Morgunblaðið - 20.11.1992, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992
Lífeyrissjóðirnir kaupa hlut ríkisins í Þróunarfélaginu
Sala til lífeyrissjóðanna
að öllu leyti góður kostur
- segir Hreinn Loftsson formaður einkavæðingarnefndar
SAMNINGUR um sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Þróunarfélagi íslands athugunar. Með milligöngu Þróunar-
hf. til tólf af stærstu lífeyrissjóðum landsins verður undirritaður í
dag. Nafnverð 29,02% hlut ríkissjóðs í félaginu er 100 miHjónir en líf-
eyrissjóðirnir kaupa hlutabréfin á 130 miHjónir kr. og verður kaupverð-
ið staðgreitt. Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar ríkis-
sljórnarinnar, segir að sala hlutabréfanna til lífeyrissjóðanna sé að
öllu leyti góður kostur, bæði fyrir einkavæðingaráform ríkisstjórnarinn-
ar og atvinnulífið. Þorgeir Eyjólfsson formaður Landssambands lífeyr-
issjóða segir að Þróunarfélagið geti orðið samstarfsvettvangur lífeyris-
sjóðanna við þátttöku þeirra í verkefnum á sviði þróunar og nýsköpunar.
Hreinn Loftsson sagði í samtali geta hleypt nýju lífí í það. Hlutverk
við Morgunblaðið að sala á hlut ríkis-
sjóðs í Þróunarfélaginu til lífeyris-
sjóðanna væri að öllu leyti mjög góð-
ur kostur. Landsbréf hf. önnuðust
söluna. Hreinn sagði að verðbréfa-
fyrirtækið teldi niðurstöðuna vel við-
unandi, bæði fyrir ríkissjóð og ijár-
magnsmarkaðinn þar sem tekist hafí
að selja mjög stóran hlut í fyrirtæki
á hlutabréfamarkaðnum þrátt fyrir
þann samdrátt sem þar hafi verið.
„Þessi sala staðfestir að þrátt fyr-
ir þá erfíðu stöðu sem er í efnahags-
lífi þjóðarinnar nýtist hlutabréfa-
markaðurinn við einkavæðinguna.
Það er ekki síður mikilvægt fyrir
áform okkar að lífeyrissjóðimir skuli
vera kaupendurnir. Eitt af markmið-
um einkavæðingarinnar er að hafa
sem dreifðasta eignaraðild að þeim
fyrirtækjum sem ríkið selur og
tryggja þar með áhrif almennings
með beinum eða óbeinum hætti. Líf-
eyrissjóðimir eru íjöldahreyfíng og
hefur þetta markmið því náðst með
sölunni.
Ég tel að það sé afar mikilvægt
að lífeyrissjóðimir komi inn í Þróun-
arfélagið, því að með því er búið að
tengja þá beint við stærsta þróunarfj-
ármögnunarfyrirtækið og ætti að
Þróunarfélagsins er að leggja fé í
þróunarverkefni og ný atvinnufyrir-
tæki. Með kaupum lífeyrissjóðanna
skapast sá farvegur sem vantað hef-
ur fyrir hugmyndir að nýjum verk-
efnum inn í lífeyrissjóðina. Lífeyris-
sjóðimir geta með þessu aukið þátt
sinn í atvinnulífínu og ætti það að
styrkja undirstöður atvinnuveganna
í framtíðinni," sagði Hreinn Loftsson.
Bæði lífeyrissjóðasamböndin, það
er Samband almennra lífeyrissjóða
og Landssamband lífeyrissjóða,
höfðu forgöngu um kaupin. Þorgeir
Eyjólfsson, formaður Landssam-
bands lífeyrissjóða, sagði þegar hann
var spurður um ástæður þess að líf-
eyrissjóðimir ákváðu að kaupa hluta-
bréf ríkisins í Þróunarfélaginu:
„Helstu ástæðumar, auk hagnað-
arvonar, eru að með kaupunum opn-
ast möguleiki fyrir lífeyrissjóðina að
beina til athugunar félagsins óskum
sem berast einstökum lífeyrissjóðum
um hlutabréfakaup í óskráðum félög-
um eða fyrirtækjum sem em á þróun-
arstigi. í stað þess að einstakir lífeyr-
issjóðir þurfí að taka afstöðu til slíkra
erinda myndast möguleiki með þátt-
töku í Þróunarfélaginu fyrir sjóðina
að vísa erindum þangað til faglegrar
félagsins geta lífeyrissjóðimir nálg-
ast áhættusamari hluta fjármagns-
markaðarins án þess að taka of mikla
áhættu með kaupum hlutabréfa í
einstökum óskráðum hlutabréfum.
Mikil nauðsyn er á nýsköpun í
atvinnulífí landsmanna með tilliti til
mikils aflasamdráttar á komandi
áram og vaxandi atvinnuleysis. Þátt-
taka lífeyrissjóðanna í Þróunarfélag-
inu á þessum hluta fjármagnsmark-
aðarins er því viðleitni af hálfu lífeyr-
issjóðanna til eflingar atvinnulífsins
við þessar erfiðu aðstæður. Þróunar-
félagið getur því orðið samstarfsvett-
vangur lífeyrissjóðanna til þess að
nýta sem miðpunkt þátttöku þeirra
í verkefnum á sviði þróunar og ný-
sköpunar en í Þróunarfélaginu er til
staðar mikil þekking og reynsla
starfsmanna í aðkomu að áhættufj-
ármagnsverkefnum," sagði Þorgeir.
Eftirtaldir tólf iífeyrissjóðir standa
að kaupunum: Lífeyrissjóður Dags-
brúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóð-
ur Hlífar, Lífeyrissjóðurinn Samein-
ing, Lífeyrissjóður lækna, Lífeyris-
sjóður verkfræðinga, Lífeyrissjóður
verslunarmanna, Lífeyrissjóður
verkalýðsfélga á Suðurlandi, Lífeyr-
issjóður rafíðnaðarmanna, Lífeyris-
sjóður stéttarfélaga í Skagafírði, Líf-
eyrissjóður bænda, Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn og Söfnunarsjóður lífeyr-
isréttinda. Sjóðirnir munu gera með
sér samkomulag um innbyrðis skipt-
ingu hlutabréfanna.
Dávíð Oddsson forsætisráðherra
og Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra munu undirrita samninginn í
dag fyrir hönd ríkissjóðs.
Gripinn með felgujárnið
Fj órmenningar stöðv-
uðu mann við innbrot
Orðabók til Danadrottningar
Sendiherra Danmerkur á íslandi, Villads Villadsen, tók við eintaki
númer eitt af Dansk-íslenskri orðabók ísafoldar, fyrir hönd Margrét-
ar Danadrottningar, en ísafoldarútgáfa gefur Danadrottningu fyrsta
eintak bókarinnar til þakka fyrir stuðning frá dönskum aðilum við
gerð bókarinnar, þar á meðal framlag úr sjóði í nafni Margrétar
drottningar. Það voru ritstjórar bókarinnar, Hrefna Arnalds og Ingi-
björg Johannesen, sem afhentu sendiherranum bókina í Danska sendi-
ráðinu.
MAÐUR sem reyndi að bijótast inn í verslunina Teigakjör í fyrri-
nótt var stöðvaður af fjórmenningum sem áttu leið hjá. Þeir héldu
honum uns lögregla kom á vettvang og sögðu að maðurinn hefði
boðist til að borga þeim fyrir að sleppa sér. Hann kvaðst aðeins
hafa ætlað að ná sér í mat.
Fjórir menn á heimleið í bíl sáu
hvar maður var að baksa við að
komast inn í verslunina með felgu-
jámi um tvöleytið í fyrrinótt. Þeir
ákváðu að skerast í leikinn og
gerðu jafnframt lögreglu viðvart.
Maðurinn viðurkenndi að hafa ætl-
að að brjótast inn, kvaðst þó ekki
hafa ætlað að taka peninga eða
tóbak, hann hafí bara viljað ná sér
í mat. Bifreið mannsins var
skammt frá versluninni. Maðurinn
sagði lögreglu að þetta væri í
fyrsta sinn í þijú ár sem hann
reyndi að brjótast inn.
Dómsmeðferð málningarfötumálsins hafin 5 árum eftir að upp um það komst
Segja játningar hjá lögreglu
vera fengnar með þvingunum
DÓMSRANNSÓKN málningafötumálsins svonefnda hófst í héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær en í því eru tveir menn ákærðir fyrir að
hafa í félagi staðið fyrir innflutningi á 67-70 kg af hassi hingað
til lands í níu skipaferðum frá því í desember 1985 uns þeir voru
handteknir 16. nóvember 1987. Efnið eru mennirnir taldir hafa
flutt inn í málningarfötum og við handtöku höfðu þeir nýverið
leyst úr tolli sendingu af málningarfötum sem í voru 10,7 kg af
hassi. Annar mannanna, Stefán Einarsson, 43 ára, neitaði öllum
sakargiftum í gær en hinn, Hallgrímur Ævar Másson, 49 ára, ját-
aði að hafa tekið þátt i að dreifa allt að 10 kg af hassi en að skip-
un Stefáns, sem haft hafi á sér fjárhagslegt tangarhald sem hann
hafi óspart beitt. Báðir kváðu mennimir játningar sem þeir hefðu
gefið fyrir lögreglu um aðild að málinu fengnar með þvingunum
meðan þeir sátu í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefði hótað gera það
sem oft væri gert, að koma fyrir hassi í bílum þeirra eða heima
hjá þeim og tengja þá þannig við efnin með hætti sem tryggt væri
að dygðu til sakfellingar. Hallgrímur bar að tilhæfulaus játning
hans hefði verið lesin sér fyrir að forskrift rannsóknarlögreglu-
manns og þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar.
Samkvæmt ákæru í málinu, sem
gefin var út 27. júlí 1990 en fyrst
birt Hallgrími Ævari 2. nóvember
á þessu ári, keypti ákærði Stefán
hassið í Hollandi á um 100-120
þúsund krónur kílóið og kom fyrir
í málningarfötum og þannig um
borð í flutningaskip sem venjuleg-
um vörusendingum í Belgíu en
Hallgrímur Ævar seldi megnið af
efninu hér á landi með milligöngu
tveggja aðila fyrir 350 til 430 krón-
ur grammið.
í máli beggja kom fram að þeir
hefðu þekkst frá forni fari er Stef-
án var í menntaskóla og vann í
málningarvinu hjá Hallgrími, og
kynni tekist með þeim að nýju er
Hallgrímur fékk aðstoð Stefáns,
sem er viðskiptafræðingur, við að
forða sér frá gjaldþroti. Skuld-
heimtumenn gengu hart að Hall-
grími vegna 500 þúsund króna víx-
ils sem hann gat ekki greitt.
Með aðstoð Stefáns hafi tekist
að bjarga málinu með því að útbúa
skuldabréf sem þinglýst var á einu
eign Hallgríms, íbúð í blokk, til
að koma veði á undan víxilkröf-
unni og styrkja þannig samning-
stöðu Hallgríms gagnvart kröfu-
hafanum, sem féllst á að ljúka
málinu gegn því að fá hluta kröf-
unnar greiddan.
Stefán kveðst hafa verið skráður
skuldareigandi á þessu mála-
myndarskuldabréfi, sem þinglýst
var á íbúðina en aldrei hafa haft
það undir höndum en Hallgímur
segir að Stefán hafi haft bréfíð og
notað tilvist þess til að árétta að
hann hefði Hallgrím á valdi sínu,
hann ætti í raun íbúðina hans
vegna veðsetningarinnar.
Undir þessum formerkjum segir
Hallgrímur að Stefán fengið sig
til að taka þátt í gjaldeyrisbraski
með sér og síðan innflutningi á
málningu og hassi.
Tölvuborð á hringferð um
hafið
Gjaldeyrisbraskinu sem báðir
könnuðust við að hafa tekið þátt
í lýsti Stefán þannig að borist hefði
í tal milli þeirra Hallgríms um
1983 hvaða aðferðir íslenska álfé-
lagið notaði til að koma hagnaði
úr landi. Á þeim árum var svoköll-
uð hækkun í hafi á skautum til
álversins mjög í umræðunni. Stef-
án segir að þeir hafi sameiginlega
ákveðið að nota sömu aðferð til
að koma hagnaði úr landi og ná
þannig í gjaldeyri til að selja með
hagnaði hérlendis á þessum tímum
gjaldeyrisleyfa.
Aðferðin hafí verið sú að Stefán
hafí keypt ódýr tölvuborð í nafni
eigin fyrirtækis í Þýskalandi. Það
fyrirtæki hafi selt fyrirtæki Hall-
gríms á íslandi tölvuborðin á upp-
sprengdu verði, í dæmi Stefáns var
notuð upphæðin 200 þúsund. Þeg-
ar borðin komu til íslands fékkst
gjaldeyrisleyfi til viðskiptanna og
sá gjaldeyrir var greiddur hinu
þýska fyrirtæki Stefáns, sem
keypti tölvuborðin svo aftur af fyr-
irtæki Hallgríms fyrir 100 krónur
(þessar tölur voru notaðar í dæm-
inu). Síðan voru borðin flutt aftur
úr landi og þannig var þessari
hringrás við haldið. Söluverð borð-
anna til útflutnings héðan var svo
lágt að ekki kom til tollaaf-
greiðslu. Sá gjaldeyrishagnaður
sem varð eftir hjá þeim félögum
þegar ávísanirnar höfðu verið inn-
leystar í erlendum bönkum var svo
seldur aðilum hér á landi, með
20-30% hagnaði og að sögn Stef-
áns fékkst með þessu 118% ávöxt-
un á gjaldeyri.
Fyrir dómi kvaðst Hallgrímur
ekki hafa gert sér grein fyrir
hvernig stóð á þessum tölvuborða-
innflutningi, það hefði alfarið verið
mál Stefáns, sem hins vegar sagði
að báðir ,hefðu komið þama að.
Stefán hafði enga tölu á hversu
marga hringi tölvuborðin hefðu
farið en þessi viðskipti hefðu stað-
ið þar til reglum um innflutning
bifreiða var breytt. Vegna hverrar
sendingar hafði Stefán þurft að
ferðast milli íslands og Hollands,
til að ganga frá sendingum og inn-
leysa ávísanir í hollenskum bönk-
um. Ekki gat Stefán nefnt fýrir
dómi hver heildarhagnaðurinn
varð.
Málningardósum varpað fyrir
Vogastapa
í máli Hallgríms Ævars Másson-
ar kom fram að þegar fyrrgreint
gjaldeyrisbrask hefði staðið yfir
um nokkurt skeið hefðu viðskipti
þeirra félaga tekið á sig flóknari
mynd að forskrift Stefáns, sem
farið hefði að gefa sér fyrirskipan-
ir sem Hallgrímur kvaðst ekkert
hafa botnað í.
Eftir að Stefán hafði sjálfur tek-
ið á leigu undir fölskum nöfnum
fímm herbergi í jafnmörgum hús-^
um víðs vegar í Reykjavík og í
Kópavogi hafi hann skipað Hall-
grími að leigja einnig undir fölsku
nafni bílskúr við hús í Fossvogi.
Hallgrímur kvaðst ekki geta sagt
ósatt og því hefði hann farið á
staðinn og tekið bílskúrinn á leigu
undir eigin nafni og þannig kallað
yfír sig mikla reiði Stefáns. Stefán
kveðst hafa tekið herbergin á leigu
fyrir Hallgrím og að hans ósk ekki
gefið upp rétt nafn.
Um þetta leyti segir Hallgrímur
að Stefán hafi keypt erlendis máln-
ingu og sent nokkrar dósir hingað
til lands á nafn fyrirtækis Hall-
gríms. Að sögn Hallgríms leysti
hann þessar dósir út tolli að boði
Stefáns og síðan fóru þeir félagar
með dósirnar að Vogastapa og
vörpuðu þeim þar fyrir björg. Hall-
grímur sagði að sér hefði þótt þetta
ansi skrýtið en Stefán hefði sagt
þetta tengjast gjaldeyrisbraskinu.
Stranglega væri bannað að selja
málninguna. Stefán neitar harð-
lega þátttöku í þessu.
Skömmu síðar hafí önnur máln-
ingarsending borist og hún farið
sömu leið. Þá kvaðst Hallgrímur
hafa yfirheyrt Stefán um hvað
hann hygðist eiginlega fyrir og
hann sagst vera að koma sér upp
kerfi til að flytja inn hass og væri
að prófa hvort það gengi upp.
Hallgrímur kvaðst nú hafa viljað
losna úr tengslum við Stefán en
hann hafi þá enn leitt talið að
skuldabréfinu og veðsetningu íbúð-
arinnar.
Hann segir að Stefán hafi sagt