Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 11 AUGLÝSING MARÍA MEY SAGÐI FYRIR UM BREYTINGARNAR í RÚSSLANDI í FATIMA Jóhannes Páll II páfi kom aftur til Fatima 13. maí 1991 Systir Lucia og Jóhannes Páll páfi II. Árið 1917 bjuggu nokkrar fátækar bænda- fjölskyldur í litlu þorpi í Portúgal, sem nefnist Aljustrel, og er í kílómetra fjarlægð frá Fat- ima. Þrjú börn frá þorpinu voru vön að fara daglega með kindahóp til fjalla og í beitarhaga í nágrenni Fatima. Jacinta (7 ára) og Fransisco (9 ára) voru systkini og þriðja barnið, Lucia (9 ára) var frænka þeirra. Þann f3. maí 1917, þegar þau gættu fjárins eins og venjulega, sáu þau eldingu og María mey birtist þeim í eikar- tré. Hún sagði þeim að koma á sama stað þann 13. hvers mánaðar fram til 13. október. Mærin birtist þeim aftur þessa daga og flutti þeim boð. Fólk trúði ekki börnunum þegar þau sögðu frá sýnunum, og þau sögðu Maríu mey frá því. Hún sagðist þá myndu gera kraftaverk þann 13. október, eftir síðustu vitrun hennar, til að fá fólk til að trúa. Þann dag komu yfir 70.000 manns til Fatima, þar á meðal blaða- menn frá „kristilegum“ og öðrum dagblöðum. Næsta dag fluttu öll blöðin fréttir af undar- legu, veðurfræðilegu fyrirbæri, sem varð vart í Fatima. Það var kallað „sólar-kraftaverkið“. í nokkrar mínútur skipti sólin litum, hreyfðist úr stað og kom svo nálægt jörðu, að svo virt- ist sem hún myndi rekast á hana. Fyrirbærið sást einnig úr öðrum þorpum í um 20 kíló- metra fjarlægð frá Fatima. Þar kom fólk felmtri slegið út á götur, því það vissi ekki hvað var um að vera. María mey sagði börnunum að Jacinta og Fransisco myndu deyja fljótlega eftir þetta, en Lucia myndi lifa og flytja boðskap hennar. Tveimur árum seinna (1919), lést Fransisco og Jacinta ári seinna (1920). Lucia gerðist Carmelíta-nunna og er enn á lífi. Hún er nú 83 ára gömul og býr í klaustrinu Convento de las Carmelitas Descalzas í Coimbra. BOÐIN Mörgum árum seinna skrifaði Lucia niður það sem María mey bað hana að boða eftir vitranirnar sex, frá 13. maí til 13. október 1917. Þann 13. júní sagði María mey meðal annars: „Jesú vill að þú, Lucia, boðir návist mína og kærleika meðal manna. Hann vill koma á í þessum heimi tilbeiðslu míns Syndlausa Hjarta. Þeim sem fagna því munu frelsast og sálir þeirra munu njóta kærleika Guðs eins og blóm sem prýðir hásæti hans.“ Þann 13. júlí sagði hún meðal annars við börnin: „Fórniö ykkur fyrir syndarana og endurtakið mörgum sinnum þegar þið gerið það: „Ó, Jesú, það er fyrir kœrleika þinn, svo syndararnir taki sinnaskiptum, og til að bœla fyrir syndir gegn þínu Syndlausa Hjarta". Þegar hún sagði þessi orð rétti hún fram hendurnar eins og hún hafði gert áður. Ljósið sem streymdi frá þeim virtist smjúga í gegnum hvelfinguna og börnin sáu helvíti bregða fyrir. í vítis/ogum voru djöflar og glatað- ar sálir, eins og rauðglóandi kol, gegnsce, svört eða bronzlituð, meö mannsmynd, og flöktu í eldinum eins og bornar áfram aflogunum sem streymdu frá þeim, þyngdarlaus eins og neista- flug i stórbruna og reykjarský féllu til allra hliöa. Jafnframt heyrðust örvœntingarhróp og hryllileg öskur, sem fengu okkur til að skjálfa af ótta. Djöflana var hœgt aÖ greina á hraöi- legu, torkennilegu og dýrslegu útliti, en gegnsœja eins og kol sem orðin eru rauðglóandi. Full ótta litu börn- in bœnaraugum á Maríu mey, sem sagði bliðlega en dap- urlega: „Þið hafið séð helviti, þar sem sálir hinna syndugu hafna. Til aö bjarga þeim, vill Drottinn koma á i þessum heimi til- beiðslu mins Synd- lausa Hjarta. Ef gert er eins og ég biö, munu margar sá/ir frelsast ogfriður kom- ast á. Stríöið mun taka enda, en ef fólk hœttir ekki að gera á móti vilja Guðs, mun annaö stríö, mun hrœðilegra, brjótast út í tíð Piusar páfa XI. Þegar þið sjáið nóttina lýsast upp af ókennilegrj birtu, þá er það merki Drottins um að hann muni refsa heimsbygginni fyrir syndirnar með stríði og hungursneyö og ofsóknir á hendur kirkjunni og hans heilagleika munu verða. Til aö foröa þessu mun ég biðja aö Rúss- land verði helgað minu Syndlausa Hjarta. Ef fólk heyrir bcen mina, mun verða breyting í Rússlandi og friður komast á. Ef ekki, munu mistökin i Rússlandi breiðast út, bardagar og ofsóknir á hendur kirkjunni hefjast. Hið góða verður pisl- arvœtti, hans heilagleiki mun þjást mikið og margar þjóðir þurrkast út. Að lokum mun mitt Syndlausa Hjarta sigra. Hans heilagleiki mun helga mér Rússland, semr mun taka sinnaskipt- um og friður komast á. í Portúgal munu kenn- ingar trúarinnar œtið halda velli." (Hér er kom- ið að þriðja leyndarmálinu sem aðeins Lucia og eftirkomandi páfar vita). „Þegar þið farið með bœnirnar, segiö þá eftir hverja þeirra: „Jes- ús, fyrirgef oss syndir vorar, og frelsa oss frá logum helvítis og leiddu allar sálir til himna, sérstaklega þœr sem þarfnast náðar þinnar mest. “ Um þetta leyti (1917) geysaði heimsstyrjöld- in fyrri, en María mey sagði þá þegar fyrir um heimsstyrjöldina síðari, ef mannkynið hætti ekki að misbjóða Guði. Að lokum boðaði hún sigur síns Syndlausa Hjarta og breytingar í Rússlandi: „Hans heilagleiki mun helga mér Rússland.“ Lucia hefur lýst því yfir að Jó- hanns Páll páfi II helgaði Rússland hinu Synd- lausa Hjarta Maríu árið 1984 eins og Mærin bað. Hún sagði líka að þeir atburðir, sem eiga sér stað í Austur-Evrópu, séu kraftaverk Guðs til að forða kjarnorkustríði. í öllum vitrununum biður María um að far- ið sé með bænir. í ágúst (1917) sagði hún: „Biðjið, biðjið og fórnið ykkur fyrir syndar- ana, því margar sálir fara til helvítis því þær hafa engan sem vill fórna sér fyrir þær eða biðja fyrir þeim.“ HIÐ SYNDLAUSA HJARTA MARÍU Seinna sagði María mey við Luciu: „Sjáðu, barnið mitt, hjarta mitt, alsett þyrn- um, sem vanþakklátir stinga stöðugt í það, með guðlasti sínu og syndum. Reyndu að minnsta kosti að gera mér hugarhægra og segðu öllum að þeir, sem skrifta fýrsta laugardag í hverjum mánuði, í fimm mánuði, ganga til altaris, fara með bænir og veita mér návist sína í stundarfjórðung með íhugun og reyna að bæta fyrir syndir sínar, þeim mun ég veita hjálp mína á þeirra dauðastund með fyrirgefn- ingu syndanna til frelsunar sálu þeirra.“ Jóhannes Páll páfi II varð fyrir árás á St. Péturstorgi fyrir um 10 árum. Það gerðist þann 13. maí, á degi helguðum Maríu mey í Fat- ima. Hans Heilagleiki sagði þá að Mærin í Fatima hefði bjargað lífi sínu. 13. maí 1991, tíu árum eftir illvirkið, kom páfinn til Fatima í Portúgal. Frá þeim degi ber Mærin í Fatima í kórónu sinni byssukúlu þá, sem fjarlægð var úr maga páfans eftir árásina. Árið 1947 stofnaði amerískur prestur „The Blue Army“, sem er starfandi í mörgum lönd- um við að breiða út boðskapinn frá Fatima og ástundar það sem María mey bað um í vitr- unum sínum. Hver sá, sem óskar eftir að fá ókeypis ein- tak af „The Message of Fatima - Lucia talks“, getur skrifað til tímaritsins „Sol de Fatima“, Gran Avenida 35 - Orcasitas - 28041 - Madrid, Spáni. Einnig er hægt að hringja í síma 90 34 1 3412029.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.