Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 55

Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 55
I I I i I I I MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR PIMMTUDAGúk lð' NÖVEMBER 1992 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Selfyssingar hristu af Fram-skrekkinn SELFYSSINGAR náðu sínum fyrsta sigri á Fram í íþróttahús- inu á Selfossi í gær og hristu af sér Framskrekkinn sem var umtalaður fyrir leikinn. Eftir jafnan og oft tvísýnan leik urðu lokatölurnar 27:25. Bæði liðin byijuðu leikinn af krafti og greinilegt var að Selfyssingar tóku alvarlega fyrir- skipun Einars þjálf- Sigurður ara að ná sigri í Jónsson leiknum. „Eg er skrilarfrá auðvitað mjög e/foss/ svekktur með að tapa þessum leik. Við áttum fylli- laga skilið að ná öðru stiginu og ég hefði sætt mig við jafntefli. Það er alltaf erfítt fyrir lið að rífa sig upp þegar það er í botnbaráttu. En við áttum góðan leik og ég er ánægður með margt í leik minna manna, við stóðum fyllilega jafn- fætis Selfyssingum í þessum leik,“ sagði Atli Hilmarsson þjálfari Fram. „Við eigum alltaf í erfíðleikum með Fram. Við náðum ekki nógu góðum vamarleik og verðum að gera betur ef við ætlum að halda okkur á toppnum. Þeir spiluðu grimmt og voru erfíðir en nú höld- um við strikinu og náum toppnum fyrir jól,“ sagði Sigurður Sveins- son. Einar Þorvarðarson, þjálfari, tók í sama streng. „Ég þakka fyr- ir að við náðum báðum stigunum. Leikurinn víxlaðist allan tímann en þeir féllu á eigin sóknarmistök- um sem við náðum að nýta okkur í lokin.“ Karl Karlsson var Selfossliðinu sérlega erfiður en hann sýndi oft á tíðum ótrúlega snerpu. Framarar áttu í stökustu vandræðum með stórskyttur Selfossliðsins þegar þær náðu sér á strik og sigldu inn í vöm þeirra. Hvað eftir annað náði Einar Gunnar að skjóta þó einn og tveir vamarmenn héngu í honum. Sama var að segja um Sigurð Sveinsson, það héldu hon- MorgunblaðiðKristinn Sigurjón Bjarnason og félagar hans í Selfossliðinu náðu að tryggja sér sigur gegn Fram í baráttuleik á lokamínút- unum, 26:24. Hér svífur hann inn að marki Fram eftir að hafa látið skotið ríða af. um engin bönd þegar hann náði sér á ferð inn á milli vamarmann- anna. Þá sýndi Einar Guðmunds- son að snilldarskot hans og gegn- umbrot eru verulega hættuleg. Einar Gunnar Sigurðsson og Sigurður Sveinsson áttu einna bestan leik Selfyssinga úti á velli en Gísli Felix var góður í mark- inu. Karl Karlsson var yfírburða- maður hjá Fram. Lauflétt hjá FH-ingum ISLANDSMEISTARAR FH áttu ekki í miklum erfiðleikum með afspyrnuslakt lið HK í Digra- nesi, unnu með níu marka mun, 17:26. Kópavogsliðið náði aðeins að gera fimm mörk f fyrri hálfleik á meðan Hafnfirð- ingarnir settu ellefu. ^%rátt fyrir að sigur FH-inga hafi verið stór léku þeir ekki af fullum styrk allan leikinn. Þeir voru í vandræðum með sóknarleikinn í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök því ekkert gekk upp hjá mótheijunum og Bergsveinn var vel á verði í markinu. FH hafði síðari hálfleikinn í hendi sér og þegar staðan var orðin 11:20 settust Kristján Arason og Alexej Trúfan á varamannabekkinn og létu óreyndari strákana um að klára leikinn og þeim var ekki skotaskuld úr því. HK-menn áttu ekkert svar og voru búnar að játa sig sigraða um miðjan hálfleikinn. Kristján, Trúfan, Hálfdán og Bergsveinn voru bestir í jöfnu liði FH. Kristján var góður baeði í vöm Valur B. Jónatansson skrífar og sókn, átti þijár línusendingar sem gáfu mörk, fiskaði eitt víti og gerði eitt mark. Trúfan fellur vel inní FH-liðið og var í miklu stuði í fyrri hálfleik - gerði þá sjö af 11 mörkum liðsins. Bergsveinn var einnig í stuði í fyrri hálfleik, varði þá 11 skot þar af eitt vítakast. Hálfdán gerði §ögur mörk og fiskaði þijú víti. HK-menn hafa ekki verið sann- færandi í undanfömum leikjum og ekki breyttist það í gær. Liðið er skipað ágætis einstaklingum, sem einhverra hluta vegna ná ekki sam- an. Aðalskytta liðsins, Hans Guð- mundsson, brást algjörlega og mun- ar um minna. Hann átti 13 skot á markið en gerði aðeins eitt mark og kom það í 11. tilraun. Tonar var heldur ekki eins og hann á að sér, átti 12 skot og gerði fimm mörk. ■ FH gerði 7 mörk eftir hraðaupp- hlaup, 5 með langskotum, 4 af linu, 2 úr homi, 2 eftir gegnumbrot og 6 úr vítaköstum. ■ HK gerði 4 mörk eftir hrað- aupphlaup, 3 með langskotum, 4 af línu, 3 úr homi, 1 eftir gengnum- brot og 2 úr vítaköstum. Valsmenn kaf- shjldii Víkinga Steinþór Guðbjartsson skrifar Valsmenn áttu i litlum erfiðleikum með að sigra Víkinga að Hlíðar- enda í gærkvöldi. Mjög góð byijun heimamanna setti gestina út af laginu og eftirleikurinn var nánast formsatriði, þó Víkingum tækist að minnka muninn timabundið um miðjan seinni hálfleik. Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hléi, 12:5, en unnu 24:16 og tróna enn á toppn- um. Sóknamýting Valsmanna var frá- bær fyrsta stundarfjórðunginn, níu mörk úr 11 sóknum. Að sama skapi tóku þeir hraustlega á móti Víkingum í vöminni og höfðu sérstaklega góðar gætur á Birgi Sigurðssyni á línunni eftir að hann jafnaði 1:1, en það var eina mark hans í fyrri hálfleik. Vík- ingar voru að auki einstaklega lán- lausir í sókninni á þessum tíma, tvö vítaköst rötuðu ekki rétta leið, tvisvar small boltinn í stöng og þrisvar misstu Víkingar boltann klaufalega frá sér. Víkingar mættu ákveðnari til síð- ari hálfleiks, höfðu góðar gætur á Degi Sigurðssyni og Jóni Kristjáns- syni og Gunnar þjálfari Gunnarsson tók af skarið í sókninni með góðum árangri. Reynir Reynisson fór í mark- ið i stöðunni 15:9 og Víkingar náðu að minnka muninn í fjögur mörk, en þeim tókst hvorki að nýta sér liðs- muninn, þegar rúmlega fjórar mínút- ur voru til leiksloka, né ráðleysi Vals- manna, sem skoruðu ekki á tæplega fímm mínútna kafla. Valdimar Grímsson gerði endanlega út um von- ir gestanna með 21. marki Vals og fylgdi því eftir með því að gera síð- ustu þijú mörkin eftir hraðaupphlaup. Breiddin var aðal Vals að þessu sinni og stóðu sig allir með sóma. Leikmennimir unnu vel saman í vöm sem sókn, en slökuðu á klónni, þegar ljóst var hvert stefndi. Vamarleikur Víkings var ekki góð- ur og sóknarleikurinn ómarkviss. Birgir Sigurðsson var tekinn föstum tökum og Gunnar Gunnarsson var allt í öllu, en einn maður, þó góður sé, á sér ekki viðreisnar von gegn sterkri liðsheild. FOLK I RÚNAR Sigtryggsson, sem verið hefur einn besti maður Þórs á Akureyri í vetur, lék ekki með liðinu i gærkvöldi. Hann meiddist í leiknum gegn ÍBV og reyndist hafa tognað á ökkla, en gert er ráð fyrir að hann verði með i næsta leik. ■ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson varði glæsilega af línu, þegar liðlega 17 mínútur vom til leiksloka og staðan 16:11 fyrir Val gegn Vík- ingi. Hann fékk boltann í höfuðið og vankaðist. ■ FRIÐLEIFUR Friðleifsson var borinn útaf I sömu sókn, en virtist ekki alvarlega meiddur. ■ VALDIMAR Grímsson og Júl- íus Gunnarsson fóm skömmu áður smávægilega meiddir af velli, en komu fljótlega inná aftur. ■ VALDIMAR gerði mörk sín í kippum. í fyrri hálfleik gerði hann þijú af fjórum mörkum Vals í röð og síðan fjögur þau síðustu í leikn- um. I VALSMENN vígðu nýja blaða- mannastúku og er ástseða til að óska þeim til hamingju með fram- takið. I HANS Guðmundsson gerði að- eins eitt mark fyrir HK gegn sínum gömlu félögum í FH og það í 11. tilraun þegar 9 mínútur vom til leiksloka. FH-ingar klöppuðu fyrir Hans þegar hann náði loks að skora. ■ HK-Iiðið gerði annað mark sitt í leiknum gegn FH þegar 16,25 mínútur vom liðnar af leiknum. Þá hafði Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður FH, varið 8 skot. Góð ferð KA til Eyja „ÞETTA var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það sem gerði útslagið og er breytt frá undan- förnum leikjum okkar var að markvörðurinn varði vel,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eftir sigurá ÍBV, 17:19. Heimavöllur Eyjamanna hefur enn ekki skilað þeim einum einasta sigri. Leikurinn gegn KA einkenndist af mikilli baráttu enda mikið í húfi fyr- ir bæði lið, sem em við botn deildarinnar. Jafnt var allan fyrri hálfleikinn en það vom þó Eyjamenn sem vom ávallt skrefinu á undan. Markmenn liðanna vom í aðalhlut- verki og Sigmar Þröstur varði alls 9 skot í fyrri hálfleik. ÍBV hafði þá yfír, 11:10. Það var kraftur í KA-mönnum þegar þeir mættu til síðari hálfleiks; þeir gerðu 5 mörk á fyrstu 5 mín. og náðu þriggja marka forskoti, 12:15. Heimamenn náðu aldrei að jafna eftir það. Á lokamínútunum varði Iztok Race í marki KA m.a. tvö vitaköst og munar um minna. Loka- tölumar urðu 17:19 fyrir KA. KA lék vömina framarlega allan leikinn og gafst það lengstum vel. Markvarslan var einnig góð, en ein- staklingsframtak Óskars Elvars Ósk- arssonar hélt KA-mönnum á floti í sókninni. ÍBV lék oft ágæta vöm og Sigmar Þröstur varði vel, en sóknar- leikur liðsins var vandraéðalegur. Sigfús Gunnar Guðmundsson skrífar Loksins heimasigur hjá Þór frfcórsarar fögnuðu sigri á heima- velli sínum, eftir §óra tapleiki í röð á Akureyri, þegar þeir fengu ÍR-inga í hejmsókn. Tómas Sævar Ámason Hermannsson skoraði sigurmark skrífar þeirra þegar 20 sek. voru til leiksloka með því að fara inn úr homi og vippa knettinum yfir Magnús Sig- mundsson, markvörð ÍR-inga. Sigur Þórs virtist í öruggri höfn þegar fimm mín. voru til leiksloka. Þá vom þeir með þriggja marka forskot, 23:20. Þá small allt í baklás hjá þeim og tvsivar var knötturinn dæmdur af þeim eftir hnoð fyrir framan vöm ÍR-inga, sem náðu að jafna, 23:23, í þremur sóknarlotum - jöfnunarmarkið kom þegar 1.50 mín. vom eftir. Undir lokin var stig- inn mikill darraðadans og var Þórs- ararnum Sigurpáli Áma Aðalsteins- syni vísað af leikvelli. ÍR-ingar fengu tækifæi að gera út um leik- inn, en misstu knöttinn og heima- menn branuðu fram í hraðaupp- hlaup sem lauk með því að Sævar skoraði eins og áður sagði. Sigurpáll Ámi lék best hjá Þór í fyrri hálfleik og skoraði þá flest af átta mörkum sínum, en í seinni hálfleik tók Ole Nielsen við hlut- verki hans. Þeir vom bestu menn Þórs, en hjá ÍR var Rafn Rafnsson bestur í slöku liði. Vamarleikur ÍR var lélegur og markvarslan eftir því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.