Morgunblaðið - 19.11.1992, Síða 56

Morgunblaðið - 19.11.1992, Síða 56
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Flatbökum- ar ódýrastar á Akureyri FLATBÖKUR, öðru nafni pizzur, reyndust mun ódýr- ari á veitingastöðum á Akur- eyri en í Reykjavík í skyndi- könnun sem kynnt er í „Verðkönnun vUcunnar“ í blaðinu í dag. Verð á 12 tommu flatbökum var kannað í níu veitingahús- um, sjö i Reykjavík og tveimur á Akureyri. Lægsta verðið var hjá Bautanum á Akureyri, 780 kr., og Greifanum á Akureyri, 860 kr. stykkið. Lægsta verðið í Reykjavík var á Hominu þar sem bakan kostaði 920 krónur. Sjá bls. 34. Dökkt útlit er í byggingariðnaðinum að sögn forystumanna í greitiinni Vinnutími styttist, launin lækka og atvinnuleysi eykst „MENN eru þvingaðir til að sæta kostum sem þekktust í upphafi aldar- innar, atvinnuleysi eykst, vinnutími styttist og launin lækka. Við höfum aldrei fundið þetta meira en nú á síðustu mánuðum," segir Grétar Þorsteinsson, formaður sambands byggingarmanna. Viðmælendum blaðsins ber saman um að í byggingariðnaði stefni í óefni vegna harðn- andi samkeppni um verkefni sem ekki eru á hveiju strái. Ástandið bitni ekki aðeins á launum iðnaðarmanna og verkafólks, verslun með byggingarefni og framleiðendur finni einnig fyrir þvi. Steindór Guðmundsson, verkfræð- ingur er forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. Hann segir að nú sé tími kaupenda, menn keppist um að vinna verk fyrir sem fæstar krónur og geti ekki gert sömu arðsemiskröfur og áður. Hann segir að fjárhæðir tilboða í verk hafí greinilega farið lækkandi síðustu mánuði og geri það væntanlega áfram, verktakar reyni að lækka launakostnað og prútta um verð á efni. „Laun hafa yfirleitt verið um helmingur af kostnaði verktaka," segir Steindór, „en nú hefur dregið talsvert úr greiðslum umfram samn- inga. Verslun með hráefni fínnur líka mikið fyrir vaxandi samkeppni, það er meira um afslátt til verktaka og framleiðendur eins og steypustöðvar Tálbeita frá bandarísku tollgæslunni stóð tvo íslendinga að verki Teknir með hormónalyf fyrir milljónir í Flórída TVEIR íslendingar sitja nú í fangelsi í Flórída, í nágrenni borgarinn- ar Orlando, eftir að lögreglumenn frá bandarísku tollgæslunni hand- tóku þá á sunnudaginn var. Þeir munu hafa reynt að selja tálbeitu frá bandarisku toUgæslunni töluvert magn af hormónalyfjum og er brot þeirra talið það alvarlegt að þeir fá ekki að setja fram trygg- ingu tU að losna úr fangelsinu þar til dómur hefur faUið í máli þeirra. Jón Egilsson, sendiráðunautur söluna á hormónalyfjum sem þó íslands í Washington, vill lítið tjá sig um mál þetta að svo stöddu en segir: „Þetta er mjög alvarlegt mál og á viðkvæmu stigi sem stendur." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ákæruskjal saksóknar- ans í málinu upp á 19 blaðsíður og þar að fínna ýmislegt annað en er aðalatriði ákærunnar. Eins og áður segir er um töluvert magn að ræða og í ákæruskjalinu kemur fram að verðmæti hormónalyfjanna nemi tugum þúsunda dollara eða nokkrum milljónum króna. Þegar hefur fyrsta yfírheyrsla farið fram yfír mönnunum hjá dóm- ara og í lok hennar var það ákvörð- un dómarans að mönnunum tveim- ur væri ekki heimilt að setja fram tryggingar gegn lausn sinni úr fangelsi. Mennimir tveir og lög- fræðingur þeirra í Bandaríkjunum munu halda því fram að tollgæslan hafí leitt þá í gildm. Eftir að íslendingamir höfðu verið handteknir höfðu lögregluyf- irvöld á staðnum samband við Hilmar Skagfíeld, ræðismann ís- lands í Thallahassie. Hann kom upplýsingum um málið til sendi- ráðsins í Washington sem aftur hafði samband við utanríkisráðu- neytið hér heima. Hilmar Skagfield segir að hann hafí útvegað mönnunum tveimur lögfræðinga og sé í stöðugu sam- bandi við þá. Málið sé rekið sem alríkismál. Mennirnir séu hafðir í haldi í sýslufangelsinu í Sanford í nágrenni Orlando. Hilmar veit ekki hvað mennimir vom upphaflega að gera í Flórída er þeir lentu í smyglmáli þessu en hann hefur heyrt að hormónalyfín séu upp- mnalega frá Indlandi. faræekki varhluta af þessu.“ Grétar segir að menn séu í sífellt auknum mæli gerðir að nokkurs kon- ar undirverktökum til að vinnuveit- andinn sleppi við ýmis gjöld og þeir beri þá alla ábyrgð sjálfír. Viðsemj- andinn geti sagt þeim upp fyrirvara- laust og hafí engum skyldum að gegna ef þeir veikist eða slasist. f annan stað sé fastráðnum starfs- mönnum fyrirtækja æ oftar gert að sæta þessum kostum. Grétar segir að dregið hafi mikið úr yfirborgun- um, menn nálgist margir lágmark í samningum,_ allt niður í 600 krónur á tímann. Utkoma undirverktakans sé langt undir lágmarkskaupi þegar staðið hafí verið skil á öllu. Forystumenn múrara og málmiðn- aðarmanna taka í sama streng. Öm Friðriksson, forseti Málm- og skipa- smiðasambandsins, segir að menn keppist um að bjóða lágt í verk en grunnlaun virðist hafa haldist sam- kvæmt samningum í haust. Hins vegar hafi ráðstöfunartekjur lækkað verulega vegna minni yfirvinnu. Öm segir að uppsögnuni fjölgi, atvinnu- lausir málmiðnaðarmenn í Reykjavík nálgist nú 60, sem er nálægt 4%. Magnús Geirsson, forseti Rafíðn- aðarsambands íslands, segir at- vinnuleysið aldrei hafa verið eins mikið síðan á árunum upp úr 1950. „Meira að segja í samdrættinum í lok sjöunda áratugarins gátu menn leit- að til Norðurlandanna eftir vinnu. Nú er ástandið enn verra þar,“ segir hann. Magnús segir að stór fyrirtæki í rafiðnaði hafí dregið mjög úr yfír- vinnu starfsmanna, Rafmagnsveitur ríkisins hafí til dæmis sagt mönnum upp aukavinnu sem verið hafí í fímmtán ár og vegna þess lækki laun starfsmanna um þriðjung í mars. A HALUM IS Morgunblaðið/Sverrir Efnahagsráðstafanir Skilyrði ASÍ að hafa hátekju- og fj ármagnsskatta HELSTU ágreiningsefni stjórnarflokkanna um með hvaða hætti ráðist skuli að rótum efnahagsvandans eru samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins þau, að Alþýðuflokkurínn er hlynntur fjármagnstekjuskatti en Sjálfstæðisflokkur ekki, Alþýðuflokkur er hlynntur hátekjuskatt- þrepi, en Sjálfstæðisflokkurínn er ekki samstíga i afstöðu sinni gagn- vart slíkrí tekjuöflunarleið. Raunar er talið útilokað, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að nokkurt samkomulag náist um efnahagsráðstafanir við Alþýðu- sambandið, nema fjármagnstekju- skattur og hátekjuskattur verði hluti þeirra aðgerða sem ákyeðnar verða. Báðir stjómarflokkamir munu þó telja óraunhæft með öllu að viðmið- unin um hátekjuskattþrep verði sú sem Alþýðusambandið leggur til, eða 160 þúsund króna mánaðartekj- ur einstaklinga og 320 þúsund króna tekjur hjóna og sambýlis- fólks. Telja báðir stjórnarflokkamir, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að slík viðmiðunarmörk séu allt of Iág. Auk þess eru áhöld um hvort þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins sé reiðubúinn til þess að fallast á hækkun tekjuviðmiðunar- marka einyrkja í atvinnurekstri. Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi á miðopnu. Sjöfn VE með ólöglega möskvastærð VARÐSKIPIÐ Týr stóð bátinn Sjöfn VE að meintum ólöglegum veiðum skammt austan við Vest- mannaeyjar í gær, miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar var Sjöfn með 5,5 tommu möskva í þorskaneti en riðill- inn þarf að vera 6 tommur til að vera löglegur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.