Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tvttnnlifiifeifc STOFNAÐ 1913 266.tbl.80.árg. FOSTUDAGUR 20. NOVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aho hvet- ur til þjóð- Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnblaðsins. Gengisfall sænsku krónunnar olli ekki neinum meiríháttar við- brögðum í Finnlandi en gengi finnska marksins hefur verið látið fljóta um skeið. Talsmenn útflutningsfyrirtækja segja þó að fall krónunnar geti vald- ið þeim erfiðleikum en fínnskar vörur keppa við sænskar á mörgum al- þjóðamörkuðum. Uppsveifla hefur verið í finnskúm útflutningi að und- anförnu, meðal annars vegna þess að markið hefur lækkað í verði og samkeppnishæfnin því aukist. Esko Aho forsætisráðherra segist telja afar mikilvægt að árangur náist nú í viðræðum um þjóðarsátt í efna- hagsmálum Finna. Takist það ekki geti gengiserfiðleikar Svía haft hættulegar afleiðingar hvað varðar vexti og gengi marksins. ? ? ? GATT-samn- ingur nálgast Wasbington. Reuter. Samningamenn Evrópubanda- lagsins (EB) og Bandaríkjastjórn- ar sögðu að afar lítið hefði vantað á að þeir næðu samkomulagi í deilu um afnám tolla og hafta í alþjóðaviðskiptum er þeir frest- uðu GATT-fundi í gærkvöldi. Af beggja hálfu var sagt að mik- ill árangur hefði náðst og sest yrði aftur að samningaborði á næstu dög- um. Bandaríkjamenn hafa hótað við- skiptastríði finnist ekki lausn á deilu þeirra og EB um niðurgreiðslur í landbúnaði fyrir 5. desember. Sænska krónan fellur um 10% eftir að seðlabankinn lætur gengíð fljóta Stóðumst ekki kröftugt áhlaup spákaupmanna - segir Carl Bildt forsætisráðherra GENGI sænsku krónunnar féll um 10% síðdegis í gær er seðla- banki landsins komst að þeirri niðurstöðu að vonlaust væri að verja krónuna með stuðningsaðgerðum og lýsti yfir að gengi hennar yrði nú látið fljóta. Gengið er því ekki lengur bundið evrópsku mynteiningunni, ECU. Þrýstingur á krónuna hafði vaxið undanfarna viku. Andvirði 160 miujarða sænskra króna, nær allur gjaldeyrisforði landsins, hafði horfið úr landi. „Okkur mistókst," sagði Carl Bildt forsætisráðherra í gær. „Við stóðumst ekki kröftugt áhlaup spákaupmanna." Sænska stjórnin ákvað aðfaranótt fimmtudagsins að grípa til neyðarað- gerða, í þriðja skipti á skömmum tíma, og var jafnaðarmönnum skýrt frá því hvað fælist í þeim. Þeir drógu það hins vegar fram eftir degi í gær að gefa upp afstöðu sína en síðdegis kom í ljós að þeir voru andsnúnir aðgerðunum. Þá tók seðlabankinn ákvörðun um að fella gengið fremur en að reyna á ný að streitast á móti markaðinum með himinháum milli- bankavöxtum, en þeir höfðu í gær- morgun þegar verið hækkaðír úr 11,5% í 20%. Eftir að krónan var látin fljóta lækkuðu þeir í 12,5%. Gjaldeyris- og fjármálamarkaðir lokuðu rúmri klukkustund eftir geng- isákvörðun sænska seðlabankans. Við lok viðskipta hafði sænska krón- an fallið um 10% gagnvart Banda- ríkjadollar og um 7%-8% gagnvart þýska markinu. Velferðin enn skorin niður , Jafnaðarmenn gátu ekki sætt sig við nýjar niðurskurðartillögur sam- steypustjórnar borgaraflokkanna. Eistar mót- mæla land- helgisbrot- um Rússa Moskvu. Reuter. EISTAR sökiiðu Rússa í gær um að rjúfa landhelgi Eist- lands með siglingu herskipa við eyna Ruhnu á þriðjudag og miðvikudag og mótmæltu atburðunum formlega við rússnesk yfirvöld. Sömuleiðis var rússneski sendiherrann í Tiillinn krafinn skýringa á því hvers vegna rússneskir landa- mæraverðir skutu á eistneska starfsbræður sína í fyrradag. Vytautas Landsbergis forsæt- isráðherra Litháens gagnrýndi rússnesk yfirvöld í gær fyrir að setja ný skilyrði fyrir brottflutn- ingi rússneskra hersveita frá Lit- háen. Skoraði hann á Rússa að hverfa skilyrðislaust með heri sína úr landi. Fyrir skömmu frestaði Borís Jeltsín Rússlandsforseti áætlun- um um fyrirhugaða heimkvaðn- ingu rússnesks herliðs frá Eyst- rasaltsríkjunum þremur. Samn- Rússneskur tundurspillir. ingar tókust í fyrra um að brott- flutningi þeirra lyki árið 1994. Ástæðuna sagði hann meint óréttlæti gagnvart rússneskum minnihlutahópum í Lettlandi og Eistlandi. „Afstaða okkar hefur verið og verður alltaf skýr. Erlendar her- sveitir verða af hverfa úr landi - skilyrðislaust," sagði Lands- bergis í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Það sem Ingvar Carlsson, formaður Jafnaðarmannaflokksins, gat ekki kyngt, var að lækka átti skatta á fyrirtæki og draga úr félagslegum bótum. Bildt neitaði fullyrðingum um að stjórnin stæði of höllum fæti til að geta gripið til raunhæfra efnahags- ráðstafana og sagðist binda vonir við að ný samstaða tækist með stjórn og stjórnarandstöðu um nauðsynleg- ar kerfisbreytingar og ráðstafanir til að koma í veg fyrir verðbólgu. Carls- son sagði hins vegar að Svíar þyrftu nú á sterkari stjórn að halda og sagð- ist reiðubúinn að taka við lands- stjórninni. Forsenda þess væri þó að stefna stjórnar sinnar hefði meiri- hlutafylgi. Flokksstjórn Jafnað- armannaflokksins hefur verið kölluð saman til fundar í dag til að ræða þá stöðu sem upp er komin. „Tveggja áratuga sóun" Sænskir efnahagssérfræðingar segja ástæðu þess að aðgerðirnar í september dugðu ekki til vera að ekki hafi verið tekið nægilega á þeim mikla innbyggða fjárlagavanda, sem til staðar væri né heldur kerfisvanda sænsks atvinnullfs. „Við verðum að hafa hugfast að sænskt efnahagslíf er í molum. Við erum nú að súpa seyðið af tveggja áratuga sóun í rík- isfjármálum," sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins. Sjá einnig baksíðu og miðopnu. Pressens Bild Gagnrýnir stjórnarandstöðuna Carl Bildt forsætisráðherra lét á fréttamannafundi í gær í ljós von- brigði með að jafnaðarmenn skyldu ekki liðsinna stjóminni nú líkt og í september, er stjórn og stjórnarandstaða stóðu saman að tvennum víðtækum neyðaraðgerðum. Hann vildi þó ekki kenna jafnaðarmönn- um um gengisfallið og sagði spákaupmennsku hafa ráðið úrslitum. Yfirlýsing Sigbjörns Johnsen, fjármálaráðherra Noregs Norska krónan verð- ur áfram tengd ECU Óslö. Frá Jan Gunnar Furulv. fréttaritara Monrunblaðsins. ^ * NORÐMENN reyndu í gær að verja norsku krónuna en sérfræð- ingar í fjármálum sögðu óljóst hvort norsk stjórnvöld myndu neyðast til að fella gengið. „Teng- ing norsku krónunnar við Evr- ópsku mynteininguna [ECU] hef- ur reynst okkur vel," sagði Sig- björn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs. Norska þingið samþykkti i gær með 104 atkvæðum gegn 55 að sótt verði um aðild að Evr- ópubandalaginu. Norski seðlabankinn reyndi að takmarka skammtimalán til banka og sagði að 40% refsivextir yrðu lagðir á banka sem óskuðu eftir óvenjulega miklum lánum. Fjármála- sérfræðingar telja að spákaupmenn kunni nú að beina sjónum sínum að norsku krónunni með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum eftir atburðina í Svíþjóð. Svíar eru ein helsta við- skiptaþjóð Norðmanna og gengisfell- ing í Svíþjóð dregur úr samkeppn- ishæfni norskra útflytjenda, til að mynda í timburiðnaði. Talsmenn Hægriflokksins á þingi kröfðust þess í gærkvöldi að norsku fjárlögin yrðu skorin verulega niður vegna tíðindanna frá Svíþjóð og þeirra áhrifa sem þau gætu haft á norskan efnahag. Thorvald Stolten- berg utanríkisráðherra taldi aðgerðir Svía sýna að athafnafrelsi lítilla þjóða væri afar lítið í gengismálum. Dönsk verðbréf falla Verðbréf féllu og erlendir fjárfestar héldu að sér höndum. Efnahagssér- fræðingar sögðu ljóst að gengisfell- ingin í Svíþjóð myndi valda því að mörg þúsund Danir misstu vinnuna. Gert er ráð fyrir að Danir missi við þetta útflutningstekjur er svari til allt að tíu milljarða íslenskra króna. ERIK Hoffmeyer bankastjóri danska seðlabankans vísaði því algerlega á bug í gær að gengis- lækkun kæmi til greina í Dan- mörku, að sögn danska útvarps- ins. Gengisfallið í Svíþjóð hafði strax áhrif á danska verðbréfamarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.