sem beinist gegn því markmiði stjórnvalda að draga úr ríkisum- svifum og lántökum ríkissjóðs. Á fundi þeim sem þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra héldu með Magnúsi Gunnars.- syni, formanni Vinnuveitendasam- bands íslands og Ásmundi Stefáns- syni, forseta Alþýðusambands ís- lands í fyrrakvöld, munu mál hafa þokast talsvert í samkomulagsátt. Aðilar vinnumarkaðarins munu hafa lýst svo eindreginni andstöðu við hugmynd í þá veru að hækka bæri tekjuskatt allra um liðlega 2%, að mjög ólíklegt er talið eftir fund- inn í fyrrakvöld að hugmyndir í þessa veru séu enn á borði stjórnar- herranna. Flestir munu sammála um að ef ekki næst samstaða um aðgerðir með aðilum vinnumarkaðarins, og rikisstjórnin ræðst ein í að semja tillögur, þá sé jafnframt borin von að ráðgera að einhver þjóðarsátt náist um aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar. Þeir Ásmundur Stefánsson og Þórarinn V. Þórarinsson munu vera með eindregnustu talsmönnum þess að aðilar vinnumarkaðarins og atvinnumálanefndin verði að ná saman um tillögur. Bent er á að Ásmundur sé að ljúka störfum hjá Alþýðusambandinu og nýr forseti verði kjörinn á þinginu. Honum hljóti því að vera það mikið kapps- mál að ljúka málinu, áður en hann hættir. Sömu sögu megi reyndar segja af Þórarini V. Þórarinssyni, sem hafí átt gott og náið samstarf við Ásmund Stefánsson. Hann viti á hinn bóginn ekkert við hvern hann komi til með að eiga og eiga samstarf við, eftir að ASÍ hefur kjörið sér nýjan forseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.