Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 52

Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 IÞROTTIR UNGLINGA / SKAUTADANS Það geta allir lært að skauta - segir Þórunn Ósk Rafnsdóttir kennari „ÞAÐ geta allir lært á skauta, menn detta oft til að byrja með þegar menn eru að ná tökum á greininni. Framfararnir eru hins vegar fljótar að koma með æfingunni,11 segir Þórunn Ósk Rafns- dóttir, kennari hjá Skautafélaginu Þór þegar Morgunblaðið leit inn á æfingu í skautadansi á skautasvellinu í Laugardalnum í fyrrakvöld. ór er yngsta skautafélagið, stofnað í haust og eitt þriggja félaga í höfuðborginni sem bjóða ■■■■■I upp á kennslu í Frosti skautadansi. Hin Eiösson félögin, Skautafé- skrifer lag Reykjavíkur og Skautafélagið Bjöminn eru með kennslu í list- skautadansi jafnt sem ísknattleik en tvö síðamefndu félögin eru með á snæmm sínum finnska skauta- drottningu, Lisu St. Johansen til að sjá um kennsluna í skautadansi. Rúmlega fjörtíu böm- og ung- lingar stunda íþróttina hjá Þór þar sem Þórunn er kennari. Flestir eru enn að nema undirstöðuatriðin enda er íþróttin enn að slíta bams- skónum hér á landi en kennsla hófst fyrst í þessari grein síðasta vetur. Rétt eins og í venjulegum dansi þá era stúlkur í miklum meirihluta. komið á svellið frá því að það opn- aði 24. október. Forráðamenn skautafélaganna hafa fundið fyrir þessum áhuga en hafa ekki náð að sinna þeim stóra hópi sem leitað hefur til þeirra um kennslu. „Því miður hef ég þurft að vísa mörgum frá vegna þess að ekki hefur verið pláss hjá okkur. Til þess að geta stundað skautadans verður að vera gott rými fyrir dansarann og það er því lítið rými fyrir æfingar þeg- ar svellið er opið almenningi." Undirstaðan mikilvæg Þórann lagði aðaláhersluna á einföld undirstöðuatriði á æfing- unni í fýrrakvöld enda nemendur hennar byijendur í listinni. „Helsti mistökin sem byijendur gera era þau að nota tánna á skautunum til að spyma sér áfram. Ég kenni þeim því að nota innri og ytri kant- ana á skautunum til að renna sér áfram og mikilvægt er að vera með beint bak og halda góðu jafn- vægi,“ segir Þórunn. „Þegar krakkamir hafa náð tök- um á einföldustu atriðunum þá er hægt að byija að kenna þeim stökk og snúning,“ segir Þórunn. Þrjár vlnkonur taka léttan dans á æfingunni í fyrrakvöld. Morgunblaðið/Frosti ÍSLENSK stúlka, Vera Ásgeirs- dóttir, þrettán ára, hefur státað af þremur meistaratitlum í skautadansi í Luxemborg þar sem hún hefur búið með for- eldrum sínum. Vera byijaði að æfa skautadans sex ára gömul hjá félagi sínu CPR og hefur átt miklu lán að fagna. Hún hefur nokkram sinnum orðið klúbbmeistari og sl. þijú ár hefur hún verið unglingameistari Luxemborgar í flokki sínum. Þá má geta þess að Skautasambandið í Luxemborg hefur fímm sinnum veitt Veru viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Tvær aðrar ís- lenskar stúlkur æfa skautadans hjá CPR félaginu í Luxemborg en það eru þær Iris Ásgeirsdóttir ell- efu ára og Ásta Sigþórsdóttir átta ára. Þórunn aðstoðar unga skautadrottningu í æfingu. Morgunblaðið/Frosti Æfingar á listskautum eru tvisvar í viku og þeir sem æfa með Þór geta mætt í einn aukatíma þar sem tónlist er leikin undir, rétt eins og gert er á Ólympíuleikunum þar sem þessi grein hefur verið vinsæl. Fæstir af þeim sem stunda íþróttina hér á landi hafa hins veg- ar enn sem komið er náð þeirri fæmi sem nauðsynleg er til að geta verið með eigið atriði á ísnum. Vonir standa til að hægt verði að halda íslandsmót í greininni í vor. Gífurleg aðsókn Mikil aðsókn hefur verið að skautasvellinu í .þau rúm tvö ár og til fróðleiks má geta þess að tæplega nítján þúsund manns hafa Þess má geta að Þórann lærði skautadans þegar hún bjó í Luxem- borg. Hún flutti hingað fyrir tíu árum síðan. „Ég get ekki neitað því að það er búið að vera erfítt að eiga heima héma og geta ekki stundað íþróttina. En aðstæður er góðar núna og verða enn betri þegar svellið verður yfirbyggt eins og til stendur að gera.“ Skemmti- legast adfara afturábak Mér finnst skemmtilegast að fara afturábak en ég lærði það á laugardaginn,“ sagði Andri, átta ára, sem sótti byijendatíma í skautadansi. Andri var einn af þrem- ur strákum í byijendatímunum en hann ákvað að byija að læra skauta- dans eftir að móður einnar bekkjar- systur hans bauð honum í tíma. „Við mættum reglulega á svellið til að leika okkur í fyrra en byijuðum að æfa í framhaldi af því í haust. Við erum einnig í ballett og það hef- ur hjálpað mikið til enda er nauðsyn- legt að kunna réttar hreyfingar," sögðu þær Sandra og Snædís, tólf ára sem hafa náð nokkurri fæmi í íþróttinni. „Það er gaman að renna sér og mikið meira fjör í skautatímum en í danstímum," sögðu tvíburasystumar Þórunn og Rebekka sem eru níu ára og eins svo margar aðrar sem leggja stund á íþróttina æfa þær dans. Ólíkt því sem gerist erlendis þarf að klæða sig vel og ekki sakar að vera «ieð hjálm. Vera Ásgelrsdóttir. Vera meistari í Luxemborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.