Morgunblaðið - 20.11.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 20.11.1992, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Óvænt þróun mála í vinn- unni breytir fyrirætlunum varðandi frístundir. Þú færð samt tíma til að heimsækja góðan vin. Naut (20. apríl - 20. mat) Þér gefast ný tækifæri í vinnunni. Eitthvað getur truflað þig og samstarfs- maður er eitthvað miður sín. Einbeittu þér. Tvíburar (21. ma! - 20. júní) Þú gætir fengið gott heim- boð í dag. Gamall skólafélagi kemur við sögu á ný. Barn gæti valdið óvæntum út- gjöldum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HsB Sumir eru að ráðgera tals- verðar fjárfestingar vegna heimilanna. Náinn vinur er eitthvað laus í rásinni um þessar mundir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Dagdraumar eða þunglyndi geta truflað þig í vinnunni í dag. Vinur gefur þér góð ráð. Ferðaáætlanir eru á dagskrá. Meyja (23. ágúst - 22. septemberl Fljóttekinn gróði getur einn- ig verið fljótur að fara. Gættu hófs í peningamálum. Þú kemur miklu í verk í dag. Vog (23. sept. - 22. október) Þú gætir heimsótt eftirlætis veitingastaðinn í dag eða notið tómstundanna. Sjálfs- traustið fer vaxandi, en ijöl- skyldumál veldur áhyggjum. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) HilS Heimilisstörfín eru tímafrek í dag. Þú hefur heppnina með þér og nýtur þess. Láttu ekki órökstuddan orðróm á þig fá. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þér verður hugsanlega boðið í hóf í kvöld. Astæðulaust er að lána óábyrgum vini peninga. Lærðu að segja nei. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð gott tækifæri í vinn- unni. Ekki klúðra því. Þú vilt fara eigin leiðir og gæt- ir verkað móðgandi á aðra. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Nú er upplagt að undirbúa ferðalag. Sambandið við ein- hvem tengdan þér er ekki nógu gott. Þið virðist ekki eiga samleið. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) — Peningamálin þróast til betri vegar, en láttu ekki aðra misnota þig. Breytingar gætu orðið á fyrirætlunum kvöldsins. Stjörnusþána á ad lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND 5711 □ crs C=» CD X SMÁFÓLK YE5;MAAM..I WALKEP TO 5CM00L IN THE RAIN... Já, kennari ... ég labbaði í skólann En hafðu ekki áhyggjur. I rigningunni... Ég er samanskroppin fyrir! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Varstu búinn að heyra af spili 22?“ „Nei, reynar ekki.“ „Það var skemmtilegt spil.“ „Jæja.“ „Ertu með blað og blýant?" „Já.“ Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á75 V DG106 ♦ 85 ♦ Á1095 Vestur ♦ D9832 ♦ K ♦ G93 ♦ K842 Austur ♦ KG ♦ 54 ♦ D10642 ♦ D763 Suður ♦ 1064 ♦ Á98732 ♦ ÁK7 ♦ G Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 1 spaði 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass „Spil-22“ kom upp í barómeter- tvímenningi hjá Bridsfélagi Reykja- víkur í síðustu viku. Fjögur hjörtu voru spiluð út um víðan völl, enda 10 slagir upplagðir og 11 ef menn fella hjartakónginn blankan. Tveir sagnhafar náðu hins vegar 12 slög- um: þeir Helgi Sigurðsson og Magnús Ólafsson. Helgi fékk út lítinn spaða eftir ofanritaðar sagnir. Hann stakk upp ás og fór í skoðunarferð áður en hann hreyfði trompið. Spilaði tígli upp á ásinn og laufgosa að heiman. Þegar vestur lét lítið, drap Helgi á ásinn og trompaði lauf. Tók næst tígulkóng og trompaði tígul. Gosinn birtist í vestur og austur auglýsti drottninguna. Helgi trompaði lauf og hugleiddi framhaldið. Ýmislegt var nú vitað um spil AV. Fyrsti slagurinn benti til að austur ætti KG blankt í spaða. Laufháspilin virtust skipt og senni- lega lá liturinn 4-4. Og tígulstaðan lá ljós fyrir eftir upplýsandi afkast austurs. Vestur virtist því eiga 5-1-3-4. Hann átti ekki mikið af punktum, svo Helgi ákvað að eigna honum hjartakónginn. Næst lagði hann því niður hjartaás og felldi kónginn. Spilaði svo hjarta inn í borð og trompaði síðasta laufið. Nú var ekkert eftir nema tromp á báðum höndum og tveir spaðar. Helgi spilaði spaða. Austur átti þann slag á kónginn, en varð síðan að spila út í tvöfalda eyðu og gefa 12. slaginn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Skákklúbbamót Taflfélags Reykjavíkur fer fram í kvöld, föstudagskvöld, í félagsheimilinu í Faxafeni 12. Öllum er heimilt að mynda fjögurra manna sveitir og vera með, en mótið er einkum ætlað þeim sem teflt hafa í heima- húsum og á vinnustöðum. Þessi staða kom einmitt upp- í einum slíkum klúbbi, sem félagamir nefna sjálfír Visa-klúbbinn. Einar S. Einarsson hafði hvítt og átti leik, en Júlíus G. Óskarsson var með svart. Umhugsunartíminn var aðeins sjö mínútur á skákina. 19. Rg5! (Stórhættulegur leikur og sá sterkasti í stöðunni) 19. — hxg5? (19. - g6?, 20. Re6! var önnur gildra, en svartur átti að reyna 19. - Bxg5) 20. hxg5 - g6 (Leyfir mát í næsta leik, en það var orðið of seint að bjarga svörtu stöðunni) 21. Hh8 mát. Snilldartilþrif í hraðskákum fara oft forgörðum, en Einar bjargaði fléttunni frá gleymsku með því að ná ljósmynd af stöðunni áður en raðað var upp í næstu skák.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.